Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.06.1946, Blaðsíða 4
Allir lýðræðissinnaðir Akur- eyringar fylkja sér um Sigurð E. Hlíðar. _ ____ ___________ Miðvikudaginn 19. júní 1946 Listi Sjálfstæðisflokksins í tvímenningskj ör dæmunum er Ð-listinn AKUREYRINGAR! Ef þér eruð á ferð í Reykjavík, þá gjörið svo vel að líta inn. Ávallt glæsilegt úrval af tækifærisgjöfum. GJAFABUÐIN, Skólavörðustíg 11 — Reykjavík. Tilkynning til útgeröarmanna Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að leggja upp síld til söltunar af skipum sínum á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. gr. laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síkiarútvegsnefndar. Útgerðarmenn þurfa í umsóknum sínum að taka fram eftirfarandi: Nöfn skipa, stærð, einkennistöl- ur. Áætlað magn til sölturiar og hjá hvaða saltenda síldin verður söltuð. Umsóknir þessar skulu sendar til skrifstofunnar á Siglufirði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. júní 1946. SÍLDARÚTVEGSNEFND. Tilkynning til sllðarsaltenda Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. gr. laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandí: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 4. Hve margt síldarverkunarfólk vinnur á stöð- inni. 5. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá hve mikið. Þeir saltendur, sem óska að fá tómar tunnur og salt frá Síldarútvegsnefnd sendi umsóknir til skrif- stofu nefndarinnar á Siglufirði fyrir 30. júní 1946. SÍLDARÚTVEGSNEFND. Leiðrétting. Veikamaðurinn hefir í grein um 17. júní, 15. þ. m. birt eí'tir- farandi ummæli: „Hér á Akureyri fékkst ekki heldur að l'ulltrúar alþýðunnar mættu láta til sín heyra þennan fdag.“ Út af þessum ummælum vill þjóðhátíðarnefnd Akureyrar taka fram eftirfarandi: Engar óskir komu til nefndar- innar, hvorki frá verklýðsfélög- unum né öðrum um val ræðu- manna 17. júní. Engum hefir því verið neitað að taka til máls við hátíðahöldin. Fullt samkomu lag var um val þeirra ræðu- manna er auglýstir voru. Einn nefndarmanna, Arni Sigurðsson, var fjarverandi. Formanni nefnd arinnar var falið að fara þess á leit við Sigurð Guðmundsson, skólameistara, að hann flytti aðra ræðuna og aðstoðaði við val ræðumanns úr hópi þeirra stú- denta, sem væru að útskrifast úr Menntaskólanum. Ennfremur var formanni falið að bera fram við bæjarstjóra ósk nefndarinnar um að hann setti hátíðasamkomuna. Vegna lasleika óskaði bæjar- stjóri eftir að form. nefndarinn- ar leysti sig af hólmi og var það samþykkt á öðrum fimdi nefnd- arinnar. Engum öðrum en þeim sem auglýstir voru hefir nefnd- in því boðið upp á a& flytja ræðu við liátíðahöldin og enginn heldur farið þess á leit við nefnd ína. Akureyri, 16. júní 1946 í þjóðhátíðarnefnd Akureyrar Armann Dalmannsson, Tryggvi Þorsteinsson, Jón Hinriksson, Arni Signrðsson, Arnþór Þor- steinsson, Askell Jónsson. Samskot til fðlksins á Kotá. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar hefir ákveðið, að beita sér fyrir fjársöfnun til fólksins, sem missti mestallar eigur sínar í brunan- um á Kotá 11. þ.. m. Söfnunar- listar milnu liggja frammi á rit- stjórnarskrifstofum blaðanna. Einnig verða bornir söfnunarlist ar um bæinn. Væntir íiefndin góðra undirtekta bæjarbúa eins og svo oft áður þegar til þeirra hefir verið leitað í líkum erinda gjörðum. í sambandi við ofanritað skal tekið fram, að íslendingur tekur á móti samskotum og biður þá, sem eitthvað vilja leggja í þenna sjóð, að koma með það sem allra fyrst. ILMVÖTN ný sending komin. Coty vörur. Verzlun L O N D O N HUSIÐ Sunnuhvoll í Hrísey er til sölu nú þegar. — Upplýsingar á af- greiðslu Islendings. Stoí uskápii i\ lakkslípuð hnota, til sölu. Uppl. á Húsgagnavinnu- stofu Sigurjóns Þórodds- sonar, Lundargötu 1 eða Hótel Svaninum. Vörubíll til sölu Ford-model ’42, nýuppsettur, með i vökvasturtum. Upplýs- ingar gefur Ragnar Þór Kjarfansson, B. S. Þ. — Húsavík. Tjöld, tjaldbeddar og svefn- pokar, nýkomið. Verzl. Hrísey. Sjófafnaður ýmiskonar. Verzl. Hrísey. Gúmmíhanzkar — Vinnu- veftlingar, nýkomnir. Verzl. Péturs H. Lórussonar NÝKOMIÐ: Hyde Park. hattar (allir litir). Verzl. LONDON Karlmannanærföt (vönduð) Sokkar Hvítar milliskyrtur Einlitar milliskyrtur (silki) Hálsbindi (nýjasti móður). o. m. fl. Verzl. London NÝJA-BÍÓ Miðvikudags og Fimmludagskvöld kl. 9: Of jarl bófanna (Tall in the Saddle) KARLMANNA- HATTAR Verð frá kr. 20 til 75. Nýkomnir. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson Heilbússur og ofanólímdar. Hólfbússur, hnéstígvél og lóg landstígvél, karlm. Ungl. stígv. Barna, væntanl. bróðl. Verzl. Péturs H. Lórussonar Kven-alsilkisokkar. Kven-götustígvél (rússa) Verzl. Péturs H. Lórussonar NÝKOMIÐ: Amerískir kvenkjólar margar gerðir. Verzl. London NÝKOMIÐ: Silkiflauel Candkrep Tvisttau, margir litir Handklæði Kjólaefni Stórisefni Stórisblúndur o. m. fl. Verzl. London S j álf stæðismenn! Gerið skrifstofunni aðvart, ef þér vitið um einhvern kjósanda, er verður fjarverandi á kjördegi. Skrifstofa SJÁLFSTÆÐISMANNA opin allan daginn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.