Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.08.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudagurinn 16. ágúst 1946 35. tbl. Petta er verk Kaisers. ,;::;:;- Ameríski slóriðjuliöldurinn Henry Kaiser hefir vakið heimsathygli jyrir margvísleg ajrek sín a sviSi stríðsframlciðsluHuar 'og unnið liug á 'erfiðleikum, sem aðrir hafa talið óyjirstíganlega. Mynd þessi sýnir eitt slórvirki Kaiscrs, hina miklu Coulee-stíflu í Columbiajljóli, en þetta mikla orkuvcr fratnleiðir rafmagn handa flcstum hinum slóru verksmiðjum í norðvesturhéruðum Handaríkfanna. %. ¦- ¦ | - segir Janies Connolly, írskur meuntamaður, sem var hér nýlega á ferð. FYRIR rúmum mánuði síðan kom hirtgað lil lands írskur magister, James Connolly.fíeíir hann síðan íarið víða um land og dvaldi fyrir skömmu nokkra daga hér á Akureyi i. Atti blaðið þá viðtal við hann um ferðir hans og álit hans á landi og þjóð. — Tilgangurinn með komu minni hingað til lands er fyrst og fremst sá að ganga frá samningum um stúdentaskipti milli Islands og ír- lands. Var í fyrstu gert ráð fyrir að- eins einum stúdcnt frá hvoru landi, en nú þegar hafa fimm íslenzkir stúdentar óskað eftir að komast f. háskóla í Irlandi. — Það er full ástæða til þess að auka kynni Ira og íslendinga, því að þjóðir þessar eru áreiðanlega mikið skildar. Hefir það vakið eftir- tekt mína, hversu margir Islending- ar líkjasl löndum mínum að úlliti. Fannst mér engu líkara en ég yæri kominn heim til Dublin, er\ ég gekk um götur Reykjavíkur og virti fyrir mér fólkið þar. Og hvernig lízt yður á land og þjóð? -— Agætlega. Eg hefi ferðast all- mikið um landið, en þó er margt, sem ég hefi ekki getað skoðað, því að ég er senn á förum héðan. Eink- um þykir mér leitt að geta ekki séð Dettifbss, sem kvað vera mjög fag- ur. Einnig ætlaði ég mér að íara að Mývatni, en varð að hætta við það vegna óhagstæðs veðurs. Eg dvaldi annars nokkra daga austur á Skinna- stað og kom í 4,sbyrgi, sem mér þótti líijög fagurt og lilkomumildð. Mér hefir gcðjast agætlega ¦ að öllu því fólki, er ég hefi kynnzt hér. Langar mig mjóg til þess að koma sem fyrst aftur hingað til lands. Hvert er förinni heitið héðan? —; Fyrst heim til Dubhn, cn síðan lil Frakklands. Mun ég dvclja þar í vetur og fÍytja fyrirlestra um kell- nesk fræði við háskólann í Grenoble. Mr. Connolly kvaðst mundi skrifa gseihar vm lsland í írsk blöð,'er hann kæmi heim. Sagðisl hann liafa skrifað nokkrar greinar um lrland fyrir íslenzk blöð og lofað íleiri greinum. \ Mikii hátíðahöld á Akureyri SKEMMDARVERK f LYSTIGARÐINUM LJÓT spellvirki voru framin í Listigarðinum síðastliðið föstu dagskvöld. Var traðkað á hlóma beðum og stilkar skornir af plöntunum. Virtust fótspor benda til þess, að stálpaðir drengir hefðú verið hér að verk*i. Er hér um að ræða leiðin- legan atburð, sem vonandi er, að ekki komi fyrir aftur/þvi að listigarðurinn er mesta bæjar- prýði Akureyrar og sérhverjum sönnum Akureyring hlýtur að þykja vænt um þenna fagra reit. Minnstu þakkirnar, sem hægt er að sýna því fólki, er lagt hefir fram ómetanlegt starf við að koma lystigarðinum á fót og fegra hann, er að ganga þar vel \im riomsteínn lagður aö hinu nýja siúkrahúsi. • V| Kvenfélagiö Framtíðin efnir til fjöl* brayttra hátíðahalda til ágóða fyrir sjúkrahúsið. \ TREG SlLDVEIÐI - ÓHAGSTÆTT veður hefir að mestu hamlað síldveipum síb- ustu viku. Undanfarna daga hafa skipin leitað út á mið- in, en síldveiði . hefir verið mjög treg til þessa. Er útlit mjög slæi^t. ef ekki rætist úr alveg á næstunni. Síðastliðið laugardagskvöld var bræðslusíldaraflinn á öllu landinu samtals 1.042.727 hektó lítrar, og síldarsöltun nam 70.746 tunnum. Aflahæsta skip var enn Dagný frá Siglufirði méð 11.785 mál og 254 tunnur. Þjóðræknisfélag íslendinga FYRIR nokkru var stofnað félag með þessu nafni í Reykjavík. Er til- gangur þess að efla eftir því seni við verður komið, samstarf íslendinga heima og erlcndis. Hefir nú deild úr félaginu verið stofnuð hér á Akur- eyri og crt Gunnl. Tr. Jónsson bók- sali formaður hennar. Rélt þegar blaðið var af; fara í pressuna, barst því ske}'ti frá Mr. Connolly. Segist hann hafa skroppið til Mývalns nú í vikunni og þótt þai' fagurt um að litast. Einnig senjdi hann skemmtilega greih, sem mun birtast í næsta blaði. EINS og getið var um í síðasta blaði íslendings, verður hornsteinn hins nýja íjórðungssjúkrahúss á Ak- ureyri lagður n. k. sunnudag. Fer sú athöfn fram á*spítalalóðinni á Eyigr- landstúni kl. 2 síðdegis. Er þess að vænta, að bæjarbúar fjölmenni þang- að. Heilbrigðismálaráðherra Finnur Jónsson leggur hornsteininn. Húsa- meistari ríkisins, prófessor Guðjón Samúelsson, bæjarstjórn Akureyrar, spítalanefnd og ýmsir aðrir gestir verða þarna viðstaddir. Gert er ráð fyrir, að kjallari húss- ins verði fullbúinn í haust, Húsið verður allt fjórar hæðir og kjallari og því mikið stórhýsi. Ætlunin er, að 110 sjúkrarúm verði í sjúkrahús- inu, að fæðingardeild meðtalinni. Hátíðarhöld Framtíðarinnar Kvenfélagið Framtíðin efnir til fjölbreyttra hátíðahalda á laugardag inn og sunnudaginn, og rennur allur ágóði til sjúkrahússins. Verða há- tíðarhöldin með svipuðn sniði og liin ágæta Jónsmessuhátíð félagsins í fyrra. Hátíðin hefst kl. 8.30 á laugardags kvöld og verða skemmtiatriði bæði undir berum himni og í tjöldum. Veitingar verða seldar í Gagnfræða- skólanum. Lúðrasveit Akureyrar leikur, bál, verða kynt, sungið og dansað á palli. Félagið hefir fengið Skagfirðinga- búð að láni og verða þar fjölbreyttar leiksýningar báða dagana. Auk þess fjölbreyttir úlileikir. A sunnudaginn er gert ráð fyrir að skemmtanir haldi áfram að lok- inni alhöfninni á §pítalalóðinni. — Verða þá sýndir þjóðdansar, Karla- kór Akureyrar syngur, leik|imi verð- ur sýnd og dansað á palli eins og á laugardagskvöldið. Hátíðinni lýður svo á sunnudagskvöld með flugelda- sýningu. Mikil nýung er það, að skrautbú- inn vagn mun íara um götur bæjar- ins báða dagana. Merki verða seld, og gilda merkin, sem seld verða á sunnudaginn sem aðgöngumiðar að hátíðasvæðinu. Þá heldur félagið bazar í Gagn- fræðaskólahúsinu. Hafa konurnar útbúið sjálfar allskonar muni, sem verða seldír þarna til ágóða fyrir sjúkrahúsið. Gera má ráð fyrir að mikið fjöl- menni verði á þessari fjölbreyttu há- tíð kvenfélagsins. Eiga konurnar miklar þakkir skilið fyrir fórnfúst og mikið starf í þágu þessa mannúð- armálefnis og er bæjarbúum skylt að stuðla að því, að hátíðahöld þessi fari fram með þeim menningarbrag, sem konunum er kappsmál, að þar ríki. ----------------------------------------------------------!------------1------- Flugvél Frá Flugskóla Ak- ureyrar flýgur inn að Laug arfelli og lendir þar Síðastliðinn sunnudag flaug ein af flugvélum Flugskóla Akureyrar með farþega inn að Laugárfelli. Lenti flugvélin þar á sandfleti vestan við norðurhorn fellsins kl. 2. Tókst iend- ingin ágætlega. Var þessi staður valinn til reynslu eftir tilvísan hins alkunna ferðagarps, Þorsteins Þor- steinssonar, sem staddur var á þess- um slóðum með hóp frá Ferðafélagi Akureyrar. Flaug vélin eftir nokkra stund aftur til baka. Er þetta fyrsta reynsluflug með farþega inn á öræfin, en eins og áð- ur hefir verið frá skýrt, hefir Flug- skólinn í hyggju að rannsaka fleiri lendingarstaði í öræfunum í sam- bandi við skemmtiferðir þangað. Flugmaður var Kristján Mikaels- son, en farþegi Tryggvi Þorsteins- son skátaforingi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.