Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 16.08.1946, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR t Föstudagurinn 16. ágúst 1946 Rögnvaldur SigurjóDsson. ÞAÐ sækir býsna oft á mig endurminning um ferð, sem ég fór fyrir röskum 34 árum. Og aldrei heyri ég svo Rögnvaid Sigurjónsson nefndan, né sé hann eða nýt, að ekki geri þessi endurminning vart við sig. Það mun verið hafa í janúar eða febrúar 1912, að ég fór með Vestu gömlu héðan frá Akur- 'eyri til Sauðárkróks. Allmargt var fyrir farþega, er ég kom um borð, rúmum tveim stund- um fyrir hádegi. Töluvert frost var og norðan strekkingur. Þeg ar út um Hjalteyri kom, hafði vindur aukizt, svo -og hríð, og sást ekki til Hríseyjar. Áfram var þó haldið hægt og bítandi og loks lagzt undir Hrísey um hádegisbil, enda þá komin norð- austan stórhríð. Var nú matast í rólegheitum undir eynni. Mat- salur var undir þiljum, en reyk- skáli yfir. Þegar við vorum að enda við kaffidrykkju í reyk- skála, heyri ég allt í einu leikið á hljóðfæri niðri í borðsal. Eg upp og rauk ofan. Var þá mað- ur að standa upp frá hljöðfær- inu. Hann var röskur meðal- maður á hæð, grannvaxinn og snöggur í hreyfingum, hold- skarpur og grannleiljur, dökk- hærður með fallegt Ijósjarpt yf- irskegg og f jörleg augu bak við býsna sterk gleraugu. Hann sett ist aftur við hljóðfærið og tók að leika ákveðið og f jör og gleði streymdi frá hljóðfærinu. Far- þegar tóku að tínast niður og koma sér fyrir í borðsalnum, Allt i einu snerist þessi snilling- ur í stólnum, klappaði saman lófum og hrópaði: „Upp með lagið. Nú gleymum við hríðinni og syngjum.“ Hann snéri sér að hljóðfæririu aftur og lék eitt- hvert gamalkunnugt lag. Menn fóru að taka undir, fáir fyrst, en fleiri bættust við, og eftir eigi alllangan tíma mátti heita, að allir syngju. Sigurður í Yzta- felli söng, séra Pétur Helgi á Grenjaðarstað söng, meira að segja Sighv. bankastj. Bjarna- son söng og hafði laglegasta tenór. Á meðan söngmenn voru að ræskgá sig og búast undir næsta lag, hélt sá, er við hljóð- færið sat, áfram leik sínum og fór >með ýmislegt hnossgæti, sem mér rúmlega tvítugum var hið mesta eyrnayndi. Og svo var haldið áfram og sungið, sungið allan daginn til kvölds með stuttum hléum til matar og kaffidrykkju, og voru víst allir sammála um að hafa hléin sem stytzt. Um miðnætti birti svp upp,, að Godtfredsen gamli komst til Siglufjarðar. Þá, en ekki fyrr, tóku menn að koma sér fyrir í kojum. Rétt um það leyti tókst mér að fá vitneskju um, hver þessi dæmalausi maður var. Það kom þá upp úr dúrnum, að þetta var sýslumaður Sunnmýl- inga, Sigurjón Markússon, og kona sú hin hrafnsvarthærða, sem alltaf stóð við hijóðfærið, var sýslumannsfrúin á Eski- firði. Og nú, eftir rúm 34 ár, birt- ist sonur hans, Rögnvaldur, frammi fyrir okkur Akureyring um og færir okkur á eftirminni- legan hátt heim sanninn um það, að hann sé einn af okkar ágætustu listamönnum, há- menntaður í sinni grein, yfir- gengilega leikinn í list sinni, ó- skeikull í tónhæfni, skapmikill og skapheitur, og býr yfir þess- ari bráðsnerpu, er einkennir alla þá, sem eru ákveðnir í ao missa ekki hlutverkið úr hönd- um sér. ,,Gott er, þegar slík ævintýri gerast með þjóð vorri,“ stendur einhvers staðar. Hann hafði að 'vísu komið hér eitt sinn áður, en um það skal ekki f jölyrt — ekki hans vegna, held ur bæjarins eða bæjarbúa. — Hann fékk þá að kenna á1 þessú einkennilega akureyrska tóm- læti, sem komið hefir niður á fleirum. Jafnvei Haraldur Sig- urðsson hefir eitt sinn leikið hér fyrir ca. 25 sálir. En í kvöld mátti heita, að Nýja Bíó væri fullskipað fagnandi áheyrend- um, sem meira að segja klöpp- uðú snihingnum sæmiiega lof í lófa, færðu honum blóm og slepptu honum ekki fyrr en hann hafði leikið tvö lög utan leikskrár, sem var erfið, fjöl- breytt og matarmikil. Þetta verðúr enginn listdóm- ur. Við hlýddiyn á Bach, Beet- hoven, Debusey, Chopin og að endingu La Companella Pagan- inis, og þykir hið mesta afrek að leika það, enda furðulegt, að slíkt skuli unnt með aðeins tyeimpr höndum. Eg tel mig þess ekki umkominn að dæma meðferð nokkurs einstaks hlut- verks, en allur leikur lista- mannsins bar hressandi blæ ör- yggis, snerpu og leikni, sem virtist óskeikul og næstum ó- skiljanleg.. „Gott er, þegar slík ævintýri gerast með þjóð vorri,“ dettur mér aftur í hug, er ég hugsa til þeirra feðga. En mér detta lika í hug tvær hendingar eftir Stephan G.: Þar sem feður úti verða skuíu synir varða veg. Eg þykist ekki í efa um, að Sigurjóh, faðir Rögnvaldar, hljóti að hafa búið yfir svipaðri snilligáfu og sonur hans, þá hann ungur var. En þá voru aðrir tímar. Hann verður að sæta þeim örlögum að verða úti á öræfum skráþurrar embættis- mennsku, en knýr samt hljóð- færið líkt og Fiðlu-Björn, þá hann má því við koma. Og svo kemur sonurinn, aðsópsmikill og stórstígur, og grunur minn er sá, og enda vissa, að allvíða um veröld munu spor hans sjást og marga fýsa að feta í þau, er fram líða stundir. Um leið og ég þakka Rögn- valdi fyrir komu hans hingað og óska af heilum hug, að spor hans mættu sem oftast liggja hér um hlað, samgleðst ég, ekki honum einum með frama sinn og frægð, heldur fyrst og fremst föður hans og móður, sem nú eru öldruð orðin, svo og öllum hans ástvinum og síðast en ekki sízt þjóðinni allri, sem á slíkan afreksmann í hinni undursam- legu list listanna. Mætti þjóðin bera gæfu til að búa vel að þess- um unga snillingi. 12. ágúst. 1946. Sv. Bj. Kirkjudagur að Hólum Vestur-Islendingar héimsækja Hóla Sunnudaginn 25. ágúst n. k. verður haldinn hátíð- legur kirkjudagur að Hól- um í Skagafirði. Hefir ár- lega síðustú árin verið hald in þar kirkjuleg hátíð til minningar um Jón Arason, biskup, en ákveðið hefir verið að reisa honum minn ismerki að Hólum. Kirkjudagurinn hefst með messu kl. 2 síÖdegis og prédikar sennilega séra Helgi Konráðsson á Sauöár- króki, en sameinacyir kirkjukórar Reynistaöarkirkju og Glaumbæjar- kirkju munu syngja við mcssuna. Þrír kunnir Vestur-íslendingar munu verða þarna viðstaddir og flytja ávörp. Eru það ritstjórar Heimskringlu og Lögbergs, þeir Páll Jónsson og Stefán Einarsson, og ræð- ismaður íslands í Winnipeg, Grettir Jóhannsson. Cand. theol. Pétur Sig- urgeirsson, sonur biskupsins yfir Is- landi, mun flytja erindi á hátíðinni. Enginn aðgangseyrir verður að hatíð þessari og eru allir velkomnir. Má gera ráð fyrir, að fjölmennt verði heim að Hólum sunnudaginn 25. ágúst. í tilefni þessarar hátíðar vill blað- ið minna lesendur sína á merki Jóns Arasonar, sem Hólanefnd hefir látið gera cg selt er um land allt til fjár- öflunar hinu fyrirhugaða minnis- merki Jóns Arasonar að Ilólum. Er þess að vænta, að sem flestir Islend- ingar leggi fram sinn skerí til þess að reisa þessum merka syni íslands veglegan minnisvarða.'" KvenjélagiS FramtíSin heitir á ungar stúlkur og pilta aS bjóða fram aðstoð sína við hátíðahöldin um heigina, hví að margt er Jiar að starfa. NÝKOMIÐ: HEILDARSAFN af ljóðum Einars Benediktssonar ENSK-ÍSLENZK orðabók, þriðja útgáfa, aukin HANNYRDABÓK, stór og vönduð, ensk alfræðibók um allar tegundir hannyrða. - Bókin er rúmlega 850 blaðsíður með um 2000 mviidum. j DÓKjV^Ýd yó r— ) \ Messa fellur niður í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag vegna visitasíuferðar vígslu biskups um Möðruvallaprestakall. Messar vígslubiskup í Glæsibæ kl. 1. Hjúskapur. Si. miðvikudag gaf vígslu- biskupinn, séra Friðrik J. Rafnar, saman í hjónaband þau Þorbjörgu Jónsdóltur frá Seyðisfirði og stud. juris Halldór S. Rafn- ar (Stefáns Rafnar, skrifstofusljóra hjá SÍS). Hjónaefni. Nvlega_ Irnfa opinberað trú- lofun sína ungfrú Rutli Jensen frá l)an- mörku og Eyjólfur Eiríksson, verzlunar- maður, í Reykjavík. Hjitslcapur. Síðastliðinn laugardag gaf vígslubiskiipinn, séra Friðrik J. Rafnar, saman í hjónaband f Akureyrarkirkju þau Aðaiheiði Bjarnadóttur, skipstjóra á Lag- arfossi, og cand. juris Jónas G. Rafnar, yfirlæknis í Kristnesi. l‘ann 14. þ. m. voru gefin sarnan í hjóna- hand í Stokkhólmi, Svíþjóð, þau ungfrú Áslaug Árnadóttir, stúdent frá Hjalteyri, og Koíbeinn Jóhannsson, endurskoðandi. Heimili brúðhjónanna er fyrst um sinn Föresundsgatan 10, 7. trapp Stockholm. VinnustojusjóSi Kristneshœlis hafa bor- izt þessar gjafir: Þingeyskur bóndi kr. 150.00. Fyrrverandi sjúklingur kr. 1000.00. Frá Jóni Kristjánssyni, Espigrund, og börn um hans til minningar um mæðgurnar Rannveigu Sveinsdóttur og Nikólínu Jóns- dóttur, sem báðar dóu á Kristncshæli kr. 1500.00. — Reztu þakkir. — Jónas Rafnar. Leiðrétting. Verkamannafélag Akureyr- arkaupstaðar hcfir beðið þess getið, að sú villa hafi slæðst inn í auglýsingu um kaup taxta félagsins, sem birtist í bæjarblöðun- um fyrir nokkrii, að nætur- og helgidaga- kaup í almennri vinnu er sagt vera kr. 11.53, en á að vera kr. 15.53. Fertugur verður Sverrir Ragnars, kaup- maður, í dag. 65 ára varð Balduin Ryel, kaupmaður, sl. miðvikudag. Gamalmennahœlið Skjaldarvík. Fyrst um sinn verða sætaferðir frá BSA á hverj- um sunnudegi, kl. 13,30 og stoppað þar í eina kl.stund. — Steján Jónsson. . Ánægjulegt leikkvöld hjá Lárusi og Sigrúnu • í GÆRKVÖLDI efndu leikararnir Lárus Pálsson og Sigrún Magnús- dóttir til leiksýningar í samkomuhúsi bæjarins. Sýndu þau fyrst þætti úr óperunni Nitouche og síðan ^gainan- leikinn Henrik og Pernilla. Húsið var þétt setið áhorfendum. Sýningin vakti mikla hrifningu á- horfenda, og voru leikararnir kall- aðir fram hvað eftir annað. Leystu þeir líka hlutverk sín prýðilega af hendi. Er ánægjulegt að fá slíka gesti til bæjarins. Eg vil selja vandaðan útvarpsgrammófón Er til viðtals á kvöldin eftir kl. 6. Magnús Alberts, Grundargötu 3. er til leigu til laxveiða. Tómas Björnsson, Akureyri. — Sími 155. Einhleypur maður getur fengið stórt og gott lierhergi leigl. — Afgr. vísar á. Heyhlífar , Hefi nokkur nótaslykki til sölu næstu daga. Guðmundur Pétursson. VESTUR-ISLENDINGAR KOMA TIL AKUREYRAR NYKOMNIR eru til landsins þrír kunnir Vestur-íslendingar og konur þeirra. Eru það rit- stjórar íslenzku blaðanna í . Vesturheimi, Einar Páll Jóns- son, ritstjóri Lögbergs, og Stef- án Einarsson, ritstjóri Heims- kringlu, og Grettir L. Jóhanns- son, kjörræðismaður Islands í Winnipeg. Kemur fólk þetta hingað á vegum Þjóðræknisfé- lagsins og rikisstjórnarinnar. Þessir góðu gestir, sem allir hafa unnið mikið að því að efla íslenzka tungu hjá Vestur-ís- lendingum, munu koma hingað til Akureyrar um næstu helgi og dvelja hér í nokkra daga. Mun bæjarstjórnin annast mót- töku gestanna. FJÖLBREYTT SKEMMTUN HJA JÓHANNI SVARF-* DÆLING í FYRRAKVÓLD efndi Jó- hann Svarfdælingur til skemm1- unar í Samkomuhúsinu. Flutti hann ferðasÖguþætti og sýndi kvikmyndir. Var húsfyllir á skernmtuninni, enda vekur það alltaf mikla eftirtekt þegar Jóhann sýnir sig. ,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.