Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.08.1946, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Föstudaginn 2. ágúst 1946 Auglýsingar borga sig í auknum viðskiptum Auglýsið í íslendingi RðOskonu vantar í heimavist Menntaskólans á Akureyri. Komið getur til mála, að vanur matreiðslumaður verði ráðinn. Snúið yður til heimavistarstjóra, Árna Friðgeirssonar, í Menntaskólanum (sími 436) fyrir 20. ágúst næstk. Byggingatélag Aknreyrar hefir aðalfund sinn á Hófel Svanurinn Föstudaginn 2. Ágúst næstkomandi, kl. 8.30 síðdegis. DAGSKRA: 1. Skýrt frá væntanlegum byggingafram- kvæmdum. 2. Lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar með athugasemdum end- urskoðenda. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning 2 manna í stjórn og 1 endur- skoðanda, ásamt varamönnum þeirra. Akureyri, 29. Júlí 1946. „ Félagsstjórnin. Byggmgavöruverzlun Akureyrar li.f. TILKYNNIR i Sement ög allt til bygginga jafnan fyrirliggjandi. Talið við okkur. $ HELGI PÁLSSON. Skjaldborgarbíó Föstudagskvöld kl. 9: Janie Laugardagskvöld kU 9: » ' Tígrisdýrin fljúgandi Sunnudaginn kl. 5: Merki krossins (Að iarfallalausu). Sunnudagskvöld kl. 9: Janie (I síðasta sinn). Mánudagskvöld kl. 9: Merki krossins NÝJA-BÍÓ Föstudagskvöld kl. 9: Eli Sjursdóttir (í síðasta sinn). Laugardag kl. 6: Félagarnir fræknu Laugardagskvöld kl. 9: Eg verð að syngja Sunnudag kl. 3: Félagarnir fræknu (I síðasta sinn) Sunnudaginn kl. 5: t Eg verð að syngja Sunnudagskvöld kl. 9,: 1 skuggahverfum Lundúnaborgar Verzl. ÁS B YR GI Skipagötu 2, er OPNUÐ á ný. BÚÐIN er stækkuð, og SKRIFSTOFA opnuð á sama-stað. * _ ÁSBYRGI h.f., Akureyri ATVINNA Ungur, *. reglusamur áhugamaður með jullkomna bókhqldskunn áttu getur fengið framtíðar- atvinnu frá 1. október eða síð- asta lagi um áramót. Bifreiðastöð Akureyror h.f. Gullúr hefir tapazt á leiðinni frá Norðurgötu inn á Hafnar- bryggju að morgni þriðju- dagsins 16. júlí. — Finn- andi vinsamlega beðinn að skila því á afgr. blaðsins gegn fundarlaunum. Góð Ijósmyndavél óskast keypt strax. Afgr. vísar á. Faðir okkar Friðrik Magnússon, trésmiður, sem andaðist á Gamalmennahælinu í Skjaldarvík 29. júlí, verður jarðsettur miðvikudaginn 7. ágúst og hefst athöfnin í Akureyrarkirkju kl. 1.30 e. h. Fyrir hönd aðstandenda, Axel Friðriksson. Vigfús Friðriksson. Jarðarför móður minnar, ÖNNU SIGRÍÐAR SIGURÐ- ARDÓTTUR, sem andaðist 29. júlí, fer fram laugardaginn 3. ágúst og hefst með húskveðju kl. 1.30 að heimili hinnar látnu, Ásgarði í Glerárþorpi. Jarðsungið verður frá Akureyr- arkirkju. Sigurður Helgason. Jarðarför mannsins míns JÓSEFS LILJENDALS SIGURÐSSONAR bónda að Torfufelli, sem andaðist 28. júlí í Sjúkrahúsi Akur- eyrar, fer fram þriðjudaginn 6. ágúst. — Verður hann kvadd- ur á heimili okkar kl. 12 á hádegi. — Jarðað verður að Hól- um. Hf Fyrir mína hönd og vandamanna Bjarney Sigurðardóttir. Vinir og sveitungor! Konur og karlar! Eg vil hér með jœra ykkur hugheilar þakkir fyrir auðsýndan heiður og vináttu á sextugsafmœli mínu — 13. júlí sl. — með heimsóknum, heillaskeytum og á ýmsan annan hátt, ejtir gott sam- starj í lífsbaráttunni um julla þrjá áratugi. Guð blessi ykkur öll og launi ylinn í minn garð. Gilsá, 28. júlí 1946. ÓLAFUR SIGURÐSSON. Kaup verkamanna i ágfist 1946 Grunnk. Dagv. Eftirv. N. & hd. Almenn vinna og skipavinna .............. ^.65 7.76 11.65 11.53 Kola-, salt- og sementsvinpa, slippvinna, vinna vitf loítþrýstivélar, hrærivélar og ryðhreinsun, íagvinr.a ............................. 2.90 8.50 12.75 16.99 Boxa- og katlavinna ..................... 3.60 10.55 15.82 21.10 Vinna í grjótnámi bæjarins, hellulagnmg, sorp- hreinsun (götuhreinsun) og vinna í holræsum 2.80 8.20 12.31 16.41 Kaup drengja, 14—16 ára ................ 2.00 5.86 8.79 11.72 Ef drengir vinna kola-, salt eða sementsvinnu, fá þeir sama kaup og fullorðnir. Dagvinna skal hafin kl. 7.20 og lokið kl. 5, nema á laugardögum, þá kl. 11.40. Vísitalan er 293 stig. / Verkamannafélag Akureyrarkau pstaðar. Byggingaivöruverzlun Akureyrar h. f. TILKYNNIR: v f ' Timbur -- allar tegundir - kemur í næstu viku. Talið við okkur, áður en þér gerið kaup annars staðar. s HELGI PÁLSSON. JárnhurO fyrir skjolageymslu hefi ég til sölu. Tómas Björnsson Föstudaginn 2. ágúst 1946 ÍSLENDINGUR 3 ÍSLEN DIN GUR i Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: BlatSaútgáfufél. Akureyrur. Skrífatofa Hafnaritr. 101. Sími 364. Auglýaingar og afgreiðala: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. ísland og alþjóðleg samvinna. * ‘ÍÁ- . Alþíngi hefir nú nýlega veitt Likisstjórninni heimild til þess að sækja um upptöku íslands í Bandalag hinna sameinuðu þjóða. Áður hafði fslandi verið boðin hlutdeild í þessum félags- . skap, en skilyrðin voru þá þau, eins og flestum mun kunnugt, að fsland segði möndulveldun- um stríð á hendur. íslendingar voru þá, að kommúnistum und- anteknum, samhuga um að hafna sliku tilboði sem vansæm- •andi við friðelskandi og vopn- lausa þjóð, sem ætíð hefir haft hina mestu andúð á styrjaldar- brjálæði stórþjóðanna. Nú munu hin vestrænu stórveldi, Bretland og Bandaríkin, hafa tjáð sig reiðubúin að mæla með því, að ísland verði t'ekið í Bandalag hinna sameinuðu þjóða. fsland gekk aldrei í gamla Þjóðabandalagið, og ýmsir munu nú vera þeirrar skoðun- ar, að það kunni fremur að vera Islandi til skaða en gagns að Sanga í þessi nýju alþjóðasam- tök. Um þetta verður auðvitað ekkert fullyrt, því að ógerlegt er að segja um það nú, hver verði þróun heimsviðburðanna á komandi árum. Vér verðum 'einmg að minnast þess, að að- staða lands vors er nú allt önn- ur en eftir síðustu heimsstyrj- öld. ísland er orðið svo mjög í þjóðbraut, að það getur með engu móti einangrað‘ sig, enda á engan hátt æskilegt fyrir þjóð, sem á efnalegt sjálfstæði sitt undir greiðum viðskiptum við aðrar þjóðir. Þótt því miður sé ek]<i sér- lega friðvænlegt í heiminum nú, þá hafa kröfur allra þjóða um frið og öryggi aldrei verið há- værari. Hið stríðsþjáða mann- kyn setur nú allt sitt traijst á samtök hinna sameinuðu þjóða, og alþýða allra landa væntir þess, að leiðtogar stórvelaanna \áti hina gömlu drottnunargírni víkja fyrir einlægri viðleitni til að skapa varanlegan frið. Vér íslendingar eigum mikið húfi, ef þessar tilraunir fara út hm þúfur. Vér ásælumst ekki ^and eða réttindi nokkurrar hjóðar og seskjum þess eins að fá að lifa í friði í landi voru, en vér getum ekki lokað augunum fyrir því, að stórveldin líta svo á, að land vort hafi mjög mikla hernaðarlega þýðingu, og reynsl an hefir ætíð sannað, að í stríði er það valdið en ekki rétturinn, sem ræður. Véh verðum því að gera oss það vel ljóst, að þótt hlutdeild vor í samtökum hinna sameinuðu þjóða kunni að baka oss nokkurn kostnað, verða þær kvaðir að öllum líkindum smá- vægilegar í samanburði við þá ógæfu, sem ný styrjöld gæti leitt yfir land vort. Vér erum að vísu lítils megnug, en vér getum ekki skorazt undan að leggja fram vorn skerf til eflingar heimsfriðnum. Vér höfum lýst yfir ævarandi hlutleysi voru í valdabaráttu stórveldanna, en engin þjóð getur verið hlutlaus, þegar um er að ræða samtök til verndar friði og frelsi þjóð- anna. Margir hafa óttazt það, að innganga Islands í Bandalag sameinuðu þjóðanna myndi skuldbinda oss til þess að leyfa sameinuðu þjóðunum að hafa hér herstöðvar, ef þess yrði óskað. Utanríkismálanefnd hef- ir gefið þá mikilvægu yfirlýs- ingu í nefndaráliti sínu um til- lögu ríkisstjórnarinnar, að hún skilji sáttmála sameinuðu þjóð- anna þannig, að herstöðvum sé ekki hægt að koma á fót, nema með samþykki hlutaðeigandi ríkis. Virðist þessi skilningur vera í fullu samræmi við orða- lag sáttmálans. Islendingar hafa andúð á öll- um hernaðaranda og herbúnaði. Þeir vilja því ekki hafa neinn her í landi sínu. Islenzka þjóðin hefir numið þetta land og með þrotlausu striti, skapað hér blómlegt menningarríki. Hún hefir aldrei gengið á rétt nokk- urrar þjóðar, og því er henni það kappsmál, að réttlæti ríki í samskiptum þjóðanna. Vér vilj- um engan erlendan her í landi voru, hvorki frá einstökum ríkj- um né samtökum hinna samein- uðu þjóða, og vér treystum því, að þessi réttlætiskrafa vor verði virt. íslenzka þjóðin óskar hinum sameinuðu þjóðum blessunar og velgengni í hinu mikilvæga og göfuga hlutverki sínu að skápa öllum þjóðum öryggi, frelsi og frið. Hún fagnar því, að fá þar einnig að leggja hönd að verki. M. J. Gott og bjart herbergi án húsgagna, helzt í ná- grenni Menntaskólans, óskast til leigu næsta vet- ur, handa tveim stilltum skólapiltum í 3. og 4. bekk„ ; J , Afgr. vísar á. Lítill árabátur (skekta) lil sölu. Sveinn Sveinbjörnsson, No^ð’urgötu 2. SUdin. Um síðustu helgi var bræðslu- síldaraflinn á öllu landinu 660,- 850 hektolítrar eða rúmlega helmingi meiri én á sama tíma í fyrrá. Á sama tíma var búið að salta hér norðpniands 22,029 tunnur. Síldarsöltun hófst hinn 16. júlí, og var síldin þá þegar bæði stór og óvenjufeit. Síldar- útvegsnefnd' ákvaö saltsíldar- •verðið kr. 54,00 á tunnu. Er hér um að ræða kringum 70% hækkun frá síðastliðnu sumri, er verrð saltsíldarinnar var kr. 32,00 tunnan. Eftir aflaskýrslu Flskifélags-1 ins að dæma eru að svo komnu £20 íslenzk skip á síld með 200 nætur, auk aragrúa erlendra skipa, sem nú stunda síldveiðar hér við land. Skip hafa stöðugt verið að bætast í hópinn, rm»ðal annars Svíþjóðarbátarnir, sem hafa verið að koma til landsins upp á síðkastið. Fullyrða má, • að varla hafi áður sótt íslenzk síldarmið annar eins sægur veiðiskipa óg nú er raun á. Við íslendingar eigum óend- anlega mikið undir því komið, að síldarvertíðin gangi að ósk- um. Enn er útlit fyrir, að sæmi- lega ætii að takast... Að þessu sinni hefir veðrátta verið góð og síldin vaðið bærilega. Herpi- nætur eru ennþá algengustif síldveiðarfæri landsmanna, en til þesie að þær komi að gagni, þarf síldin að koma upp í yfir- horðið. Nýlega hefir Óskar Halldórsson útgerðarmaður, er fengizt hefir við síldveiðar um 30 ára bil, látið þá nftirtektar- verðu skoðun í ljós, að í ráun- inni væri öll sumur mikil síld hér við land, en síldarleysis- sumrin væri raunverulega að- eins veiðileysissumur vegna ó- hentugra veiðarfæra. Er nú mikill hugur í útgerðar mönnum að finna hentugri veið- arfæri, sem náð gætu síldinni á mismunandi dýpi á fljótvirkan hátt. Á þessu sumri verður í því skyni gerð tilraun með nýja tegund síldarvörpu, er sænskur skipstjóri hefir fundið upp. Með henni er hægt að veiða síld, sem véður, og eins, þótt )iun sé niðri í sjó. Tveir sænskir bátar og áhafnir hafa verið fengnir til tilrauna þessara, og höfundur vörpunnar stjórnar veiðunum. Færri menn mun þurfa á hvorn þessara báta en hér hefir tíðk- azt. Ef vel tekst, má búast við, að síldveiðar okkar breytist verulega og meiri öryggi skap- íst gegn veiðileysí. Við lieyrum sí og æ töljir frá íþróttamótum og kappleikjum. En baráttan við síldina verður þó veigamesti kappleikur vor á þessu sumri. Hér birtist skrá yfír nokkur skip, er mestum ,,silfurfiski“ höfðu skilað á land að kvöldi hins 27. júlí: Dagný (Sigluf.) 8892 mál. Gunnvör (Siglnf.) 7398 inál 252 tnnnur. Fagriklettur (Hafn.) 6565 mál 350 tn. Friðrik Jónsson (Rvk) 6408 mál 131 tn. Narfi (Ilrísey) 5961 mál 175 tunnur. ; TékKneskir silkisokkar nýkomnir. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Nærföt karlm. eg drengja, í miklu úrvoli. ^ I BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. RegnhFifar ■ - margir litir - . nýkomnar. BRAUN'S VERZLUN Páll Sigurgeirsson Kaup verkakvenna í agúst 1946 llagt. Eftirv. N. & hd. Almenn vinna og vinna við hraSfrystingu liskjar .... 5.27 7.91 10.55 Síldarvinna, þvottar og hreingerningar ............... 5.74 8.61 11.48 Vísitalan er 293 stig. Verkakvennafélagið Eining. Tilboð óskast í tvo skúra og hlöðu til niðurrifs. Húsin eru úr bárujárni með timburgrind. — Upplýsingar gefa Stefán Árnason, VátryggSngardeild KEA, og Þórður Sveinsson, Verzl. Liverpool. . Hús til sölu á Akureyri Stórt og vándað verzlunar- og íbúðarhús (Bald- urshagi), er til sijlu. Húsinu fylgir stórt gróður- hús, trjá- og matjurtágarður. — Nánari upplýs- íngar í síma 234, Akureyri. RakblOð Verð frá 5 aur. stk. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Ól. Bjarnason (Akran.) 5835 mál. Snæfell (Ak.) 5724 mál. Freyja (Rvk) 5123 mál. Sæfell (VeStm.) 5045 mál. Tilboð óskast í nýstandsettan híl með nýj- um Fojrdmótor. Bíllkm er skinnklæddur innan og á Öllum gúmmíum nýjum. — Til sýnis í dag kl. 6—7 og á morgun til kl. 5 e. h. við 01- og Gosdrykkjagerð Ak- » ^ ureyrar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.