Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudaginn 21. júní 1946 eftir fá ár mun ekkert þeirra geta án hans verið. Eg get því ekki verið sammála Ól- afi Jónssyni í áðurnefndri ritgerð, þar sem hann telur, að breyting sú, er gerð var á búnaðarmálasjóðslög- unum í vetur sé „ósvífin árás á Bún- aðarfélag Islands og vitni um lítils- virðingu á vilja bænda og allsherjar- samtökum þeirra.“ Er það ekki eitt af áhugamálum Búnaðarfélagsins að hlynna að búnaðarsamböndum og styðja þau í störfum þeirra? Umsögn Ólafs jónssonar um Bún- aðarráð læt ég mig litlu skipta. Hann þykist ekki vilja deila á þá menn, „er urðu svo lánsamir eða óláns- samir að lenda í Búnaðarráði“, en rétt á eftir dregur hann þó í efa, „að um marga góða drætti hafi verið að velja“. Ólafur Jónsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur út af okkur. Fg hygg, að búfræðingar eins og Klemens á Sámsstöðum, Kristján á Hólum og Sveinn Tryggvason séu engu verri „drættir“ en almennt er völ á meðal búfræðinga i opinber- um störfum að Ólafi Jónssyni með- töldum. Og ég get vottað það, að þessir menn og þeir aðrir, er tekið hafa þátt í störfum Búnaðarráðs og Verðlagsnefndar hafa gert það með fullri alvöru og vilja á því að leysa þau verkefni, er fyrir lágu á hverj- um tíma. Eg hefi vitnað hér í örfá ummæli Ólafs Jónssonar. Mér finnst að þau og mörg fleiri í ritgerð hans eigi fremur heima í dagblaði, en fræði- riti. Hitt gæti ég tekið undir með hpnum, að mörg ummæli, sem birzt hafa um Búnaðarfélag Islands og ráðunauta þess eru óverðskulduð. Það er vandratað meðalhófið. Það er jafn óréttmætt að taka ákveðnar stofnanir fyrir og telja allt fánýtt, sem þær gera, eins og hitt að hæla því sem illa er unnið. Búnaðarfélag íslands hefir sent margan fróðleik út um byggðir landsins í ræðu og riti, uppörfað bændur og leiðbeint þeim í störfum þeirra. Það hefir allt- af verið þörf á því. Þessi ummæli ná þó ekki til þeirrar sérprentunar á nefndri ritgerð Ólafs Jónssonar, sem Búnaðarfélagið hefir nýlega látið gera og senda út um sveitir lands- ins. Búnaðarfélagið gæti fundið margt eftir Ólaf Jónsson, sem bænd- um væri nytsamara að kynnast í slíkum flugritum, en þessi ritsmíð hans. Og ég verð að segja það, að Búnaðarfélagið er komið út á mjög hála braut með blaðaútgáfu sína Það hefir blandað saman í einu blaði Frey, undir stjórn sama manns, fróð legu landbúnaðarblaði og málgagni stéttarsambands. Hyggilegra hafði verið að halda þessu tvennu aðskildu, láta Frey gefa sig aðallega eða ein- göngu að hinum fræðilegu viðfangs efnum, en gefa út sérstök „Félags- tíðindi“ fyrir stéttarsambandið, helzt undir stjórn annars manns. Frá því að hinn nýi Freyr hóf göngu sína seint á sl. ári, hafa í blaðinu birzt allmargar greinar, sem að efni og rithætti eiga tæplega heima þar. Og ritstjórnin má vara sig á því að of- bjóða ekki þolinmæði bænda í þessu efni. Skammargreinarnar höfum við í dagblöðunum, og virðist venjulega vera nóg rúm fyrir þær þar. í Frey eiga þær ekki heima. Fyrir nokkrum árum gaf Búnað- arfélag íslands út skýrslur um ýmsa þætti starfsemi sinnar, s. s. tilraun- ir með fóðrun búfjár, verkfæri, efna rannsóknir, nautgriparæktarfélög o. fl. Nú er þessu að mestu hætt. Fyrir fáum árum efndi Búnaðarfélagið til verðlaunaritgerða urn búnaðarmál. Allmargar greinar bárust. Sumar fengu verðlaun, en engin þeirra hef- ir verið birt. Hafa þó ýmsir um þær spurt. En þegar grein Ólafs Jónsson- ar kemur fram á sjónarsviðið, þá er rokið upp til handa og fóta. Þá er nógur áhugi, nóg fé til útgáfunnar. Og hvaða nýmæli hefir svo grein Ól- afs Jónssonar að flytja íslenzkri bændastétt? Ekki er hann að skýra þar frá tilrailnum sínum, sem flestir bændur vita þó alltof lítið um. Ekk- ert er þar um nýjungar á sviði land- búnaðarins. Engin uppörf uViarorð hef ég fundið þar fyrir bóndann í starfi sínu. Greinin er að lang mestu leyti öfgakennd árás á Búnaðarsam- band Suðurlands, Búnaðarráð, lög- in um búnaðarmálasjóð og fram- kvæmdir ríkisstjórnarinnar yfirleitt í landbúnaðarmálum. Tímanum geðjast vafalaust vel að slíkum bú- fræðiskrifum. Hann birtir a. m. k. eftir Degi á Akureyri kafla eða út- drátt úr greininni. Sennilega hefði Tíminn birt hana alla, ef Búnaðar- félagið hefði ekki tekið af honum ómakið og kostnaðinn. Eg harma þessa stefnubreytingu í útgáfustarf- semi Búnaðaríélagsins og skora á það að leggjast aftur í þann farveg er það áður tileinkaði sér. Afmælismút Þdrsr AFMÆLISMÓT „Þórs“ hófst s. 1. þriðjudagskvöld. Tvö félög iceppa á mótinu, K. A. og Þór. Mótið hófst með knattspyrnu kappleik 3. fl. Varð jafntefli 1 : 1 marki. 1 handknattleik kvenna 3. fl. sjgraði Þór með 6 : 2 mörkum. 1 handknattleik kvenna 1. fl. sigraði Þór með 3 : 2 mörkum. 1 handknatleik karla 1. fl. sigraði Þór með 8 : 3 mörkum. Á miðvikudagskvöld hélt mót ið áfram. Var þá fyrst Oddeyrarboð- hlaup, sem hófst og endaði á Ráðhústorgi. Þór vann hlaupið á 8 mín. 45,5 sek. K. A. var 8 mín. 57 sek. Þá fór fram handknattleikur kvenna í 2. fl. og sigraði K. A. með 2 : 1 marki og í knatt- spyrnu (meistaraflokki) sigraði K. A. með 5 : 0. 1 gærkvöldi var keppt í knatt spyrnu 2. fl. Þeirra úrslita verð ur getið síðar. nýja-bíó Föstudagskvöld kl. 9: Undramaðurinn Kveðjur til forseta Islands AUK áðurgetinna kveðja til for- seta íslands 17. júní hafa forsela borizt heillaóskir frá Harry S. Tru- man forseta Bandaríkjanna. Ennfremur kveðjur frá íslending- um í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Washington. Reykjavík, 19. júní 1946. Steingrimur brosir. Þessi ósköp komu yfir manninn, þegar hann sá og las öftustu síðuna í næstsíðasta tbl. „ísl.“ Það þarf mikið til að fá Steingrím til að brosa, svo menn mæltu halda, að margt og mikið broslegt hafi birzt á þessari síðu blaðsins. Jú, hann skýr- ir frá því, svona til skilningsauka, að það séu „afrek“ mín á Alþingi og afskipti mín þar af málefnum Ak- ureyrar, sem þar eru týnd til og hann hafði séð ofsjónum yfir. Vill hann nii lielzt efgna sér öll „afreks- verkin“ og gera minn hlut sem minnstan. Hingað til hefi ég alltaf haft það álit á Steingrími, að hann væri skýr- leiksmaður og glöggskyggn, en að smásálarskapur og ódrengskapur væri ekki til í honum. Nú aftuf á móti er ég að velta því fyrir mér, hvort ekki sé ástæða til að endur- skoða þetta álit rnitt á honum. Mér finnst skína í smásálarskap og ill- kvittni í skrifum lians um mig í „Verkamanninum“ 19. þ. m. og átli ég á hvorugu von úr þeirri átt. En kosningar eru fyrir dyrum, og allt verður að fyrirgefast, þegar svo stendur á. Eg hirði því eigi að svara hér Steingrími orði til orðs, álít það hreinasta óþarfa. Hitt vil ég minna á og benda á, að Steingrímur kom fyrst inn á þingið 1942, en ég 1937. Höfum við lengst af haft ólíka að- stöðu til áhrifa á Alþingi, ég sem al- þingismaður bæjarins í öflugasta og áhrifamesta flokki þingsins — Sjálf- stæðisflokknum, en hann sem upp- bótarþingmaður í Socialistaflokkn- um, þeim flokki, sem var mjög á- hrifalítill um afgreiðslu mála á þingi, þar til nú fyrir þrem missirum, er stjórnarsamstarfið hófst. Má af því marka nokkuð, hvor okkar hafi ver- ið liklegri til áhrifa um gang mála, er snertu Akureyri eða Akureyringa sérstaklega. Hitt skal fúslega játað, að mér vitanlega hefir Steingrímur ávallt fylgt málefnum Akureyrar eft- tir með beztu getu, nema sanngjörn- um og réttlátum styrk eða réttara sagt endurgreiðslu úr ríkissjóði til Akureyrarkirkju — þar var hann andstæður, svo sem góðum flokks- manni sæmdi. Steingrímur ætti að vita, að það var örðugra að fá ríflegar fjárveit- ingar til vegagerða, hálfopinberra og opinberra bygginga, þegar fjár- lög ríkisins höfðu aðeins 20—30 milj. kr. upp á að bjóða á útgjalda- hlið til allra þarfa, en nú síðustu ár- in um 100 milj. kr. umfram fyrri fj árlög. Missögn hans um það, hvenær ég hafi átt sæti í fjárveitinganefnd skipt ir litlu máli. Þar átti ég sæti til 1943, er ég baðst undan endurkosningu í þá nefnd. Hinsvegar hefi ég verið formaður í Heilbrigðis- og félags- málanefnd Nd. síðan sú nefnd var stofnuð og hefi því haft tækifæri og góð skilyrði lil þess að bafa áhrif á spílalamál Akureyrar. Eftir því sem nú er komið í ljós af skrifum Steingríms mætti kannske einnig búast við því, að hann telji sér heiðurinn af því að hafa fengið aukin fjárframlög og nægileg til þess að halda áfram byggingu pósts- og síma hússins nýja á Akureyri, þegar allt var að fara í strand. Þessu þykist ég hafa komið í kring, þó að ekki hafi ég talið ástæðu til að iniklast af því í „endurminningum“ mínum. Og enn mælti fleira tína til, ef þurfa þætti, af þessu tagi. En það hefiiyþó áunnist við þessa greinargerð mína í „ísl.“, sem ég að gefnu tilefni var beðinn um, að al- vöruhjúp sálar og sinnis Steingríms Aðalsteinssonar hefir verið svifl í burtu og hann er farinn að brosa! Sigurður E. Hlíðar. KAMÍNUR (arin). Byggingavöruverzlmi Akureyrar h.f. Seraent - Saumnr o.fl. til bygginga fyi'irliggjandi. BYGGINGAVÖRUVERZLUN AKUREYRAR h.f. 1 slendingur er 6 síður í dag. Iljónaefni. Þann 9. þessa mánaðar opinberuðu trúlofun sína ungfrú l'anney Magnúsdóttir, Gránufélags- götu 53, og Hinrik Hinriksen, Odd- eyrargötu 15. Kappskák bílstjóra. Fyrir nokkr- um dögum komu 8 menn frá bíl- stjórafélaginu „Hreyfill“ í Reykja- vík og þreyttu kappskák við 8 menn úr Bílstjórafélagi Akureyrar. Úrslit urðu þau, að Akureyringarnir unnu 4 skákir og Reykvíkingar 4. Þessir Akureyringar unnu sínar skákir: Ragnar Skjóldal, Hafsteinn Halldórs son, Unnsteinn Stefánsson og Guð- mundur Jónsson. Sláttur er byrjaður allvíða hér í grennd og það -sumstaðar fyrir nokkru síðan. bíldar hefir orðið. lítillega vart fyrir Norðurlandi. Síid hefir þó ekki enn sézt vaða og skip eru ekki enn farin á veiðar, en búa sig nú sem óðast á veiðar. Islendingur kemur næst út á mið- vikudag. Auglýsingar þurfa að vera komnar fyrir hádegi á þriðjudag. Siglufjarðarvegurinn tilbúinn í sumar Gert er ráð fyrir, að lagningu vegarins yfir Siglufjarðarskarð verði lokið í sumar. Hófst vinna við veginn upp- runalega fyrir 10—12 árum og hefir verkinu því miðað mjög seint. -Er akfært verður ti.1 Siglu- f jarðar, verður farið út af þjóð- veginum skammt frá brúnni yf- ir Héraðsvötnin og ekið norður Fljótin. Gúmmístfgvél Fyrir börn og unglinga: öll númer. Fyrir karlmenn: hnéhá, hálfhá og fullhá. Fyrir kvenfólk: Síldarstígvél, góðar tegundir. HVANNBERGSBRÆÐUR Framboðsfundu % ' í'* verður haldinn í NÍJA BÍÓ, mánudagskvöldið 24. júní kl. 8,30. s ...... , , FKAMBJÓÐENDUR. Erlendar skuldir ríkis- sjóðs hafa stórlækkað í SÍÐUSTU Hagtíðindum er birt yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs árin 1936—1945. Erlendar fastaskuldir ríkissjóðs voru samtals rúmar 40 milj. kr. árið 1936, en aðeins rúm- ar 6 milj. kr. árið 1945. Innlög í bankana voru í apríllok 1946 samtals tæpar 590 milj. kr. og höfðu lækkað um 10 milj. kr. .frá mánuðinum á undan. Útlán bank- anna voru samtals 373 milj. kr. og höfðu aukizt um rúmar 6 milj. kr. Inneignir bankanna erlendis voru sanitals tæpar 400 milj. kr. í apríl- lok og höfðu lækkað um rúmar 18 milj. kr. Stilling hljóðfæra Pálmar ísólfsson, Reykjavík, mun koma hingað til bæjarins um mán- aðamótin, til þess að stilla píanó, ef nógu margir óska eflir stillingu á píanóum sínum. Þeir, sem vilja fá aðstoð Pálmars, gjöri svo vel að rita nöfn sín á lista á afgreiðslu Dags, eða hringja á afgreiðslu blaðsins, sími 166, og láta rita nöfn sín á lista fyrir 25. þ. m.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.