Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 21.06.1946, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR 5 ostudaginn 21. júní 1946 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Aknreyrar. Skrifetofn Hefnaretr. 101. Sími 364. Auglýeingar og afgreiðela: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Prantsmitja BjSrnt Jánuanar h.f. DJrtlðin. Dýrtíðarvísitalan er nú 292 stig g hefir hækkað um 5 stig frá því í iðasta mánuði. Hefir vísitalan aldrei Sur verið svo há. Er veröbólgan . j komin á það stig, að ekki verður íngur hjá því komizt að gera róttæk t' ráðstafanir til þess að lækka dýr- ðina. Framsóknarmenn hafa gert dýr- iðarmálin að miklu árásarefni á {í'dsstjórnina og kennt henni um , að, að lausn hefir ekki þegar feng- it á því mikla vandamáli. Ganga leir nú fram fyrir þjóðina sem sak- ausir englar og þykjast frá upjthafi tafa kunnað ráð við dýrtíðinni, en i>au hafi verið að engu höfð. Þessi áróður Framsóknar er all- Ijari'i sannleikanum, enda settur liam sem kosningabeita, af því að Ekki þykir vænlegt að hafa andstöðu &egn eflingu atvinnuveganna á odd- 'hum. Sannleikurinn er sá, að naum- 9st verður einum flokki fremur öðr- hrn kennt um verðbólguna. Segja má Sem svo, að forráðarnenn þjóðarinn- ir hefðu í tíma átt að setja undir lek tnn, en það er oft hægar að segja •ftir á, hvað hefði þurft að gera. Dýrtíðin er þess eðlis, að það er njög erfitt að stöðva hana, eftir að erðbólguhjólið er byrjað að snú- t ,íst. Vöruverð og kaupgjald hækka lannig á víxl dýrtíðina. Mönnum varð þegar í upphafi ''ýrtíðarflóðsins ljóst, að hér var Wtta á ferðum, en við ramman reip var að draga. Erlent setulið hóf stór- lellda mannvirkjagerð, og eftirspurn eftir vinnuafli var miklu meira en Ifamboðið. Hafði þetta auðvitað í för með sér verulega hækkun vinnu- l;iuna. Landbúnaðarvörur hækkuðu þá einnig stórlega í verði. Hófst þannig mikið kapphlaup allra stétta hm að bera sem mest úr býtum. Setuliðið færði mikið fjármagn inn 1 landið og peningaveltan óx hröð- 1m skrefum. Gróðafíknin greip svo úrn sig, að allar ráðstafanir, sem teyndar voru urðu árangurslausar, Kí að enginn vildi neinu fórna til bess að lækna verðbólguna, sem all- ir virtust þó sammála um, að gæti 0rðið þjóðinni mjög hættuleg. Þegar litið er yfir undanfarandi verður niðurstaðan að vísu sú, 4ð dýrtíðin hafi að mörgu leyti fært þjóðfélagsborgurunum hagnað. ^lenn hafa losnað úr skuldum fyrir- sÞíðsáranna og margir safnað fé. Þinsvegar er það ljóst, að allur get- 'ú' þessi hagnaður orðið að engu, ef verðbólgan verður þess valdandi, að ^vinnuvegirnir stöðvist. * Þegar núverandi ríkisstjórn tók Vlð völdum, var það hennar megin- 6tefnumál að tryggja það, að kjör enmngs í landinu þyrftu ekki að Ríkisstjórnin skorar á þjóðina að tara sparlega með matvæli. íslenzka þjóðin vill leggja fram sinn skerf til þess að lina þjáningar mannkynsins Ríkisstjórnin hefir sent út eftirfarandi ávarp til þjóðarinnar: EINS og almenningi hér á landi mun kunnugt, er matvælaástandið í heiminum nú að lokinni styrjöldinni svo slæmt, að víða liggur við hung- ursneyð, ef ekki tekst með sameigin- legum átökum allra þjóða að ráða bót á því. Ástæðurnar af skorti þess- um þarf ekki að rekja. Ófriðurinn olli því að matvælaframleiðsla heims ins minnkaði að mun, auk þess sem ringulreið komst á allt flutninga- kerfi heimsins. Loks liafa kuldar dregið úr ræktun kornmetis víða um heim. Af þessum ástæðum vofir hungur yfir mörgum þjóðum, einkum þó á meginlandi Evrópu og í Indlandi. Hefir ríkisstjórn Breta haft for- göngu um viðleitni til að ráða sem skjótast og bezt bct á skortinum. Hefir hún sent stjórnum allra ná- grannalanda sinna tilmæli um að gangast fyrir því, liver í sínu landi, að stuðla að sem sparlegastri með- ferð matvæla og að hver þjóð reyni að minnka við sig matvælainnflutn- ing en auka útflutning svo sem orð- ið getur. í erindi brezku stjómarinnar um þetta efni, sem íslenzku stjórninni barst fyrir milligöngu sendiherra Breta hér á landi, segir svo: „Kjöt og feitmeti hefir ásamt öðrum matvælum, verið af skorn- versna. Hún vildi freista þess að lækka framleiðslukostnaðinn með betri og skjótvirkari tækjum við framleiðsluna. Sj álfstæðisflokkurinn vonaðist til, að allir flokkar vildu taka þátt í ríkisstjórn til þess m. a. að leysa þetta mikla vandamál á happasælan hátt. Honum ^ar það ljóst, að lítt gerlegt myndi að leysa það, nema allar stéttir og flokkar legðust þar á eitt, en reyndu ekki að efna til ófriðar vegna þeirra ráðstaf- ana, sem gerðar yrðu. Þetta mistókst því miður og er ekki ólíklegt, að það kunni einmitt að torvelda lausn máls ins, þegar þess er gætt, hversu óbil- gjörn stjórnarandstaða Framsóknar hefir verið. Dýrtíðarmálið verður aldrei leyst, nema þjóðfélagsborgararnir vilji eitt hvað á sig leggja. Það er ekki nóg að tala um hina geigvænlegu dýrtíð, meðan einstaklingar og stéttir vilja hver um sig láta lækna meinið á kostnað einhverra annarra. Málið verður aldrei leyst nema með gagnkvæmri samvinnu framleið enda og verkamanna. Engin stjórn hefir því betri skilyrði til þess að taka málið föstum tökum en núver- andi ríkisstjórn, sem einmitt styðst við meginþorra allra framleiðenda og launþega. Allir þjóðhollir borg- arar munu styðja hana í því mikla og vandasama hlutverki. um skammti undanfarið, en hinn ægilegi ujjpskerubrestur á korni, sem orðið hefir um víða veröld, hefir valdið því að fyrirsj áanleg er víðtæk hungursneyð, nema all- ir taki höndum saman um að hjálpa, og það fljótt og vel. Á- standið lagast ekki af sjálfu sér við næstu uppskeru. Eftir því sem bezt verður séð, verður ástandið engu betra að ári, nema uppsker- an verði óvenjulega mikil. í ár er aðallega neytt birgða, sem safnazt hafa á undanförnum ár- um. í sumar munu þær ganga til þurðar og ekkert verður eftir til næsta árs. Tvennt þarf því að gera: tryggja að birgðir þær, sem nú eru fyrir hendi fram að næstu uppskeru verði notaðar eins hag- anlega og föng eru á, og jafn- framt að gera hið ítrasta til að auka uppskeru þessa árs. Þetta málefni snertir hvern einasta mann, og hér geta allir hjálpað til. Hver smálest af matvöru sem sparast og hægt er að nota í stað annarra birgða, getur bjargað mörgum mannslífum. Hver smá- lest, sem í ár er framleidd um- fram meðallag, getur bjargað mörgum frá hungurdauða að ' • ii an. Brezka ríkisstjórnin leggur rétti- lega áherzlu á að hér sé ekki verið að biðja um matvæli handa Bret- landi, heldur handa fólki á megin- landi Evrópu og Indlandi, enda er þar nú þegar um hungursneyð að ræða á stórum svæðum. Enn segir svo í erindi brezka sendi herrans: „íslenzka þjóðin hefir oft ®rð- ið að þola hungur, síðan hún sett- ist að í landi sínu fyrir þúsund árum, og þekkir engin né skilur betur þjáningar annarra. Þetta kom greinilega í ljós, þegar ís- lendingar gáfu fé og vörur til bandamannaþjóðanna að lokinni Evrópustyrjöld og síðan miklar og verðmætar lýsisgjafir til barna á meginlandi Evrópu. Er ég því sannfærður um að íslendingar muni taka þessu erindi fúslega og bregðast við eins vel og þeir mögulega geta.“ Ríkisstjórnin hefir ákveðið að verða við áskorun brezku stjórnar- innar og hvetja íslendinga til sam- starfs við aðrar þjóðir í þessu efni. Hér er ekki farið fram á nein bein framlög, er létt geti á pyngju eins einasta manns. Það er fram á það farið að vér aukum sem mest vér get um framleiðslu matvæla og spörum í hvívetna matvæli, einkum þó þau matvæli, sem flytja verður til lands- ins, og þá sérstaklega kornvörur, sykur og feitmeti. Það eru því tilmæli ríkisstjórnar- innar til hvers einasta Islendings: að varast að kaupa meir af brauði, kornvöru, sykri og feitmeti en ströng nauðsyn býður. að gæta fyllsta sparnaðar í meðferð allra matvæla, einkum þó korn- vara, sykurs og feitmetis, og nýta sem allra bezt alla afganga. Munið, að hvert kíló af matvælum, sem skemmist fer forgörðum eða neytt er að óþörfu, er raunverulega tekið frá sveltandi fólki í öðrum löndum, því minna, sem til landsins þarf að flytja af mat því meira verð- Hverjir elska einrœðið? VERKAMAÐURINN er mjög hneykslaður yfir því, að hér í blað- inu skuli hafa verið skorað á alla lýðræðissinnaða kjósendur á Akur- eyri að sameinast um Sigurð E. Hlíð ar. Vill hann reyna að gera Sigurð tortryggilegan fyrir það, að liann hafi eitt sinn verið þýzkur ræðismað ur á Akureyri. Það er ekkert nýtt, að kpmmún- istar reyni að koma nazistastimpli á hættulega andstæðinga sína. í þeirra augum eru allir þeir menn nazistar, sem spyrna vilja fótum við offorsi og öfgum kommúnista. Þeir vita nú, að Sigurður E. Hlíðar er hættuleg- asti andstæðingur austrænu stefn- unnar hér á Akureyri við þessar kosningar — og auðvitað var ekki látið vera að gefa honum hið sígilda einkunnarorð kommúnista — að hann væri nazisti. En til allrar óhamingju fyrir Verkamanninn, hefir fólk lesið naz- istasögu hans sem hverja aðra skrítlu — og brosað að. Það vita allir, að þótt Sigurður E. Hlíðar hafi verið þýzkur ræðismaður hér fyrir stríð, þá hefir hann engu síður en aðrir góðir lýðræðisvinir haft andúð á yfirgangi og ofbeldisverkum þýzku nazistanna. En það eru aðrir menn á voru landi, sem hafa talið það „smekksatriði“, hvort menn væru með eða móti þýzka nazismanum og þótti engu verra að styðja þá en vestrænu „auðvaldsríkin“ í styrjöld- inni. Þjóðin man eftir þessum mönn- um, og hún veit, að frá þeim stafar lýðræðinu nú mest hætta. Kommúnistar mega vita það, að íslenzka þjóðin kærir sig engu frem- ur um kommúnistiskt en nazistiskt einræði. Hún hefir andúð á öfgum og ofbeldishneigð beggja þessarra flokka og er jafn staðráðin í að hafna forsjá þeirra beggja. Enginn lýðrœðissinnaður Akureyringur œsk ir þess, að kommúnisti verði þing- maður Akureyrar. Þeir munlt því sameinast um Sigurð E. Hlíðar og tryggja þannig lýðrœðisöflunum glœsilegan sigur. Enn reiknar Dagur skakkt' ÞAÐ er merkilegt, hvað jafn greindum manni og ritstjóra Dags hættir til að gera reikningsvillur. Fyrir nokkru hélt liann því fram, að Framsókn væri líklegust til þess að koma í veg fyrir það, að konmi- únisti yrði þingmaður Akureyrar. Nú heldur hann því fram, að Akur- ur til ráðstöfunar handa öðrum. Þess vegna treystir ríkisstj órnin hverjum einasta íslendingi til að bregðast vel við þessum tilmælum. En einkum setur hún þó traust sitt á húsmæður þessa lands, sem öðrurn betur skilja munu það, að nú ríður á því meir en nokkru sinni áður að fara vel og skynsamlega með mat- inn. Munu þær og betur en nokkur annar geta sett sig í spor starfssystra sinna í öðrum löndum, þar sem skort urinn knýr á dyr. eyringar geti tryggt sér þrjá þing- menn með því að kjósa frambjóð- anda Framsóknar sem aðalþingmann bæjarins. Oss þykir leitt að þurfa enn að leiðrétta niðurstöður Dags. Það eru engar líkur til þess, að fram bjóðandi Sj álfstæðisflokksins hér á Akureyri hljóti uppbótarþingsæti, ef hann nær ekki kosningu, því að flokkurinn fær svo marga m®nn kjör dæmakosna. Hvernig sem Dagur reiknar dæmi sitt, getur hann því aldrei fengið hærri útkomu en tvo þingmenn: Sigurð E. Hlíðar sem að- alþingmann og Steingrím Aðalsteins son sem uppbótarþingmann. Rógurinn um Leif Auð- unsson HERMANN og Eysteinn beita nú allri orku sinni til þess að fella læri- föður sinn og fyrrverandi máttar- stólpa Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, frá þingsetu. Þeir sálufélagar hafa í sambandi við þessa tilraun sína látið blöð sín staðhæfa það, að Sj álfstæðismenn ætluðu að nota fylgi sitt í Þingeyj- arsýslu til þess að koma Jónasi á þing. Hafa Framsóknarblöðin farið lítilsvirðandi orðum um frambjóð- anda flokksins, Leif Auðunsson, sagt að hann væri skósveinn Jónasar og gæti lítið annað en leikið á harmo- niku. Væri því hér aðeins um mála- myndarframboð að ræða. Hér er um að ræða mjög ósæmi- legar staðhæfingar. Jónas Jónsson hefir lýst því yfir, að hann bjóði sig fram sem Framsóknarmaður og Sjálfstæðismenn munu láta heimilis- erjur Framsóknarmanna afskipta- lausar. Um Leif Auðunsson er það að segja, að hann hefir starfað lengi í samtökum ungra Sj álfstæðismanna og átt sæti í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Var því á engan hátt undarlegt, þótt hann væri val- inn til framboðs, enda vildi bánn á- gæti foringi Sjálfstæðismanna í Þing eyjarsýslu, Júlíus Havsteen, sýslu- maður, ekki vera í kjöri nú. Þótt Leifur Auðunsson hafi starfað á skrifstofu Menntamálaráðs meðan Jónas Jónsson var þar formaður, myndi víst fæstum öðrum en Fram- sóknarmönnum detta það í hug, að hann væri fyrir þær sakir ósjálfstætt verkfæri í höndum hans. Það er einn % ig ný kenning, að það sé ókostur á frambjóðanda til þings, ef hann hef- ir einhverja listræna hæfileika. ------------------ -- Reykjavík, 7. júní 1946. ^ÞanlíaSrot

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.