Íslendingur


Íslendingur - 26.06.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.06.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Miðvikudaginn 26. júní 1946 27. tbl. Akureyringar! Nú eru aðeins tœpir fjórir dag ar til kosninga. Baráttan hér á Akureyri stend- ur á milli Sjálfstœðismanna og kommúnista — milli vestrœns lýðrœðis og austrœns einrœðis. Hver sá kjósandi, sem kýs fram bjóðanda Framsóknar eða Al- þýðuflokksins, eykur líkurnar fyrir því, að kommúnisti verði þingmaður Akureyrarkaupstaðar. Enginn frjálshuga Akureyring- ur getur þolað það, að kommún- isti verði þingmaður þessa bœj- ar. Allir lýðrœðissinnaðir Akur- eyringar kjósa því Sigurð E. Hlíð ar og lýsa þar með andúð sinni á hinni austrœnu ofbeldisstejnu. Sigur Sigurðar er sigur lýð- rœðisins. Englim framíarasinnaflur Islenflingor Hetur kosifl Giæsiiegt héraðsmót sjaifstæð- Fraffisöknartlokkinn. ismanna í Naustaborgum. Sjálfstæðismenn! Gerið skrifstofimni aðvart, ef þér vitið um einhvern kjósanda, er verður fjarverandi á kjördegi. Skrifstofa '/- SJÁLFSTÆÐISMANNA opin allan daginn. Kjósið Signrð E. Hlíðar. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri og í Eyjjaf jarðarsýslu héldu hið árlega héraðsmót sitt að sumarskemmtistað Sjálfstæð ismanna, . Naustaborgum, s. 1. sunnudag. Fjöldi fólks af Akur- eyri og víðsvegar að úr sýslunni sótti samkomuna. .Var aðsókn mun meiri en gera hefði mátt ráð fyrir, þegar þess er gætt, að héraðsmót ungmennafélag- anna var haldið á sama tíma. * Helgi Pálsson, formaður Sjálf- stæðisfélags Alcureyrar, setti mótið og kynnti dagskrárliði. Pétur Magnússon, fjármálaráð- herra, tók fyrstur til máls og flutti snjalla og ítarlega ræðu um stjórn- málaviðhorfið. Rakti hann í stórum drátiiim gang þjóðmálanna síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð og benti á hinar happasælu. tilraun- ir Sjálfstæðisflokksins til þess að sameina allar stéttir og flokka til samstarfs um víðtækar þjóðfélags- umbætur. Framsóknarflokkurinn hefði ekki séð sér fært að eiga hlut- deild í því mikla umbótastarfi, en aðrir flokkar hefðu gengið til stjórn arsamstarfs undir forustp Sjálfstæð- isflokksins., Hefði nú þegar stórmik- ið áunnizt til hagsbóta fyrir allar stéttir- þjóðfélagsins. Hrakti ráð- herrann þær firrur Framsóknar- manna, áð ríkisstjórnin hefði sýnt sveitunum sérstakan fjandskap og ALÞYÐUFLOKKURINN LIGGUR ENN ÞVERSUM Mannkynssagan og verkamenn í Bretlandi geta ekki hjargað honum. ENN telur Alþýðumaðurinn sér trú um, að Alþýðuflokk- urinn hér á Akureyri sé orðinn stór. Og nú er það veraldar- sagan og sigur Verkamannaflokksins brezka, sem á að sanna staðhæfingu biaðsins. Það þarf svo sem ekki frekari vitna við. Alþýðumaðurinn segir, að litlir flökkar geti orðið stórir og stórir flokkar litlir. Þetta er vissulega hugsanlegt, en getur þó engin áhrif haft á gengi Alþýðuflokksins við þessar kosn- ingar. Þótt Rómverjar hafi lagt undir aig ríki, sem áður voru stórveldi, sannar það ekki getu Alþýðuflokksins tíl þess að leggja Akureyri undir sig. Alþýðumanninum gagnar ekki að vitna í sigra Verka- mannaflokksins brezka, því að hér eru staðhættir allt aðrir. Alþýöuflokkurinn íslenzki hefir ekki megnað að hafa forustu í nokru máli, og hinn sífelldi ótti við kommúnista 'hefir gert flokkinn hálf stefnulausan. Hér var það Sjálfstæðisflokkurinn, Sem tók forustuna um. víðtækar þjóðfélagsbætur, og það var með herkjum, að Alþýðuflokkurian féktyst með. Þetta gerir gærumuninn, kæri Alþýðumaður, og því munu hvorki Akur- eyrir»gar ng aðrir jgósendur landsins gera Alþýðuflokkinn að nelnustórveldi við þessar kosningar. , . hvert atkvæði' sem fellur á frambjóðanda Alþýðu- tlokksms^stuðlar að sigri kommúnista. benti á þá staðreynd, að síðan nú- verandi ríkisstjórn tók yið völdum hafa verið gerð stærri átök til endur- rcisnar sveitum landsins en nokkru sinni áður. Þá kvaðst ráðherrann harma hin dæmalausu óheilindi og blekkingar kommúnista í herstöðva- málinu. Enda þótt öll ríkisstjórnin og meginþorrí allra þingmanna hefði verið á einu máli um það, að ekki væri auðið að verða við tilmælum Bandarikjanna, hefðu kommúnistar reynt að telja þjóðinni trú um, að þeir eihir flokka hefðu staðið á verði um hagsmuni þjóðaiinnar í þessu máli. Að lokum hvatti ráðherrann Sjálfstæðismenn að vinna ötullega að sem glæsilegustum sigri flokks- ins við þessar kosningar, því að hin- ar miklu framkræmdir sem hafnar væru á öllum sviðum yrðu því aðeins farsællega til lykta leiddar, að for- ustu Sjálfstæðisflokksins nyti þar á- ' fram við. ^Sigurður Hlíðar, alþingismaður, talaði næstur. Benti hann á hinar inismunandi lífsskoðanir, sem flokk- arnir berðust fyrir. Framsókn hefði valið sér kyirstöðuna og athafna- léysið, kommúnistar berðjust fyrir að innleiða hér austrænt einræðis- skipulag og Alþýðuflokknum.treysti enginn til forustu. Sj álfstæSisflokk- urinn einn berðist fyrir víðtækum umbótum á grundvelli þess lýðræð- isskipulags, sem þjóðin byggi nú við, og stefna hans væri í nánustu samræmi við eðli íslenzku þjóðar- innar. Stefán Stefánsson, bóndi í Fagra- skógi, flutti snjalla ræðu fyrir minni EyjafjarSar. Magnús Jónsson, ritstjóri, 'lalaði fyrir minni Islands, og SigurSur HlíSar mælti fyrir minni Akureyrar. SjálfstæSisflokkurinn var hylltur með dynjandi húrrahrópi, og einnig þingmaður Akureyrar, Sigurður Hlíðar. j Lúðrasveit Akureyrar lók ættjarð- arlög á milli ræðanna og áður en samkoman hófst. Eftir ræðuhöldin var sezt að kaffi drykkju og á meSan voru flutlar nokkrar hnyttnar og skemmtilegar kosningavísur. Að lokum var stiginn dans fram eftir kvöldi. Fór mótiS aS ' Öllu leyti vel fram og eru Sj álfstæSismonn slaSráSnari í þ'ví en nokkru sinni fyrr aS tryggja kosningu þeirra Sig- urSar Hlíðar og Garðars Þorsteins- sonar. Stjórnarandstaða Framsóknar hefur verið með endemum. ÞAÐ ER eitt höfuðeinkenni lýðræðisþjóðskipulagsins, að borgurunum sé tryggður réttur til þess að gagnrýna gerðir vald- hafanna. Stjórnarandstöðunni er ætlað það hlutverk að benda á misfellurnar í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og þannig stuðla að því, að stjórnin leggi sig fram um að leysa verk sín sem bezt. af hendi. Stjórnarandstaðan má ekki mótast af alhliða fjandskap við allar frámkvæmdir ríkisstjórnarinnar, því að þá getur hún ekki vænzt þess^ að mark verði á henni tekið og starf hennar er þá orðið neikvætt fyrir þjóðfélagið. ' / ÞAÐ var hið mesta óhappa- spor, þegar horfið var að því ráði að skipa ríkisstjórn utan þings, og Alþingi þannig gefinn kostur á að losna undan þeirri frumskyldu sinni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Allar hrakspár manna um getuleysi þeirrar ríkisstjórnar til þess að leysa vandamálin rættust. — Verða þeir, að rhörgu leyti mætu menn, sem þá stjórn skip- uðu, ekki nema að litlu leyti sakaðir um það, því aðiöllum mátti þegar verða ljóst, að rík- isstjórn, sem ekki studdist við neitt ákveðið þingfylgi, hefði engin tök á að leysa nein þau mál, er verulegum ágreiningi gætu valdið. Stofnun lýðveldisins vakti alla flokka til umhugsunar um það, að við þetta ástand varð ekki unað, ef Alþingi ætti ekki , alveg að glata allri virðingu sinni hjá þjóðinni. Samningatil- raunir voru hafnar milli allra flokka um stjjörnarmyndun á sem víðustum grundvelli. Allir vita, hvernig þær tilraunir end- uðu með myndun núverandi rík isstjórnar undir forustu Sjálf- stæðisflokksins, en Framsóknar flokkurinn varð utan gátta af lítt skiljanlegum ástæðum. I Ógæfuleg byrjun. FRAMSÓKN sýndi þegar í upphafi, að stjórnarandstaðan myndi ekki á nokkurn hátt verða „konungleg". Þingmenn flokksins ruku út um allar byggðir landsins með óhróður um stjórnina, áður en hún var endanlega mynduð. Stjórnar- samningurinh hafði ekki verið birtur, en>. hinir „konunglegu" stjórnarandstæðingar voru ekki í neinum vanda með að skýra fyrir fólkinu um hvað hefði verið samið, og er ekki að undra, þótt mörgum hafi orðið órótt,er þeir heyrbu þau ófögru samningsatriði. — Sjálfstæðis- flokkurinn átti að hafa lagzt hundflatur fyrir fætur komm- únista, og sveitirnar væru nú varnarlausar fyrir ofbeldi kommúnista, nema hvað hin „konunglega" stjórnarandstaða myndi auðvitað reyna að standa vörð um hagsmuni þeirra. Staðreyndirnar fóru ómjúk- um höndum um röksemdir Framsóknarmannanna. — Þær sönnuðu, að Sjálfstæðisflokkn- um hefði tekizt að fá socialist- isku flokkana til samstarfs um stórfelldar framfarir og um- bætur á grundvelli ríkjandi þjóðskipulags. Árum • saman hafði- Sjálfstæðisflokkurinn bar- izt fyrir því að sameina stéttir landsins til sameiginlegra átaka um eflingu atvinnulífsins, og nú hafði þetta loks tekizt að veru- legu leyti. Framsóknarmenn voru í raun- inni sem þrumu lostnir yfir þessum endalokum. Þeim hafði aldrei komið til hugar, að Sjálf- stæðisflokknum myndi takast að fá socialistisku flokkana til samstarfs, og forustumenn Al- þýðuflokksins höfðu raunar lof- að Hermanni því, að hann gæti verið óhræddur. Allir vita nú, að Framsóknarmenn höfðu von ast til, að engin stjórn yrði mynduð, v utanþingsstjórnin myndi lafa í sætinu til vors, en þá væri hægt að ganga til kosn- inga og benda á öngþveitið, sem sönnun þeirrar ógæfu, sem Sjálfstæðismenn hefðu leitt yfir landið með kjördæmabreyting- unni. Hermann hafði þannig ætlað að sýna þjóðinni það, að Framhald á 4. síðu. ,-***>,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.