Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 04.10.1946, Blaðsíða 5
Föstudaginn 4. pktóber 1946 íSLENDINGUR 5 Albanía utvörður Russa > ' , Litíð land við mynni AdríahStsins, stm hægt væri að nota sernstökkpall til árásar, eða virki til varnar. Utan nr heimi Albanía hefir smám saman orðið framvarðarstöð rúss- neskra áhrifa við Miðjarðarhaf. Rússneskir verkfærðingar hafa nú umsjón með endurbótum á strandvirkjum, flugvöllum og járnbrautum Albaníu. 1 landinu ráða kommúnistar lögum og lofum.Með tilstilli þeirra myndu Rússar hafa hæga aðstöðu til þess að teppa allar siglingar inn í Adríahaf. Ef aftur drægi til styrjaldar gætu Rússar ráðist þaðan á margar af stærstu höfnum og flugvöllum Italíu og gert loftárásir á skip, sem væru á siglingu um. allt austanvert Miðjarðarhaf. Þessi hætta, sem ógnar sam- göngulífæð brezka heimsveldis- ins, er nú farin að valda stjórn- málamönnum í London og Was- hington áhyggjum. Hvorki Bret land né Bandaríkin viðurkenna stjórn Enver Hoxha, hershöfð- ingja í Albaníu. En Hoxha nýt- ur að tilstuðlan Júgoslaviu, sem er ein hinna sameinuðu þjóðá, fulls stuðnings Rússlands. Júgo- slavneskir liðsforingjar þjálfa hinn nýja her Albaníu, er hefir um 60 þús. mönnum á að skipa. Albanía gæti vegna legu sinn- ar orðið mjög þýðingarmikil fyrix hernaðaraðstöðu Rúss- lands. Þótt landið sé lítið má ná þaðan til margra hernaðar- lega. þýðingarmikilla staða. Um Sikiley má komast til Tripoli, sem Rússar kröfðust að fá á sínum tíma. Landamærin vita á löngu svæði að Grikklandi, og á allri strandlengjunni eru hinir, ákjósanlegustu felustaðir fyrir kafbáta, auk þess sem Rússar myndu hafa þaðan greiðan að- gang fyrir herskip sín að Mið- jarðarhafi. Varnir Albaníu eru mjög öfl- ugar. Italir reistu þar á sínum tíma varnarvirki, sem Þjóðverj- ar síðar endurbættu, meðan þeir hersátu landið. Það yrði mjög torsótt að sækja af sjó inn í Albaníu, þar sem háir fjallgarð ar hggja fram með endilangri ströndinni. Albanar eru harðgerr bænda- bjóð, sem þefur einnig víða tek- ið sér bólsetu í nágrannalöndun um. Um 85% þjóðarinnar stund ar búskapinn. Um 50.000 af í- búunum, sem eru ein miljón, drápu Þjóðverjar og Italir með- an á hernámi þeirra stóð. Níu hundu hluti alls búpenings féll a styrjaldarárunum og 47.000 býli lögðust í rústir. Hjálpar- stofnun hinna sameinuðu þjóða (U- N. R. R. A.) leitast nú við að bjarga fólkinu frá hungur- dauða, en Hoxha kvartar sáran yfir því, að hvergi nærri nógar birgðir komi til landsins. Josip Broz (Tito) einræðisT herra Jugoslavíu gætir hags- t muna Rússlands í Albaníu. Fyr- ír skömmu stefndi Tito Hoxha til Belgrad til -þess að jafna deilu, sem sprottið hafði vegna kröfu Albana um að fá skika af suðurhluta Jugoslaviu þar sem um 600,000 íbúanna voru af albönsku bergi brotnir. Fundur- inn endaði í sátt og samlyndi en „leiðtogarnir" neituðu því að hann væri fýrsta sporið í þá átt að innlima Albaníu í bandaríki Jugóslaviu. Gera má ráð fyrir því, að Rússar vilji heldur að Albanía teljist áfram til sjálf- stæðra ríkja, ef beiðni hennar um upptöku í bandalag samein- uðu þjóðanna yrði tekin til greina, þar sem þáð yrði til þess að 'Rússar fengju enn eitt 1 ,,atkvæði“ til úmráða á þingi sameinuðu þjóðanna. Bæði Bret land og Bandaríkin hika við að veita ríki, sem þau hafa enn ekki viðurkennt, slíkan rétt. Grikkland, sem er eitt samein- uðu þjóðanna, óttast að Rúss- land sé nú að koma á laggirnar bandalagi Júgoslava, Búlgara og Al'oana, sem sett yrði þeim til höfuðs. Grikkir skýra frá því, að albanskir hermenn ráð- ist nú hvað eftir annað á grísk- ar landamæraborgir, með að- stoð Jugoslava og Búlgara. Heima fyrir er Hoxha sterk- ur. Hann undirbjó kosningu sína, þegar hann hafði tiltrú þjöðarinnar, vegna þeirra hæfi- leika, sem hann hafði sýnt í leynihreyfingunni. Ekki er bú- izt við kosningum á næstunni, og tök kommúnista á landi og þjóð munu því reynast traust á næstu árum. Meðan á því stendur mun Al- banía reynast þýðingarmeiri en nokkru sinni áður sem hættu- legt tæki í höndunum á voldugu stórveldi. Nýr útsölumaður Morgunblaðsins Þann 1. okt. sl. sagði Hállgrímur Valdemarsson upp starfi sínu sem út- solumaður Morgunblaðsins á Akur- eyri. Hallgrímur hefir haft með höndum úlsölu Morgunblaðsins á Akureyri og fyrir nærliggjandi sveitir allt frá stofnun blaðsins fyrir 33 árum. Idef- ir hann rækt starf sitt með hinni mestu kostgæfni, enda hefir kaup- endum blaðsins Iiér fjölgað ár frá ári, og er Morgunblaðið nú langút- breiddast allra utanbæjarblaða hér á Akureyri. Við útsölu blaðsins hefir tekið Svanberg Einarsson, afgreiðslumað- ur íslendings. Afgreiðsla Morgim- blaðsins verður áfram í Brekkug. 7. Hallgrímur Valdemarsson mun á- fram gegna störfum sem fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri. Ávarp frá Berklavörn. Góðir Akureyringar og Eyfirðingar! Eins og að undanförnu efnir S. í. B. S. til blaða- og merkjasölu á „Berklavarnadaginn“, hinn fyrsta sunnudag í október. Þó er sú nýbreytni á þessu hausti, að merkin eru einnig happdrættis- miðar. Þó er verð þeirra hið sarna og undanfarin ár, — en vinningurinn er forláta flugbát- ur, fjögurra rnanna far. Eins og öllum er enn í, fersku minni, efndi S. í. B. S. til happ- drættis á síðastliðnu ári til styrkt- ar hinni veigamiklu starfsemi er það rekur. Tvennu má sérstak- lega þakka velgengni happdrætt- isins, í fyrsta lagi skilningi þjóð- arinnar á hagnýtum störfum S. í. B. S. og hinni miklu fjárþörf þess, í öðru lagi hinni glæsilegu vinningaskrá og þá sérstaklega fyrsta vinningnum — flugvél- inni. — En svo óheppilega vildi til að hún kom á óseldan miða, þegar dregið var. Við því varð ekki gert, eins og gefur að skilja, en stjórn S. 1. B. S. fann sig skuldbundna þjóðinni vegna undirtekta hennar við happ- drættið og ákvað að flugvélin skyldi komast í hendur einhvers styrktarmanns sambandsins á jrann einfalda hátt að hafa hlaup- andi númer á merkjum „Berkla- varnardagsins" í ár. Þegar sölu er lokið, verður svo dregið út eitt númer úr seldurn merkjum og handhafi merkis með samhljóða númeri hlýtur hnossið. Tilhögun þessi hefir þegar verið leyfð af dómsmála- ráðuneytinu. Akureyringar og Eyfirðingar! Þér sýnduð þá rausn að verða öt- ulustu stuðningsmenn S. í. B. S. sl. vetur, ersala happdrættismiða fór hér fram, og við sem vinnum 1 að þessurn málum erurn yður innilega þakklát fyrir rausn yð- ar og góðvild í garð sambandsins frá stofnun þess, og við vonum að þér-sjáið yður enn fært að veita þessari þörfu stofnun nokk- urn styrk, með því að kaupa merki og blað S. í. B. S., er þau verða boðin yður á sunnudaginn kemur. Þá leggið þér- yðar lóð á metaskálina, en það er nauðsyn- legt, að allir íslendingar geri skyldu sína í hinni hörðu baráttu til útrýmingar „hvíta dauðan- um“ úr landi voru. Akureyring- ar og' Eyfirðingar! Látum ekki okkar hlut eftir liggja í þeirri baráttu. Á sunnudaginn skulum við öll kaupa rnerki S. í. B. S. og ennfremur kaupa og lesa blaðið „Berklavörn". Munið, að með því að styrkja S. í. B. S. .stuðlið þér að auknu öryggi sjálfra yðar unr leið og þér léttið byrði sjúkra samborgara yðar. — Einnig getið þér að þessu sinni, ef heppnin er með eignast fullkonrnasta samgöngutæki nú- tímans — flugvél — fyrir einar Danmörk: Fyrirhugað er í Danmörku að hagnýta uppfinningu sviss- neskra rafmagnsfræðinga, sem gerir auðið að leiða raforku mjög langar, leiðir. Hefir verið gerð áætlun um að birgja Dan- mörk upp af raforku frá Noregi. Myndi leiðslan verða lögð neðan sjávar yfir Skagerak. Kostnað- ur er áætlaður um 137 miljónir króna. Ástralía: Ávaxtasálar í Ástralíu munu selja mikið af nýjum ávöxtum til Norður-Ameríku. Hafa Bandaríkin samið um að kaupa á þessu ári ávexti — einkum epli — fyrir um 10 miljónir króna. Noregur: Gert er ráð fyrir, að Noregur muni afnema innflutningshöml- ur á vörum frá öllum löndum nema Bandaríkjunum, Sviss og Svíþjóð og öðrum löndum, sem heimta greiðslu í dollurum. — Ráðstöfun þessi mun verða gerð til þess að auka innflutning á efnum til endurreisnarstarfsins. Nú þegar hefir verið gefinn út frílisti yfir ýmsar vörur frá Bretlandi. Belgía er nú að gera áætlanir um víð- tæka endurskipulagningu: at- vinnuveganna í landinú. fíefir ríkisstjórnin þeðið bæði atvinnu rekendur og verklýðssamtökin að tilnefna fulltrúa í sérstök ráð, er vinni að þessum málum. Ungverjaland, sem áður fyrr var einn stærsti kornframleiðandi í Evrópu, mun nú að verulegu leyti verða að hætta hveitiræktun til útflutn- ings. Hinum stóru landeignum hefir nú verið skipt á milli 400.00 nýrra eigenda. Fær hver þeirra 7-—13 ekrur lands, en hveitirækt er ekki hægt að reka með hagnaði á svo litlu land- rými. Hefir þessi ráðstöfun þær afleiðingar, að Evrópa mun að mestu leyti verða að leita til Rússa eða annarra heimsálfa til þess að fá hveiti. Noregur hefir keypt mikið af hergögnum í Bretlandi bæði fyrir landher, flota og flugher. Hafa Norð menn þegar fengið 7 tundur- spilla, 2 kafbáta, 3 korvettur, 4 tundurdufiaslæðara og 10 hrað- báta frá brezka flotanum. Nægi lega margar flugvélar hafa ver- ið keyptar handa fjórum flug- fimm krónur. Styöjið sjálfsbjargarviðleitni hinna sjúku! Styðjið og styrkið S. í. B. S. „Berklavörn", Akureyri. .....a;r.'ararii sveitum í norska flughernum, og eru það bæði orustuflugvélar og sprengjuflugvélar. Pólland: Kommúnistaflokkur Póllands er nú að hreinsa til í herbúðum sínum. Vegna hins alvarlega á- stands, hafa leiðtogar flokksins ákveðið að reka alla þá úr flokknum, sem þeir ekki geta treyst til að hlýða í blindni. Bú- izt er við, að um 150.000 verði vikið úr flokknum um næstu áramót, þegar félagaskírteinin verða endurnýjuð. Flestir í þess um hópi munu vera Pólverjar, sem gengu í flokkinn eftir frels- un Póllands. Gengu þá margir í Kommúnistaflokkinn til þess að tryggja sig gegn ofsóknum flokksins. Þýzkaland: Kommúnistar hafa löngum talið auðhringa vestrænna landa ein sterkustu rökin gegn „auð- valds“-skipulaginu. Nú hefir rauði herinn aftur á móti skipulagt auðhring á her- námssvæði Rússa í Þýzkalandi, sem allir auðhringar vestrænna landa eru smámunir í saman- burði við. Auðhringur þessi heitir Soviet iðnaðarfélagið og á rússneska ríkið 51% hlutabréfanna, en Þjóðverjar 49%. Opinberlega er tilkynnt, að fjármagn félagsins sé átta miljarðir marka eða um 5.2 miljarðir króna, en er talið vera raunverulega um helmingi meira. Hringur þessi ræður yfir 30% af öllum iðnaði á hernáms- svæði Rússa, þar á meðal hinum miklu I. G. litaverksmiðjum, og hefir um 400.000 verkamenn í þjónustu sinni. Mörg önnur stór fyrirtæki hafa svo Rússar lagt undir sig sem stríðsskaðabætur. Þýzkaland: Leynileg atkvæðagreiðsla, er fram fór í Berlín fyrir nokkru, sýndi, að aðeins 18% borgar- búa voru vinveittari Rússum en vesturveldunum. Afghanistan: Afghanistan er stærra en Frakkland, en þar er þó aðeins til eitt kvikmyndahús. 1 höfuð- borginni, Kabul, er aðeins eitt kaffihús. Þjóðin hefir á flestum sviðum verið mörg ár á eftir tímanum, en undir forustu nú- verandi ráðherra opinberra framkvæmda hefir verið gerð víðtæk áætlun um margvíslegar framkvæmdir í landinu. Rússneska sendisveitin í Af- ghanistan er fjölmennari en all- ar hinar sendisveitirnar til samans. Rússar eiga þó erfitt um vik með áróður sinn, því að öll stjórnmálastarfsemi í land- inu er bönnuð, nema stjórnin standi að henni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.