Íslendingur


Íslendingur - 27.09.1946, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.09.1946, Blaðsíða 6
■'-*P ÍSLENDINCtUR $ "jWTWFIPW* Islendingur er 6 síður í dag. I. O. O. F. — 1289278%. — Kirkjan. Messað í Glerárþorpi næstk. sunnudag kl. 1 e. h. — Akureyri kl. 5 e. h. Guifsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Grund, sunnudaginn 29. sept. kl. 1 •. h. -— Kaupangi, sunnudaginn 6. okt. kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnudaginn 13. okt. kl. 1 e. h. ■— Möðruvöllum, sunnudag- inn 20. okt. kl. 1 e. h. — Hólum, sunnu- daginn 27. okt. kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag, kl. 3 e. h. Vegna þrengsla verður svar til Bern- harðs Stefánssonar og mikið annað efni að bíða n»sta blaðs. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum, sr. Frið- rik J. Rafnar, vígslubiskupi: Ungfrú Elín Davíðsson, Hafnarfirði og Guðmundur Þórðarson, bryti, e.s. Lagarfossi. Ungfrú Kristjana Olafsdóttir, Akureyri, og Víking ur Guðmundsson, frá Akurseli í Axarfirði. Sjötug ve.rður í dag frú Asta Þor- valdsdóttir, fyrrum húsfreyja á Krossum, nú til heimilis í Norðurgötu 16 hér í bæn- urft. Karlakór Akureyrar óskar eftir söng- mönnum til viðbótar — fyrst og fremst tenórröddum. -— Nýir liðsmenn snúi sér til singstjórans, Askels Jónssonar, Gagn- fræðaskólanum, sem gefur allar nánari. upplýsingar. — Stjórnin. Blindrajélagið í Reykjavík hefir fengið leyft til að selja merki til ágóða fyrir hús- sjóð sinn á sunnudaginn kemur. Munu merkin verða borin hér um bæinn í trausti þess að bæjarbúar taki jafnvel og 2 síðustu ár á móti stúlkunum sem selja merkin. Með því er áreiðanlega stutt að góðu mál- efni. Hjálprœðisherinn. Sunnudag kl. 11 hslgunarsamkoma. Kl. 8.30 iijálpræðissam koma. Kl. 2 sunnudagaskóli. Skjaldborgarbíó sýnir um jxwsar mund- ir ítalska söngvamynd úr ævi tónsnillings- ins Paolo Tosti. Myndin er vel leikin og •Cngurinn ájættir. Leikararnir eru kvik- Myndahússgestum hér ókunnugir. I hotld er myndin góð. Danskur texti fylgir henni. Berklavörn á Akureyri heldur fund í Rotary-sal^ Hótel KEA mánudaginn 30. september n. k., kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Berklavarnardagurinn, Fréttir frá 5. þingi SÍBS. Kvennadeild Slysavarnarjélage Islands, Akureyri, heldur fund og kveðjusamsæti að Hótel KEA í kvöld kl. 9, í tilefni af brottför formanns félagsins, frk. Sess- elju Eldjárn. Félagekonur! Mætið allar. Aðalfundur Kennarufélags Eyjafjarðar verður settur í barnaskólahúsinu hér laug- ardaginn 28. þ. m. kl. 4 síðdegis. Gagnfrœðaskéli Akureyrar verður sett- ur þriðjudaginn 1. okt. næstk. kl. 4 síðd. í vetur verða meira en 300 nemendur í skólanum og er húarúmið því þegar full- skipað. Horfur eru á mjög aukinni aðsðkn að skólanum næsta ár og þvi »ýirilegt að hásið er þegar orðið of lítið. Ilvassajell, hið nýja skip SÍS, er vænt- anlegt hingað til bæjarins í dag. Skipið er keypt í Genúa á Ítalíu og lét þaðan úr höfn þann 6. þ. m. Var skipið afhent með hátíðlegri athöfn, að viðstöddum aðalræð- ismanni íslands í Genúa, hr. Ifálfdáni Bjarnasyni, borgarstjóra Genúarboígar og fleirum. Tójuveiðar. Hjörtur Eldjárn, búfjár- ræktarfræðingur, handsamaði í fjallgöng- um nú um helgina stéran og myndarlegan ref. Náði hann rebba lifandi með aðstoð fjarhunds síns og þótti hafa veitt vel. Föstudagur 27. september 1946 FeOgarnir frá Breiðabóli 2. bindi sagnabálksins uYn Breiðabðlsfeðga, „Bærinn og byggðin“, er nú komið í bókaverzlanir. 1. bindið, Stórviði, var gefið út fyrir nokkrum árum, og fæst enn í bókaverzl- unum. „Bærinn og byggðin“ segir frá átökumim milli bræðranna, Páls, óðalserfingjans og Hákonar unga, sem barg óðalinu Iianda ætt- inni..— 204 bis. — Verð óbundin kr. 14,00 í bandi kr. 20,00 Hvítir vængir eftir Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkalilíð 18 sögur og ævintýri um 100 Ijóð og lausavísur, 232 bls. Verð, óbundin kr. 18,00 1 bandi kr. 28,00 usvar Kona óskast til að taka að sér húsvörzlu, hrein- gerningar og veitingar í Oddfellow-húsinu, Brekkugötu 14, frá 1. okt. n. k. Ibúð húsvarðar 2 herbergi og eldhús. Nánari uppl. í síma 99 kl, 7—8 á kvöldl-n. Samoinostilboð Bauda- ríkjanna. Framliald af 1. síu. ríkjanna um herslöðvar og því hin mesta fjarstæða að halda því fram, að þeir menn séu svikarar við fynti afstöðu sína, þótt þeir hafi yfirlýet- sig andvíga herstöðvum, en telji þetta samningstilboð Bandaríkjanna að- gengilegt í höfuðatriðum. Hafa kommúnigtar einkum reynt að sví- virða einn hinn mætasta stjórnmála- mann í Iandinu, Gunnar Thorodd- sen, prófessor, fyrir svik við fyrri stefnu sína. Hefii' þó lítið orðið úr köppunum fyrír röksemdum Gunn- ars Thoroddsen og hefir Morgun- blaðið bírt mjög eftirtektarvei'ða ræðu eftir haiin um þetta mál, þar sem fjarslæður kommúnista eru hraktar lið fyrir lið. Eigum við að semja við Bandaríkin? Ofstækisfullir kommúnistar halda því fram, að við eigum ekki að gera neinn samning við Bandaríkin, held ur skipa þeim að fara héðan þegar í stað og banna þeim öll afnot af ís- lenzkum flugvöllum. Þetta eru monn- irnir, sem halda því fram, að Banda- ríkjamönnum sé ekki treystaijdi til neins góðs og vilja rjúfa öll vinsam- leg tengsl við þetta vestræna lýðræð- isríki. Meginþorri íslenzku þjócfar- innar er á öndverðum meiði við þessa ofstækismenn. íslenzka þjóðin hefir alla jafna leitast við að tryggja réttindi sín með vinsamlegum samningum Við þær þjóðir, sem þeir þurfa mest til Kristniboðsfélag kvenna, Akureyri, lief- ir kaffisölu í Zíon í dag, föstudag 27. sept. frá kl. 3 e. h. Eintiig verður þar útsala ýmissa muna. — Alhugið, hvað er á boð- stólinn. 1 kvöld mun frú GuSrún Brunborg endurtaka fyrirlestur sinn um Noreg á hernámsárunum og sýna kvikmyndir í því satnbandi. Einnig mjög skemmlilega kvikmynd frá skíðamóti við Holmenkollen 1946. — Frú Guðrún er alíslenzk, dóttir Bóasar Bóassonar að StuSlum við Reyðar- fjörð, en hefir nú dvalið 28 ár í Noregi og á þar mann og þrjú börn uppkomin. Ilún talar svo góða íslenzku að margir tala ekki hreinna mál, sem dvalið liafa hér lioima allan sinn aldur. — DugnaÖur og vilja- þrek þessarar kenn er með eindæmum, og munuð þið sannfærast um þaS, þcgar j*ð sjálf hafið Iicynt sögu hennar. — Nú ferð- ast hún hér um sitt elskaða fóslurland og heldur fyrrrlestra. Tilgangur hennar er ekki einungis, að fræða landa sína um á- standið í heimalandi sínu á hernámsárun- um, sem er þó mikils virði, þar sem við skiljum það ekki til hlítar, nema við heyr- um-það af vörum þeirra, sem sj’álfir hafa reynt, heldnr og aðallega til þess a5 'mynds sjóð við Óslóar-háskóla til rtyrktar cfna- litlum stúdentum, norskum og íslen«kum, sém við liann lesa. A sjóður þessi að bera nafn elzta sonar hennar, Olafs Brunborg, sem nazistar kvöldu til dauða í fangabúð- um sínum. Frú Guðrún elskar bæði lönd- in, ísland og Noreg, jafn heitt, og er því cinn sterkur hlekkur f þeirri keðju sem tengir þessar frændþjóðir órjúfandi bönd- iim. — Br nú vonandi að Akureyringar sýni skilning og bræðrahug og fylli Nýja- Bíó á föstudagskvöldið kl. 9. Engan mun iðra þess, sem kemur þangað og hlustar á frú Cuðrúnu Brunborg. 3. aS leita. Þannig hafa þeir náS því takmarki að verða frjáls og full- valda þjóð. Engilsaxnesku slórveld- in hafa sýnt Islandi hina ntesLu vin- semd og Bandaríkin urðu fyrst til þess að viðurkenna íslenzka lýðveld- ið. Þau kornu hingað með her sam- kvæmt beiðni íslenzkra stjórnar- valda. Þótt vér *ynj uðuia algerlega beiðni þeirra um herstöðvar, hafa þau ekki gert neina tilíaun til þess að fá vilja sínum framgengt með nauðungarráðstöfunum, sem vér'vit- um ósköp vel, að þehn værí í lófa lagið að beita. Þau hafa nú fjölmenn an her í Þýzkalandi og mörgum fleiri löndum í Evrópu og er sú her- seta skyldukvöð. ísland er eina milli- stöðin á leiðinni yfir Atlantshafið frá Bretlandi. Þau hafa nú beðið ís- land um þann vinargreiða að fá að hafa afnot af Reykjancssflugvellin- um meðan þau þurfi að sinna skyldu störfum sínnm í Þýzkalandi og fá að hafa þar nauðsynlegt starfslið. Það er vitað, að íslendingar hafa nú enga þjálfaða menn lil flugvall- arstarfa þar syðra. Bandaríkjamenn bjóðast til að þjálfa íslenzkt starfs- lið og á það smám saman a-ð taka við gæzlu vallarins. Þessar óskir Bandaríkjamanna virðast ekki óeðlilegar eins og sakir standa. Vér getum hæglega orðið við þeim, án þess að fórna nokkru af hagsmunum voírar eigin þjóðar. Helztu rök anBstæðinga samningsins eru þau, að ekki sé hægt að treysla Bandaríkjunum til að virða samning- inn. Meðmælendur samningsgerðar- innar eru annarrar skoðunar. Ef vér ætlum oss að vera fullir af tortryggni í garð annarra þjóða, er hætt við, að margir erfiðleikar bíði vor í sam- búðinni við þær. Það kátbroslegasta er, að hinar nýju „sjálfstæðishetj- ur“, sem telja það landráð að gera nokkra vinsamlega samninga við Bandarjkin, eru kommúnistar — einu íslendingarnir, seni dýrka á- kvaðið stórveldi — og surnir þeirra manna, er mest bör-ðust gegn stofn- un íslenzka lýðveldisins. Þessir menn eiga ntí að Tera hinar einu frelsis- hetjur, ea allar at&fc' ktadjsá’tímenn. Engin vafaatriði mega vera Þótt menn séu í höfuðatriðum samþykkir því samningsuppkasti, sem liggur fyrir Alþingi, þá getur verið full ástæða til þess að gera á því ýmsar lagfæringar. Það er auð- vitað rétt, sem bent hefir verið á, að í samningnum þarf ekki nákvæmlega að tilgreina réttarstöðu íslendinga, ]tví að þeir eiga allan þann rétt, sem ekki er beinlínia áskilinn öðrum. Hinsvegar er nauðsynlegt að ákvæði samningsins séu svo ólví^eð, að ekki geti valdið ágreiningi. Má t. d. henda á það, að í herverndarsamn- ingnum við Bandaríkin hefir orðið rerulegur ágreiningur um *kilning á hugtakinu „ófriðarlok“- Alyklanir Stúdentaráðs Háskólans og Stúdentafélags Reykjavíkur bera vott um, að þéssir aðilar hafa athug- að málið með skynsemi. Þó eru nokkrar aðfinnslur þessara aðila byggðar á misskiÍningi, en öðrum sleppt. Það verður».t. d. að tryggja það, að hergagil„.4rgðir verði ekki geymdar á flugvellinutn og herflokk- um ekki leyft að hafa hér viðdvöl. Islenzk tollayfirvöld verða að hafa eflirlit með innfhitningi til ameríska starfsliðsins og tryggja verður það, að smygl geti ekki átt sér stað. Er þess að vænta, að atriði þessi og ýms fleiri verði gerð ótvíræð. U ppreisnarverkf allið Kommúnistar sýndu með Iiinu svo kallaða allsherjarverkfalli sínu, að þeir svífast þess ekki að nota verk- lýðssamtökin — gagnstætt vilja allra gætinna verkamanna — í þágu póli- tísks ofstækis síns. Verkfallið var með öllu ólöglegt og lil þess-eins ætl- að að knýja þingmenn til þess að láta ekki sannfæringu sína ráða í af- greiðslu þessa máls, eins og þó er boðið í stjórnarskránni. Er að sjálf- sögðu hægt að gera Alþýðusam- bandið ábyrgt fyrir öllu því tjóni, sem af verkfalli þessu hefir Jalotizt. Hafa kommunistar meira að segja gengið svo langt í ofstæki sínu, að staríslið Landsspítalans var lútið gera verkiall. Mun hin kommúnist- iska yfirhjúkrunarkona bera ábyrgð í því verkfalli. Mál eins og þetta, sem nú liggur fvrir, er víðkvæmt og mjög auðvelt að gera það að sesingamáli. Hér er þó um að ræða svo mikilvægt utan- ríkismál, að brýna nauðsyn ber til að það sé rætt með skynsamlegri í- bugun. Skrílslæti og ofstæki geta aldrei orðið þjóðinni til annars en skammar. ENN FÆKKAB 1 SVEITUNUM. ■- j 1 árslok 1945 voru samtals 130.356 íbúar á öllu landinu, og hefir fjölgað á árinu um sam- tals 2,565 manns, eða 2% og ver það mun meiri f jölgun en und- anfarin ár. 1 kaupstöðunum hefir fólkinu fjölgað um 2.821 manns, en í sýslunum hefir fólkinu fækkað um 256 manns. Næstum öll fólksfjölgun kaupstaðanna er í Reykjavík, eða 2.297 manns. Á Akureyri hefir íbúunum f jölgað um rúmlega 200. Enn er ekki tekið fyrir hinn alvarlega straum fólksins úr sveitunum, og hefir íbúum sveitanna fækkað um 1.671 manns, eða um 3.8% á árinu. Eru þá talin með sveitum öll þorp, sem hafa innan við 300 íbúa. Kristniboðsfélag kvenna, Akureyru \ hefir kaffisölu í Zíon í dag, föstudag 27- sqjttember, frá kl. 3 c. h. Einnig verður þar úlsala ýntissa rnuna. — Athugið, hva* er á bo'ðstólum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.