Íslendingur


Íslendingur - 27.09.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.09.1946, Blaðsíða 1
 XXXII. »r> L Föstudagur 27. september 1946 Kommúnistiskir æsingameiin gera aðsúg að forsætisráðherra og borgarstjóra. Síðastliðinn sunnudag gerðist sá fáheyrði atburður í Reykja- vík, að um 150 kommúnistar réðust með ofbddi inn á fund Sjálfstæðismanna í Sjálfstæðishúsinu. Hafði skríll þessi í frammi öskur og háreysti á aðra klukkustund. Hátt á sjötta hundrað manns var á fundinum og vildu fundarmenn hrinda ofstopa- mönnunum af höndum sér, en forsætisráðherra bað fundar- menn að fara ekki í handalögmál við þenna lýð. Efir að skríllinn að lokum hörfaði á dyr, var fundi haldið áfram og forsætisráðherra ákaft hylltur af fundarmönnum. Þegar fundarmenn gengu af fundi, var allstór hópur af komm- únistiskum æsingamönnum fyrir utan húsið og gerðu þeir aðsúg að forsætisráðherra og borgarstjóra, svo að lögreglan varð að koma til aðstoðar. Hér er um að ræða atburð, sem hlýtur að vekja fyrirlitn- ingu og reiði allra þjóðhollra Islendinga. Ef friðsamir borgarar geta ekki rætt vandamál þjóðfélagsins óhultir fyrir óðum bylt- ingarlýð, þá er lítið orðið eftir af réttarörygginu í landi voru. Mun það óþekkt meðal siðaðra þjóða, að sjáífur forsætisráðherr- ann sé ekki öruggur fyrir árásum skríls, sem forustumenn flokks samráðherra hans í ríkisstjórn hafa æst til óhæfuverka. Eigi Island að geta talizt fullkomið réttarríki, verður að tryggja það, að svona atburðir geti ekki komið fyrir. Allir þegn- hollir borgarar hljóta að æskja þess, að ábyrg yfirvöld í land- inu efli svo löggæzluna, að slíkir atburðir geti ekki endurtekið sig. Þeir, sem kunna að efast um það. að forustumenn hins svokallaða sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins hafi verið samþykkir aðgerðum þessa skríls, þurfa ekki annað en lesa „Þjóðviljann". Heimsfrægir tónlistarmenn heimsækja Akureyri. Fiðlusnillinguriiui Adolf .Busch og píanósnillingurínn Rudolf Serkin koma hingað um miðja næstu viku. Þegar kunnugt var í vor að tónlistarsnillingar þessir myndu koma til landsins, sneri Tónlist- arfélag Akureyrar sér til for- manns Tónlistarfélags Reykja- víkur og æskti eftir að fá þá til Akureyrar. Þegar formaður Tónlistarfélags Akureyrar var í Reykjavík fyrir nokkrum dög- um, var það afráðið að þeir kæmu hingað og gengið frá samningum þar um. Eins og gera mátti ráð fyrir varð Tón- listarfélag Akureyrár að ábyrgj ast listamönnunum vissa upp- hæð, ef þeir ættu að koma hing- að, en í trausti þess að styrktar- félagarnir og ýmsir aðrir bæjar búar myndu ekki telja eftir sér að greiða aðgöngumiða hærra verði en vanalega, þegar um bessa heimsfrægu listamenn væri að ræQa> ákvað féiagið að taka áisig áhættuna og munu þeir því aö öllu forfállalausu koma hingað eftir næstu helgi. 1 för með þeim verður dóttir Busch, sem er kona Rudolfs Serkin, og ennfremur mun Björn Ólafsson konsertmeistari koma með þeim. • Hver styrktarfélagi Tónlistar félagsins getur fengið 2 að- göngumiða að hljómleikunum gegn lægra gjaldi en áðrir greiða. Afgreiðsla miðanna fer fram á skrifstofu Verzl. Ásbyrgi h. f. Skipag. 2, í kvöld kl. 6—7 og laugardag kl. 5—7. — Verði miðar styrktarfélaga ekki sóttir á þessum tímum verða þeir seld ir öðrum. Tekið á móti nýjum styrktarfélögum. — Staður og stund fyrir hljómleikana verður auglýst síðar. Bæjarverkfræðingur ráðinn. Bæjarstjórn hefir nýlega ráðið cand. polyt. Ásgeir Markússon bæj- arverkfræðing. Hefir hann starfað hjá bænum í sumar. . Kommúnistar reyna að efna til fjand- r skapar milli Islands og Bandaríkjanna Stórtjón af völdum of- viðrisins um síðustu helgi Um síðustu helgi geisaði hið mesta stórviðri með feikna úr- komu hér norðanlands. Voru vatnavextir mjög miklir og sum staðar mikið tjón af völdum skriðnfalla. Rafmagngaust var á Akureyri á þriðjudagskvöid og fram á nótt. Mestar skemmdir1 urðu í Höfða- hverfi. Eyðilögðu skriðuföll tún og engi á nokkrum jörðum .Mestar skemmdir munu hafa orðið á jörð- unum Litlagerði, Miðgerði og Ár- túni. Urðu skemmdir svo miklar á Litlagerðislandi, að jörðin er talin óbyggileg. Fólk flýði af bæjum þess- um í ofviðrinu á sunnudagskvöldið til Laufáss og Lómatjarnar. Skriðu'r eyðilögðu að mestu leyti svokallað- an Gæsaskóg, vestan Fnjóskár. I Eyjafirði urðu skemmdir á tún- inu á Vatnsenda og skriða féll inn á túnið á Möðruvöllum í Hörgárdal. Vegurin yfir Vaðlaheiði varð vxa tíma ófær. Hér á Akureyri urðu víða nokkrar skemmdir í kjöllurum vegna vatns- rennslis og stórir lækir runnu eftk götunum og má nú víða sjá farvegi þeirra. Skriður féllu úr höfðanum ofan við Aðalstræti 70 og sömuleiðis úr höfðanum, sem kirkjan stendur á. Öglæsilegt að vakna dauður í í rúmi sínu. I fyrrakvöld efndu hinar kommúnislisku stjórnir nokkurra verklýðsfélaga á Akur- eyri til almenns fundar í Samkomuhúsi bæjarins. Var ætlast til, að Akureyringar fylktu nú liði um hinar kommúnistisku sjálfstæðishetjur. Akureyringar sýndu þó þarna sem oft áður, að þeir meta meira skynsamlega yfirvegun en æsingar. Létu fáir verkamenn sjá sig og kom aðeins rúm lega hundrað manns. Varð fundurinn kommúnistum til mikilla vonbrigða. Ymsar helztu hetjur kommúnista komu þarna fram. Var innihald ræðanna aðal- lega svívirðingar um Ólaf Thors og illmæli um Bandaríkin. Einum ræðumaraia fannst sérstaklega eftirtektarvert, hve Akureyr- ingar væru sinnulausir um velferð sína að mæta ekki á þessum fundi og taldi vera heldur seint fyrir þá að vakna, þegar þeir lægju dauðir í rúmi sínu. Hlýtur það líka að vera mjög ónotalegt. Nokkur atriði í samningnum þyrfti að orða nákvæmar, en allt tal kommúnista um dul- búnar lierstöðvar bamalegar firrur ' Samningsuppkast það, sem forsætisráðherra lagði fyrir AI- þingi fyrir nökkrum dögum, hefir haft í för með sér atburði, sem fáa hefði órað fyrir að gerðust með þjóð, er telur sig mðeal fremstu meningarþjóa heimsins. Kommúnistar hafá beitt ógn- unum við æðstu stjórnarvöld landsins og reynt að hræða þing- menn til að taka ekki afstöðu til málsins eftir sannfæringu sinni. Komúnistar hafa misnotað vald sitt í verkalýðssamtökunum og fyrirskipað raunverulegt uppreisnarverkfall.Þessir atburðirhafa vakið þá ðpumingu í huga löghlýðinna borgara, hvort ekki sé meira réttaröryggi í landinu en s^o, að æsingamenn geti notað sterk hagsmunasamtök til þess að ógna sjálfu löggjafarþingi þjáðarinnar., Kommúnistar hafa undanfarið mjög reynt að slá sig til riddara sem hina einu sönnu ættjarðarvini og hafa reynt að sannfæra þjóðina um það, að allir aðrir flokkar sætu á svikráðum við hana. Hefir þeim þó orðið furðulega lítið ágengt í þess- ari nýju áróðurskrossferð, því að flestir hafa gert sér ljóst, að hér byggi eftthvað undir. Blöð kommúnista hafa undanfar- ið haldið uppi harðvítugum árásum gegn Bandaríkjunum og Bretum. Hafa málgögn þessi endurómað þar viðhorf Rússa. Hefir verið engu lík- ara, en kommúnistar legðu allt kapp á að egna hér til fjandskapar gegn Bandaríkjunum. Er r.akið í leiðara blaðsins í dag, hvaða astæður muni liggja hér til grundvallar. Hefir þetta berlegast orðið ljóst í sambandi við samningsuppkast það, sem nú liggur fyrir Alþingi. Engar herstöðvar Bandaríkin fóru á sínum tíma fram á það að fá hér leigðar her stöðvar til langs tíma. Allir flokkar og þjóðin öll hafnaði þeim tilmæl- um sem ósamrýmanlegum sjálfstæði þjóðarinnar. Kommúnistar hafa nú reynt að stimpla þá menn svikara, sem þá mæltu opinberlega gegn her- stöðvum, en neita nú að fallast á of stækisfullar árásir þeirra á Banda- ríkiti. Hefir þeim tekizt með ofstæki og landráðabrigslum að fá ýms fé- lagssamtök til þess að gera hróp að samningstilboði Bandaríkj anna. Eru þó samþykktir ýmissa þessara sam- taka eins og t. d. Stúdentafélags Reykjavíkur, byggðar á skynsam- legri íhugun en ekki pólitískum ofsa. Sannleikurinn er sá, að sú beiðni, sem Bandaríkjastjórn nú hefir sent íslenzku ríkisstj órninni er í grund- vallaratriðum allt annars eðlis en hin fyrri beiðni þeirra um leigu her- stöðva. í.slendingar ha£a full yfir- ráð í landi sínu I herstöðvabeiðninni var gert ráð fyrir því, að íslendingar afsöluðu sér yfirráðum yfir ákveðnum svæð- um á landi sínu og hér áttu að vera hópar manna, sem ekki lytu íslenzk- um lögum. Slíkt gat fullvalda ríki ekki fallizt á. I samningsuppkasti því, sem ná liggur fyrir, er skýrt fram tekið, að íslendingar skuli hafa full yfirráð yfir öllu sínu landi og þeir amerísku starfsmenn, sem hér dvelji, skuli lúta íslenzkum lögum og verða að fá landvistarleyfi hjá íslenzkum yfirvöldum. Keflavíkurflugvöllurinn á að verða skýlaus eign íslenzka rík- isins þegar í stað og öll föst mann- virki þar, og allur herafli Banda- ríkjanna verður fluttur á brott. Ýms atriði varðandi rekstur vallarins eiga eiga að vera samningsatriði milli ís- lands og Bandaríkjanna, meðan þau hafa afnot af vellinum, en þó er skýrt fram tekið, að slík ákvæði raski ekki „úrslitayfirráðum ríkisstjórnar Islands, hvað umráð og rekstur flug- vallarins snertir." Er að þessu ljóst, að það er meginmnnur á samningstil boði þessu og fyrri beiðni Banda- Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.