Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 3
MiSvikudaginn 19. júní 1946 ÍSLENDINGUR 3 Um afurðasöluverð laudbúnaOarins o.fl. Ettir Quömund Jóusson, tormann Búnaðarráös- . . Guðmundur Jónsson, kennari á Hvanneyri, er einn kxmn- asti búfræðingur þessa lands. Greinar hans um landbúnaðar- mál hafa vakið mikla athygli og Framsóknarmönnum hefir reynzt æði torvelt að hrekja röksemdir hans um skipulag landbúnaðarmálanna. Grein sú, sem hér birtist, er síðari hiuti greinar, ®r birtist fyrir skömmu í ísafoid. Hreltur Guð- mundur hér með snjöllum og óyggjandi rökum fjarstæðu- kenndar árásir á ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í landbúnað- armálum. Jafnframt telur hann óháð stéttarsamtök bænda mun æskilegri fyrir bændastéttina en hugmyndir Búnaðar- þings. . „fslendingi“ hefir þótt rétt að kynna lesendum sínum viðhorf þessa merka búnaðarfrömuðar. AÐ DÓMI Framsóknarmanna hefir fátt gott verið gert í landbún- aðarmálum, siðan þeirra missti við úr stjórn landsins. Skal ég víkja að fáeinum stærri atriðum úr málsmeð- ferð þeirra um verðlagsmálin, en nudd þeirra sl. vetur hefi ég látið mig litlu skipta. 1. Þeir töldu skipun Búnaðarráðs gerræði og vildu láta stéttarsamband bænda annast verðlagsmálin á sviði landbúnaðar. Sem svar við þessu, vil ég í fyrsta lagi minna á það, að einn af foringj um Framsóknarmanna lét þá skoðun í ljósi á ferðalagi upp í sveit um sama leyti og bráðabirgðalögin um Búnaðarráð voru birt, að þessi ráð- stöfun landbúnaðarráðherra væri eölileg eins og á stóð. Þetta mun og verða skoöun margra gætnari Fram- sóknarmanna, sem sjaldan eiga þess kost að æsa sig upp við fundarhöld eða blaðaskrif. Það mun líka erfitt að telja bændum trú um, að þessi skipan sé óhagkvæmari fyrir bænd- ur en 4 nefndir voru áður, þar sem ráðberra skipaði oddamann þeirra allra. f öðru lagi vil ég benda á það, og það er veigameira atriði en álit Framsóknarmanna, að fáar þjóðir, ef nokkrar eru, munu skipa verölags mólum sínum þannig í sviði landbún aðar, að bændastéttin ein fái óskor- að váld um það, hvernig afurðirnar eru verölagöar. Eg hygg, að víða hafi ríkisvaldið hér hönd í bagga. Sem dæmi skal það nefnt, að í Noregi hefir landbúnaðarnefnd, sem kosin er af nokkrum landbúnaðar- stofnunum, verið beðin að gera til- lögur um verðlag á landbúnaðaraf- urðum, en þessi nefnd hefir ekki úr- skurðarvald um það, hversu hátt verðlagið verður endanlega ákveð- ið. Þar vill ríkisstjórnin hafa hönd í bagga með. Norski landbúnaðurinn stendur nú mjög höllum fæti, og er taliö, að afurðir bænda þurfi að hækka um 50,3%, til þess að framleiðsluverð náist. í þriðja lagi mun það tiltölulega sjaldgæft, að einstakar stéttir manna hafi með öllu óskorað vald til að setja verð á framleiðslu sína. Kaup verkamanna er t. d. ákveðiö með samningi milli þeirra og atvinnurek- enda. Hvor aðilinn er þar sterkari, fer aðeins eftir framboði og eftir- spurn vinnunnar. Á síðustu árum, þegar eftirspurn eftir vinnuafli var mikil, var verkamaðurinn sterkari. En það þárf ekki að fara mörg ár aftur í tímann, til þess að finna hið gagnstæða. Loks er skylt að geta þess, að Bún aöarfélag íslands og ALþýðusam- I>and íslands gerðu eftir beiðni land húnaðarráðherra ítrekaðar tilraun- ír til þess að ná samkomulagi í verð- lagsmálunum sl. haust, en án árang- urs. Eg tel því ekki, að Pétur Magnús- son landbúnaðarráðherra hafi unn- ið til neinna saka við bændastétt landsins, er hann tók þessi mál í sín- ar hendur á einhvern hátt. Um skip- ön þeirra manna, er hann valdi til þessa starfa, má deila, og skal ég ekki leggja þar orð í belg. Eg hygg að flestir eða allir þeirra manna, sem eru í Búnaðarráöi og Verölags- nefnd, hafi það sjónarmið, að vilja vinna sem bezt þau störf, er stjórn landsins kallar þá til, hvort sem við- komandi ráðherra heitir Pétur Magn ússon eða annað og hvort sem hann telst til flokks Sjálfslxoismanna eða annarra stjórnmálaflokka. Þeir stjórn ast eingöngu af eigin sannfæringu. 2. Framsóknarmenn töldu veröið, sem ákveðið var sl. haust á afurð- um bænda, alltof lágt. Því vil ég í fyrsta lagi svara með því að vitna í verðlag þessara af- urða á þeim árum, þegar þeir voru við völd. Sú reynzl^viröist óneitan- lega banda í þá átt, að þeirra menn hefðu ekki boðið betur. Annars er málflutningur þeirra í verölagsmál- um eitthvað á þessa leið: Þegar stjórnmálaandstæðingar þeirra verð leggja landbúnaðarafurðir, þá telja þeir annað hvort, að verðið sé sett of lágt af fjandskap við bændur, t. d. sl. haust, eða að þeir segja að þær verðhækkanir, sem fram koma, séu aðeins gerðar til þess að vinna sér kjósendafylgi. Þetta sögðu þeir, þeg- ar Kjötverðlagsnefndin, undir stjórn Ingólfs Jónssonar, hækkaði kjötverð ið til muna haustið 1942. Þetta sögðu þeir' líka fyrir fáum dögum, þeggr Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða hækkaði verð á neyzlumj ólk um 10 aura. Það var ekki gert með hags- muni bænda fyrir augum.“ Verð- lagsnefnd hefir ekki þorað annað vegna kosninganna“, segir Tíminn. Þeir miða við það sem áður var. í öðru lagi mætti minna Fram- sóknarbændur á það, að Hermann Jónasson var einn sá fyrsti, er kvað upp úr með það, að samkvæmt dýr- tíðarlögunum ætti ríkið ekki að á- byrgjast sexmannanefndarverð á út- flutningsvörur landbúnaðarins. Eg tel, að það korni skýrt fram í áliti sexmannanefndarinnar, að skoöun hennar var sú, að sexmannanefndar- verðið átti að gilda um allar afurðir bænda, sem þar eru nefndar, bvort sem þær voru fluttar út eða ekki. Nefndin telur, að ekki sé unnt að vita, hvaöa verð muni fást fyrir þessar afurðir. „Verður því að setja áætlaö verð á þessar vörur, og Kefir nefndin gert það með hliðsjón af því verði, sem þessar vörur hafa verið seldar fyrir síðast. Ef verðiö verður annað heldur en hér er áætlaö, þá ætti það að breyta verðlagi hinna ajurðanna,“ o. s. frv. Eftirgjöfin. ÞEGAR Búnaðarþing var kallað saman sumariö 1944, var fulltrúun- um skýrt frá þeirri skoðun leiðandi sljórnmálamanna, að rikissjóður ætti ekki að ábyrgjast þær vörur, sem út yrðu flultar. Ennfremur var þeim sagt frá því, að mjög mikið þyrfti að flytja út af kjöli af slátrun 1944. Þess vegna væri hyggilegt fyr- ir þá að semja við ríkisstjórnina um að gefa eftir vísitöluhækkunina 9.4%, en fá ábyrgð fyrir útflutn- ingnum. Hvort skilningur Hermanns Jónas sonar o. fl. stjórnmálaleiötoga á dýr tíðarlögunum hefir verið réttari en skilningur sexmannanefndarinnar, skal ekki dæmt hér, en það máttu full trúar á Búnaðarþingi vita 1944, að áður en langt um liði, hlyti ’verð á útfluttum landbúnaðarafurðuin að koma á bak framleiðendanna. Og þá var betra fyrir bændur að taka byrðina strax og halda uppi fullu verði á innanlandsmarkaði. Þegar Verðlagsnefnd landbúnað- arafurða tók til starfa í haust, var viðhorfið á þann veg, að hækka þurfti vörurnar um 20%, til þess að komast í fullt vísitöluverð og í öðru lagi sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga verulega úr niöurgreiðsl- um úr ríkissjóði. Þetta hvorttveggja fól í sér þá hættu að verulega gæti dregið úr neyzlu landbúnaðarvar- anna innanlands og flytja þyrfti út neyzluvörur í stórum stíl. Á erlendum markaöi fæst ekki meira en ca. 4.50 fyrir kg. af 1. fl. kjöti og innan við 3 kr. fyrir kg. af mjólkurosti. Það mátti því teljast meginatriði að stilla verðlagningunni ekki svo hátt, að hætta væri á minnk andi sölu innanlands. Það má deila um það óendanlega, hvort fæTt hefði verið að setja verðið hærra, án þess að úr neyzlunni dragi. Verðlagsnefnd in áleit sl. haust, að hærra yrði ekki farið án þess að stofna sölunni í nokkra hættu og ég tel ekki að sú skoöun hafi verið afsönnuð. Þess má og geta í þessu sambandi, að gætinn mjólkurfræöingur, sem nýtur trausts í starfi sínu, einnig Framsóknarmanna, taldi það mjög varhugavert vegna neyzlunnar að hækka mjólkina á sl. hausti. Verðlagsnefnd landbúnaöaraf- urða er sammála ríkisstjórninni í því, að afnema beri svo fljótt sem unnt er niðurgreiðslur á landbúnað- arvörum. Þetta veröur ekki gert allt í einu. Með þeirri aðferð, sem tekin var í haust með kjötið, er þó spor stigið í þá átl. Sumir fá engar nið- urgreiðslur, en flestir á minna magn en þeir neyta. Auk þess eru neytend- ur með þessu vandir við hið háa verð, sem raunverulega liefir verið hin síðari ár og þarf að vera á þess- um vörum, þótt það hafi verið hul- ið þar til sl. haust. Nokkur hætta var á, að þetta dragi úr kaupum á þess- ari vöru, en minna hefir borið á því en Verðlagsnefnd þorði að gera sér vonir um sl. haust. Það orkaði á sínum tíma mjög tvímælis, þegar stjórn Búnaðarfé- lags íslands gekk i'nn á þá stefnu, fyrir hönd bændanna, að fá land- búnaðarvörur greiddar niður úr rík issjóði. Að því stóðu þó menn,' sem flcstir eru tengdari Framsóknar- flokknum en SjálfstæSismömnun. Og það getur tæplega hjá því farið, að þetta ákvæði valdi miklum örð- ugleikum við verðlagningu landbún- aðarvara á næstu árum. Eg hefi ekki ætlað mér að blanda mér mikið inn í þær umræður, sem orðið hafa á þessu ári um önnur deilumál á sviði landbúnaðarins. en þau, er við komu starfi mínu í Bún- aðarráði og Verðlagsnefnd. Þær um ræður hafa oft verið sóttar meira af kappi en forsjá. Þó hefi ég þar mín- ar skoöanir eins og aðrir, sem um þau mál hugsa. Og get ég ekki stillt mig um að lála þær koma í ljós op- inberlega. Stéttarsamband bænda EG tel, að það eigi aö vera byggt upp á svipuðum grundvelli og önnur stéttarsambönd. Það eigi að vera ó- háð öðrum félagsstofnunum og stjórnmálaflokkum, borið uppi'fjár- hagslega. af árstillagi meölima sinna. Eg tel það engan vinning fyrir Bún- aðarfélag lslands að vilja hafa hönd í bagga og engan hag fyrir Sain- bandið að vera í tengslum við Bún- aðarfélagið. Aðrir eru á öndverðum meiði, sem kunnugt er og vilja í þessu efni styðja sig við Búnaðarfé- lag íslands. Báðar þessar skoðanir eiga vafalaust sín rök til að styðjast við. Og ég tel það miður viðeigandi. þegar skoðanaflokkar bera hvorir öðrum það á brýn, að hinir séu hálf- gerðir eða algerðir svikarar við ís- lenzka bændastétt. 1 Ársriti Ræktunarfélags Norður- lands 1944—45 er grein eftir Ólaf Jónsson, f ramkvæmdarstj óra, þar sem hann lýsir aðgerðum stjórnar Búnaðarsambands Suðurlands þann- ig, að stjórn sambandsins liafa boð- að til „æsingafundar“, en „frannná- menn þar munu aðallega hafa verið pólitískir utanveltumenn sem ef til vill liafa ætlað að slá sér upp á mál- inu.“ Og um þær aðgerðir þessa sama búnaðarsambands, að boða lil almenns bændafundar um stéttarfé- lagsskap bænda segir Ólafur: „Allt undirbúningsstarf Búnaðarþings var að engu haft. Mun þetta makalausa frumhlaup ætíð verða glöggt dæmi þess, hvernig nokkrir ofstopamenn geta með vanhugsuðu valdabrölti, baktj aldamakki og klofningsiðju, stofnað hags . j.num heillar stéttar í voða.“ Eg hygg, að svona ummæli séu Ólafi ekki til vegsauka. Eg liygg, að Sunnlendingar og þeir, er fylgja þeim hér að málum, séu jafn rétthá- ir með skoðanir sínar og aðrir. Og ef hægt er að tala um „klofnings- iðju“ þá getur auðvitað leikið vafi á því, hverjir hafa mest að henni unnið. Slík skrif geta ekki verið til þess að lægja þær öldur, sem á milli bera og eru líkari óvönduöum blaða mannaskrifum en ritmennsku eins merkasta búfræðings okkar. Búnaðarmálasjóðurinn ÞAÐ gegnir furðu, hve smá mál, eins og meðferð búnaðarmálasjóSs, hafa valdið miklum deilum meðal íslenzkra stj órnmálamanna. Mér finnst það ekki skipta miklu máli, hvort hann er í höndum Búnaðar- félags tslands eða búnaðarsamband- anna. Aðalalriðið er hitt, á hvern hátt honum er varið. Búnaðarsambönd landsins eru fjár vana. Fæst þeirra hafa efni á því að launa faglærða menn. Afleiðingin hefir orðið sú, að fram á allra síð- ustu ár hefir starfssvið fyrir háskóla menntaða búfræðinga veriö mjög af skornum skammti. Fáir liafa því gefið sig að þeirri menntabraut. Stríðið hefir og valdið truflunum í þessu efni. Nú er því komið svo, að mikil vöntun er á slíkum mönnum. Þegar búnaðarsamböndin ,fá aukna starfsmöguleika, m. a. vegna búnað- armálasjóðsins, þá munu flest þeirra vilja láta það verða eitt fyrsta hlút- verk sitt að ráða til sín vel mennt- aða búfræðinga, til þess að stjórna málefnum sambandanna og leiðbeina á sviði landbúnaðarins. Þannig er slíkri starfsami hagaö í öðrum lönd- um. Stærri búnaðarfélög og búnað- arsambönd þar hafa oft 2—3 ráðu- nauta, t. d. 1 í jarðrækt, annan i bú- fjárrækt og þriðja í búreikningum. Þau fáu búnaðarsambönd, sem hafa haft ráðunauta, geta ekki launað þá viðunanlega. Reynslan hefir líka sýnt, að þeir hverfa oft eftir fárra ára starf í önnur embætti betur laun- uð. Þegar ræktunarsamþykktir sveit- anna komast á, verður enn meiri þörf fyrir búnaðarráðunauta úl um sveitirnar. Og sennilega er það mjög svo aðkallandi einmitt nú að koma á framhaldsmetmtun fyrir búfrœð- inga með tilliti til aukinna þarfa sveitanna í þessu efni. Það er því mjög brýn þörf á því að veita auknu fjármagni til búnað- arsambandanna. Þetta mátti gera á ýmsa lund. Ein leiðin er sú, að af- henda þeim búnaðarmálasj óðinn. Þetta hefir nú verið gert. Eg tel enga ástæðu fyrir bændur að sakast um slíkt. Og það mun sýna sig, að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.