Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 09.08.1946, Blaðsíða 4
íSLENDINGUR Fostudaginn 9. ágúst 1946. A fengismálið. Framhald af 1. síðu. hluti þjóðarinnar sé fylgjancli aðflutningsbanni á áfengi, og auðvitað hlýtur það að vera lokatakmarkið. Til þess að bann geti náð tilgangi sínum verður þó að hafa skapazt sterk anclúð gegn drykkjusiðunum og em- bættismenn þeir, sem löggæzl- una eiga að hafa með höndum, verða að hafa hug á að fram- kvæma lögin. Þá er þess að gæta, að stór hluti af tekjum ríkissjóðs eru af áfengissölu. Verður því óum- flýjanlegt að gera margvíslegar ráðstafanir til þess að bæta rík- inu þann mikla tekjumissi. Hins vegar ætti það að vera hyerjum manni ljóst, að það er á engan hátt sæmandi fyrir menningar- ríki að láta f járhagsafkomu rík- isins vera því háða, að borgar- arnir neyti sem mest af úrkynj- andi og siðspillandi nautnalyf j- um. • Hér þarf nýsköpun. NÚ er mikið um stórfelldar framkvæmdir í landi voru bg almennur áhugi á því að bæta kjör þjóðarinnar á sem flestum sviðum. Fyrsta skilyrði þess, að þessi stórhuga áform nái til- gangi sínum er þó það, að þjóð- in sjálf sé andlega og líkamlega heilbrigð. Þjóðin er fámenn, og hún þarf á allri orku sinni og siðferðisþreki að halda til þess að geta skapað hér það menn- ingarþjóðfélag, sem vér getum verið ánægð með. Áfengisnautn in er dragbítur á framfarasókn þjóðarinnar, og eigi hún að vera fylgifiskur vor á sama hátt og . hingað til, getum vér aldrei skapað hér fullkomið menning- arþjóðfélag. Það er því óhjákvæmilegt, að Alþingi og ríkisstjórn taki þeg- ar í haust áfengismálið tii ræki- legrar meðferðar, því að varla mun ofmælt, að það sé nú orðið hið mesta vandamál, sem þjóð- in á við að stríða. Nýja Akureyrartogaranum eýptaí stokkunum 30. júií. HLAUT NAFNIÐ „KALDBAKUR" - EA 1 5?: ÞANN 30. júlí sl. var hinum nýja togara Utgerðarfélags ' Akureyrar hleypt af stokkunum með hátíðlegri athöfn í Selby í Englandi. Ræðis- maður íslands í Edinborg, Sigur- steinn Magnússon, sá um athöfnina í umboði félagsins og bæjarins, en kona hans, frú Ingibjörg, skírði skip ið. Hlaut það nafnið „Kaldbakur" og fær einkennisstafina EA 1. Myr.dir .af þessari athöfn munu vera á leið hingað til lands nú, og mun þá verða birt ítarlegri frásögn af athöfninni. Gert er ráð fyrir, að togarinn verði fullbúinn í desember, og er það nokkru fyrr en upphaflega hafði ver ið ráð fyrir gert. Mikilvægr aS hlutafé safn- isf- greiðlega. STJORN útgerðarfélagsins hefir fyrir nokkru hafið innköllun lofaðs hlutafjár. Hafa menn yfirleitt brugð- ist vel við, enda er mjög nauðsyn- legt, að hlutafé fáist greitt sem fyrst, svo að fjárskortur þurfi ekki að verða því til hindrunar, að togarinn verði tekinn í notkun þegar, er smíði hans er lokið. Er þess að vænta, að allir þeir, sem lofað hafa hlutafé, bregðist vel við, er greiðslu verður óskað. Félagið hefir ekki enn ráðið sér framkvæmdarstj óra, en formaður fé- lagsstjórnarinnar, Guðmundur Guð- mundsson, skipstjóri, mun gegna framkvæmdastjórastörfum fyrst um Engiu síidveiði síðustu daga. Bræðslusíldarafliim er nú orðinn rúmlega ein miljón hektólítrar Þann 3. ágúst s. I. var bræðslusíldaraflinn á öllu landinu samtals 1.008.723 hektólítrar. Á sama tímá í fyrra var hann 364.570 hektólítrar og árið 1943 var aflinn 860.969 hektólítrar. — Saltaðar höfðu verið á miðnætti"S. 1. laugardag 63,568 tunnur. Um sama leyti í fyrra hafði ekkert verið saltað af Norðurlandssíld. Danskt tímarit um hit- un húsa og loftræst- ingu ÍSLENDINGI hefir nýlega borizt danskt tímarit sem fjallar um hitun húsa og loftræstingu. Er rit þetta gef ið út af ýmsum sérfróðum aðilum um þessi mál, þar á mcðal Teknolo- gisk Institut í Kaupmannahöfn. Tímarit þetta nefnist „Varme", og hefir ritstjóri þess beðið íslending að vekja athygli íslenzkra sérfræ.ð- inga og fyrirtækja, er fást við þessi mál, á riti þessu, er hann segir vera eina ritið, sem gefið sé út í Dan- mörku um þelta efni. Kveður rit- stjórinn'tímarit' þetta leitast við að fylgjast vel með öilum nýungum á þessu sviði og birta fjölbreyttar grein ar eflir faglærða menn. Áskriftarverð ritsins er sex dansk- ar krónur, og kemur það út annan hvorn mánuð. Aflahæsta skip flotans er m. s. Dagný frá Siglufirði, með 11,355 mál í bræðslu. — Næst- hæsta skip er Fagriklettur frá Hafnarfirði, með 9,549 mál og 350 tunnur í saltv og þriðja hæsta skip er Gunnvör frá Siglufirði, með 9,222 mál í bræðslu og 252 tunnur í salt. Hæst gufuskipanna er Ólafur Bjarnason frá Akranesi, með 8,817 mál síldar. Hæstu bátar, tveir um nót, eru Ársæll og Týr., með 3672 mál í bræðslu og 254 tunnur í salt. Flestar tunnur hefur m. s. Sæmundur frá Sauð- árkróki, 2,153 tuhnur. Verksmiðjurnar við Eyjafjörð í gær höfðu síldarverksmiðj- urnar við Eyjafjörð fengið bræðslusíld sem hér segir: Krossanes........ 32,675 mál Dagverðareyri .... 47.558 — Hjalteyri ___ rúm 80.000 — Allar síldarverksmiðjur á landinu munu nú vera síldar- lausar^ og hefir veiðiflotinn leg- ið við land síðustu daga. Von- ast sjómenn til að síldin fari að vaða, þegar veður batnar. Keonsla Sjölti-bekkingur í Mennta- skólanum næstkomandi vet- ur vill taka að sér kennslu. Upplýsingar hjá Ingibjörgu Jónsdótí- ur, Brekkugötu 14. 500 kr fær sá, sem getur útvegað ung- um hjónum íbúð í haust. íbúð- in má vera hvort sem er stór eða lítil. Tilboð merkt „íbúð 46" leggist inn á afgreiðslu „íslend- ings" fyrir 15. þ. m. / VANTAR nokkrar stúikur Loftur. Einarsson. Sí'mi 512. Bifreiðar valda skemmdum. LÖGREGLAN hefir gefið blaðinu þær upplýsingar, að bif- reiðastjórar úr Reykjavík hafi tvívegis valdið hér eignaspjoll- um, án þess að gefa sig fram. Fyrir nokkru ók bifreið á girðingu við hús hér í bænum og braut hana. S. 1. þriðjudags- kvöld ók svo bifreið á ljósastaur og braut hann, en vírar brunhu s\mdur. Munu þær skemmdir nema um 1200 krónum. Lögreglunni hefir tekizt að upplýsa, hvaða bifreiðar muni valdar að skemmdunum. Auglýsið í'lslendingi m an úv fjeimi FRIÐARRÁÐSTEFNAN í París hefir nú staðið í nokkra daga, en ekki hefir enn verið rætt um annað en formsatriði í sambandi við af- greiðslu mála. Samkomulag hefir orð ið um það, að utanríkisráðherrar stórveldanna fimm verði fundar- stjórar til skiptis. Mestum ágreiningi hefir valdið sú tillaga utanríkisráð- herrafundarins, að tvo þriðju hluta atkvæða skuli þurfa til afgreiðslu mála. Hafa fulltrúar smáríkjanna í fundarskapanefndinni ekki viljað fallast á þessa tillögu og þótt hiin ó- lýðræðisleg. Fulltrúi Rússa hefir aft- ur á móti haldið fast við kröfu sína um 2/3 hluta atkvæða og segir hina tillöguna vera fram komna til þess að eyðileggja áhrif Rússa á fundin- um. Virðist hann gera ráð fyrir litlu fylgi Rússa á friðarráðstefnunni engu síður en í öryggisráðinu. KJARNORKUMÁLIN eru enn of- arlega á baugi. Amerískir sérfræð- ingar eru þeirrar skoðunar, að kjarnorkusprengjutilraunirnar á Kyrrahafi 'hafi Jeitt það skýrt í ljós, að notkun kjarnorku í hernaði myndi leiða ,til gereyðingar. PALESTÍNUMÁLIN virðast ætla að verða Bretum allerfið viðureign- ar. Bæði Arabar og Gyðingar eru óánægðir með allar tillögur, sem fram hafa*komið um lausn á deilu- málum Gyðinga og Araba. Vilja hvorugir væga fyrir hinum. Þá hafa áhrifamiklir Gyðingar í Bandaríkj- unum sífellt róið í Trurhan; forseta og er nú talið líklegt, að Bandaríkja- stjórn muni ekki styðja tillögur brezk-bandarísku Palestínunefndar- innar um skiptingu Palestínu í tvö ríki. > G/æsi/eg frammi* staða íslenzkra skákmanna. Baldur Möller hæstur í landliðs- flokki. UNDANFARNA daga hefir staðið yfir Norðurlandakeppni i skák í Kaupmannahöfn og er mótinu enn ekki.lokið. Fimm íslenzkir skákmenn taka þátt í keppninn} og hafa þeir staðið sig með ágætum og orðið landi sínu til mikils sóma. Er Baldur Möller nú hæstur í landsliðsflokki. Hafa Islending- arnir unnið ýmsa af beztu skák- mönnum hinna Norðurland- anna. Dönsk blöð haf a talið f rammi stöðu íslenzku skákmannanna mjög athyglisverða. Nánar verður skýrt frá þess- •ari eftirtektarverðu keppni, þeg ar henni er lokið. '""¦''. ^gt^S ¦'-%-._. '- ll3r IfJlgíGSjS! .V. - ¦QJ ^ fc^^\^ -------^—-------c--------- Jy^ ........... Kirkjan. Mcssa'ð a'S Lögmannshlíð n.k. sunnudag kl. 1 e.h. ^— Akureyri kl. 5 e.h. ¦ MessaS í Glœsibœ sunnudaginn 18. ág. kl. 1 e. h. Prófastsvísitasía. Aheit á Strandarkirkju kr. 10.00 frá L. E. Móttekið á afgr. Islendings. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í lijónaband af sóknarprestinum, síJ Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, ungfrú Hólm- fríður Guðlalig Jónsdóftir, Sigurðssonar á Gefjun, og Ingvi Sig. lngvarsson, lögfræði- nemi, Akureyri. Hjúnaejni. Ungfrú Erna Sigurjónsdóttir, Leifshúsum, Svalbarðsströnd, og Brynjólf- ur Jónsson, bílstjóri, frá Hólum í Eyja- firði. Frásögn sú af banaslysinu að Torfufelli í Saurbæjarhreppi, er birtist í síðasta tbl. Islendings og var tekin eftir frétt Morg- unblaðsins, hefir ekki reypzt algerlega ná- kvæm1» Eigi cr ástæða til að rifja málið frekar upp, en blaðið biður hins vegar að- slandcndur afsökunar á þessari leiðinlegu misfcllu. Ldtigardaginn 3. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband í Reykjavík ungfrú Krislj- ana Eggertsdóltír stórkaupmanns Kristjáns sonar og Magnús Ingimundarson fulltrúa 'Árnasonar hér í bæ. Skipakomur. Esja kemur hingað hrað- fcrð 11. ágúst. Snýr hér við stið'ur. aftilr. Naustaborgir. Dansleikur verður hald- inn að Nauslaborgum n. k. laugardags- kvóld og hefst kl. 22. Veitingar verða á staðnum. Hljómaveit lcikur fyrir dansin- SUjurbrúSkaup eiga n. k.i hriðjudag frú Sigríður Benjamínsdóttir og Ármann ís- leifsson, ASalstræti 2 hér í bæ. Fimmlugur verður þann 14. þ!m. Helgi Pálsson, erindreki, formaður Sjálfstæðis- féiags Alíureyrar, # Sextugur verður 13. þ. m. Pálmi Þórð- arson, oddviti í Núpufelli. Altrœ'3 varð 7. þ. m. Hallfríður Jóhanns- dóttir, m(3ðir þeirra Freymóðs, listmálara, og Egils, skipstjóra á Snæfelli. Góður gestur Ntt'stkomandi mánudag œtlar Rögn valdur Sigurjónsson, píanósnilling- ur, að lofa qkkur Ahureyringum að heyra lil sín. Heldur hann þá hljóm- leika í Nýja-Bíó og fer með verk eft- ir- margra þjóða lónskáld. Er hann dvaJdi í Bahdaríkjunum, hélt hann 'hljómleika í Washington og hlaut mikið lof fyrir. Og í utanför karla- kóranna í vor, þar sem harin m. a., lék einlcik á píanó, hlaut hann hina ágætustu dóma. Jfullráðið mun vera, að hann fari í haust til Bandaríkj- anna í hljómleikaför. Að sjálfsögðu munu bæjarbúar ekki lála hjá líða, að sækja vel þessa hljómlcika Rögnvaldar á mánudag- inn. Aðgóngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Þorsteins Thorlacius. Sjá nánar götuauglýsingar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.