Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.09.1946, Blaðsíða 1
EL. i XXXII. árg. Föstudagur 13. september 1946 39. tbl. I- O. O. F. — 1289138M> — Kirkjan. Messað á Akureyri sunnudag- il»» 15. sepl. kl. 2 e. h. Messað á Möðruvöllum í Hörgárdal sunnudaginn 15. sept. kl. 1 e. h. — Safn- atfarfundur. njúskapur. Nýlega voru gefin saman í "jónaband, af sóknarprestinum, sr. Frið- r'k J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Berg- póra Eggerlsdóllir, Akureyri og Guttorm- ur Berg, Akureyri. SilfurbrúSkaup eiga þriðjudaginn 17. P- rn. hjónin Sigurbjörg Pétursdóttir og "etur Jónsson, skósmíðameistari, Glerár- eyrum 2 hér í liæ. 65 ára verður þriðjtidaginn 17. þ. m. írú Guðfinna Eydál, kona Ingimars Eydal, fv. r»stjóra. 'slendingur er 6 sí'ður í dag. — í attka- hlaðinu í dag er svargrein Magnúsar Jóns- sonar til Bernharðs Stefánssonar. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 30.00 frá S- S. Kr. 20.00 frá K. G. Þakkir. Á. R. Aheit á Sirundarkirkju frá Sigtryggi Jónssyni, Ak., kr. 20.00. Móttekið á afgr. "lendings og sent áleiðis. Munum á hlulaveltu Sjálfstæðisfélag- anr»a, sem halda á um aðra helgi, má korna til Valgarð's Stefánssonar, stórkaup- manns, Páls Sigurgeirssonar, kaupmanns, eoa Helga Pálssonar, forstjóra. Skorað er » allt Sjálfstæðisfólk í bænum að leggja eitthvað af mörkum til hlutaveltunnar. — Hlutaveltunefnd Sjálfstæðisfélaganna. Dansað í Naustaborgum n. k. laugar- dagskvöld. Hljómsveit leikur fyrir dansin- um. — Kaffi og aðrar veitingar á staðn- um. — Dansleikurinn hefst kl. 10. Rotturnar eru enn daglegir gestir á göt- um bæjarins. Viða eru lika góð skýli fyrir þaer eins og t. d. undir moldar- og grjót- hrúgunni framan við Hafnarstræti 105. Þarf að láta flytja bing þennan í burtu Bem allra fyrst. Rakblöð frá 5 aur. stk. BRAUNS-VERZLUN ___ Páll Sigurgeirsson Enskir gólfklútar Verð kr. 2.70. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson Bankarnir verða að endurskoða aí- .,./, i iip.....n fl|i|||il1llll|ii'llllllllWW stöOu sína til Msbyggingalána. Dansk-íslenzka samninganefntlin kemur til Akureyrar. Ríkissljórnin han'S dansk-íslenzku samningancj'ndinni í jlugferð yjir landið s. I. sunnudug. Kom nejndin viS hér á Akureyri í suðurleið og snœddi hádegisverð aS Hótel KEA. Dvöldu geslirnir nokkra stund í bœnum og skoðuðu hann. — Myndin hér aS ojan var tekin a'S Ilótel KEA. Sjást þar, jremsta rö'S, laliS frá vinstri: Halv- dan Henriksen, fyrrv. ráSherra, O. Mohr, sendiherra, formaSur dönsku nefndarinn- ar, Jakob Möller, sendiherra, form. íslenzku nefndarinnar og S. Rytter, landsþings- maSur. I aftari röð: Stefán Jóh. Stefánsson, alþm., Eystcinn Jónsson, fyrrv, alþm., ]. Paludan, ritari dönsku nefndarinnar, Dahl, yfirlœknir í Fœreyjum, Th. Holst, deildarstjóri, Kr. E. Andrésson, ritstj., H. Thomsen, kaupm., Fœreyjum, Tli. Holst, landþingsmaSur, S. Grunnet, ritstj. Pressens Radioavis, Haraldur Kröyer, fulltrúi, ritari ísl. nefndarinnar, frú H. Hedtoft, Larsen sendikennari, H. Hedtoft, fyrrv. rá'S- herra, og frú Larsen. , Viðræðum dansk-íslenzku samninganetndannnar lokið. Samningaumleitanir donsku og ís- lenzku nefndanna hafa farið fram me'S góðum skilningi og gagnkvæm- um vilja til að ná þeim árangri, sem bæði löndin mættu við una, og í bók- un þeirri, sem samþykkt var í lok þeirra, lýsa nefndirnar yfir því, að þæ'r hvor fyrir sitt leyti muni halda áfram,aS stuSla aS því, aS hinn end- anlegi samningur megi verða tákn þeirrar vináttu og samvinnu, sem framvegis skuli ríkja milli laitdanna. Samningaumleitanirnar hafa leitt til endanlegrar niðurstöðu um ýmis atriði og skulu þar einkum talin eftir farandi: Aframhaldandi jafnréttis- staða til handa þeim, sem hinn .6. marz þ. á. voru búsettir í hinu land- inu eða höfðu verið þaS einhvern- tíma á síSustu 10 árunum áður; end- anleg skipan ríkisborgararéttar þeirra Dana, sem búsettir voru á ís- landi 1918; byrjun umleitana um nýjan verzlunar- og siglingasamning; endurgreiðsla útgjalda skv. félags- málalöggjöf annars landsins vegna ríkisborgara hins og afhending þeirrá samnit)ga, sem danska utan- ríkisráðuneytið hefir gert fyrir ís- lands hönd. Frestað var umræðum um áfram- hald tiltekinna fiskveiðiréttinda Fær- eyinga við íslánd og rétt íslenzkra fiskimanna við Grænland, þar eð í því efni var talin þörf nánari íhugun- ar af hálfu íslenzkra og danskra stj órnarvalda. Islenzka nefndin hefir lagt ríka á- herzlu á óskir fslendinga um, að hin íslenzku handrit í Danmörku verSi afhent íslandi, og viS samningaum- leitanirnar hefir hún rökstutt þær óskir meS nýjum greinargerSum varSandi mál þetta. Danska nefndin, sem skort hefir heimild til aS semja um málið, mun flytja ríkisstjórn sinni óskir og skoSanir Islendinga til nánari íhugunar. (Frá utanríhisráSuneytinu). Einkennilegt aðlfiOOOfíbúsí bær skuli ekki geta. fengiö\lán tii þess að reisa nokkrar íbúbir. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar s.I. þriðjudag urðú allmiklar umræður um húsnæðisvandræðin í bænum og leiðir til útbóta. Var skýrt firá því, að aUar tilraunir bæjarstjórnarinnar að fá lán til þess að koma upp húsum þeim, er bæjarstjórnarflokkarn- ir ákváðu í málefnasamningi sínum að koma upp, hefðu reynzt árangurslausar. .Bankarnir hefðu algerlega neitað um lán og borið við f járskorti. Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að bankarriir skuli ekki þora að lána jafn stórum bæ og Akureyri fé til þess að koma upp 10 íbúðum. Það kann að yera, að bankarnir hafi lítið fé laust nú, en hitt er staðreynd, að stefna bankanna í húsbygg- ingamálum hefir hingáð til ver- ið mjög þröngsýn. Þrátt fyrir hinn stóraukna tilkostnað við húsbyggingar síðustu árin, hafa bankarnir verið tregir til að hækka að nokkru ráði lánveit- ingarnar. Hefir þetta valdið miklum erfiðleikum hjá mönn- um, sem ekki hafa haft því meira handbært fé, því að gegn óverulegri lánveitingu hafa bankarnir svo heimtað 1. veð- rétt í húsunum. Það er að sjálfsögðu hverjum manni Ijóst, að venjulegir launa menn, sem ráðist hafa út úr neyð í húsbyggingar nú á stríðsárunum, hafa litla mögu- leika til þess að geta staðið und ir hundrað til tvö hundruð þús- und króna byggingarskuld á yenjulegum tímum. Eina ráðið til þess að hjálpa þessum mönn- um virðist vera það, að bankarn ir veiti þeim rífleg lán með hag- kvæmum greiðsluskilmálum. — Eru þá líkur til að þeir gætu staðið undir afborgunum og sanngjörnum vöxtum og bank- arnir þyrftu ekki að tapa neinu. Það hefir verið sagt um banka, að þar gætu menn feng- ið lánaða peninga, ef þeir gætu sannað, að þeir þyrftu ekki á þeim að halda. Bankarnir haf a auðvitað miklum skyldum að gegna við sparifjáreigendurna, en þeirverða einnig að gæta þess, að hlutverk þeirra er að styrkja eftir naætti nytsamar framkvæmdir í landinu á hverj- um tima. Sagt er, að bankarnir séu al- mennt að stöðva lán til húsa- bygginga. Hlýtur slík ráðstöf- un að hafa mjög alvarlegar af- leiðingar og valda einstakling- um þeim, sem byrjaðir eru á byggingum, stórtjóni, ef þeir ekki fá lán til þess að fullgera húsin. Munu dæmi til þess, að slíkir menn hafi í vandræðum sínum leitað til peningabraskara og orðið að sæta afarkostum. Alþingi samdi á sínum tíma merkileg lög um aðstoð við húsbyggingar í kaupstöðum. Þessi lög koma þó að litlu haldi, ef ekki er hægt að fá það fé, sem heimilað er í lögunum. Finna verður einhverja lausn. Þótt lán kynni að fást hér eftir, er þó ljóst, að engin bæj- arhús verða reist fyrir veturinn. Verður því að finna einhver ráð til þess að leysa á annan hátt vandræði þess fólks hér í bæ, sem nú er húsnæðislaust. Sumir hafa sótt um leyfi til þess að reisa bráðabirgðahús. Taldi bæjarstjórnin rétt að heim ila slíkar byggingar sem neyðar úrræði, en var hins vegar á éinu máli um það, að ekki mætti fyrir þá sök slaka á tilraunum til þess að koma upp viðunandi húsum. Það eru mikil vandræði að þurfa að fara inn á þá braut að reisa bráðabyrgðahús, því að reyndin vill verða sú, að slík hús eru látin standa svo lengi, sem hægt er. Á skipulagsupp- Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.