Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.08.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 9. ágúst 1946 ÍSLENDIÍMGUR > 3 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðannaður: MAGNÚS JÓNSSON. Iltgefandi: Blaíuútgúfufél. Akureyrar. Skrífstofa Hafnarttr. 101. Sími 354. Auglýaingar og afgreiðila: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Ekki skal gráta. DAGUR birti fyrir skömmu all-langa grein eftir Bernharð Stefánsson, alþingismann. Tölu- setur höfundurinn þar í fjóra liði ástæðurnar fyrir ósigri Framsóknar og hvetur hina hrjáðu og mæddu liðsmenn, sem Gnn standa undir merki flokks- ins, til þess að herða nú upp hug ann og hætta öllu víli, því að þetta sé svo sem ekki í fyrsta sinn, sem Framsókn gamla hafi tapað. Tilraunir Framsóknarmanna til að afsaka fylgishrun flokks- ins eru næsta kátbroslegar. — Hafa helztu garpar flokksins vaðið fram á ritvöllinn hver af öðrum og reynt að útskýra fyr- ir hinum óbreyttu liðsmönnum hvaða sjúkdómur það hafi ver- ið, sem dró svo mjög mátt úr Þessum gamla valdaflokki við kosningarnar í vor. Hafa hinir vísu menn nú setið vikum sam- Rn með sveittan skalla og leitað að sýklunum, sem meinsemd- inni ollu og eru niðurstöour iserdómsmannanna orðnar æði hiargbrotnar og sundurleitar, en að orðaf jölda án - efa efni í heila bók, sem væri vel þess verð, áð S. U. F. gæfi hana út, úr því að það er hætt við útgáfu á ritverkum Jónasar frá Hriflu. Það væri óneitanlega skemmti- leg dægrastytting fyrir læk-na að gera samanburð á hinum sundurleitu sjúkdómslýsingum Framsóknarblaðanna. Hér skal aðeins minnst á'eina af hinum vísindalegu niðurstöðum Bern- harðs Stefánssonar, sem gerir °þasgilega út af við þá hugsýn, sern ritstjórar Framsóknarblað- anna hafa huggað hrellda sái sína með undanfarnar vikur. Er í rauninni undarlegt, að jafn hrjóstgóður maður og Bern- harð, skuli hafa fengið sig til að sLta upp þetta hálmstrá, sem h’íminn og Dagur héldu svo fast i. Lessi ágætu málgögn hrun- stefnunnar hafa þótzt eygja þau sannindi, að stjórnarand- stæðingar Í Sjálfstæðisflokknum úg AlþýðuflokknUm hafi sigrað i kosningunum vegna andstöðu sinnar gegn ríkisstjórninni og stefnu hennar og sýni það bezt, Hapýíing kjarnorkunnar. Eftir* PrótessoArthur H. Cámpton. * Eftirfarandi grein birtist í tímaritinu „VVorld Digest“ og er útdráttur úr ræðu, sem rektor liáskól- ans í Washington flutti á fimdi í ameríska vísinda- félagmu. Munu margir hafa áhuga á að kynnast möguleikunum til að hagnýta liina miklu atormorku til aukinnar þæginda fyrir mannkynið. MÖGULEIKLNN til þess að leysa kjarnorkuna úr læðingi veitir mannkyninu stórkostlegt nýtt afl. Hagnýting þessa afls getur orðið bæði til góðs og ills. Hið fyrsta, er kjarnorkan leiddi til var sprengja, en sprenging hennar batt endi á hina hörmu- legu styrjöld og bjargaði með því miljónum mannslífa. Hið ægilega eyðileggingarafl sprengj unnar í hernarþágu hefir gert okkur óhjákvæmilegt að hug- leiða aftur og aftur, hversu okk hvað stjórnarstefnan sé óvin- sæl. Nú segir Bernharð Stefáns- son aftur á móti, að meginá- stæðan fyrir tapi Framsóknar- flokksins sé sú, að hann hafi valið sér það óvinsæla hiutverk að vara við stefnu stjórnarinn- ar. Bernharð játar þannig, aö það sé ekki vel séð af almenn- ingi að berjast gegn núverandi ríkisstjórn. Þarf raunar ekki heldur langar bollaleggingar til að finna, hvað það var, sem gerði gæfumuninn milli stjórnai andstæðinga í Sjálfstæðisflokkn um og Framsóknarmanna. Á- stæðan var sú, að hinir fyrr- nefndu buðu sig fram undir merkjum lítrænnar og athafna- samrar stjórnmálastefnu, sem fólkið trúði til djarfra átaka, en hinir síðarnefndu buðu því stefnu úrræðaleysis og vantrú- ar á stórstígar framkvæmdir. Annars skal forkólfum Fram- sóknar á það bent, að ennþá hafa þeir ekki fundið — eða lík- lega öllu heldur hefir þeim vilj- andi sézt yfir — þann sýkilinn, sem var undirrót þeirrar mein- semdar, er rýrði svo mjög flokksþrótt Framsóknar við þesSar kosningar. Sýkill þessi á sér rætur innan forustuliðs flokksins. Það er ekki skilnings- leysi kjósendanna, sem á sök á óförum flokksins, heldur óvitur- t leg og þröngsýn stefna og bar- átta flokksforustunnar. Það eru því kjósendurnir, sem hafa ver- ið foringjaliðinu skilningsbetri. Þeir fundu það, að Framsóknar flokkurinn var orðinn lamandi hönd á framfarahug og athafna^ þrek bjartsýnnar þjóðar. Ef Bernharð Stefánsson og aðrir foringjar . Framsóknar setla sér að stöðva fylgishrun flokks síns, verða þeir sjálfir að breyta um stefnu, því að íslenzk alþýða gerir það ekki. Haldi þeir áfram á þeirri braut, sem Hermann og Eysteinn hafa markað, mun þeim ekki duga að taka sér í munn hreystiyrði Ólafar ríku, því að liðinu mun þá halda áfram að fækka, en blöð flokksins gráta yfir skiln- ingsleysi fólksins, unz þau gefa upp andann, af því að enginn vill lengur lesa þau. ur má takast að afstýra styrj- öld í framtíðinni. En sönnunin á sprengikrafti hennar, sem kom í ljós yfir Hiroshima, hefir beint athyglinni frá mikilvægi kjarnorkusprengjiumar að iðn- aði okkar, lífsvenjum okkar og menningu. í þeim efnum mun kjarnorkan e. t. v. verða mann- inum mikilvægust. Hverjar þessar afleiðingar muni verða, er samt sem áður erfitt að segja fyrir um, eins og það myndi hafa verið fyrir einni öld, rétt eftir að Faraday lagði vísindalegan grundvöll að raf- magnsfræði, að segja fyrir um hver áhrif rafmagnið myndi hafa í framtíðinni. Nú er það augijóst, að það, sem vinnast mun með kjarnorkunni, er fram leiðsla hita og orku i þágu véla- tækni. Læknavísindin pg iðnað- urinn munu einnig hafa mikil- væg not af geislamögnuðúm gerviefnum, sem framleidd erv með keðjubreytingu, enda þótt framleiðsla þeirra sé enn nokk- uð takmörkuð. Þetta síðast- talda er e. t. v. enn mikilvægara en þær nýju horfur, er skapazt hafa við vísindalegar tilraunir, sem f jalla um hagnýting ýmissa nýrra efna, er fram koma við' kjarnaklofningar. Kjarnorkuna má hagnýta við stór orkuver. Nú halda eigi allfáar vinnu- stöðvar uppi óslitinni fram- leiðslu hita, í stórum stíl, úr beizlaðri kjarnor'ku. Vinnustöðv ar þessar eru flestar við Gak Ridge, Tennessee og Hauford í Washington. Hitinn frá stöðv- um þessum er leiddur brott, ann aðhvort með lofti eða vatns- straumi. Það, sem hér kernur vinnslu hitans af stað, eru neu- trónur, sem verka þannig á viss frumefni, að þau breytast í önn- ur efni, með sérstaklega gagn- legum eiginleikum. Breyting úr- anium í plutonium er hin lang- mikilvægasta af öllum þessum breytingum. Áður en menn þekktu keðjubreytinguna, sem er hin auðugasta neutrónuupp- spj'etta, var notuð cyclotrón, sem verka á rafmagn. Af 1 kíló- watti af orku gefur keðjubreyt- ing 1000 sinnum meira neutrón- magn en eydotrón, og það er engum erfiðleikum bundið að reisa keðjuklofningsstöð, sem gefur af sér 100 sinnum meiri orku en cyclotrón. Af þessu leiðir, að jafnvel nú notum við mikið kjarnorkumagn, með miklu betri árangri í neutrónu- framleiðslu, heldur en bezta rafmagnsvélin, sem við höfum enn fundið upp. En okkur hefir ekki enn tek- izt að framleiða kjarnorku, sem gefur af sér rafmagn. Þetta er eingöngu vegna þess, að við höf um verið önnum kafnir við að vinna styrjöld og enginn alvar- legur skortur hefir verið á raf- magni. Ef nægilega kröftuglega væri farið fram á, að sýnt yrði, að slíkt væri hægt, væri mögu- legt að reisa á tæpu ári vinnslu- stöð, sem notaði sjóðheita vatns gufu til þess að knýja snúnings- mótor. En þrátt fyrir það, myndi þurfa fleiri ára framþró- un, ef slíkar vinnslustöðvar ættu að geta orðið f járhagslegir keppinautar núverandi rekst- urs. Varast verður geislamögnunina. Beinasta leiðin til þess að framleiða orku með kjarna- klofningi, er að hita kælandi efni, svo ?em loft, gufu eða fljót andi málm og renna þessu hit- aða kæliefni gegnum hitaskipti, sem hitar gufuna til þess að hún geti knúið snúningsmótor. Allt til meðferðarinnar í hitaskiptin- um krefst verkið nýrra aðferða, þar á meðal verndar fyrir hinni áköfu geislamögnun allra ná- lægra efna, m. a. kæliefnisins, sem er óvarið fynr neutrónum. Keðjubreytingin sjálf getur verið í ýmsum myndum. Nauð- synlegt er, að hún innihaldi kljúfandi efni, svo sem urani- um, annaðhvort í sínu eðlilega ásigkomulagi, eða, ef lítils magns er æskt, að þá sé í því dálítið af U 235 eða plutonium. Með því að nota uranium, sem inniheldur meira en hið venju- lega brot af U 235, hafa menn fengið keðjubreytingar í’ miklu smærri stíl. Hinn mikli skjöld- ur, sem er nauðsynlegur til að varna neutrónum og öðrum hættulegum geislunum frá að komast út, setur kjarnorku- vinnslustöðvunum samt minni takmörk. Næst hæðageislunum hafa þessar geislanir mest gagn verkandi áhrif, að því, er við vitum. Til þess að koma í veg fyrir þær þarf skjöld, sem jafn- gildir að þunga 2—3 fetum af vandaðasta stáli. Samkvæmt grundvallarlögum eðlisfræðinn- ar er það mjög ólíklegt, að hægt sé að finna upp léttari skjöld. Af þessu leiðir, að ekki er þess að vænta, að hægt verði að framleiða kjarnorkuvélar, sem vegi minna en 50 tonn. Að knýja bíla eða flugvélar venju- legrar stærðar, með kjarnorku, kemur því ekki til mála. Ágætastir af kostum kjarn- orkunnar er undralítil eldsneyt- iseyðsla og þar aL leiðandi ó- verulegur eldsneytiskostnaður, hinn mikli beygjanleiki og auð- velda stjórn þess mælikvaðra, er segir til um, hvenær orkan hefir náð hámarki og að vinnslustöðvarnar eru algjör- lega lausar við reyk og skað- vænar gufur. Þegar eldsneytinu er algerlega eytt, er klofnings- orkan, sem fáanleg er úr einu pundi af uranium, jöfn því, ef að brennt væri rúmlega 1000 tonnum af kolum. Þar sem verð á uranium sýri var 3 dollarar pundið fyrir stríð, og tonn af kolum kostaði á sama tíma, einnig 3 dollara, myndi þetta merkja mikinn sparnað, með uranium sem eldsneyti, þótt að- eins 1/1000 af þeirri orku, sem fáanleg er úr því, væri notuð. Raunverulega ættum við að vænta þess, að fyrstu stöðvarn- * ar, sem reistar eru til þess að framleiða kjarnorku, væru öfl- ugri en þetta í hagnýting sinni á klofningsorku, sem myndi vera til mikils hagræðis í kostn- aðinum við uranium. Einnig verður að íhuga nauðsyn þess að hreinsa og útbúa uranium í hina nothæfu mynd. Vissar teg- undir vinnslustöðva þarfnast U 235 og það er mjög dýrt. Séu allir þættir málsins hugleiddir, eru horfur á, að eldsneytiskostn aður við kjarnorkuvinnslustöð munin í framtíðinni verða lítill, samanborið við kostnað vinnslu stöðvar, sem knúin er með kola- afli. Enn er mikið ólært, hvað snertir málmvinnslu og önnur tæknisleg vandamál við bygg- ingu fullkominnar vinnslustöðv- ar, til þess að breyta klofnings- orku í hámarkshita. Efnin sem þarf að nota, kunna að vera dýr. Uppdrættirnir eru, engu að síður, mjög einfaldir. Megin- kosturinn við kjarnorkuna er að hitagjafanum — þ. e. uranium — er greiðlega hægt að halda á því hitastigi, sem óskað er eftir, án tillits til, hversu fljótt hitinn er tekinn af. Af þessu leiðir, að ekki þarf nema lítið hitamagn hlutfalls- lega, og að hægt er að hafa taumhald á eyðingu sökum á- kafs hita. Framh. Píanó Gott og vandað píanó í mahognykassa til sölu. —■ Til sýnis að Hótel Norður- land. Upplýsingar gefnar á sama stað.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.