Íslendingur


Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. 23. tbl. Föstudagurinn 28. júní 1946 Sjálfstæðisstefnan er stefna framtíðarinnar. Sjálfstæðistlokkurini boflar þjððinni stðrfeildar tramkTæmdir og umbætur á öllum sviflum þjóðlífsms. Aldrei heftr íslenzkur stjórnmálaílokkur gengið til kosninga með jafnmikil afrek að baki sér. Landsfundir Sjálfstæðisntanna marka á hverjum tíma stefnu flokksins. Síðasti landsfundur, þar sem sátu um 300 fulltrúar víðsvegár af landinu, samþykkti stefnuskrá, sem fulltrúar flokksins síðan hafa starfað eftir. Þessi stefnuskrá sýnir ljóslega þann stórhug og víðsýni, sem flokksmenn tím land allt óskuðu eftir, að flokkurinn léti ráða í athöfnum sínum. Mörgu hefir flokkurinn þeg- ar komið til vegar af þessum stefnumálum á því eina ári, sem liðið er síðan landsfundurinn var haldinn, en margt er þó eftir, og meginatriði ste fnusltrárinnar eru algild grundvallaratriði. .Það er þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn nú leggur undir dóm þjóðarinnar og væntir, að þjóðin veiti honum aðstöðu til að framkvæma til hlýtar til blessunar fyrir land og lýð. Lýðræði og þingræði hyrningarsteinn þjóð- skipulagsins. Landsfundurinn itrekar á- lyktun síðasta landsfundar, að Sjálfstæðisflokkurinn telur lýðræði og þingræði hyrningar- stein þjóðskipulags íslendinga. Fundurinn fagnar því, að þetta sjónarmjð er telcið Yipp í stefnu- skrá ríkisstjórnarinnar varð- andi endurskoðun þá á stjórn- arskrá ríkisins, sem verið er að undirbúa. Telur fundurinn, að í stjórn- arskránni beri að tryggja þau almennu mannréttindi, sem eru grundvöllur lýðræðisins, al- mennan og jafnan kosningar- rétt og kjörgengi, málfrelsi, rit- frelsi, félagafrelsi, fundafrelsi og félagslegt öryggi. Fundurinn telur, að tryggja beri, að pólitísk félagasamtök til almenningsheilla svo sem samvinnufélög, búnaðarfélög, verkalýðsfélög og önnur stétta- samtök séu eigi misnotuð •' til framdráttar einstökum pólitísk um flokkum, og því sé skylt að viðhafa lýðræðislegar reglur í stjórnarháttum þeirra, svo sem hlutfallskosningar til allra trún aðar- og stjórnarstarfa. Frjálsræði í atvinmirekstri og samstarf stéttanna. Landsfundurinn telur þjóðar- hauðsyn að tryggja það, að all- ir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnu- rekstur. Fundurinn telur, að þessu |akmarki verði bezt náð með Pvb að sem mest frjálsræði ríki 1 ^ivinnurekstri landsmanna og framtak einstaklinga fái að ^jóta sín. Opinberar fram- v®mdir og rekstur sé í aðai- atiiðum takmarkað við það að bæta almenna afstöðu við fram- þióun atvinnu- og viðskiptalifs- ms í landinu, sbr. póst og síma, hafnir, vita og vegi, eða víðtæk- ar raforkuframkvæmdir og ann að slíkt, sem við það miðast að ^aupa undir bagga, þar sem bolmagn einstaklingsins þrýtur. Telur fundurinn, að farsæld í atvinnulífinu geti ekki þróazt nema með góðu samstarfi og gagnkvæmum skilningi stétt- anna, svo sem verið hefir meg- insjónarmið Sjálfstæðisflokks- ins. — Með samstarfi núverandi stjórnarflokka álítur fundurinn, að þetta sjónarmið hafi hlotið almennari viðurkenningu en áð ur, sqm hann væntir, að megi til góðs leiða og skapa aukið ör- yggi, vinnufriði og bættri af- komu. Fundurihn bendir á, að heppi leg leið til aukins öryggis og jafnvægis í atvinnumálum þjóð- arinnar sé hlutdeildarfyrir- komulag í atvinnurekstrinum, þar sem því verður við komið, svo að starfsmenn geti Öðlast hlutdeild í arði eða rekstri þeirra fyrirttekja, sem þeir vinna við. Fundurinn er því fylgjandi, að sett verði löggjöf um vinnu- vernd, aukið öryggi verka- manna og bættan aðbúnað, og um vinnutíma í þeim atvinnu- greinum, þar sem því verður við komið. Fjármál og skattamál. Jafnvel þótt landsfundurinn telji, að óhjákvæmilegt hafi verið, ekis og máium var kom- ið, að leggja á nýja skatta á síð- asta Alþingi, »er hann þeirrar skoðunar að keppa beri að því, að færa niður útgjöld ríkissjóðs, svo að unnt veaAi að létta skattabyrgðina aftur. Frjáls verzhin — Ný viðskiptasambönd. 1. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi frjálsri vei’zlun ein- staklinga og félaga — er mót- fallinn ríkisrekstri og einkasöl- um. Flokurinn telur óþvingaða samvinnuverzlun eðlilega og telur, að einkaverzlun og sam- vinnuverzlun eigi að starfa í frjálsri samkeppni á jafhréttis- grundvelli. 2. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt, að afriumin verði öll höft á innflutningsverzlun- inni, eins fljótt og ástæður leyfa, svo að innflytjendur geti keppt um að útvega landsmönn um sem beztar vörur með sem lægstu verði. Öflugur sjávarútvegur undir- staða þjóðarvelmegunar. Fundurinn lýsir ánægju yfir því, hversu vel á veg er komið framkvæmd þeirrar stefnu í sjávarþtvegsmálum, er mörkuð var á síðasta landsfundi. Lýsir fundurinn stuðningi við stefnu stjórnarflokkanna í útvegsmál- um og leggur höfuðáherzlu á eflingu fiskifiotans, byggingu frystihúsa og verksmiðja til hagnýtinga sjávarafurða. Þá bendir fundurinn og á nauðsyn þess, að af hendi ríkis- valdsins verði hafnar þær fram kvæmdir, er nauðsynlegar eru til arðvænlegrar starfrækslu hinna nýju tækja, svo sem fisl«- rannsóknir, hafnárgerðir og öfl un markaða. Fundurinn skorar á þing- menn Sjálfstæðisflokksins að vinna ötullega að því, að rýmk- uð verði, landhelgin við strend- ur Islands og að beita sér fyrir friðun Faxaflóa. Fundurinn skorar á þing- flokk Sjálfstæðismanna að vinna að því, að forvextir af lánum til framleiðslunnar verði lækkaðir frá því, sem nú er, og á næsta Alþingi að vinna að því, að löggjöf um afskrift á skipum verði breytt þannig, að útvegsmönnum heimilist að af- skrifa meira af skipum en nú tíðkast o£ verði heimilað að geyma rétt sinn til afskrifta, þegar svo illa árar, að tekjuaf- gangur nægir ekki fyrir þeim. Blómlegar sveitir með nýtízlcu landbúnaði. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að því, að íslenzkur landbúnaður blómgist og byggð in aukizt í sveitum landsins. Helztu atriði þess telur flokk urinn: 1. Að þeir, sem vinna við landbúnað fái ekki minni tekjur fyrir störf sín við meðal skilyrði én greitt er fyrir opinbera vinnu og önnur erfiðisverk. Þetta sé tryggt með endurbættu fyrirkomulagi afurðasölunnar og á annan hátt. 2. Að lífskjör fólks í sveitum séu bætt svo, að þau séu í sam- ræmi við það, sem er annars staðar á landinu. Þetta sé aðal- lega gert með bætt'um húsa- kynnum, raforkuveitum og vega -og símalagningum til þeirra sveita og heimila, sem vanta þau þægindi. 3. Að stuðlað sé að því, betur en verið hefir, að allur heyfeng- ur fáist af ræktuðu og véltæku landi. Um afstöðu til sérstakra land búnaðarmála vill flokkurinn taka fram, að hann vill vinna að því: 1. Að sem flestar jarðir kom- izt í sjálfsábúð. 2. Að 17. grein jarðræktar- laganna verði afnumin og \til- svarandi kvaðir á endurbygging arstyrk sveitabæja. , 3. Að haldið verði áfram að efna til nýbýlastofnunar í sveit- um landsins, einkum þar sem bezt eru búnaðarskilyrði, en lögð verði áherzla á, að nýbýla- §tofnun byggist á skiptingu stórra jarða, svo að nýbýlin hafi frá öndverðu stuðning af ræktuðu landi. Ennfremur, að stofnað verði til myndunar ný- býlahverfa þar, sem það hent- ar. 4. Að varðveita sem bezt ís- lenzka bændamenningu og sjálf stæðishug. 5. Að samvinnufélög og önn- ur félagssamtök bænda séu rek- in eingöngu með almennings- heill fyrir augum og því varnað að slíkur félagsskapur sé notað ur til framdráttar einstökum flokkum. 6. Að reist. verði hér á landi \ áburðarverksmiðja hið allra fyrsta. Fundurinn lýsir þeirri skoðun sinni, að baráttan fyrir hags- munum landbúnaðarins á und- anförnum áratugum, hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Telur fundurinn, að höfuðnauðsyn sé, að sú stefna verði , tafarlaust upp tekin, að fullkomnustu vél- ar séu notaðar bæði til að rækta landið og afla heyfengs, og skorar á þingflokk Sjálfstæðis- manna að styðja að því eftir fremsta megni. Fundurinn telur, að Alþingi hafi leiðzt inn á mjög varhuga- verða braut með niðurgreiðsl- um landbúnaðarafurða, er kosta ríkissjóðinn tugi miljóna króna, enda hafa bæði neytend- ur og bændur andmælt þeirri skipan.. Lög um þetta efni falla úr gildi á næsta hausti. Á hinn bóginn eru enn, hvorki fyrir hendi nauðsynlegar upplýsingar um markaðshorfur erlendis, né Framh. á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.