Íslendingur


Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 4
4 í S L E N D í N G U R Föstudagurinn 28. júní 1946 & ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: BlaSaútgálufél. Akureyrar. Skrifatofa Hafnaratr. 101. Sími 354. Auglýaingar og afgreiðala: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. PrantsmiSja BjSrns Jinsstnar h.f. St j ómar samstarf ið Sósíalistaflokkurinn hefir nýlega sent Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum bréf, þar sem hann óskar eftir því, að þessir flokkar hefji þegar viðræður um framhald- andi samstarf eftir kosningar. Þessi lilmæli liafa komið mörgum kynlega fyrir sjónir, og þau bregða nokkru ljósi yfir viðhorf þessa flokks til lýðræðisins. í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi eru kosningar ekki aðeins hafðar til þess að sýnast, heldur er þeim ætl- að að vera vísbending til stjórn- málaleiðtoganna um það, hvernig þjóðinni geðjast að störfum þeirra síðasta kjörtímabil og hvers hún ætl ast til af þeim á hinu nýja kjörtíma- bili. Þetta sjónarmið er í samræmi við það grundvallaratriði lýðræðis- ins, að borgararnir sjálfir séu hinir raunverulegu valdhafar, sem með frjálsum kosningum eigi að se^ja fulltrúum sínum fyrir verkum. Þetta virðast kommúnistar ekki hafa skilið til hlýtar. Þeir umhverf- ast nú yfir því, að samstarfsflokkar þeirra skuli ekki umsvifalaust ganga til samninga um framhaldandi sam- vinnu, áður en kjósendur landsins hafa látið sínar óskir í ljós. Það mun áreiðanlega fátítt í lýðfrjálsu landi, að slík aðferð sé viðhöfð, og tilmæli kommúnista verða ekki skilin á ann- an veg en þann, að þeir láti sig engu varða úrskurð þjóðarinnar. En kommúnistar verða að átta sig á því, að þeir hafa ekki enn komið hér á sínu austræna lýðræði, þar sem þingkosningar eru aðeins skrípa leikur. Hér verða flokkarnir að gera sér það að góðu að sækja og verja mál sitt fyrir dómstóli þjóðarinnar og haga sér í samrsemi við úrskurð kjósendanna. Sjálfstæðisflokkurinn óskar að fylgja lýðræðisreglum. Hann hafði forustu um myndun núverandi ríkis- stjórnar og stefna hennar var mótuð í anda hans. Hann hefir birt þjóð- inni sína stefnuskrá og lýst yfir, að hann vilji leiða til farsælla lykta þau margvíslegu umbótamál, sem byrj- að hefir verið á. Þar sem stjórnar- stefnan er í hans anda, mun hann að sjálfsögðu halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefir verið. Þjóðin dæmir við þessar kosning- ar fyrst og fremst um þessa stefnu. Telji hún hana góða og æskilegt, að haldið verði áfram hinum víðtæku framkvæmdum, mun hún einnig gefa til kynna, hvaða flokki hún treystir bezt til þess að hafa forust- una í þeim málum. Sjálfstæðismenn vilja ekki fyrir- fram gefa neina yfirlýsingu um það, að þeir ætli sér að vinna með þess- um eða hinum flokknum, hvernig sem kosningarnar fara. Veiti þjóðin Blekkingar sósialista um líleyri mœðra og ekkna í almannatryggingunum þeim áfram forustuaðstöðu, munu þeir skilja það sem vísbendingu um það, að þjóðin viðurkenni það starf, sem þeir hafa unnið, og flokkurinn mun á þingi haga sér í samræmi við það. Kommúnistar hafa lýst því yf- ir, að stjórnarsamvinnan sé ekki byggð á þeirra stefnu. Vilji þeir láta hana áfram liggja í kistuhand- raðanunr, mun Sjálfstæðisflokkur- inn fagna því. Hann er fús til sam- starfs við alla þá, sem af einlægni vilja vinna að framfaramálum þjóð- arinnar. Kommúnistar verða hins- vegar að gera sér ljóst, að Sjálfstæð- isflokkurinn mun snúast öndverður gegn sérhverri tilraun kommúnista til þess að koma á hér kommúnist- isku þjóðskipulagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefir þegar sýnt það, að hann lætur málefnin ráða afstöðu sinni til annarra flokka. Hann hefir beitt sér fyrir samstarfi allra stétta um sköpun blómlegs at- vinnulífs og hann mun halda því starfi áfram. Hann hefir bent á það, að kommúnistar vilji tortíma lýð- ræðisþjóðskipulaginu og því verði þeim aldrei til langframa treystandi til þjóðhollrar samvinnu um umbæt- ur á því þjóðskipulagi. Sjálfstæðis- flokkurinn h»fir því óskað þess, að þjóðin gerði kommúnista áhrifa- lausa á lýðræðislegan hátt. Tilmæli kommúnista gætu verið vísbending um það, að kommúnistar óttuðust dóm þjóðarinnar og vildu því tryggja sér ráðherrastólana fyrir- fram. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér ekki að tryggja þeim áhrif degi lengur en þjóðin óskar. Alþýðuflokkurinn og tryggingarnar ALÞÝÐUFLOKKSMENN hafa mjög gumað af því, að þeir ættu bróðurpartinn í almannatryggingalögunum og hefðu haft forustu um lausn þes9 máls. Það er auð- vitað mjög fjarri lagi að eigna Alþýðu- flokknum sérstaklega þetta merka mál. Það er þó einn maður, sem öðrum Alþýðu- flokksmönnum fremur hefir unnið að al- mannatryggingunum. Þessi maður er Har- altlur Guðmundsson. Hontyn er nú laun- að með því að setja hann í algerlega von- laust sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykja vík. í öruggu sætin eru settir andstæðing- ar stjórnarsamvinnunnar, en hún tryggði einmitt framgang þessa máls. Getur þetta verið til nokkurrar leiðbeiningar um það, hversu mikið er að marka þá staðhæfingn* Alþýðuflokksmanna, að þeim sé bezt trú- andi til þess að stenda vörð um þau rétt- indi, sem íslenzkri alþýðu eru tryggð með þessum lögum. Hver gæti verið á móti því ÞEGAR Rússar réðust að baki pólska hernum haustið 1939, ritaði Halldór Kilj- an, átrúnaðargoð íslenzkra kommúnista, pistil í aðalmálgagn kommúnista í því skyni að afsaka fólskuverk Rússa eins og sönnum kommúnista sæmdi. Sagðist hann ekki geta skílið í því, að nokkur kommún- isti gæti átalið það, að 15 miljónir manna væru þannig þegjandi og hljóðalaust los- aðir undan auðvaldskúguninni og inniim- aðir í ríki sósíalismans. Kommúnistum fannst heldur ekkert at- hugavert víð það, þegar Rússar kúguðu Eystrasaltsríkin til þess að biðja um þá^ náð að vera svipt sjálfstasði sínu. Komm- EITT af þeim stórmálum, sem náðu afgreiðslu á síðasta þingi, voru almannatryggingarnar. Við undir- búning alþingiskosninganna, sem í hönd fara, eru flokkarnir, einkum Alþýðufl. og Socialistafl., að metast um, hver eigi mest í þessari gagn- merku löggjöf. En það er ekki þessi reipdráttur, sem gefur mér tilefni til að blanda mér hér í þetta mál, held- ur þær blekkingatilraunir, sem Soci- alistar halda á lofti í blaði sínu hér og manna á milli, um afgreiðslu málsins og einstök atriði löggjafar- innar sjálfrar. Þessar blekkingar eru bersýnilega gerðar í þeim eina tilgangi að ginna kjósendur til fylgis við Sociálista- flokkinn. Það vill svo vel til, að ég er vel kunnugur þessum málum á Alþingi, því að í Nd. þingsins hafði heilbrigð is- og fél.málanefnd málið til með- ferðar, en ég er formaður þeirrar nefndar, og get því lsiðrétt það, sem mest er afflutt í kosningaáróðrinum hér. — Eitt af þeim málum, sem um var samið, er núverandi stjórnarsam- Starf hófst, voru almannatryggingar. Var samið um að koma hér á á næsta þingi svo fullkominni og víð- tækri löggjöf í þessum efnum, sem bezt þekkist í nágrannalöndum vor- únistum fannst óhæfa af Finnum að bera hönd fyrir höfuð sér, þegar Rússar heimt- uðu stóra hluta af landi þeirra. Kommún- istum finnst það svívirðilegt ofbeldi og einræðisbrölt, þegar stjórnin í Grikklandi lætur liandtaka kommúnistiska ofbeldis- menn, en þeim finnst sjálfsagt af Tito, ein- ræðisherra í Júgóslavíu, að beita vopna- valdi gegn öllum þeim, sem leyfa sér að mótmæla einræði hans. Þannig eru allir hinir „mórölsku mæli- kvarðar11 kommúnista. Þegar Rússar halda þjóðum Austur-Evrópu í járngreipum sín- um og halda verndarhendi yfir ólýðræðis- legum leppstjórnum kommúnista í þess- um löndum, þá heitir það á máli komni- únista sjálfsagðar öryggisráðstafanir og harátta gegn einræðisöflum. Bf brezkur her situr í Grikklandi eftir beiðni grísku stjórnarinnar sjálfrar, þá kalla kommún- istar það sv.ívirðilegt ofbeldi. Þannig eru kommúnistarnir rússnesku gersamlega blindaðir í ást sinni á hinu austræna einræði. Hvernig .getur'nokkur fslendingur fmyndað sér, að þessir menn geti verifi vökumenn yfir frelsi og sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. Þessir menn hafa sjálfir sagt, að ættjarðarástin væri eitt af tækjum auðvaldsins til þess að hindra alþjóðleg samtök „öreiganna". FARIÐ EKKIÚR BÆNUM ÁN ÞESS AÐ KJÓSA Ríkisstjórnin stóð við gerða samn inga. Hún .skipaði milliþinganefnd í málið. Áttu allir flokkar þingsins mann í nefndinni, en auk þeirra störfuðu með nefndinni sérfræðing- ar: Jón Blöndal, hagfræðingur, og Brynjólfur Stefánsson, trygginga- fræðingur. Nefndin lauk störfum á tilsettum tíma og skilaði nefndará- liti og frumvarpi til laga um al-‘ mannatryggingar, sem lagt var fram á síðasta Alþingi. Ti‘1 þess að flýta fyrir afgreiðslu málsins á þingi höfðu heilbrigðis- og félagsmálanefnd beggja deilda marga sameiginlega fundi um málið og auk þess voru valdir menn úr nefndunum til þess að reyna að færa saman hin mismunandi sjónar- mið. Jafn víðtækar tryggingar og þær, sem frumvarpið bauð upp á, hlutu eðlilega að hafa stóraukin útgjöld í för með sér. Milliþinganefndin hafði áætlað, að útgjöldin alls myndu nema 72 milj. króna á árinu. Árleg útgjöld vegna þeirra trygginga,. sem fyrir voru, námu 40 milj. króna eft- ir'því sem reikningar síðustu ára hermdu. Aukin útgjöld skv. frv. voru því 32 milj. króna. Heildarút* gjöldin skiptust niður á fjóra aðal- liði þannig: Heilbr.tr. 2Íhp milj. kr. eða 29.0% Vinnuveit. 11.8 milj. kr. eða 16.5% Sveitafélög 15.3 milj. kr. eða 21.0% Ríkissjóður 24.0 milj. kr. eða 33.5% Samt. 72 milj. kr. ertða 100% Sjálfstæðismenn höfðu ýmislegt við frumvarpið að athuga, þótt þeir hinsvegar viðurkenndu kosti þess. Einkum hraus þeim hugur við hin- um háu útgjaldaaukningu og vildu lækka útgjöldin allverulega. Þá vildu þeir og takmarka framlög og ábyrgð ríkissj óðs og fá hvorttveggja fast- hundið með lögum. Að lokum setti Sjálfs'tæðisflo'kkiwinn það skilyrði fyrir fylgi sínU við frumvarpið, að heildarútgjöldin yrðu lækkuð um nál. 4 milj. króna eða rúml. 5% af heildarupphæðinni og að framlög og ábyrgð ríkissjóðs yrðu fastbundin í lögunum. Um síðara atriðið varð enginn verulegur ágreiningur milli stjórnarflokkanna, en um fyrra at- riðið aftur á móti urðu allharðar stympingar, og þá um það, hvaða útgjaldaliði skyldi lækka. Varð þó brátt samkomulag um að fella niður ákvæði um jarðarfarastyrk og fram- lag til átvinnustofnunarinnar. Hins vegar voru fulltrúar Socialista ófá- anlegir til að lækka lífeyri ekkna og mæðra, enda höfðu þeir lagt fram tillögur, sem hækkuðu útgjöldin um ca. 10 milj. króna, en lækkuðu ið- gjöldin um ca. 3 milj. kr., án þess þó að bera fram nokkrar tillögur um aukin fjárframlög til stofnunarinn- ar. Þessar breytingatillögur héldu þeir fast við, en áögðust þó rnundu fylgja frumvarpinu enda þótt þessar tillögur yrðu felldar. Var því aug- ljóst, að hér var aðeins um yfirboða- tillögur að ræða. Tillögur þeirra voru felldar, en frv. með samkomu- lagsbreytingum Sjólfstæðis- og Al- þýðuflokks og að nokkru leyti Soc- ialistaflokksins náði samþykkt þings- Framhald á 6. síðu. Aknreyringar! Áróðursmenn Framsóknar og Alþýðuflokksins æða nú um allan bæinn og reyna að sannfæra fólk um það, að baráttan um þingsætið hér standi á milli frambjóðanda þeirra og komm- únista. Þetta er hættuleg blekking. í vetur muiiaði 10 atkv. á lista Sjálfstæðismanna og komm- únista, Framsókn hafði yfir 40 atkv. færra eti kommúnistar og Alþýðuflokkurinn á annað hundrað atkvæðúm færra. Það er einnig staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn fær allt- af miklu fleiri atkvæði við Alþingiskosningar en bæjarstjórn- arkosningar. Vitað er, að margt það fólk, sem kaus lista Al- þýðuflokksins í vetur, kýs nú frambjóðanda Sjálfstæðisflokks- ins. Það er jafnframt vitað, að kommúnistar byggja allar sigur- vonir sínar á því, að fylgismenn Sjálfstsaðisflokksins láti glepj- ast af blekkingum Framsóknar- og Alþýðuflokksins og geri at- kvæði sín ónýt með því að kjósa Steindór eða Þorstein. Sjálfstæðismenn verða því að vera vel á verði gegn áróð- ursmönnum Framsóknar- og Alþýðuflokksins, því að þessir menn vinna beint í þágu kommúnista, BARÁTTAN hér a akureyri stendur A milli SJALFSTÆÐISFLOKKSINS OG KOMMUNISTA — MILLI VESTRÆNS LYÐRÆÐIS OG AUSTRÆNS EINRÆðlS. Það er með öllu voniaust, að Steindór eða Þorsteinn nái kosningu. Hver sá kjósandi, sem greiðir þeim atkvæði, stuðlar að sigri kommúnista. Allir lýðræðisunnandi Akureyringar fylkja sér því um Sigurð E. Hlíðar og lýsa þannig andúð sinni á kommúnistum. Akureyringar! Tryggið sigur lýð’ræðisaflanna. Kjósið Sigurð E. Hlíðar. iÞanííaBrot

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.