Íslendingur


Íslendingur - 30.06.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 30.06.1946, Blaðsíða 2
íSLENDINGUR Kjósendur, minhist þess, AÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN neitaði að staVfa rAeð öðr- um flokkiun að tíndurreisn íslenzks atvinnulífs og sköpun almennrar velmegunar og efnahagslegs ör- yggis fyrir íslenzka alþýðu. AÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN hef ir barizt gegn öllum þeim stórfelldu nmbótum, sem núverandi ríkisstjórn hefir unnið að. Hann var andvígur tögarakaupum, smíði vélbáta, bætturn kjörum opinberra starfsmanna og nú síðast almannatryggingunum. Aö FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefir með þessari afstöðu sinni tekið upp merki hins svartasta afturhalds, sem er í hrópandi mótsögn við þann vorhug og framfara- þráí er allir dugandi Islendingar, sem trúa á land sitt og þjóð, bera nú í brjósti. AÐ ALÞÝÐLFLOKKURINN óskar einkis fremur en geta aft- ' lagzt í flatsængina með Framsókn og tekið á ný upp þá þröngsýnu og afturhaldssömu stjórnmálastefnu, sem réði ríkjum hér á landi í stjórnartíð þessarra flokka fyrir stríð.' AÐ ALÞÝÐUFLOKKURINN hefir fyrst og fremst hugsað um það að tryggja forustumönnum sínum feit embætti í stað þess að vinna að hagsmunamálum alþýðunnar. AÐ ALÞÝÐUFLOKKURINN barðist eins lengi og hann gat gegn því, að íslenzkt lýðveldi væri stofnað áður en stríði væri Iokið og frambjóðandi flokksins hér á Ak- ureyri var ákveðinn talsmaður undanhaldsstefnunn- ar. AÐ ALÞÍÐUFLOKKURINN vill koma hér á stórfelldari ríkis- rekstri en nokkur af hinum, lýðræðissinnuðu verka- mannaflokkum Norðurlánda hefir reynt að koma í framkvæmd, þótt þeir hafi setið að völdum um langt skeið. Reynslan hefir sannað þessum flokkum, að stórfelldur ríkisrekstur hefir lamandi áhrif á þróun atvinnulífsins og leggur óeðlileg höft á frelsi og frain tak borgaranna. AÐ ALÞÝÐUFLOKKURINN hefir aldrei sýnt sig færan til forustu í nokkru máli eg tafði eftir mætti fyrir mynd- , un núverandi ríkisstjóraar. AÐ SÓSÍALISTAFLOKKURINN hét áður Kommúnistaflokkur íslands, en breytti um nafn til þess að geta betur blekkt íslenzka alþýðu tíl fylgis við stefnu sína. AD SÓSÍALISTAFLOKKURINN hefir ekki breytt um fyrri stefnu Kommúnistaflokksins og berst því fyrir því, að koma hér á komniLíiQÍStoSlra þjó^skipuíagi cfftr rússneskri fyrirmynd. AÐ SÓSÍALISTAFLOKKURINN hefir lýst yfir því, að hann vilji afnema ríkjandi þjóðskipulag og framfarastefna núverandi ríkisstjórnar sé ekki í anda flokksins. ÁÐ SÓSÍALISTAFLOKKURINN vill koma hér á flokksein- ræði, afnema málfrelsi, skoðanafrelsi og ritfrelsi og banna alla aðra stjórnmálaflokka. AÐ SÓSIALISTAFLOKKURINN mun svipta verkamenn verk- fallsrétti og rétti til að semja um kaup og kjör með frjálsum samningum, ef hann fær aðstöðu til. AÐ MÁLGÖGN KOMMUNISTA hafa varið öll, ofbeldisverk Rússa gegn smáþjóðum Austur-Evrópu. . AÐ SÖSIALISTAR EÐA KOMMÚNISTAR telja ættjarðarást'- ina úrelta dyggð og telja réttmætt að láta hagsmuni ættjarðarinnar víkja fyrir hagsmunum hins alþjóð- lega kommúnisma. _ \ AÐ KOMMÚNISTAR hafa óvirt allt það, sem íslenzku þjóðinni er dýrmætast. Þeir hafa óvirt íslenzka fánann og til skamms* tíma hafa þeir ekki tekið ofan, þegar þjóð- söngurinn hefir verið leikinn. Þeir hafa lýst andúð sinni gegn, trúmálastarfseminni í landinu og barizt gegn kirkju og kristindómi. Þeir hafa að lokum óvirt mynd Jóns Sigurðssonar með því að nota hana í blöðum sínnm og bæklingum til"eflingar hinni óþjóð- Iegu stefnu sinni. AÐ SÓSf ALISTAFLOKKNUM getuf af þessum sökum aldrei orðið treyst til þess að vinna til langframa að um- bótum á ríkjandi lýðræðisþjóðskipulagi. AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN berst fyrir friði óg alhliða samstarfi í þjóðfélaginu undir kjörorðinu Stétt með stétt. AÐ SJALFSTÆÐISFLOKKURINN hafði alla tíð forustu í sjálf stæðismálinu og það var leitt til farsælla lykta eftir hans leiðsögn. —- A» SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN vill skapa öllum landsins börnum efnahagslegt öryggi með frjálsri samvinnu frjálsra einstaklinga og opinberra stjórnvalda. AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hafði forustu um myndun núverandi ríkisstjórnar og mótaði hina stórhuga ' stefnu hennar í anda Sjálfstæðísstefnunnar. AÐ EINLÆGT SAMSTARF um áframhaJdandi þjóðfél.umbæt- ur verður því aðeins hugsanlegt, að flokkur allra stétta, Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar forustu. A» SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN einn megnar að leiða ti! farsælla lykta þær miklu framkvæmdir, sem hafnar hafa verið. AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefir með stjórnarforustu sinni sannað þjóðinni það, að öryggi lands og þjóðar, út á við og-inn á við, er undir því komið, að hann sé nægilega sterkur til þess að geta áfram mótað gang þjóðmálanna í anda stefnu sinnar og stefnu þjóðarinnar — Sjálfstæðisstefnunnar. Hið sívaxandi fylgi unga íólks ins um allt land við Sjálfstæðis- flokkinn sannar betur en nokk- uð annað, að stefna hans er stefna framtíðarinnar. Þetta viðhorf æskunnar er í fullu samræmi við eðli og við- horf allra heilbrigðra æsku- .manna. Æskan er stórhuga og frjálslynd. Hún er andvíg öllum óeðlilegum höftum á frelsi sínu og krefst þess, að þjóðfélagið treysti henni til sjálfstæðra at- hafna. Ungt fólk vill lifa sem sjálfstæðir einstaklingar en ekki óijálfstæðir hlutar í ríkisvél múg lnggjunnarj þar sem enginn má hreyfa sig, nema fá leyfi hinna almátlugu valdhafa. Sérhver frjálsliuga æskumaður fordæm- ir því tilraunir kommúnista til þess að svipta æskuna réttinum til sjálfslæðra athafna og skoð- ana. Æskan er einnig djörf og slór- huga. Ungt fólk fyrirlítur úr- ra^ðaleysi og barlóm. Það trúir á mátt sinn og megin, ef það fær tækifæri til þess, að sýna, hvað í því býr. Æskan fylkir sér því ætíð um þá menn og flokka, sem bcrjast fyrir miklum og stór- huga framkvæmdum. Af þessum sökum getur enginn framsæk- inn æskumaður fylgt þeim flokki, sem hefir valið sér rang- ncfnið Framsóknarflokkur*. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk ur æskunnar, og því hópast unga fólkið nú undir merki hans X sí- fcllt slríðari slraumum. Sjálf- stæðisflokkurinn sameinar þessi tvö eðliseitikenni æskunnar: Hann vill miklar framkvæmdir og umbætur, og hann vill vernda frelsi' og sjálfstæði einstakling- anna. Hann trúir á getu æskunn- ar til þess að skapá hér fyrir- myndarþjóðfélag með frjálsum samlökum. Hann trúir á mann- gildi einslaklinganna, og hann er sannfærður um það, að því að- eins geti hið unga lýðveldi blómgast, að það gefi borgurum sínum fullt tækifæri til þess að hagnýta til hlýtar hæfileika sína og hugvit. Sjálfstæðisflokkurinn veit, að æskan mun fúsari til at- hafna í þágu þjóðfélagsins, ef ríkisvaldið hvetur hana til frjálsra samtaka um nytsöm framfaramál heldur en ef á að knýja hana með valdboði. Sjálfstæðisflokkurinn fagnar fylgi æskunnar, og hann mun reyna að bregðast ekki trausti bennar. Siuðningur unga fólks- ins mun veita flokknum aukinn þrótt lil mikilla framkvæmda. Undir forustu Sjálfstæðisflokks- ins 'hefir verið hafin stórfelld ahdleg og efnaleg endurreisn í íslenzku þjóðlífi til tryggingar sjálfstæði hins unga lýðveldis í framtíðinni. En öryggi lýðveldis , ins er einnig örygg'i æskunnar, og æskan á mest í húfi, ef mis- tök verða á framkvæmd hinna miklu umbótamála. Þetta hefir unga fólkið skilið, og því fylkir það sér nú um þann flokkinn, sem það treystir bezt til happa- sællrar forustu um þessi miklu hagsmunamál hennar. Uhga fólkið - í Reykjavík tryggði sigur Sjálfstæðisflokks- ins þar í vetur og braut á bak aftur sókn austræna valdsins. Æskan hér á Akureyri mun í dag mynda samskonar brjóst- vöin til varnar Sjálfstæðisflpkkn um og framtíð sinni og gegn yf- irgangi austræna valdsins og tryggja frambjóðanda Sjálfstæð- isflokksins, Sigurði E. Hlíðar, glæsilegan sigur. Sigur Sjálfstœðisflokksins er sigur œskunnar. Framsókii og skattarnir „DAGUfi" hneykslast mjög á hinum háu sköllum, sem bœjarbúar verði að borga, og það 'er eins og Framsóknar- menn hafi þar hvergi nærri komið. Ja, fyrr má. nú rota en dauðrota. Veit „Dagur" ekki, að Framsóknarflokkurinn er allra flokka frægastur fjrir taumlaust skattabrjálæði. —¦ Sjálfstæðismenn liafa alla tíð orðið að berjast gegn skatta- hækkunum Framsóknar, en nú er „Dagur" allt í einu orðinn á móti öllum sköttum — JAFNVEL STRÍÐSGRÓÐA^ SKATTINUM. „Dagur" œtti annars ekki að minnast á skalta hér á Ak- ureyri, því að allir bæjarbú- ar vita, að þeir varða, hver og einn, að borga nokkurn hluta þeirra gjalda, gem EKKI MÁ leggja á hið breiða bak KEA. Sunnudaginn 30. júní 1946 Styrkur til aldraðra ekkna var hækkað- ur Steingrímur Aðalsteinsson hefir undanfarið biðlað mjög ákaft til mæðra og ekkna og sagzt vera þeirra eini sanni vinur. Hefðu Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn sameinazt um að fella niður styrk til þeirra, en hann Qg aðrir kommúnistar hefði 'bai- izt þar vasklega á móti. Sigurður Hlíðar hefir þeg- ar rekið þauv ósannindi ofan í Steingrím, að styrkurinn hafi verið felldur niður. Hins hefir ekki verið getið, sem er ennþá mikilvægara að styrkur til aldraðra mæðra og ekkna var verulega hœkk- qður með samkomulagi Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokks jns. Steingrímur Aðalsteinsson hefir látið sér sæma að reyna að blekkja fátækar mæður og ekkjur til fylgis við sig með röngum upplýsingum um þetta merka mál. Munu þær launa honum það að verðleik- um í dag. Steingrímur og kommúnist- ar urðu frægir að endemum fyrir framkomu sína í þessu mikla hagsmunamáli alþýð- unnar. Þeir báru fram hækk- unartillögur, sem námu 10 miljónum, en vildu jafnframt lækka iðgjöld um rúmar 2 miljónir. Enga leið bentu þeir á til þess að ná í þessar 12 miljónir. Ef kommúnistar hefðu fengið að ráða, hefðu því almannatryggingarnar orðið fallegt pappírsplagg, en engar framkvæmdir. TALNING atkvæða á Akureyri og öðr- um kaupstöðum fer fram þegar að loknum kjórfundi í kvöld. SJÁLFSTÆÐISKJÓSENDUR! KjósiS eins snemma dags og þér getið. Með því léttið þér störf kosningaskrifstofunnar. TILKYNNING frá SJÁLFSTÆÐIS* LOKKNUM I dag, summdagimi 30. júní, verður aðalkosningaskrifstofa flokksins í Hafn- arstræti <LS9 (Húsgagnavinnustofu jóns Halls). X UPPLÝSINGASÍMI ER NR. 545. BÍLASÍMI FLOKKSINS ER NR. 242.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.