Íslendingur


Íslendingur - 06.09.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.09.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Fösludagimi 6. séptember 1946 38. tbl. fatnframt verður að íaka upp lýð* ræðíslegar kosningar í verkalýðstél- ögunum. KOSNINGAR til Alþýðusambandsþings eru nú að hefjast í verk- lýðsfélögnnum víðsvegar um land. IJÆeginátökin í þeim kosning- um verða auðvitað sem áður milli Alþýðuílokksins og liommún- ista. Vitað er þó, að Sjálfstæðisflokkurinn á marga fylgismenn meðal verkamanna, og mun það fylgi nú hafa aukizt verulega vegna forustu flokksins í umbótasinnaðri ríkisstjóra. Vegna ó!ýð~ ræðislegs kosningafyrirkomulags í verklýðsfélögunum hafa Sjálf- stæðisverkamenn þó ekki getað beitt áhrifum sínum nema með stuðningi við annan hvorn hinna flokkanna. Við þessar kosning- ar til Alþýðusambandsþings er sjálfsagt, að allir lýðræðissinnaðir verkamenn sameinist um að steypa af stóli stjórn kommúnista en gera verður þá kröfu til Alþýðuflokksmanna, að þeir fallist á að lögleiða lýðræðislegar kosningaaðferðir í verklýðsfélögunum. Undanfarið hafa kommúnist- ar haft völdin í Alþýðusam- bandinu. Sennilega hefir lítið hallazt á um stjórnaraðferðir þeirra og Alþýðuflokksmanna á sínum tíma. Hins vegar er nú framkoma kommúnista og við- hörf, bæði hér og erlendis þann- ig, að ekki verður lengur á það hætt að láta þá stjórna heildar- samtökum verkamanna. Allir vita, að Alþýðusambandið er svo sterkt, að völdin í því eru beitt vopn í hendi þeirra manna eða flokka, sem þau hafa á hverjum tíma. Það er því hættu legt til langframa — ekki sízt á erfiðleikatímum — að hafa slíkt vald í höndum manna, sem telja það sína æðstu hugsjón. að tor- tíma ríkjandi þjóðskipulagi og innleiða kommúnistiskt einræði að austrænni fyrirmynd. Undan farið hefir þetta ekki komið að sök vegna hlutdeildar kommún- ista í ríkisstjórn, en ýms sólar- merki virðast benda til þess, að tninnsta kosti sumir þeirra séu orðnir þreyttir á ábyrgðinni og vilji skjóta sér undan merkjum, þegar mest ríður á samhentum átökum til úrlausnar margvís- ^gum vandamálum. Er því full ástasða til þess að taka sterk- asta vopnið úr höndum þeirra, ef beir skyldu ætla að gerast lið nlauParj þegar í harðbakka slær. Lýðræðið verður að ráða Alþýðufiokksmenn hafa löng- um kennt Sjálfstæðismönnum um það, að kommúnistar náðu völdum í Alþýðusambandinu. I meginatriðum er þessi ásökun röng, því að kommúnistar eiga vald sitt í Alþýðusambandinu fyrst og fremst að þakka hinni miklu fylgisaukningu sinni á uppgangsárum Rússadýrkunar- innar. Hitt er rétt, að andstæð- ingar Alþýðuflokksins urðu á sínum tíma að taka höndum saman til að afnema þá rang- sleitni, að Alþýðuflokksmenn einir væru kjörgéngir til Alþýðu sambandsþings. Þá hafa Alþýðuflokksmenn einnig sakað Sjálfstæðisverka- menn um það, að þeir hafi tryggt kommúnistum sigurinn á síðasta Alþýðusambandsþingi. Það mun vera rétt, að sumir Sjálfstæðismenn, sem sátu það þing, hafi kosið með kommún- istum, og er ekki hægt að lá þeim það, eins og sakir stóðu. Þeir höfðu orðið að heyja langa baráttu við Alþýðuflokkinn til þess að fá viðurkennda sjáli- sagða jafnréttiskröfu og Al- þýðuflokkurinn hafði alltaf þrjóskast gegn því að taka upp lýðræðislegar kosningar í verk- lýðsfélögunum. Þá var einnig þess að gæta, að kommúnistar höfðu stillt upp sem forsetaefni manni, sem mestan þátt hafði átt í stofnun samtaka Sjálfstæð isverkamanna víðsvegar um land. Þessi maður gaf þá fylli- lega í skyn, að þótt hann hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum, þá væri hann honum mjög hlynntur eftir sem áður og úr- sögn hans byggðist fyrst og fremst á því, að hann teldi æskilegt að forustumenn verk- lýðshreyfingarinnar væru ekki bundnir neinum' ákveðnum flokki. Hann hafði einnig áður talað manna f jálglegast um það hróplega ranglæti, að ekki skyldu viðhafðar hlutfallskosn- ingar í verklýðsfélögunum. Það var því ekki að furða, þótt ýms ir Sjálfstæðisverkamenn teldu þann mann líklegan til að le:ð- rétta það ranglæti, sem þeir höfðu orðið að búa við og tryggjá viðunandi lýðræðisfyrir komulag í samtökum verka- manna. Lýðræðisástin dofnaði. Það hefir nú því miður sann- azt, að hér var um blekkingar að ræða hjá Hermanm Guð- mundssyni. Baráttu sína fyrir lýðræðislegum kösningum hefir hann lagt á hilluna, síðan hann komst í forsetastólinn í Alþýðu- sambandinu. Það hefir einnig komið í ljós, að allt hans. tal um hlutleysi í stjórnmálum hef ir einungis verið ætlað til þess að fá stuðning Sjálfstæðisverka manna, því að hann hefir nú opinberlega gengið á mála hjá kommúnistum. Hefir öll fram- koma hans vægast sagt verið miður drengileg. Það virðist ljóst af skrifum kommúnistablaðanna, að konim únistar séu staðráðnir í að vinna að innleiðslu kommúnist- isks einræðisskipulags eftir rúss neskri fyrirmynd. Öll rök mæla því með því, að lýðræðisslnnuðir verkamenn sameiriist um að tryggja mannréttindi sin og svipti nú kommúnista völdum í Alþýðusambandinu. Þess er að vænta, að Alþýðuflokksmenn greiði fyrir þeim samtökum með því að taka sanngjarnt til- lit til óska Sjálfstæðisverka- manna og lýsi sig jafnframt reiðubúna til þess að innleiða lýðræðislega kosningahætti í verklýðsfélögunum. Geri þeir það, mun naumast standa á Sjálfstæðisverkamönnum að hef ja samvinnu við þá. sOniiskemmtnn Kristjánssona 1 , EINAK KRISTJÁNSSON, óperusöngvari, efndi til ljóða- og aríukvölds hér á Akureyri s. 1. þriðjudagskvöld. Húsið var þétt skipað áheyrendum, og söngvaranum frábærlega fangnað. Voru Iionum færðir blómvendir og hann kallaður fram hvað eftir annað. Undanfarið hafa margir ágæt ir listamenn heimsött Akureyri, en þó varð uppi fótur og fit, er það fréttist, að Einar Kiístjáns- son, óperusöngvari, ætlaði að syngja fyrir Akureyringa.Munu færri en vildu hafa komizt á þetta fyrsta ljóðakvöld Einárs hér á Akureyri, — enda varð hann að endurtaka söngskemmt un sína í gærkvöldi—þvíað þótt fæstir hefðu áður séð hann á söngpalli, hafði þó hróður hans borizt hingað. Átta sinnum í röð hafði hann fyllt stærsta sam komuhús Reykjavíkur, og það staðfesti betur en nokkuð ann- að, að hér var á ferðinni -lista- maður, sem gat hrifið áheyrend ur sína. Það mun heldur naum- ast nokkur hafa orðið fyrir von- brigðum, sem hlustaði á söng Einars Kristjánssonar á þriðju- dagskvöldið. Viðfangsefnin á söngskránni voru f jölþætt og gáfu þau hlust- endunum kost á að kynnast bæði mýkt og krafti raddar söngvarans. Lögin voru eftir Petterson-Berger, Melartin, Grieg, Kaldalóns, MarkÚ3 Krist- jánsson og Sigfús Einarsson. Að lokum vorvi ariur úr tveim- ur óperum, La Tosca eftir Puccini og L'Africana eftir Framh. á 4. síðu. Yrnsar -r réttir. LANDBÚNAÐARRÁí)HERRA hefir nýlcga skipaS 25 menn í Bún- aðanáð til eins árs. Formaður ráðs- ins er sem á$ur Guðmundur Jóns- son, kennari á Hvanneyri. Ráðið er nú komiS sam,an til fundar í Reykja- vík. Er hlutverk þess m. a. að kjósa fjóra menn í verð'Iagsnefnd landbún- aðarafurða, en formaður Búnaðar- ráðs er sjálfkjörinn formaður verð- lagsnefndar. • LA NDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefir lilkynnl, að endanlega hafi ver- ið samið um sölu á 2500 hestum til UNNRA. Verða hestarnir sendir til Póllands, og er verSið 652 krónur fyrir hestinn frítt um horð. Hrossin skulu vera 3 til 8 vetra og minnst helmingurinn hryssur og þrevetring- ar. MarkaSir eru aS hefjast um þess- ar mundir. * SJÁVARÚTVEGSSÝNING hefir veriS opnuS í Reykjavík. Eru sýnd- ar þar allar helztu tegundir nytja- fiska, skipslíkön, veiSarfæri og ým- islegt annaS varSandi sjávarútveg. Aðsókn aS sýningunni hefir verið mikil. Öryggisráðið samþykkir mótat- kvæðalaust inntökubeiðni fslands. SAMKVÆMT upplýsingum sem iitanríkisráSuneytinu hafa borizt frá sendiráðinu í Washington, samþykkti öryggisráS hinna sameinuSu þjóSa hinn 29. f. m., með 10 samhljóða at- kvæðum, aS mæla meS umsókn ls- lands um inngöngu í BandalagiS. Fulltrúi Ástralíu greiddi ekki atkv. iira neina þcirra umsókna sem fyrir lágu, cn um inntökubeiðni lslands tók hann sérstaklega fram, aS Ástra- lía væri meSmælt inntökubeiSninni. Af Frakklands hálfu var lýst yfir stuSningi við umsókn Islands, en fulltrúar Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna sögðust mæla vinsamlega með umsókninni. Fulltrúi Póllands var í forsæti, er inntökubeiðni Is- lands kom fyrir ráðið, og lét hann þess getið, að engin ágreiningur hefSi ríkt innan þess um inntöku- beiSni íslands. Það skal ennfremur tekiS fram, aS samtímis var samþykkt meS sam- hljóSa atkvæðum aS mæla meS inn- lökubeiSni SvíþjóSar og Afghanist- an, en öllum öðrum umsóknum var hafnaS. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu)r

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.