Íslendingur


Íslendingur - 26.06.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.06.1946, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR MiSvikudagid 26. júní 1946 Þannig lítur kjörseðillinn út. eftirað D-listinn, listi Sjálfstæðisflokksins, hefir verið kosinn. Þess ber vandlega að gæta að setja ekki nein merki við aðra lista en þann, sem kosinn er, því að þá er seð- illinn ógildur. Vilji kjósandi, af einhverjum ástæðum, ekki kjósa lista flokksins í héraði, getur hann kosið landslista flokksins. Lítur kjörseðillinn þá þannig út: A B c XD Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sósíalistaflokksins Listi Sjálfstæðisflokksins i / Stefán Jóh. Stefánsson o. s. frv. f; Bernharð Stefánsson o. s. frv. Þóroddur Guðmundss. o. s. frv. Garðar Þorsteinsson Stefán Stefánsson Stefán Jónsson Einar G. Jónasson A Landslisti Alþýðuflokksins B Landslisti Framsóknarflokksins C Landslisti Sósíalistafl. D Landslisti Sjálfstæðisflokksins Aldrei má setja kross jramari við riema einn listabókstaf og aldrei strika yjir najn eða setja nokkurt merki, hvorki tölustaf né annað, við annan lista en þann, sem kjósandi kýs. Sé það gert er seðillinn ógildur. NÝKOMIÐ: Skrifpqppír » blokkum, minni og stærri Skrifpappír í möPPum, með 5 og 10 bréfsefnum Skrifpappír í öskjum Pappírsserviettur, á 25 st. pk. Umbúðapokar, allar stærðir Umbúggpappír, 20, 40, 57 og 90 cm. Umbúðagarn — Límbönd Hitabrúsar, belgiskir, væntanl. mjög bráðlega Maccarónur Rauðrófur í gl. Gulrætur — Sjólax. Heildverzl. Valg. Stefánssonar Akureyri — Sími 332. Skrá um útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1946 liggur frammi, almenningi til sýnis, á skrifstofu bæjar- gjaldkera frá 27. júní til 10. júlí n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni ber að skila á skrifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 25. júní 1946. Steinn Steinsen. Nýdáin frú Pálína Möller, kona Edvalds Möllers. Annáluð dugnaðar- kona. Móttekfð á ajgr. íslendings: Til fólksins á Kotá frá Kristjáni Árna- syni kr. 50.00, Jakob Ó. Péturssyni kr. 20.00. f Til ísafjarðarsöfnunarinnar til við bótar við það, sem áður var auglýst. Frá Kristjáni Árnasyni kr. 100.00. Héraðsmót ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið að Hrafna- gili sl. sunnudag. Margt manna sótti samkomuna og fór hún vel fram. S jálfstœðiskvennajélagið „Vörn“ gengst fyrir kvöldvöku fyrir stuðn- ingsfólk Sjálfstæðisflokksins á Hótel Norðurland n. k. föstudagskvöld. Ræður verða fluttar. Einnig verður söngur og gamanvísur til skemmt- unar og að lokum dans. Samkoman hefst kl. 9 og verður nánar auglýst með götuauglýsingum. Þess er fastlega væjizt, að Sjálf- stæðisfólk fjölmenni á þessa sam- komu. Kantötukór Akureyrar hefir und- anfarið fluU í Reykjavík söngdráp- una „Örlagagátan“ eftir Björgvin Guðmundsson. Hefir kórinn og tón- skáldið hlotið góða dóma og orðið bæ sínum til sóma. Síðar verður nán ar sagt frá söngför kórsins hér í blað inu. Atkvœði verða talin í Eyjafjarðar- sýslu n. k. þriðjudag kl. 11 f. h. Taln ing fer fram á Akureyri, en ennþá hefir ekki verið ákveðið, hvar í bæn- um talningin fer fram. Hjúskapur. Sl. laugardag gengu í heilagt hjónaband þau Margrét Ei- ríksdóttir, píanóleikari, og Þórarinn Björnsson, menntaskólakennari. ■—- Bæjarfógetinn gaf brúðhjónin sam- an. Þau fóru samdægurs austur að Víkingavatni. Leiðrétting: í frásögn af héraðs- móti Sjálfstæðismanna hefir fallið niður: Lárus Thorarensen, heiðurs- félagi Sjálfstæðisfélags Akureyrar, • talaði fyrir minni kvenna. Merkilegt blað. Nefnd, sem kjörin var af kvenna- fundi um bindindismál í Reykjavík, hefir gefið út blað, sem nefnist „Mannbjörg“. I blaði þessu eru margar merkilegar greinar, sem eiga erindi til allra þeirra, sem einhverju láta sig varða hið geigvænlega á- fengisflóð og allt það mikla böl, sem það hefir í för með sér fyrir þjóð- ina. Konurnar i Reykjavík eiga þakkir skilið fyrir þau samtök, er þær hafa stofnað til sóknar gegn áfengisböl- inu og má gera ráð fyrir, að konur annars staðar á landinu fylgi for- dæmi þeirra. Séu konurnar einhuga í þessu máli, þá er mikill sigur unn- inn. Þess er að vænta, að allir góðir íslendingar veiti konunum ötullega lið í þeirri mikilvægu baráttu, er þær hafa hafið. Forsætisráðherra tók á móti gestiim 17. jiíní FORSÆTIS- og utanríkisráðherra Ólafur Thors og kona hans tóku á móti gestum I ráðherrabústaðnum síðdegis í gær. Kom þangað fjöldi manna og þeirra á meðal fulllrúar erlendra ríkja, sem báru fram kveðj- ur og árnaðaróskir f tilefni af þjóð- hátíðardegi íslendinga. Auk þess bárust utanríkisráðherr- anum ýmsar hérlendar og erlendar kveðjur, þar á meðal frá Halvard M. Lange, utanríkisráðherra Norð- manna, Gaorges Bidault, utanríkis- ráðherra Frakka og sendiherra Bandaríkjanna hér, Louis G. Drey- fus, sem nú er staddur í Ameríku. Ennfremur frá Col. A. E. Hender- son, sem dvaldi hér lengi á vegum Bandaríkj ahersins. Utanríkisráðherrann hefir þakkað kveðjuifiar. . .Reykjavík, 18. júní 1946 Þegar skynsemin sigraði „Skynsemin hefir sagt mér að snúa aftur til feðratrúar minnar. Kommúnisminn er í þrotlausri baráttu við trú og raunverulegt frelsi." Hver haldið þið, að hafi sagt þessi orð? Enginn annar en fyrr- verandi ritstjóri hins kunna kommúnistablaðs „Daily Wor- ker“, sem kommúnistar hér á ís- landi hafa svo oft vitnað í. Þessi maður hefir nú ferðast um Banda- ríkin og flutt fyrirlestra til þess að aðvara þjóð sína um hið sanna eðli kommúnismans. Hvað kjósa margir íslendin'gar að skipa sér undir merki slíkrar stj órnmálastefnu ? AKUREYRINGAR! Kjörorðið er: Engar er- lendar pólitískar herstöðvar hér á Akureyri. Kjósið öll SIG. E. HLÍÐAR! Áheyrnarfulltrúi frá íslandi á stofnþingi heilbrigðisstofnunar U N O. Fyrir hönd hinna sameinuðu þjóða bauð aðalritari þeirra, Trygve Lie, Islandi að senda á- heyrnarfulltrúa á stofnþing heil brágðisstofnunar hinna samein- uðu þjóða, sem kom saman í New York 19. júní. Thor Thors sendiherra var viðstaddur setningu þingsins sem fulltrúi Islands. (Frétt frá utanríkis- ráðuneytinu). K. R.-flokkHrinn fær góða dóma í Oslo RÍKISSTJÓRNINNI hefir borizt símskeyti frá fararstjóra K. R.: flokksins, Bjarna Guðmundssyni, blaðafulltrúa. Flokkurinn hefir sýnt í Oslo við góðan orðstír. Blöðunum Verdensgang, Morgenposten, Aften- posten og Arbejderbladet ber saman um, að sýningin hafi tekizt mjög vel, einkum þó dýnuæfingarnar. Ná- kvasmni flokksins og öryggi sé á borð við það bezta, sem þekkist í Noregi, enda hafi áhorfendur tekið flokkn- um með miklum fögnuði. (Frétt jrá ríkisstjórninni). NÝJA-BÍÓ Miðvikudagskv. kl. 9: GASLJÓS Charles Boyer Ingrid Bergman Joseph Cotten Börn innan 14 ára aldurs fá ekki aðgang. Gúmmísj óstakkar Gúmmíbússur Olíusvuntur Olíubuxur. Verzl. ESJA Ferðatösknr nýkomnar. Verzl. ESJA Ný 1 rafknúin saumavél til sölu. Kaupfél. Verkamanna V efnaðarvörudeild. HÚSIÐ SUNNUHVOLL í Hrísey, ásamt 5 dagsl. túni, er til sölu. Tækifæris- verð, ef samið er strax. — Upplýs- ingar hjá afgr. íslendings. Athngið Þeir, sem eiga matvæli geýmd á frystihúsi voru á Oddeyri, utan frystihólfa, verða að hafa tekið þau fyr- ir,5. júlí n. k. Kaupfélag Eyfirðinga Röskur maður getur fengið atvinnu í sumar hjá Smjörlíkis- gerð Akureyrar. Upplýsingar hjá ÁGÚST BERG. Bréfritari ' sem getur skrifað verzlunarbréf á dönsku, ensku og , þýzku, óská«t til starfa ca, 3 tíma á dag. Nafn og kauptilboð óskast sem fyrst merkt: AGENT, lagt inn á afgr. blaðsins.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.