Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1946, Síða 1

Íslendingur - 02.08.1946, Síða 1
XXXII. árg. FÖBtudaginn 2. ágífst 1946 33. tbl. inntjöDp Alþingi samþykkir sameinuðn þjóð- anna. Alþingi var kvatt saman til aukasetu mánudaginn 21. f. m., og var aðalverkefni þess að afgreiða þingsályktun- artillögu frá ríkisstjórninni um, að ísland sækti um upp- töku í bbndalag Kinna sameinuðu þjóða. Við þingsetn- inguna voru allir forsetar og flestir aðrir embættismenn þingsins endurkosnir. íslands í bandalag Stefán í Fagraskógi fimmtugur Ríkisstjórnin og utánríkis- málaneínd &);óðu einhuga að svo- látandi tillögu: „Alþingi ályktar að veita rík- isstjórninni heimild til þess að sækja fyrir hönd íslands um inn- töku í bandalag hinna sameinuðu þjóða (The United Nations), og takast á hendur þær skyldur, sem samkvæmt sáttmála bandalags- ins eru samfara þátttöku í því.“ Tillögunni fylgdi ýtarleg greinargerð. Fjallaði þingið um málið í þrjá daga, og urðu mikl- ar umræður og skiptar skoðanir. Hafði Hannibal Valdemarsson borið fram svolátandi breytinga- tillögu: „Tillögugrein orðist svo: Alþingi ályktar að veita ríkis- stjórninni heiinild til þess fyrir hönd íslands að sækja um inn- töku í bandalag hinna samein- uðu þjóða (United Nalions) og takast á hendur þær skyldur, sein samkvæmt sáttmála banda- lagsins eru samfara þátttöku í því, þó þannig, að tryggt verði, í samræmi við yfirlýstan vilja ^llra þingflokka nú fyrir nýaí- staðnar alþingiskosningar - með sérstakri skírskotun til fámenn- is og vopnleysis þjóðarinnar —, að ísland þurfi hvorki að láta í té hernaðarbækistöðvar fyrir er- lendan herafla né heldur sjálft, að taka þátt í neins konar hern- aðaraðgerðum gegn öðrum ríkj- um. Jafnframt felur alþingi ríkis- stjórninni að krefjast þess, að allur erlendur her í landinu hverfi þegar á brott samkvæmt gerðum samningum, svo að ís- land geti sem alfrjálst ríki gerzt aðili að bandalagi hinna sam- einuðu þjóða.“ Þá liar Pétur Ottesen einnig fram dagskrártillögu við þings- ályktunartillöguna þess efnis að vísa þin'gsályktunartillögunni frá vegna ónógs undirbúnings. Að framkomnum þessum breyt ingatillögum gaf forsætisráð- herra, Olafur Thors, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, svoldjóðandi yfirlýsingu út af tillögu Hanni- bals: „Ríkisstjórnin mun svo fljótt sem auðið er hefja viðræður við stjórn Bandaríkjanna um full- nægipgu og niðurfellingu her- verndarsamningsjns frá 1941 og öll atriði, sem máli varða í því samliandi, og gefaj AJþingi skýrslu um málið strax og það keniur saman að nýju. Eg tel óheppilegt, að tengja þetta mál eða önnur við upp- tökubeiðni íslands í bandalag liinna sameinuðu þjóða og legg því til, að tillagan sé felld.“ Þegar |il atkvæðagreiðslu kom, hlaut fBávísunartillaga Pét urs Ottesens ekki newia 11 at- kvæði, en mótatkvæði voru 36. Og þegar til alkvæðagreiðslu kom um Lillögu Hannibals, gaf Emil Jónsson, ráðherra, sem fyrsttir Alþýðuflolvksmanna greiddi atkvæði, svofellda yfir- lýsingu, sem bar að taka sem yfirlýsingu þingmanna flokks- ins, annarra en Hannibals: „Með því að forsætisráðherra hefir lýst því yfir, að ríkisstjórn- in muni svo fljótt sem auðið or hefja viðræður við stjórn Bgnda ríkjanna um fullnægingu og nið- urfellingu lierverndarsanmings- ins frá 1941 og öll alriði, sem máli varða í því sambandi, og gefa Alþingi skýrslu um málið, strax og það kernur saman að nýju, og þar sem ætla má, að ó- heppilégt sé að tengja þetta mál eða önuur við upptökubeiðni Is- lands í liandalag liinna samein- uðu þjóða, tel ég, að tillagan sé óþörf og ekki lteppileg í sam- bandi við innltökubeiðnina og segi því nei.“ Síðari hl-uti tillögu Hannibals vár svo felldur: Greiddu honum 22 allvv., Kommúnistar og Fram sóknarmenn, en 26 greiddu mót- atkvæði — Alþýðuílokksmenn og Sjálfstæðisfl. Fyrri hluta til- lögunnar ' greiddu atkvæði 9 þingmenn, en 36 á móti. Að lok- um var þingsályktunartillaga rík isstjórnarinnar samþyklvt með 36 atkv., 6 greiddu mótatkvæði, 8 sátu lijá og 2 voru fjarverandi. Loddaraleikur kommúnista, meginhluta Framsóknarmanna og herra Hannibals með því að blanda óskyldu máli inn í af- greiðslu þessa máls, Ji.e.a.s. dvöl herliðs Bandaríkjanna hér á landi mun visstdega liljóta ó- milda dóma Jijá þjóðinni. Þess slval þó getíð, að fulltrúar Fram- sóknar í utanríkismálanefnd stóðu vib' samþykkt sína, full- trúar kommúrlista ekki. En Fram sóknarfulltrúarnir, formaður og varaformaður flokksins, höfðu ekkért af þingliðinu með sér, og má það teljaSt næsta einkenni- legt. Er afgreiðslu þessa máls var lokið, var tekið fyrir frumvarp forsætisráðherra um þingfrest- un til 28. sept. Við það frumv. ' kom fram breylingatillaga írá Sigfúsi Sigurhjartarsyni þess efnis, að þingi yrði ekki frestað fyrr en næstk. laugardag. V.ar sú tillaga felld nieð 24' atkv. gegn 19. Steingr. Steinþórsson flirtti- aðra breytingatill., þess efnis, að þing kæmi saman afttir 10. seplember. Var sú tillaga felld með 27 atkv. gegn 17. Síðan var þingfrestun samþykkt með 27 atkv. gegn 3. Kemur því þing ekki saman síðar en 28. septem- Jrer næst. Qnnur mál, sem fram höfðu komið, vannst ekki tími til að af- greiða. ** < (. Stefán í Fagraskógil Það læt-' ur vel í eyrum, og fleslallir Is- lendingar, sem nokkuð fylgjast með því, sem gerist í landinu, kannast mætavel við Stefán í Fagraskógi, bæði þann, sem var, og þann, sein er þar nú. Stefán í Fagraskógi er þjóðkuhmigt nafn frá því um síðustu aliíamót. Fað- ir Stefáns, sem var fimmtugur í gær, Stefán eldri, Jióí búskap í Fagraskógi vorið 1890, og Jjjó hann þar til æviloka 1925, en síðan liefir sonurinn l'úið þar. Báðir liafa þessir feðgar gert þennan garð frægan. Mjer er í minni alúðin og gestrisnin, þeg- ar jeg fyrst kom til Stefáns eJdra í Fagraskógi, og alltaf var þitð eins. — Stefán yngra liitli jeg fyrst í 4. bekk Reykjavíkurskóla, Jiann kom úr AkureyrarskóJa, en jeg norðan úr Skagafirði. Við kynntumst ljrátt vel, og sú kýnn- ing varð þegar á skólaáruntini að vináttu, og ltefir Stefán jafn- an reynst mjer ltollur vinur. Þyk- ir mjer því gott ekki síður en áð- ur að komá í Fagraskóg. Jeg minnist með ánægju sam- funda okkar, bæði fyrr og síðar. Við fórum stundum á kvöldin niður á Uppsali (það var mat- sölu- og kaffiliús í RvíK), sátum þar góða sturicl og keyplum okk- ur motakafíi. Það kostaði 15 aura fyrir livorn okkar. Við liöfð um eins mikla ánægju af þessu og meiri en unga fólkið núna, sem ,,spanderar“ kannske 15 krónum á lcvöldi eða meiru. Stefán reyndist þegar í skóJa samvizkusamur og duglegur, en liann var þá — eins og enn í dag — nokkuð liljedrægur. — Svo skildu Jeiðir um skeið. Stefán fór að lesa lög^ en jeg fjekkst við aðra fræði. Hann varð candi- datuS juris og síðan fulltrúi bæj- arfógeta í Reykjavík. Það leit út fyrir, að liann gengi embættis- brautina og eyddi ævi sinni í skrifstofum, en það fór á aðra leið. Vorið 1925 andaðist faðir Jians. Fagriskógur kallaði. Stef- an — inn ungi lögfræðingur — lilýddi kallinu, kvaddi skrifstof- ur og asfaJtgötur, fór lieim í Fagraskóg, tók upp mérki föður síns, gerðist bóndi og sveitar- höfðingi, og um þetta vil jeg segja: „Gott er þegar slík ævin- týri gerast með þjóð. vorri.“ Stefán varð þegar lireppstjóri eflir föður sinn. Það skiptir ekki miklu 'itíáli. Slíku starfi geta margir gegnt og mjög sæmilega. En þeir eru fáir, sent myndu geta léikið eftir Stefáni það, sém liann liefir gerl í Fagraskógi síðústu 20 árin. Hann ltefir ræktað land- ið og rísa látið mikinn bæ og pen ingshús. Vinnur liann nú tún sitt íiieð fullkomnustu tækjum og rek ur eitt af mestu Jjúíim sýslunnar með einstökum dugnaði og mynd arbrag. Hann á líka ágæta konu, sem liefir reynst lionum vel, frú Þóru MagnúsHóttur, og eiga þau efnileg börn. Stefán.átti um hríð 'sem flestir bændur þessa Jands örðugan fjár bag, en með fágætri atorku og ráðdeiJd sigraðist hann á þeim erfiðleikúm, og nú á Stefán Fagraskóg og ið blómlega bú. Hann hefir til þess unnið. Alþingismaður var Stefán firrim ár (1937—1942). Seinni árin, sem hann sat á þingi, vöktu ræður lians við útvárpsumræður mikla athygli um land allt. Hann er sköruiegur maður, flytur mál Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.