Íslendingur


Íslendingur - 20.09.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 20.09.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. september 1946 ISLENDINGUR ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: MAGNÚS JÓNSSON. í'tgefandi: Bladautgálulél. Akureyrui. Skrifstoia Hafnaratr. 101. Sími 364. Auglýaingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Blfreiða- braskil. Skortur sá, sem undanfarin ár hefir verið á ýmsum hlutum hér á landi, hefir haft í för með sér allskonar óheppilegt hraslc eins og oft vill verða, þegar eftirspurn er meiri en framboð. Hefir bifreiðabraskið verið einna mest áberandi og ástand- ið í þeim málum er algerlega ó- þolandi. Það er ekki þörf á því að fara mörgum orðum um bifreiða- braskið, því að það er alkunn- ugt. Þeir, sem voru svo heppnir á stríðsárunum að komast yfir nýjar bifreiðar frá útlöndum, seldu þær hér með tvöföldu og jafnvel þreföldu verði og græddu á þeim tugþúsundir króna. Það opinbera hefir ann- azt eftirlit með innflutningi bifreiðanna, en því miður hefir allmjög borið á því, að ýmsir hafa fengið bifreiðar, sem ekk- ert höfðu með þær að gera og ætluðu sér aðeins að notfæra sér hið óheilbrigða ástand og selja bifreiðarnar. Munu jafn- vel vera dæmi til þess, að menn hafi fengið fleiri en eina bifreið, sem þeir svo hafa braskað með. Hafa atvinnubifreiðastjórar' ol't ekki haft önnur ráð en kaupa bifreiðar af bröskurum með ok- urverði. Bifreiðainnflutningur hefir verið mikill undanfarið, en þó hefir eftirspurn verið margfalt meiri, svo að ástandið er lítið betra en verið hefir. Meðan ekki er hægt að full- nægjá eftirspurninni, verður auðvitað alltaf ríkjandi vand- ræðaástand í þessum málum. Hins vegar ætti að mega gera róttækari ráðstafanir en gerðar hafa verið til þess að koma í veg fyrir hið óþolandi brask með bifreiðar. Það eru auðvitað oft mikiir erfiðleikar að meta þörf manna fyrir bifreiðar, þótt fyllsti vilji sé fyrir hendi til þess að láta réttlæti ríkja í út- hlutun bifreiðanna. Hins vegar er því ekki að neita, að úthlut- unin hefir stundum verið nokk- uð vafasöm og margir einstald- ingar fengið að flytja inn bif- reiðar, sem þejr hafa augsýni- lega ætiað að braska með. Með- an ekki er hægt að fullnægja eftirspurn manna eftir bifreið- um, verður að finna einliver ráö til þess að koma í veg fyrir braskið. Væri vel hugsanlegt að banna mönnum sölu bifreið- anna, nema með milligöngu Viðskiptaráðs eða Nýbygging- arráðs, og beita refsingum gegn þeim, sem uppvísir verða að gefa rangar upplýsingar um bif- reiðaþörf sína, og fá þannig bif- reiðar. Ef löggæzlumenn væru verulega vakandi í þessum mál- um, mætti í flestum tilfellum fylgjast með því, hvort bifreið- ar þær væru seldar óleyfilega, sem afhentar hefðu verið með sölubanni. Þá er enn eitt atriði, sem þarf endurskoðunar við í bifreiðainn flutningnum, og það er hinn mikli fjöldi tegunda, sem leyft er að flytja til landsins. Sam- kvæmt skýrslu hagstofunnar voru um síðustu áramót tii 67 tegundir af fólksbifreiðum i landinu. Er það sýnilega mjög j varhugaverð ráðstöfun að flytja svo margar tegundir til lands- ins, því að engin von er til þess 1 að verzlanir eða verkstæði liggi með varahluti í allar þessar tegundir. Það væri alveg nægi- legt og myndi spara mikið fé að flytja aðeins inn fimm eða sex góðar bifreiðategundir. Án efa vilja þeir aðilar, sem annast bifreiðaúthlutunina fram kvæma starf sitt samvizkusam- lega. Hins vegar er bifre'.ða- braskið staðreynd, sem ómögu- legt er að una við og er þjóð- inni til skammar. Verður því að reyna að finna einhverjar leiðir til úrbóta. Framteiðsia altskonar iid tyrírhuguð á Akureyri. "aretna Merkileg nýung í íslenzkum iðnaði. NÝLEGA liefir verið stofnað hér á Akureyri hlutafélag til þess að reisa verltsmiðju, er vefi allskonar bómullardúka. Þar sem liér er um að ræða algera nýung í íslenzkum iðnaði er ekki ólík legt, að marga fýsi að kynnast þessu fyrirtæki nánar. Hefir hlað ið því snúið sér til annars aðalstofnanda fyrirtækisins, Vigfúsar Þ. Jónssonar, stórkaupmanns, og beðið hann um upplýsingar varð- andi þessa fyrirhuguðu verksmiðju. Vigfús kvað forsögu þessa máls í stuttu máli vera þá, að hingað hefði komið aðalfulltrúi stærstu bómullarvefnaðarverk- smiðju Danmerkur, Grenaa Dampvæveri. Heitir hann Júlíus Havsteen og er íslenzkur ríkis- borgari, en hefir dvalið um langt skeið í Danmörku, og er sérfræðingur í öllum bómullar- vefnaði og rekstri slíkrar verk- smiðju. Kvaðst Vigfús hafa spurt um álit hans á rekstri slíkrar verksmiðju hér á landi, og hefði Júlíus talið mjög lík- legt, að sá iðnaður myndi gefa góða raun hér og spara landirru mikinn erlendan gjaldeyri. Nið- urstaðan hefði svo orðið sú, að þeir hefðu í félagi ráðizt í st .7:1- un hlutafélags til þess að koma hér upp bómullarvefnaðarverk smiðju. Nýtízku verksmiðjuhús. Þegar er hafizt handa um að cIÞanlíaSrot Eru ávextir bannvnrn? MORGUM mun vera farið að koma lil liugar, að ávexiir hafi verið bannfærðir í landi voriu því að nú fást ekki einu sinni rúsínur og sveskjur ltvað þá epli og appelsínur og þesskonar góðgæti. Illýtur það að vekja hina mestu furðu, að meðan fluttar eru inn í landið eiturvörur fyrir miljónir króna, gull- og silfurvörur fyrir stórfé og allskonar skran, skuli ekki vera nokkur leið að fá heilnæma ávexti. Það hefir víst aldrei komið fyrir, að ekki liafi verið fundið eitllivert ráð lil þess að ná í nægilegt magn af áfengi handa landsfólk- inu og dreifa því um laridið, en vegna skorts á skiþsrúmi hafa smáávaxlasending- ar, sem áttu að fara úl um land, verið látn ar skemmast í Reykjavík. Það kann að vera, að erfitt sé að fá á- vexti erlendis, en sé svo ekki, er það sjálf- sögð krafa, að ávextir séu að staðaldri til í landinu, og mætti að skaðlausu taka nokkuð af þeím gjaldeyri, sem fer til kaupa á áfengi, tóhaki og ýmiskonar glysvarn- ingi og verja honum til ávaxlakaupa. Er f.ull þörf á að bannfæra slíkan óþarfa- varning á undan ávöxtunum. Varh ugavert foi dtcem i BÆJARSTJÓRN mún hafa samþykkt að ganga í áliyrgS fyrir allt aS 12 þús. kr. láni til efniskaupa í tvö bráðabirgðaíbúð- arhús hér í bænum. Eer bæjarstjórn í þessu efni inn á nýja og mjög bæpna braut. Hvernig færi nú barjarst jórnin að rök- styðja synjun á ábýrgðarveitingu handa öðrtun, seni eru að byggja eða ælla að byggja hús — og það hús, sem va;ru til frambúðar? Bærinn áskilur sér fyrsta veð- rétt í bráðabirgðahúsunum fyrir ábyrgð- arskuldbindinguna, en bætt er við, að sá veðréttur geti orðið harla lítils virði í slík- um húsum. Þeir menn, sem hér eiga hlut að máli, eiga auðvitað erfitt með að standa tindir rnikhim byggingarko'stnaði eins og flestir aðrir, sem út úr neyð hafa ráðizt í að byggja á þessum árum, en ha'jarstjórn- in verður að gæta jiess a'ó' leggja ekki inn á braulir, sem hún á erfitt tneð að fóta sig á og fótas'kortur hennar getur orðið ti! þess að leggja byrðar á bæjarfélagið, sem það getur ekki risið undir, því að flestum mun finnast útsvörin í bænum orðin nægi- lega liá. B ö)ii i. n og kv i k 11 ly n d i rn m■ KVIKMð NDIRNAR eru eitt sterkasta áróðurstæki nútímans og álirifa þeirra gætir víða. A óþroskuð börn og •unglinga geta kvikinyndir liaft mikil álirif, bæði til .góðs og ills, og því er ekki lítils um vert, hvernig kvikmyndir það eru, sem ungling- unum eru sýndar. Því miður verður að segja það, að fæstar af þoitn myndum, sem til landsins koma, uppfylla það skilyrði að gela talizt göfgandi og sjðbtetandi, og margar myndir eru bhþt áfram siðspillandi. Rarnaverndarráð hefir reynl að velja úr kvikmyndumun og bannað að leyfa börn- um aðgang að sumum jieirra. Þessi ráð- stöfun er mjög nauðsynleg, en langl frá að vera fullnægjandi. Mal ráðsins er ofl nokkuð liandahófslegt. Það er enginn ör- uggur mælikvarði á skaðsemi myndar fyr- ir börn, þótt einhver maður sé drepinn, því að ýnisar myndir gela haft miklu skað- vænlegri áhrif á lítt þroskaða barnssálina, vþótt engin mannvíg séu sýnd. Þá er'það einnig meira og minna út í bláinn, þegar verið er að gera upp á milli barna á aidr- inum 12—16 ára. Séu myndir á annað borð bannaðar börnum á að hafa aidurstak- markið það sama, t. d. 14 eða 15 ár. Þótt mynd verði ekki talin skaðleg börn Framhald á 6. síðu. koma verksmiðjunni upp. Verð- ur verksmiðjuhúsið um 500 fer- metrar að innanmáli, en þó er gert ráð fyrir, að það verði að- eins þyrjunin, og áætlar Vigfús, að verksmiðjan muni í framtíð inni þurfa um 5000 fermetra landrými, ef allt gengur að ósk- um. Verksmiðjan verður af full- komnustu gerð, og hefir erlend- ur sérfræðingur gert teikningar af húsinu. Engir gluggar verða á veggjum, heldur risgluggar, og eru þeir taldir gefa mikiu betri birtu. Húsið verður einiyft með fimm risum. Vélarnar eru komnar tii landsins. Eru það 20 vefstólar 'Og 3 stórar hjálparvélar. Þrír sérfræðingar eru komnir frá Grenaa-verksmiðjunni til þess að setja saman vélarnar. Þeir eiga einnig að kenna meðferð vélanna. Fjölbreytt íramleiðsla. Verksmiðja þessi á að geta unnið margskonar bómullar- dúka. Einkum mun verða lögö áherzla á framleiðslu lérefts, vinnufataefnis og allskonar fóð- urefnis, en mikill skortur hefir verið á þessum efnum undan- farið. Þá getur verksmiðjan einnig ofið handklæði, segldúk, bæði þunnan og þykkan, tjalda- dúk, gluggatjöld, milliskyrtu- efni og jafnvel kjólaefni. Ætlunin er að' kaupa bórnull- arþráð eriendis, en ef vel geng- ur, kann að verða ráðist í að spinna þráðinn einnig hér heima. Sem stendur er þó spun- inn svo dýr, að heppiiegra er að kaupa þráðinn erlendis. Geta verið samkeppnisfærir. Vigfús kveðst vonast til, að verksmiðjan geti staðizt er- lenda samkeppni, þótt vinnu- laun séu mikil hér á Íslandi. Þráðinn telur hann þá geta feng ið með sama verði og erlendu verksmiðjurnar, og rafmagn sé hér ódýrara. Véiarnar eru svo fullkomnar, að tiltölulega lítiö vinnuafl þarf við þær. Ein stúlká gelur t. d. gætt fjögurra vefstóla í einu. Er því hér um að ræða mjög mikla véltækni, svo að vinnulaunin verða ekki ýkja stór liður í framleiðslu- kostnaðinum. Það sem mestum erfiðleikum veldur, er hinn hái toilur á bóm- ull og bómullargarni. Er tollur- inn á því nærri jafnhár og á til- búnum dúkum. Hefir Vigfús leitað til Alþingis um að fá lækkun á tollinum, þar sem hér geti orðið um að ræða mikinn gjaídeyrissparnað fyrir landið, en þingið hefir ekki enn séð sér fært að breyta þessu ákvæði tolialöggjafarinnar. Að öðru leyti segir Vigfús félagið ekki æskja neinna sérhlunninda eða einokunaraðstöðu, heldur ætli það sér að reyna að keppa við hliðstæða' erlenda framleiðslu. Nokkrir erfiðleikar eru að fá hráefni, en þó ætti það að tak- ast, ef íslenzk stjórnarvöld vilja veita nauðsynlegan stuðning. Hafa þegar verið gerðar ráð- stafanir til þess að fá hráefni. Merkileg nýung. Stofnun verksmiðju þessarar er tvímælalaust merkileg til- raun tii þess að efla íslenzkan iðnrekstur. Árlega erujlutt ínn í landið fyrir stórfé efni þeirra tegunda, sem gert er ráð fyrir, að verksmiðja þessi geti fram- leitt. Merkilegast er þó það, ef svo skyldi reynast, að verk- smiðja þessi geti framleitt jafn- ódýra vöru og hægt er að fá er- lendis, því að mikið af þeim iðnaði, sem nú er í landinu, er engan veginn samkepphisfært við samsvarandi erlenda fram- leiðslu. Þá ætti verksmiðjan einnig að geta slcapað góð skil- yrði fyrir ýmsan annan iðnað, sem hefir átt við efnaskort að stríða. Sé fyrirtæki, þetta jafn- líklegt til mikillar nytsemi fyrir þjóðfélagið og upplýsingar for- stjórans þenda til, ber þeim op- inberu aðilum, sem hér eiga hlut að máli að reyna að greiða fyrir því, að verksmiðjan geti komizt sem fyrst upp og hafið starfrækslu og iáta ekki fram- kvæmdirnar þurfa að stranda á þeim silakeppshætti, sem svo oft vill einkenna þá miklu skrif- finsku, sem nú er orðin ráðandi í landi voru. Sérhvert nýtt atvinnufyrir- tæki hér á Akureyri er til hags- bóta fyrir verkafólkið í bænum. Bæjarstjórnin þarf því eftir mætti að greiða fyrir því, að dugandi einstaklingum þykivæn legt að ráðast í að koma á fót sem flestum atvinnufyrirtækj- um í bænum. Þá fyrst er þees að vænta, að hér geti verið biórn- legt atvinnulíf, þar sem allir vinnufærir menn geta haft at- vinnu. Sendiherra Islands í Tékkóslóvakíu. Hinn 6. þ. m. afhenti Pétur Benediktsson, sendiherra, for- seta Tékkóslóvakíu embættis- skilríki sín sem sendiherra Is- iands í Tékkóslóvakíu. (Frétt frá utanríkis- ráðuneytinu).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.