Íslendingur


Íslendingur - 12.07.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.07.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 12. júlí 1946 31. tbl. jÞorvaíriur Signrðsson bókari viS KlæSaverksmiSjuna Gefj- Un, varS bráSkvaddur aS heimili sínu, Eyrarlandsveg 19, hér í bœnum að morgni 8. þ. m. Þorvaldur var 63 ára gamall. — Hann var fœddur og uppalinn hér í bænum, sonur merkis hjónanna, Sigurðar járnsmiðs Sigurðssonar og konu hans Soffíu Þorvaldsdóttur. Ungur byrjaði hann að starfa við verzlun, fyrst hjá öðrum og síSan fyrir eiginn reikning, bæSi hér og á SiglufirSi. UmboSsverzlun rak hann Um hríS. — Er hann hvarf frá því, gerSist hann bókari viS KlæSaverk- srriiSjuna Gefjun og var það úr því, til dauSadags. — Þorvaldur var kvæntur- Elísabetu FriSriksdóttur, ninni mætustu konu, og eiga þau 3 dætur, allar uppkomnar. Þorvaldur var maður vel að sér og drengur góður. "" m ' ' ¦¦¦¦ "' ' n i.i— i ii Islandsmót f handknattleik kvenna. meistaraflokki, hófst í fyrra- kvöld á Þórsvellinum á Akur- eyri. Fimm flokkar taka þátt í mótinu: frá Ármanni í Reykja- vík, Haukar Hafnarfirði, . Týr Vestmannaeyjum, íþróttaban^a- lag ísafjarðar og íþróttabanda- " lag Akureyrar. ísfirðingar eiga nú að verja meistaratitilinii, því þeir unnu síðasta landsmót. Formaður ÍBA, Ármann Dal- mannsson, setti mótið með stuttu á^arpi, en ÍBA hefir tekið að sér framkvæmd mótsins. Fyrst kepptu Haukar við Armann og eigruðu með 4 mörkum gegn 3. Þá keppti Týr við ÍBA og vann með 6:3. Fyrri leikurinn var fremur daufur en talsvert kapp í hinum síðari. Veður var sæmi- legt, nokkur sunnangola, en þó eigi svo, að áhrif hefði á gang leikjanna. Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakepnari, dæmdi báða leik ina af röggsemi og nákvæmni. Fjöldi fólks horfði á leikina. Áttu þeir að hefjast kl. 20.15, en urðu nál. hálfri klst. á eftir á- ætlun. Hvað sem því hefir valdið, er slík óstundvísi á móti Sfcm þessu óalandi. I gærkvöldi fóru leikar svo, að 1. B. S. vann Ármann með 11 -mörk- )un gegn 5 og Haukar í. B. A. með ° gegn 4. Sami dómari dæmdi leik- Frá hæjarstjórn Tunnuverksmiðjan Bæjarstjórn hefir samþykkt að bjóða ríkinu tunnuverksmiðju bæjarins með tilheyrandi vélum fyrir kr. 100.000.00. Lóðin verði leigð á erfðafestu fyrir 4% af"" fasteignamatsverði í ársleigu, en fasteignamat lóðarinnar er nú kr. 3.000.00. Telji ríkisstjórn in sig ekki geta gengið að þessu tilboði, verði hús og vélar selt fyrir matsverð. Bæjarstjórnin á- kvað, að salan skyldi bundin því skilyrði, að ríkisstjórnin. léti þegar hef jast handa um að koma verksmiðjunni í lag, svo að hún verði tilbúin til tunnusmíða næsta vetur. Rafveitan \ Eins og kunnugt er, samþykkti síðasta þing almenn raforkulög. Samkvæmt þeim lögum hefir rík ið með höndum allar fram- kvæmdir í raforkumálum. Gert er þó ráð fyrir því, að þau bæj- ar- og sveitarfélög, sem gengið hafa frá virkjunaráætlunum og fengið staðfestingu ráðherra á þeim innan sex mánaða frá gild- istökudegi laganna, geti komizt hjá því, að ríkið gangi inn í raf- orkuframkvæmdir þeirra. Sam- þykkti því bæjarstjórn að fela bæjarstj. að láta þégar gera fulln aðaráætlun um virkjun Laxár, svo að hægt verði að fá .í tæka tíð staðfestingu ráðherra á heimi. Er þetta talið Verða bært- um hagstæðara. # SORGLEGT Sl ,YS Það slys varð sl. laugardag um borð í togaranum .,Skalla- grími", að tveir skipverjar slös- uðust tií bana, af þeim orsökum, að vírpolli slitnaði úr þilfari skipsins, og slóst vírinn á menn- ina. Mennirnir hétu Brynjólfur Guðjónsson (kvæntur og átti 1 barn) og Oskar Magnússon (kvæntur og átti 2 börn). Auk þess urðu tveir aðrir skipverjar fyrir minni háttar meiðslum. Gjalddagi blaðsins var. 15. júní. — Árgangurinn kr. 12,00. Vegna sumarleyfa ritstjóra og prentara mun „íslendingur" að líkindum koma óreglulega út þenna mánuð, en kaupendum mun það bætt upp síðar. Heimsókn í Tjarnargerði. Bílstjórafélag Akureyrar hef- ir að undanförnu unnið að því að koma sér upp sumarheimili í Leyningshólum í Eyjafirði. — Keypti það fyrir skömmu sþild.uv úr landi jarðárinnar Leynings, og tók síðan að reisa sér skála þar, er keyptur hafði verið af setuliðinu. Er skálinn skozkur að gerð, með tveim burstum, og er það mjög áþekkt íslenzku byggingarlagi. S. 1. þriðjudagskvöld fóru blaðamenn í boði Bílstjórafé- lags Akureyrar fram í Tjarnar- gerði, en svo nefna bílstjórarnir þetta heimili sitt. Tók stjórn fé- lagsins á móti þeim, sý'ndi þeim bygginguna og umhverfið og bauð síðan til kaffidrykkju. Meðan veitinganna var notið, skýrði formaður Bílstjórafélags ins, Þorsteinn Svanlaugsson, frá tildrögum að stofnun þessa heimilis og tilgangi þess. Kvað hann all-langt síðan að bygging þessi hefði verið fyrirhuguð og sjóður stofnaður til að bera hana uppi. Hefði sjóður þessi þó hvergi nærri hrokkið fyrir húsa- og landakaupum, er í framkvæmdir var ráðizt, enda ¦ þótt bílstjórar hefðu mikið unn- ið sjálfir endurgjaldslaust að byggingunni og girðingu og ann arri vlagfæringu landsins. Þá hefði félagíð einnig orðið að kaupa rúm og önnur húsgögn í skálann, auk eldhússáhalda og borðbúnaðar. Allmikil skuld hvíldi af þessum sökum á heim- ilinu, en þeir vonuðust til. að geta fljótt grynnt á henni með frjálsum framlögum bílstjóra og annarra góðra manna. Kvað formaður svo til- ætlazt, að á heimili þessu dveldu bílstjórar og f jölskyldur þeirra í sumar- leyfum. Að vísu ættu margir fólksflutningsbílstjórar þess sjaldan kost að taka sér sumar- leyfi, en þeir gætu þó samt sem áður fengið rúm á heimilinu fyr ir konu og börn einhvern tíma að sumrinu. Ekki mundi þó hver f jölskylda geta dvalið þar lengi. Bílstjórafélagið væri fjöl- mennt 0g eftirspurn eftir dvöl í Tjarnargerði mikil. Yrði því reynt að skipta dvalartímanum þannig niður, að sem flestar bíl- stjórafjölskyldur gætu notið sumardvalar á heimilinu. 1 byggingunni eru f jórar rúm góðar stofur, eldhús og geymsla. Geta því a. m. k. 3 fjölskyldur dvalið samtímis í húsinu. Auk þess geta að sjálf- sögðu einhverjir búið í tjöldum við skálann og haft aðgang að eldhúsi til einhverrar matseld- ar. Staður sá, sem Bílstjórafélag- ið hefir valið sumarheimili sínu, er mjög fagur qg hentugur. — ,,Gerðið" er grasi vafið og stendur á tjarnarbakka, en í tjörninni er silungsveiði. Skjól er þar gott fyrir vindum, og kippkorn ofan vi^ landið tekur skógurinn við. Er vart að efa, að ' bílstjórar og fjölskyldur þeirra uni sér vel í Tjarnar- gerði. j- Fréttatilkyiming frá ríkisstjórniiiiii Að gefnu tilefni skal það upp- lýst, að íslenzka ríkisstjórnin hefir ekki, beint eða óbeint, átt nokkurn þátt- í því, að danska lögreglan sleppti Birni Sv. Björnssyni úr haldi í niaímán- uði síðastliðnum, enda liefir henni ekki börizt ósk um slík af- skipti úr neinni átt. Um orsökina til þess, að Birni var sleppt, veit utanríkis- ráðuneytið ekki annað en það, sem dönsk blöð bera með sér, en í þeim eru þau ummæli höfð eft- ir danska ríkissaksóknaranum, að frá íslenzkum stjórnarvöld- úm hafi alls engin tilmæli bor- izt um þetta mál, en hins vegar hafi Birni verið sleppt eingöngu vegna þess, að alla he'mild hafi hrostið til þess að hal la honum í varðhaldi, eftir að mál hans hefir að fullu verið upplýst. Reykjavík, 4. júlí 1946. Reykjavfkurflugvöllurinn afhentur íslendingum Sl. laugardag var lleykjavík- urílugvöllurinn formhga, afhent ur Islendingum. Sir Gerald Shep lierd afhenti völlinn, og flutti við það tækifæri ræðu, mjcig vinsam- lega í garð íslandc. Ólafur Thors, forsætis- og utanríkisráð- herra tók við flugvellinum fyrir hönd íslands, og fluíti snjalla ræðu" í því tilefníl Athöfnin fór fram kl. 2.30 síðd., og vaf öll hin hátíðlegasta. Nýkomnir frá Ameríka eru Gísli Konráðsson, sem þar hefir starfað á vegum UNRRA all-lengi>lundanfariS og Árni Bjarnarson framkv.st., sem dvalið heíir vestra síSan um mánaSa mót maí-júní. 'Mœðrmtyrksnefnd Aknreyrar bið- ur . blöS bæjarins að flytja öllum þeim, er gáfu í söfnun nefndarinnar til fólksins frá Kotá, kærar þakkir. Bæknr og rit. Blaðamannabókin. Ritstjóri Vilhj. S. Vilhjálms- •'son. Utg.: Bókfellsútgáían. Rvík, 1946. Einhver merkasti íslenzkur bókmenntaviðburður á fyrri hluta þessa árs er litkoma Blaða- mannabókarinnar. Þess hefir þó ekki orðið vart í blaðadómum, því ég minnist ekki að hafa séð umsögn um bókina. Ef til vill og líklega er það vegna þess, að blaðamenn einir standa að hénni og rita hana, en þeir kunna af skiljanlegum ástæðum illa við að skrifa um sín eigin verk. Hins vegar tel ég það illa farið, að ís- lenzkum lesendum skuli elijii vera kynnt góð bók, þegar alls- konar ruslbókmenntir eru lo.fað- ar úr hófi fram af kunningsskap y,ið rithöfunda eða útgefendur. Tuttugu og fimm blaðamenn skrifa bókina, flestir þjóðkunn- ir. Er efnið fjölbreytt: Frásagn- ir af merkisatburðum, ferðasög- ur, miftningar, mannlýsingar, sögur og Ijóð. Állt er þetta vel skrifað, enda er það óumdeilan- legt, að í hópi íslenzkra blaða- manna er margt góðra og þekktra rithöfunda, og má þar til nefna: Árna Ola, Axel Thorsteinsson, Ólaf Friðriksson (Ólaf við Faxa fen), Jónas Þorbergsson, Jónas Jónsson, Vilhj. S. Vilhjálmsson, Jón H. Guðmundsson og Þorst. Jósefsson. Allir eiga þessir höf- undar - þátt í Blaðamannabók- inni, en auk þeirra eiga þar skemmtilegar frásagnir: Ingi- mar Eydal, Hersteinn Pálsson, Árni frá Múla., Valtýr Stefáns- son, Jón Bjarnason o. m. fl. — Bókiti er um 320 bls. að stærð, leturgerð og pappír 2neð því bezta, sem völ er á, myndir allra höfunda *ásamt stuttu æviágripi og margt ágætra mynda, er fylgja^ hinum einstöku ^áttum. Það verður þó að teljast til lýla á þessari annars ágætu bók, að profarkalestur er í lakasta lagi, og stafselning grautarleg. Að vísu getur ritstjóri þess í for- mála, að hann 'hafi látið höf- unda sjálfráða um stafsetningu, en það réttlætvr á engan hátt það, að sama greinin sé bæði með lögboðinni og ólögboðinni staf- setningu eins og nokkurs verður vart þar. En þrátt fyrir þessi mis tök í frágangi er Blaðamanna- bókin ein bezta bókin, sem kom- ið hefir á markaðinn þetta ár. /. Ó. P. t-1

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.