Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 13.09.1946, Blaðsíða 3
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 13. september 1946 Ódýrar kvenkápr Seljum kápur frá kr. 150,00 tíl kr. 225.00. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Kdpuefni í kven- og telpukápur, rauð, græn, dökkblá. Ennfr. KÁPUPLYDS, svart. BRAUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON. Nærföt Höfum fengið gott úrval af karlm og drengja- nærfötum úr ull, hálfull og baðmull. Seljum stakar skyrtur og buxur. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Góif dregldr nýkomnir. BRAUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON. Odjr drengjafðt á 3 til 10 ára. Verð frá kr. 50,00 til-kr. 185,00. Einnig drengjabuxur, stakar. BRAUNS VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON. Búðarstúlka óskast. í vefnaðarvöruverzlun. Eiginhandarumsókn, ásamt méðmælum, send- ist í pósthólf 68 fyrir 18. þ. m. NÝJA-BÍÓ Fösludagskvöld ki. 9: Sudan Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Laugardag kl. 6: Söngvaseiður Laugardagskvöld kl. 9: í leyniþjónustu Japana (I síðasta sinn) Biirn innan 16 ára fá ekki aðgang Sunnudag kl. 3: Alit eða ekkert Sunnudaginn kl. 5: Söngvaseiður Sunnudagskvöld kl. 9: Perla dauðans Börn innan i6 ára fá ekki aðgang Skjaldborgarbíó Föstudagskvöld kl. 9: Þess bera menn sár Biinnuð yngri en 16 ára. Langarrlaginn kl. 5: Þcss bera menn sár Laugardagskvöld kl. 9: Ungt og leikur sér Sunnudaginn kl. 3: Ungt og leikur sér Barnasýning. Sunnudaginn kl. 5: Þess bera menn sár SunnudagskvÖld kl. 9: Vilti Villi Bönnuð yngri en 16 ára. Enginn bókamaðnr á íslandi má láta hina nýju útgáfu r Islendingasagna vanta í bókaskóp sinn. Gerizt ]jví áskrifendur þegar í dag. AðalumboSsmaður á Norðurlandi: r Arni Bjarnarson Bókaverzlunin Edda. Akureyri — Sími 334. Gúmmísvampar Ávaxfasulta Útlendar kartöflur á kr. 1,30 pr. kg. NÝI SÖLUTURNINN Okkar iijarlanleguslu þakkir lil allra, skyldra og vanda- lausra, fyrir þá miklu vinsemd og hluttekningu, er þeir sýndu okkur við andlát og jarðarför okkar ástkæru dóttur, Rósa- mundu, sem lézt í 'Kristneshæli þann 29. ágúst 1946. Helga Gunnlaugsdóttir. Árni Magnússon, Hjalteyri. J? ft Hjartanlega þakka ég öllum þeirn, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöjum og heillaskeylum á sjötugsafmæli mínu þann 1. þ. m. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Laugalandi. Aflsherjar atkvæðagreiðsla til kosningar fjögurra fulltrúa á 19. þing Alþýðusambands íslands, fer fram í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, laugardaginn og sunnudaginn 14. og 15. sept. næstk., í Verklýðshúsinu, Strandgötu 7. — Atkvæðagreiðslan stend- ur yfir frá kl. 3—8 e. h. á laugardaginn, en kl. 1—6 e. h. á sunnudaginn. KJÖRSTJÓRNIN. Shinola gólfbónið enska sem líkar svo vel, fyrirliggjandi í heildsölu hjú: I. Brynjólfsson & Kvaran Akureyri. tmm Gúmmídúkur Gúmrnísvampar klárgreiður Höfuðkambar Tannburstar Tannkrem Handsápur Raksápur Rakblöð, m. teg. Rakburstar Þvottapokar. Teppahreinsarar Bollaparabakkar Nærfatnaður herra Sokkar, herra Silkisokkar kvenna Bómuilarsokkar kvcnna Leistar. ASBYRGI h.f. Söluturniiui við Hamarstíg Dodge vörubifreið til sölu. Model 1942. Verð kr. 15.000.00. Upplýsingar gefur MAGNÚS JÓNASSON, Strandg. 13. Sími 419. Akureyri. Fiá Póstsendil vantar frá 1. okt. Unglingspiltur getur fengið atvinnu við afgreiðslu og skrifstofustörf frá 1. október til áramóta. Póststofan. Sendisveina vantar á landssímastöðina nú þegar. VetrarstDlkur vantar hálfan og heilan daginn. Ráðskonur í sveil og í bæinn vantar nú um miðjan mánuðinn og síðar. Talið strax við l’ innumiðlunar slcrijstojuna. Opin kl. 2—5, — Sími 110. Belgiskir ritílar einskota, kr. 140.00. VerzL Eyjafjörður h.f. Tökum iram um helgina nýja DÖMUJAKKA og GOLFTREYJUR. Gott úrval. Verzl. DRÍFA h.f. Fösfudagur 13. september 1946 ÍSLENDINGUR 3 Bernbarös Steíánssonar. Svar frá Magnúsi Jónssyni Afneitun Bernharð Stefánsson hefir tekið að sér það erfiða hlutverk að afsaka og útskýra fylgishran Framsóknarflokksins við síð- Ustu kosningar. Ritaði hann í þessu skyni huggunarorð til flokksmanna sinna, sem hann kallaði: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna Iiði“. Þessi hugvekja hans var lítillega tek- in til athugunar í tveimur rit- stjórnargreinum í ,,lslendingi“. Þetta hefir haft þær afleiðingar, nð Bernharð geisast aftur fram á ritvöllinn í næstsíðasta tölu- blaði „Dags“ og ritar nú þriggja dálka grein, sem hann nefnir: ..Fjármagn og kosningar“. — Nokkur atriði í þeirri grein eru þess eðlis, að það gegnir nokk- Urri furðu, að jafn reyndur og gætinn y stjórnmálamaður og Bernharð Stefánsson, skuli láta slíkt frá sér fara. Bernharði finnst kenna ein- hverra ónota eða reiði í ummæl Ura „lslendings“ um huggunar- hugvekju hans. Hvar hann hef- ir fundið gremjumerki í rit- stjórnargreinum ,,lslendings“, þar sem vikið er að grein hans, er vandséð, en það er sennilega tneð þetta eins og ýmsar aörar niðurstöður hans í þessum grein Um, að það er ekki á færi neinna viðvaninga aö skilja þær. Sann- leikurinn er sá, að flestum stjórnmálaandstæðingum Bern- harðs Stefánssonar mun fremur hafa verið hlátur en reiði í huga, er þeir lásu útskýringar hans á kosningaóförum Fram- sóknar gömlu. Hins vegar er ekki laust við, að nokkurrar gremju gæti hjá Bernharði yfir bví, að ,,lslendingur“ skuli hafa séð ástæðu til þess að gagnrýna grein hans, því að „mín grein Var áreitnislaus með öllu“, og ..ég tók það aðeins fram, sem hvert mannsbarn í landinu Veit“, eins og hann orðar það, Bernharð Stefánsson verður nú Samt að sætta sig við það með kristilegri þolinmæði, að bent sé á veilurnar í vörn hans fyrir Vonlausum málstað Framsókn- arflokksins. Hitt skal Bernharð sagt til hróss sem málafærslu- tnanni, að honum hefir tekizt Vörnin fyrir hinn vonlausa mál- stað betur en efni stóðu til. Við skulum nú athuga í bróð- erni, hvað það var, sem ég fann fyrri grein Bernharðs og svo ^ftur svör hans. Það voru tvær fjórum töiusettum ástæðum teim, sem Bernharð taldi Iiggja til grundvallar ósigri Fram- Sóknar, er ég tók til meðferðar 1 „lslendingi“. Annars vegar var kin óvænta játning hans um tað, að stjórnarflokkarnir kefðu unnið á, vegna þess að stjórnarstefnan væri vinsæl hjá þjóðinni, en eins og kunnugt er, Wa Framsóknarmenn almennt ^Mdið fram hinu gagnstæða. ^essu reynir Bernharð auðvit- að ekki að svara. Hins vegar var hin kátbroslega harmatala hans um það, að Framsóknar- menn hefðu ekki yfir neinu fé að ráða til áróðurs fyrir flokk- inn og gætu heldur ekki stuðst við nein skipulögð félagssamtök til eflingar flokksstarfseminni. Gæti því Framsókn ekki treyst öðra en dómgreind fólksins, og nú hefði hún einnig brugðizt. Benti ég Bernharði á það, að hann hefði alveg gleymt kaup- félögunum og þeim mikla stuðn ingi, sem þau hefðu ætíð veitt Framsóknarflokknum. Jafn- framt mun ég hafa minpst á það, að Frarnsókn hefði haft lag á að nota stjórnaraðstöðu sína hér áður fyrr til styrktar flokknum, og Framsóknarmenn myndu naumast vera allir svo snauðir nú, að þeir gætu ekki lagt eitthvað af mörkum til flokksstarfseminnar. Hver talaði um mútur? Viðbragð hins hógværa manns Bernharðs Stefánssonar við þessum vísbendingum mínum er furðulegt. Honum finnst það hin mesta ósvífni að tala um það, að Framsóknarmenn hafi yfir einhverju fé að ráða. Verð- ur ekki annað séð, en hann sé kominn á þá skoðun meinlæta- manna, að það sé hin mesta dyggð að vera fátækur, og pen- ingar verði ekki notaðir nema til ills. Telur hann þau ummæli mín, að Framsóknarmenn muni ekki allir vera bláfátækir, á- kæru á hendur flokknum um það, að hann beiti peningum ó- heiðarlega í kosningum. Jafn- framt segir hann, að hann hafi aldrei haldið því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn beitti fjár- magni sínu óheiðarlega. Báðar þessar staðhæfingar eru jafn furðulegar. Eg hefi aldrei hald- ið því fram, að Framsóknar- flokkurinn beitti fé ólöglega við kosningar. Eg hefi heldur aldrei sakað Bérnharð Stefánsson um það að hafa borið þær sakir á Sjálfstæðisflokkinn, að hann beitti óleyfilega fjármagni við kosningar. Eg sagði það eitt í ritstjórnargrein minni „Aum- ingja fátæklingarnir", að enginn flokkur hefði Framsóknar- flokknum fremur beitt valdi fjármagns og forréttinda til þess að efla áhrif flokksins. Bernharð segir sjálfur í sinni grein, að hægt sé að beita fjár- magni á löglegan hátt með góðum árangri. Hins vegar er það ætíð dáiitið tortryggilegt, þegar menn fara að bera af sér sakir, sem aldrei hafa verið á þá bornar. Ég hélt því fram, að fátæktarbarlómur Bernharðs væri hlægilegur, og ég hygg, að flestir séu mér sammála um það, hvað sem Bernharð segir. Kaupfélögunum afneitað. En aðairúsínan í svargrein Bernharðs Stefánssonar ■ er þó eftir, og til þess að gera hana enn girnilegri, hefir hann hana feitletraða. Hann segir: „Kaup- félögin leggja ekkert fé til starf seini Framsóknarfokksins.“ Þetta var rothöggið, sem hinn lífsreyndi Framsóknarleið- togi ætlaði að leggja hinn „unga“ ritstjóra Islendings að velli með. Það var ef til vill hægt að afsaka fávizku þessa unglings, en blessuð trúið hon- um ekki, heldur kontið til mín, Bernharðs Stefánssonar, og ég mun segja ykkur sannleikann. Og sannleikurinn er þessi: „Kaupfélögin leggja ekkert fé til starfsemi Framsóknarflokks- ins“. Það er ekki ónýtt fyrir þá, sem eru að hefja afskipti sín af stjórnmálum að fá svona fróð- leiksmola í vegarnesti. Ég er nú samt svo ósvífinn nemandi, að ég neita alveg að ‘viðurkenna þessa fræðslu hins reynda stjórnmálamanns — og ég er hræddur um, að það verði æði margir, sem jafnvel leyfi sér að brosa að þessu spakmæli Bern- harðs Stefánssonar. Eg hefi ætíð haft það álit á Bernharði Stefánssyni, að hann leyfði sér ekki að fara með al- geran þvætting, allra sízt, er hann þykist vera að gefa ung- um manni föðurleg heilræði. Þetta eru því nokkur vonbrigði. Það veit allur; almenningur í þessu landi, að Framsóknar- flokkurinn liefir eftir mætti notað samvinnufélögin lil þess að efla áhrif sín, og Bernharð Stefánsson gerir sér það áreið- anlega sjálfur l'jóst, þótt hann vilji ef til vill ekki viðurkenna það, að Framsóknarflokkurinn myndi ekki vera upp á marga fiska, ef hann rnissti tökin á samvinnufélögunum. Það getur vel verið, að kaupfélögin greiði ekki fé í flokkssjóð Framsókn- ar, en stuðningur þeirra kemur fram á alveg jafn áhrifaríkan hátt. Kaupfélágsstjórar eru valdir eftir pólitiskum litar- hætti, og yfirleitt eru ekki aðrir en Framsóknarmenn taldir hæf- ir starfsmenn við kaupfélögin. Þá hafa kaupfélögin ötullega stutt blaðaútgáfu Framsóknar- flokksins. SlS hefir jafnvel lagt fram fé til útgáfu „Tímans“, og hefir það verið afsakað með því, að „Tíminn“ ynni svo ötul- lega fyrir málstað kaupfélag- anna. Þá hugsa ég einnig, að flest blöð myndu ekki telja það einskisverða aðstoð, ef kaupfé- lögin tækju að sér innheimtu á- skriftargjalda m'eð því að færa þau í reikning hjá hlutaðeigandi viðskiptamönnum við kaupfé- lagið. Ef til vill má „Islending- ur“ vænta þess að fá líka að njóta þessara hlunninda, úr því að Bernharð Stefánsson, telur þau einskis virði fyrir sinn flokk. Einnig er vitanlegt, að víða hafa kaupfélögin verið ár- ið um kring áróðursmiðstöðvar fyrir flokkinn. Verður ekki ann- að séð en það sé fyllilega á við það að launa flokkserindreka. Það er líka alveg nýtt, að Framsóknarmenn reyni til að afneita hinum beina stuðningi kaupfélaganna við Framsóknar flokkinn. Hingað til hafa þeir haldið því fram, að þessi stuðn- ingur væri eðlilegur, því að allir góðir samvinnumenn hlytu jafn framt að vera Framsóknar- menn og það væri í þágu sam- vinnufélaganna, að Framsóknar flokkurinn væri efldur. Væri allur stuðningur kaupfélaganna við Framsóknarflokkinn, bæði bein fjárframlög til blaða flokks ins og margháttuður annar stuðningur, metinn til fjár, væri það engin smásumma, sem ís- lenzkir bændur og aðrir sam- vinnumenn í öllúm flokkum liafa verið látnir leggja fram til að styðja þennan líka nytsama flokk eða hitt þó heldur. Bernharð gat ekki fundið ó- heppilegri stað en Akureyri til þess að opinbera þessa afneitun sína á stuðningi kaupfélaganna. Það vita allir Akureyringar, að KEA er sú undirstaða, sem fylgi Framsóknar hér á Akur- eyri byggist á, og blaðinu, sem Bernharð birtir grein sína í, er að miklu leyti haldið uppi fjár- hagslega af kaupfélaginu, sem auglýsir fyrir stórfé í hverju blaði. Og þá kemur enn ein rök villan í málflutningi Bernharðs Stefánssonar. Hann sagir, að KEA auglýsi aðeins í „Degi“, af því að auglýsingarnar komi félaginu þannig að mestum not- um. En hver eru svo rök hins visa manns fyrir því, að KEA auglýsir ekkert í „lslendingi“. Þá er hætt að tala um nytsemi auglýsinganna, heldur er ástæð- an sú, að „íslendingur“ hefir leyft sér þá ósvinnu að finna að ýmsu í rekstri kaupfélagsins. Ef því KEA léti aðeins það sjónarmið ráða, hvernig auð- veldast væri að ná til viðskipta- vinanna, myndi það óneytan- lega auglýsa eitthvað í „Islend- ingi“, því að hann er þó út- breiddari hér á Akureyri en „Dagur“. Þessar röksemdir Bernharðs sýna einmitt ljós’- lega, að það eru fyrst og fremst hin pólitisku viðhorf, sem ráða auglýsingum KEA. Það virðist ætla að sannast hér, „að laun heimsins eru van- þakklæti“. Einn af foringjum Framsóknar hefir nú gengið fram fyrir skjöldu og afneitað hinum ómetanlega stuðningi, sem kauþfélögin hafa veitt Framsóknarflokknum. Hætt er þó við, að lítil von væri fyrir Bernharð með liðssöfnunina, ef samvinnufélögin hættu öllum stuðningi við Framsókn. Hins vegar er það auðvitað hin mesta óhæfa, að samvinnufélögin, sem skipuð eru allra flokka mönn- um, verði lengur notuð sem pólitísk vígi fyrir afturhalds- samasta og þröngsýnasta stjórn málaflokkinn í landinu, sem valið hefir sér það hlutverk að spyrna gegn nauðsynlegum um- bótum í þjóðfélaginu. Væri það vissulega fagnaðarefni, ef kaup- félögin tækju sem fyrst undir af neitun Bernharðs og afneituðu Framsóknarflokknum. Ljót er spillingin Og svo liggur það Bernharði - Stefánssyni óskaplega þungt á hjarta, hversu Sjálfstæðismenn misbeita valdi sínu, gjaldeyri og fjármunum rikisins. Já það er sannarlega ekki furða, þótt góð- um og gegnum Framsóknar- manni ofbjóði. Aldrei hefðu þeir getað hugsað sér að búa til embætti fyrir flokksmenn sína, láta flokksmenn sína sitja fyrir við bílaúthlutun — ég tala nú ekki um úthlutun gjaldeyris- leyfa. Þess er því miður ekki kostur i stuttri blaðagrein að rekja hinn óglæsilega feril Framsókn- arflokksins í stjórn landsins. Slíkt. væri efni í stóra bók. Eg er ekki alveg viss um, að öllum blöskri jafnmikið og Bernharð Stefánssyni, þótt minnst sé á ó- heppilega notkun opinbers fjár og opinberra valda í sambandi við Framsóknarflokkinn. Hins vegar þarf Bernharð ekki að liggja andvaka af áhyggjum út sff því, að flokksmenn hans verði teknir sömu tökum og þeir beittu andstæðinga sína þá. Núverandi ríkisstjórn mun á- reiðanlega ekki komast með tærnar, þar sem Framsóknar- stjórnin hafði hælana á sviði misbeitinga á opinberu valdi. Fréttatilkynning frá ríkisstj órninni UNDANFARIÐ hefir sendiráði lslands í Kaupmannahöfn borizt mikill fjöldi gjafapakka, með beiðn- mn um, að þeir yrðu sendir áfram til þýzkra ríkisborgara. Enn sem komið er, er ekki unnt að senda slíka gjafapakka áfram. Hinsvegar er sendiráðið nú að reyna að koma því til leiðar, að hægt verði að senda gjaíapakka til bág- stadds fólks á meginlandi Evrópu. Á meðan enn er ekki séð fyrir um árangur af þessari viðleitni sendi- íáðsins, mælist þáð til, að því verði ekki sendir fleiri gjafapakkar. (Frétt jrá utanríkisráðuneytinu).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.