Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1946, Side 1

Íslendingur - 04.10.1946, Side 1
XXXII. árg. 42. tbl. MEIRI HLUTI UTANRÍKIS- MÁLANEFNDAR SKILAR ÁLITI UM FLUGVALLAR- SAMNINGINN Framsóknarmenn skila séráliti. 1 gær skilaði meiri hluti utanríkismálanefndar og ann ar minni hluti nefndarinnar áliti um flugvallarsamning- inn. 1 meiri hluta nefndarinn- ar eru þeir Bjarni Benedikts- son, Stefán Jóh. Stefánsson, Gunnar Thoroddsen og Jó- hann Þ. Jósefsson. Álit meiri hlutans er mjög ítarlegt, og er ekki kostur að rekja efni þess hér. Leggur meiri hlutinn til að samning- urinn verði í höfuðatriðum samþykktur óbreyttur, en breytt verði sumstaðar orða- lagi til þess að gera réttindi Islendinga ótvíræð. Verði í því skyni bætt inn í samning- inn nýrri 5. grein svohljóð- andi: „Hvorki ákvæðin í næstu grein á undan né neiii önnur fyrirmæli þessa samnings, raska fullveidisrétti né úr- slitayfirráðum lýðveldisins ísland varðandi umráð og rekstur vallarins og mann- virkjagerð eða athafnir þar.“ 1 þeim minni hluta, sem lagt hefir fram álit, öru Framsóknarmennirnir Her- mann Jónasson og Bjarni Ásgeirsson. Virðast þeir vilja samninga við Bandaríkin, en vilja láta amerísku starfs- mennina á flugvellinum vera talda í þjónustu íslendinga, en Bandaríkjamenn eigi þó sjálfir að greiða þeim laun og bera allan kostnað af vell- inum. Eru sum atriði álits- ins dálítið einkennilfeg. Kommúnistar hafa ekki enn skilað áliti. Ekki hefir verið endanlegi? ákveðið, hve hær seinni umræða fer fram úm samninginn á Alþingi. — Hugsanlegt er þó, að hún verði á morgun. LANDSSÍMINN 40 Ara Landssimi Islands varð 40 ára þann 29. sept. s. 1. Var þess minnst víðsvegar um land. Hér á Akureyri hélt Lands- siminn starfsfólki sínu hóf mik- H* að Hótel KEA s. 1. laugardags kVöld. Jvassafell” kemur til Akureyrar. Stærsta flutningaskip Iandsins gert út frá Akureyri. „Hvasssafell“, hið nýja flutningaskip Samhands ísl. samvinnufé- laga, kom til Akureyrar s. 1. föstudagsmorgun. Var margt manna á liafnarbakkanum, er skipið lagði að hryggju fánum skrýtt, enda sérstök ástæða fyrir Akureyringa að fagna þessu glæsilega skipi, því að stjórn SlS liefir ákveðið, að Akureyri verði heimaliöfn þess Hvassateíl Hinn „nýi borgari“ Akureyrarkaupstaðar sézt hér við hajnargarðinn á Akureyri. Er myndin tekin rétt ejtir að skipið lagðist að bryggju, og er jmð allt fánum skreylt. Gagnfræðaskólinn settur 1. október. Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur kl. 4 s. 1. þriðjudag. Voru kennarar skólans, flestir nemendur og allmargt gesta við skólasetning- una. Athöfnin liófst með því, að sungiö var „ísland ögrum skorið“. Skólastjóri Þorsteinn M. Jónsson tók því næst til máls. Skýrði hann nokkuð frá þeim breytingum, sem verða á skólanum vegna hins nýja fræðslukerfis. Um tveir þriðju hlut- ar 7. bekkjar barnaskólans koma nú þegar inn í unglingadeild 1. bekkj- ar gagnfræðaskólans. Verða í vetur samtals rúmlega 300 nemendur í skól anum og skólahúsið þegar orðið of lítið, svo að ein deild skólans verð- ur að vera á hálfgerðum vergangi. Ber brýna nauðsyn til að hefjast sem fyrst handa um stækkun skóla- hússins, því að árið 1950 má gera ráð fyrir að um 500 nemendur verði í skólanum. Hin nýju lög um gagn- fræðanám munu leiða af sér mikinn sparnað fyrir Akureyri, því að fasta kennarar gagnfræðaskóla verða sam kvæmt þeim launaðir af ríkinu. Nokkrar breytingar verða á kenn- araliði skólans og ýmsir kennarar, sem áður voru stundakennarar munu sennilega verða skipaðir fastakenn- arar, en endanlegt samþykki mennta málaráðherra liggur þó ekki fyrir. Að lokinni skýrslu sinni ávarpaði skólastjóri nemendur nokkrum orð- um. Benti hann þeim á að nota vel tíma sinn og temja sér góða siði, stundvísi og reglusemi. Var ræða hans lærdómsríkar leiðbeiningar fyr ir hina ungu nemendur á þessum uplausnartímum, þegar svo miklum tíma dýrmætra æskuára er oft sóað í fánýti. UNDANHALDSMENN — FRELSISHETJUR Það er mikið talað um sjálf- stæðishetjur og landráðamenn á þessum tímum. Árið 1943 sendi hópur svokall- aðra „menntamanna“ áskorun til Alþingis um það að slíta ekki sambandinu við Dani og stofna íslenzkt lýðveldi. Frá þeim tíma eru kunn nöfn Hannibals Valdi- marssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar, Þorvaldar Þórarinsaonar o. fl. Árið 1946 á að gera samning við Bandaríkin um það, að þau flytji her sinn úr landi og viður- kenni úrslitayfirráð Islendinga yf- ir öllu landi sínu. Þá rísa „sjálf- stæðishetj urnar“ Gylfi Þ. Gísla- son, Hannibal Valdemarsson, Þor- valdur Þórarinsson o. fk.upp og skipa sér í hóp kommúnistiskra ofstækismanna til þess að mót- mæla þessum sanmingi. Og „Þjóð- viljinn“ syngur þeim lof og dýrð. Hvernig skyldi stefnan verða árið 1949? Merkilegur tón- listarviðburður. Hinir heimskunriu tónsnilling ar Adolf Rusch og Rudolf Ser- kin héldu tónleika í Nýja Bíó s. 1. mánudagskvöld á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Að- sóknin sýndi það, að Akureyr- ingar kunna að meta góða tón- list, því liúsið var þétt setið. X upphafi tónleikanna ávarp- aði Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, tónsnillingana og báuð þá velkomna til Akureyrar. Flutti hann ávarp sitt bæði á íslenzku og ensku. Busch og Serkin léku saman sónötu í d-moll, op. 108 fyrir fiðlu og píanó eftir Brahms. Þá lék Busch einleik á fiðlu Partítu í d-moll eftir Bach. Því næst lék Serkin einleik á píanó Zwei lieder ohne Worte og rondo capricloso eftir Mendelsohn. Síðast léku þeir saman Kreutzersónötu Beethovens fyrir fiðlu og píanö. Leikur þessara heimsfrægu tónsnillinga var dásamlegur og furðulegt, að þeir skyldu leika allar sónöturnar utanað. Var líka hrifning áheyrenda mikil og snillingarnir kallaðir fram hvað eftir annað. Einnig bárust þeim fagrir blómvendir. Að tónleikunum loknum hélt Tónlistarfélagið meisturunum veizlu að Hótel KEA. Áheyrendur kunnu vel að haga sér, og hefir það mikið að segja. Óviðeigandi var þó að k' vpa milli þátta í Kreutzer- sónötunni, enda virtist tónsnill- ingunum líka það miður. Tónlistarfélagið á skilið þakk ir fyrir að hafa gefið bæjarbú- um kost á að hlýða á þessa miklu snillinga. Stjórn SÍS bauð blaðamönn- um og ýmsum fleiri gestum að skoða hið nýja skip. Kom aðal- framkvæmdastjóri SÍS, Vil- hjálmur Þór, loftleiðis að sunn- an, ásamt blaðamönnum frá dagblöðunum syðra og útvarp- inu, skipaskoðunarstjóra og for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins. ,,Hvassafell“ er smíðað í Ans- aldo-skipasmíðastöðinni í Genúa á Italíu, sem er ein stærsta * skipasmíðastöð í Evrópu og hef- ir m. a. smíðað stórskipið ,,Rex“. 2000 hestafla dieselvél er í skipinu og einnig allar nauð synlegar hjálparvélar. Þá er olíukyntur gufuketill fyrir vind- ur og stýrisvél og til upphitun- ar. Skipið hefir 8 bómur, sem lyfta fimm smálestum og 2, sem lyfta tuttugu og fimm smálest- um. Skipið er 1665 smálestir brúttó, en 1208 smálestir nettó. Burðarmagn skipsins er rúmar 2300 smálestir, og er það því stærsta skip, sem Islendingar nú eiga. íbúðir skipverja eru aftast í skipinu og virðast þær vera þægilega útbúnar. Tveir vel búnir farþegaklefar eru í skip- inu. Farmur skipsins nú var aðal- lega salt, en einnig nokkuð af saumavélum og áfengi. Hóf að Hótel KEÁ. Að lokinni skoðun skipsins, bauð stjórn SlS gestum til mið- degisverðar að Hótel KEA. Stýrði Einar Árnason á Eyrar- landi hófinu. Gat hann þess, að nú væri að rætast draumur samvinnumanna um að eignast flutningaskip, en þó væri það von stjórnar SlS, að þetta væri þó aðeins vísir að enn fiþ’komn- Framhald á 8. síðu

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.