Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.10.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudagiím 11. október 1946 43. tbl. Þeir blato Nohels-verilaun Myndin hér að ojan er aj npkkrum þeirra vísindamanna, setn hlotið haja Nobelsverðlaun síðustu úra. Fimm Jteirra eru Banda- ríkjamenn og einn Dani. Talið jrá vinstri til liœgri eru dr. Otto Slern, sem hlaul 1943 verðlaunin í eðUsjtyeði, dr. Rabi, sem hlaut 1944 verðlaunin í eðlisjrœði, dr. Henrik Dam og dr. E. Döisy, sem hlulu 1943 verðlaunin í lífeðlisfrœði og lœknisfrœði, og dr. Erlan- ger og dr. Gasser, sem hlutu 1944 verðlaunin jyrir lífeðlisjrœði og lœknisjrœði. Dr. Doisy og dr. Dam fundu K-vitaminið. Helmingur Framsóknarflokks- ins og tveir Jaínaðarroenn greiða atkvæði með Komm- únistum. ALÞINGI afgreiddi flugvallarsamninginn s. I. laugardag og var umræðum útvarpað. Samþykktar voru breytingartiliögur meiri- hluta utanríkismálanefndar, en aðrar breytingartillögur felldar. Samningurinn var síðan endanlega samþykktur með 32 atkvæðum gegn 19. Hefir Alþingi þannig tekizt að leiða þetta viðkvæma utánríkismál til lykta á þann hátt, sem íslenzka þjóðin má vel við una, því að bæði eru henni tryggð full yfirráð yfir öílu laitdi sínu og einnig viaátta voldugustu Iýðræðisþjóðar lieimsins. Furðuleg meðferð á jarðnesk- um ieifum Jónasar Hallgríms- sonar. RÍKISSTJÓRNIN BIÐST LAUSNAR Forsætisráðherra baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðu neyti sitt. Varð forseti Is- lands við lausnarbeiðninni, en bað ráðuneytið að gegna störfum, þar til ný stjórn væri mynduð. Forseti Islands átti síðdeg- is í gær tal við forseta sam- einaðs Alþingis og formenn allra þingflokka, en ekki ér ennþá kunnugt, að hann hafi falið neinum ákveðnum manni stjórnarmyndun. Er alger óvissa ríkjandi um það, hvernig ný stjórn verði mynd uð. Reglulegt Alþingi var sett í gær. Forseti' sameinaðs þings var kosinn Jón Pálma- son, forsetj efri deildar Þor- steinn Þorsteinsson og for- seti neðri deildar Barði Guð- mundsson. LAN fengið til kaupa A KROSSANESI . BÆRINN mun nú hafa feng- ið lán til kaupa á Krossaness- verksmiðjunni og áskilið yfir- færsluleyfi á kaupverðinu. End- anlega hefir þó ekki veriö gmg- ið frá kaupunum, því að formað ur skilanefndar A. S. Ægir í Krossanesi, kapt. Isachsen hefir ekki fengið í hendur futlkpmin gögn til þess að ganga frá kaup- unum og gefa út afsal fyrir eigninni. Glæsibæjarhreppur hefir for- kaupsrétt að jörðinni Syðra- Krossanes, og hefir hreppurinn ekki enn endanlega hafnað for- kaupsréttinum. Tunnuverksmiðja bæjarins seld STJÓRN tunnuverksmiðja ríkisins hefir boðizt til að kanpa tunnuverksmiðju bæjarins fyrir kr. 140.000.00, sem greiðist á 3'—4 árum með jöfnum afborg- Unum og 4% vöxtum. Bæði bæjarráð og bæjarstjórn taldi kauptilboðið vera full lágt, eb samþykkti þó að taka tilboð- lnu vegna hinnar brýnu nauð- sVuar á því, að fyrirhuguð tunnusmíði geti hafizt sem allra. ^yrst. Þó var ákveðið að setja Það skilyrði, að andvirðið yrði Staðgreitt. * SÍÐAN jarðneskar leifar þjóðskáldsins Jónasar Hall- grímssonar komu heim til ætt jarðarinnar hafa gengið hinar ótrúlegustu og furðulegustu sög ur um heimflutning þeiira og síðari meðferð hér heima. Vit- að var, að ýmsar þessar sögur höfðu því miður við rök að styðjast, en öfl dagblöðin nema „Þjóðviljinn“ kusu að þegja um málið, þar eð opinberun þess myndi setja smánarblett á þjóð- ina. Frásögn „Þjóðviljans" af þessu máli er með því sóðaleg- asta, sem í því blaði hefir sézt, og hefir þó margt verið þar gruggugt. 1 frásögn blaðsins eru einnig margar missagnir. Verða ummæli blaðs þessa ekki rakirt hér, en rétt þykir að drepa á helztu atriði málsins úr því að umræður hafa verið hafn ar um það. Matthías Þói’ðarson, forn- minjavörður, fór til Danmerkur fyrir nokkru til þess að sjá um heimflutning beina Jónasar Hallgrímssonar. Var ekki ann- að vitanlegt, en þetta væri gert að tilhlutun hins opinbera eins og vera bar. Þegar bein þjóð- skáldsins koma tií ættjarðarinn- ar er viðhöfnin þó ekki meiri en það, að aðeins tveir menn veita þeim viðtöku, fornminja- vörður og Sigurjón á Álafóssi. Annast þeir svo í félagi kistu- lagningu beinanna, en Sigurjón mun síðan hafa tekið kistuna í sína vörslu. Sögulegasti þáttur þessa máls hefst þó seint á laugardags- kvöld s. 1. Kemur þá Sigurrjón á Álafossi að Möðruvöllum í Hörgárdal og þiður prestinn þar að jarðsyngja þjóðskáldið i kyrrþey að Bakka daginn eftir. Var hann þar þá kominn með kistuna og enginn með honum nema bílstjóri. Sóknarprestur- inn sneri sér þegar til vígslu- biskups og skýrði honum frá þessari undarlegu heimsókn. Framh. á 4. síðu. Andstæðingar samningsings vildu ekki hafa útvarpsumræð- ur ,um málíð. Munu þeir senni- lega hafa óttast, að þjóðin myndi fella annan dóm um samninginn en kommúnistar hefðu óskað, eftir að henni hefði gefizt kostur á að hlýða á rök beggja aðila á Alþingi. Útvarps- umræðurnar leiddu • einnig glöggt í Ijós, hversu haldlausar allar ásakanir kommúnista eru, enda voru þeir í algerri varnar- stöðu og málflutningur Áka og ungfrú Katrínar hinn aumleg- akti, Afstaða Herma-nns Jónasson- ar mun hafa vakið furðu meðal Framsóknarmanna víðsvegar . um land, ekki sízt hér á Akur- eyri. Er hún gott dæmi um það ráðleysi, sem ríkjandi er innan Framsóknarflokksins undir hans stjórn. Hann bar fram breytingartillögur, sem litu að vísu sæmilega út á pappírnum, en hefðu í reyndirini getað bak- að íslendingum ýmsa erfiðleika og óheppilega ábyrgð. Breyting- ar hans voru engar grundvallar- breytingar, því að hann lýsti því jafnframt yfir, að hann væri samþykkur því að veita Banda- ríkjunum lendingarréttindi. — Þi'átt fyrir þetta greiddi hann atkvæði gegn samningnum með kommúnistum. Hefir þetta sennilega átt að vera snjallt her bragð, en hætt er þó við, að ýmsum flokksmönnum hans þyki lítið til slíkra skripaláta koma, þegar um jafn mikilvægt mál er að ræða. Atkvæðagreiðslan Atkvæðagreiðslan hefir verið rakin nákvæmlega bæði í út- varpi og blöðum, og verður því ekki getið hér nema í stórum dráttúm. Breytingartillögur ut- anríkismálanefndar, sem allar miðuðu að því að gera orðalag samningsins ótvírætt og taka af ailan vafa um úrslitayfirráð Is- lendinga yfir flugvellinum og allri starfrækslu þar, voru sam- þykktar með 39 atkv. gegn 1. Allar aðrar breytingar voru felldai', Samningurinn var síðan sam- þykktur með áorðnum breyting um með 32 atkv. gegn 19. Með samningnum greiddu atkvæði allii’ Sjálfstæðismenn, 20 að tölu, 6 Alþýðuflokksmenn, Ilannibal og Gylfi greiddu at- kvæði með kommúnistum, en Barði sat hjá, og 6 Framsóknar menn: Eysteinn Jónsson, Jónas Jónsson, Björn Kristjánsson, Steingrímur Steinþórsson, Hall- dór Ásgrímsson og Jörundur Brynjólfsson. Gegn samningnum greiddu at kvæði kommúnistarnir allir, 10 að tölu, Hannibal og Gylfi og 7 Framsóknármenn: Bernharð Stefánsson, Hermann Jónasson, Helgi Jónasson, Páll Zóphonías- son, Páll Þorsteinsson, Bjarni Ásgeirsson og Skúli Guðmunds- son. Markviss forusta Alþingi hefii’ aukið traust sitt meðal þjóðarinnar við af- Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.