Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 21. júní 1946 26. tbl. Akoreyrinoar! Barállan um þingsætið hér á Akureyri stendur milli Sjálfstæð- isflokksins og kommúnista — milli vestræns lýðræðis og aust- ræns einræðis. Kommúnistar leggja nú allt kapp á að fá það fólk, sem ekki vill kjósa þá, til þess að kjósa þá að minnsta kosti annaðhvort Framsókn eða Alþýðuflokkinn, því að cina von þeirra um sigur er sú, að lýðræðissinnar skiptist sem jafnast milli þessara þriggja flokka. ííver sá lýðræðissinni, sem kaslar atkvæði sínu á Fram- .sókn eða Alþýðuflokkinn eykur því líkurnar fyrir sigri einræðis- af!a!ina. Láluni ekki þá ógæfu henda þenria fagra bæ, að máls/ari aust rænnar einræðisstefnu verði þing maður hans. Sanieinurnst því öli um Sjálfstæðisflokkinn og tryggj- íírh með því íýðræðisöflunum glæsilegan sigur. ureynnpr fiurfa aö vera einhuga um efl- Ingu útgerBarnmar. Tögarinn tilbúinn í desem ber ÚTGERfiARFÉLAG Akureyrar er nú tekið til starfa. Hefir þegar verið safnað 540 þús. kr. hlutafé. A fram- haldsaðalfundi félagsins, sem hald- inn var 8. júní sl., var kosið í'stjórn félagsins. Kosningu hlutu: Steinn Steinsen, bæjarstjóri, Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastjóri, Guð- mundur Guðmundsson, skipstjóri, Tryggvi Helgason, sjómaður, og Al- bert Sölvason, vélsmiður. Þegar dregið var um togarana hjá Nýbyggingarráði, hlaut Akureyri þriðja togarann. Svo vel hefir tekizt til, að smíði skipanna gengur betur en upphaflega var ráð fyrir gert, og eru allar líkur til þess, að Útgerðar- félag Akureyrar fái sinn togára í desember n. k. Er þess að vænta, að "luthafar bregðist fljótt og vel við innköllun hlutafjárins og tryggi þannig af sinni hálfu, að bæjarfé- lagið geti sem fyrst notið góðs af þessu ágæta og vonandi aflasæla fi'amleiðslulæki. Heillaskyti til íorseta Islands. Forseta Islands hafa borizt ámaðaróskaskeyti erlend og innlend 17. júní. Meðal þeirra voru skeyti frá Gouin stjórnar- ^rseta Frakklands og Shvernik f°rseta æðsta ráðs ráðstjórnar- ríkjanna. (Frétt frá ríkisstjórninni) efna koíMMnista í utanrlkismðlam mdtast at blindri dýrkun á erlendri einræðisstefnu. Fltipél Flugsköla Akureyrar. Þeir munu þess vegna aldrei verða sjálfstæðishetjur í augum íslenzku þjóðarinnar. íslendingur birtir hér mynd af hinni nýju jarþegajlugvél Flug- skóla Akureyrar. Nánari lýsing á vélinni og flughœjni hennar er að finiM í viðtali blaðsins við Steindór Hjaltalín og Gísla Ölafsson. 10 flugmannaefni á vegum Flugskóla Akureyrar. Á árinu sem leið stofnuðu nokkrir Akureyringar flug- skóla. Með því sýndu þeir lofs- verða framtakssemi og lögðu á sig mikið erfiði til þess að kynna almenningi flugtæknina 'og kenna einstaklingum að stjórna flugvél. Stjórnendur flugskólans eru þeir Gísli Olafsson, lögreglúþjónn, Árni Bjarnarson og Steindór Hjaltalín. „Islendingur" kom nýlega að máli við þá Gísla Olafsson og Steindór Hjaltalín, og sögðu þeir frá starf- semi skólans á þessa leið: Mikill áhugi er fyrir flugnáminu og eru nú um 10 nemar á vegum skólans. Flugskólinn hefir um nokkurt skeið átt 2 Tiger-Moth kennsluvélar og á nú von á 2 í viðbót af gerðinni Piper-Gub-Special. Ætlunin er að nola þær til kennslu, hringflugs og styttri leiðangra. Þá hefir flugskólinn keypt IVIar- tinet-flugvél, sem komin er til Rvík- ur. Hana á að nota til þess að kenna farþegaflug, því að takmarkið er, að menn geti lokið fullnaðarnámi til farþegaflugs hér" á landi. Vél þessi er tveggja manna far, hefir einn 800 hestafla hreyfil og getur farið 200 mílur á klst. Hún verður því hrað- fleygasta vélin hér á landi. Flugskólinn hefir nýlega fest kaup á þriggja farþega flugvél af gerðinni Percival Protor. Vélin er smíðuð í Englandi og nær því ný. Flughrað- inn er um 140 mílur, og er hún því með hraðfleygustu vélum hérlendis. Vélar af þessari gerð þykja mjög traustar og vandaðar í alla staði. Þess má geta í því sambandi, að flugkappinn frægi ,Jim Mollison flaug í sl. janúarmánuði í vél sömu tegundar frá Englandi, þvert suður yfir Frakkland og Spán til Bathurst í Afríku. Þaðan flaug hann þvert-yf- ir Suður-Atlanzhafið til Pernam- buco í Suður-Ameríku, en þaðan flaug hann til Rio 'de Janeiro. Alla þessa leið — 4640 mílur, sem er lengra en fjórum sinnum vegalengd- in til Kaupmannahafnar — flaug Mollison einn. Flugtíminn var 37^2 klst., en ferðin yfir Atlanzhafið tók 15 klst. Aukabenzíngeymar voru í vélinni, svo og neðan í vængjunum. Var þannig gengið frá þeim, að þeg ar þeir tæmdust, gat flugmaðurinn losað þá og sleppt þeim í hafið. Til leiðsagnar hafði Mollison hið vel þekkta tæki: Decca autömatic navia- gator. Flugskólinn ætlar að nota þessa vél til hringflugs og leiguflugs. Það mun vera um 100 staðir hér á landi, sem vélin getur sezt á og hafið sig Framhald á 6. síðu. MÁLGÖGN austrænu stefnunnar á Islandi hafa undanfarna mánuði valið sér erfitt hlutverk, og það þarf sannarlega meira en lítinn kjark til þess að reyna að sannfæra íslenzku þjóðina um það, að þeir séu því hlutverki vaxnir. Mánuðum saman hefir efni kommúnistablaðanna eink um verið tvíþætt: Annars vegar lof- gerðaróður um hina raunverulegu stjórnendur kommúnista austur í Moskva og hins vegar hjartnæmar áskoranir til íslenzkrar alþýðu að fylkja sér um kommúnista, sem ein- ir hafi staðið óhvikulir á verðinum um sjálfstæði þjóðarinnar og þannig komið í veg fyrir það, að erlent „auðvaldsríki" fengi hér ítök. Erfiðleikar kommúnista KOMMÚNISTAR eiga um þessar mundir í miklum erfiðleikum og sál- arstríði. Ljóminn af afreksverkum Rússa í stríðinu er þeim nú ekki lengur til pólitísks framdráttar. Yfir- gangur Rússa í garð annarra þjóða og stirfni í alþjóðlegri samvinnu hef ir valdið því, að það tiltölulega mikla fylgi, sem kommúnistum vest- rænna landa tókst að safna um sig með gengdarlausum áróðri um það, að Rússar væru einir hinir sönnu baráttumenn lýðræðis og réttlætis í heiminum, hefir hrunið af þeim. Þannig hefir þróunin einnig verið hér á landi. Meðan Rússar stóðu við hlið lýðræðisþjóðanna í baráttunni gegn þýzka nazismanum og rússnesk ir hermenn börðust sem hetjur fyrir föðurland sitl, varð kommúnistum furðulega mikið ágengt í þeim barna lega áróðri sínum, að afreksverk rússnesku hermannanna sönnuðu á- gæti hins kominúnistiska þjóðskipu- lags. Á þeim tíma var handhægt að stimpla hvern þann mann nazista og skemmdarverkamann, sem leyfði sér þá ósvinnu að mótmæla áróðri komm únista. En nú eru kommúnistarnir komn- ir úr þessum skemmtilega ævintýra- heimi sínum inn í heim kaldra stað- reynda. Fólkið er aftur tekið að horfa raunsæjum augum á hlutina, og reynsla undanfarinna mánaða hefir sannað því, að öllu einræði hef ir ekki verið útrýmt úr heiminum, þótt nazisminn hafi verið að velli lagður. Ovéfengj anlegar fregnir af á- standinu í fyrirmyndarríki kommún ista í Austurvegi hafa vakið óhug meðal vestrænna lýðræðisþjóða. Og ofan á allt þetta bætist sú ömurlega staðreynd, að kommúnistar margra landa hafa orðið "sannir að því að reka fimmtu herdeildar starfsemi meðal þjóða sinna á sama hétt og nazistar gerðu. Kommúnistar hér heima finna, að þeirra dómsdagur nálgast óðum, og því hamast þeir við að reyna að bjarga sér úr hinu kommúnistiska kviksyndi á þurrlendi þjóðhollrar umbótastefnu. Stjórnarsamstarfið hefir sannað ýmsum betri mönnum kommúnista það, að kommúnisminn getur ekki átt sér neina framtíð hjá íslenzku þjóðinni. Þessir menn hafa þó ekki enn slitið félagsskap sínum við austrænu línumennina og and- inn frá Volgubökkum er alls ráðandi í blöðum flokksins. Þetta auma heimilislíf hefir orðið þess valdandi, að kommúnistar hafa reynt að finna einhver stórmál, sem hægt væri að sameina alla flokks- mennina um í bili og væru svo vin- sæl, að þjóðin myndi ef til vill gleyma stefnu og fortíð flokksins. Kommúnistar verða sjálf- stæðishetjur...... BEIÐNI Bandaríkj anna um her- stöðvar hér á landi varð mikill hval- reki á fjöru kommúnista og sannaði um leið áþreifanlega, hversu erfitt er að eiga samstarf við þá um vanda söm utanríkismál. Kommúnistar gripu fljótlega tækifærið, og gerðu þetta mikilvæga mál að pólitísku æs- ingamáli. Með þessu hugðust þeir sanna tvennt: Annars vegar, að þeir væru ailra flokka þjóðhollastir. Hins vegar, að beiðni Bandaríkjanna sýndi það ljóst, hversu mikla ástæðu Rússar hefðu til þess að tortryggja „auðvaldsríkin". Fyrir allmörgum árum bárust kommúnistum þau fyrirmæli frá hús bændum sínum í Moskva, að þeir yrðu að láta til sín taka í sjálfstæðis- baráttu Islendinga og mættu ekki láta Sjálfstæðismenn hafa alla for- ustu í því vinsæla máli. íslenzka þjóðin treysti kommúnistum aldrei til neinnar forustu í því stærsta rnáli hennar og það var farsællega til lykta leitt með sameinuðum átökum allra sannra Islendinga undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins, sem hafði stofnun íslenzks lýðveldis efst á stefnuskrá sinni. . Nú þótti kommúnistum bera vel í veiði. Þeir vissu vel, að tilmæli Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.