Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 11.10.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 11, októbcr 1946 ISLENDINGUH 3 O^ánáaSrot ÍSLENDINGUR Ritatjóri og ábyrgSarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefindi: BUHaútgáfufél. 4kureyrar. Skrifetofa Hafnaratr. 101. Sími 364. Auglýiingar og afgreiðala: Svanberg Einarsson. Póathólf 118. Hvað er framnndan? KOMMÚNISTAR hafa nú rofið stjórnarsamstarf það, sem staðið hefir um tveggja ára skeið. AJlur áhugi þeirra á að skapa hór blómlegt atvinnulíf, svo að öil alþýða geti búið við lífvænleg kjör, virðist rokin út í veður og vind. Þeir hafa þrugð izt því trausti, sem fjölmargir verkamertn hafa til þeirra borið. Þeir hafa sannað verkalýðnum það, að það er allt annað en hagsmunir verkamanna, sem þeir eru að berjast fyrir, því að grundvallaratriðið í stefnu stjórnarinnar var að tryggja öllum verkamönnum atvinnu við arðbæran atvinnurekstur. Margvísleg vandamál þarf nú að leysa til þess að þetta geti orðið. Mátti vænta þess, að sá flokkurinn sem fyrst og fremst hefir þótzt. vera málsvari verka- manna léti ekki á sér standa. Þessi flokkur hefir aftur á móti valið þann kost hugleysingjans að renna af hólmi, þegar í harð- bakka slæi'. Þar með hefir hann staðfest, ai'5 dugnaður hans felst i málæði en ekki athöfnum. Afsakanir kommúnista fyrir flóttanum frá vandamálunum eru furðulegar. Þeir telja brott- hlaup sitt afsakanlegt vegna Þess, að samstarfsflokkar þeirra hafi ekki viljað efna til fjand- skapar við Bandaríkin. Það veit nú allur landslýður, að' samn- ingurinn við Bandaríkin tryggir óskorað fullveldi Islendinga í landi sínu. Verkamenn vita einn ig, að samningurinn getur skap- að fjölda manna atvinnu. Allt þetta er kommúnistum einskis virði, því að þeim hefir mistek- izt það hlutverk, sem húsbænd- urnir eystra ætluðu þeim: Að koma í veg fyrir friðsamlegan brottflutning hersins, svo að Rússar gæ+u fengið í hendur vopn á Bandaríkin. Ríkisstjórnin he^ir ekki getað tekið nein hin innlendu vanda- mála til meðferðar undanfarnar vikur, því að ráðherrar komm- únista hafa neitað að ræða þau Jhál, þar til samningurinn við ^Bandaríkin væri afgreiddur. Af þeim sökum reyndi forsætisráð- lierra að hraða því máli, en biaut furðulegar árásir fyrir. Margvísleg vandamái bíða nú úrlausnar. Fé vantar til stofn- lána sjávarútvegsins. Vegna lé- legra síldveiða í sumar, eru margir útvegsmenn í miklum kröggum. Tryggja verður arð- bæran rekstur þeirra fjöimörgu framleiðslutækja, sem til lands- ins hafa verið keypt. Koma verð ur í veg fyrir stöðvun hús- bygginga vegna f járskorts. Dýr- tíðarmálin þarf að taka til ræki- legrar athugunar. Það verður að tryggja það, að þær miklu framkvæmdir, sem hafnar hafa verið á öllum sviðum undir for- ustu núverandi ríkisstjórnar, geti skapað þjóðinni þá velmeg- un, sem ætlað var. Allt þetta virðist liggja komm únistum í léttu rityni. Þótt öll þessi mál þurfi nú skjótrar úr- lausnar, hika þeir ekki við að rjúfa stjórnarsamstarfið og meira að segja heimta nýjar kosningar. Slík framkoma lýsir því fádæma ábyrgðarleysi, að engin orð fá lýst. Alger óvissa ríkir nú um framtíðina. Allar líkur eru til að ríkisstjórnin muni biðjast lausnar, því Alþýðuflokkurinn mun naumast þora að vera í stjórn eftir að kommúnistar eru hlaupnir á brott. Hefir hann hingað til verið of hræddur við kommúnista til þess, enda hefir hann innanborðs ýmsa menn, sem lítinn áhuga virðast hafa á einingu. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki skjóta sér undan ábyrgð, þótt við margvísleg vandamál sé að etja. Hann mun ekki bregðast því mikla trausti, sem kjósend- ur landsins sýndu honum við síðustu kosningar. Hann er reiðubúinn til samstarís við hvern þann flokk, sem halda vill áfram því umbótastarfi, er hafið hefir verið. Hann mun á- fram markvisst stefna að því, að allir landsmenn geti haft at- vinnu við arðbæran atvinnu- rekstur. Hann heitir á Öll þjóð- holl öfl til samstarfs um fram- kvæmd þeirrar stefnu. ERLEND VIÐSKIPTI 1 JtÍLl Samkvæmt nýkomnum hag- tíðindum hefir innflutningurínn í júlímánuði s. I. numið samtals rúmum 48 milj. kr. en útflutn- ingurinn aðeins rúmum 15 milj. kr. Þess ber þó að gæta, að í inn flutningnum eru talin skip fyrir rúmar 18 milj. kr. í júlímánuði í fyrra nam inn- flutningurinn rúmum 27 milj. kr., en útflutningurinn rúmum 30 miljónum. Útflutningur til Bretlands er rúmum 20 milj. kr. lægri nú, en í júlímánuði í fyrra. Stafar það af lokun ísfisksmark aðarins. Mest hefir verið flutt út í mánuðinum til Bandaríkj- anna, fyrir rúmar 7 milj. kr., en mest flutt inn frá Svíþjóð, rúmar 22 milj. kr. Eru það fyrst og fremst sænsku bátarn- ir. — Gatnaheitin Á SÍÐASTA bssjarstjórnarfundi fórn fram nokkrar umræð’ur um gatnalieitin hér í bænum. Var tilefnið' það, að byggingar- nefnil lagði til, að gata sú, sem sænsku húsin eiga að slanda við, verði kölluð „Svíabyggð“. Hlaut þessi tillaga litlar und- irtektir, enda auðvitað fullkomið rang- nefni að nefna liverfi þetta Svíabyggð, þótt liúsin séu sænsk. Aftur á móti taldi bæjarstjórnin æskilegt að halda ending- unni -byggð, og var samþykkt að skýra götuna „Austurbyggð". Þessar umræður liljóta að vekja menn til umhugsunar um það, liversu mikið ólag er á skipulagsmálunum liér í bæ. Það er að sjálfsögðu ófært, eins og bent var á af stimum bæjarfulltrúum, að ákveða gatna- heiti af handahófi í hvert sinn, sem ný gata er gerð. Það verður að samræma gatnaheitin eftir hverfum, og bærinn þarf að vera svo vel skipulagður fyrirfram, að auðið sé að velja fyrirliuguðum götum nöfn, þótt ekki sé farið að byggja við þær, eða geyma þá að velja götum nöfn, þar til hægt er að skíra líka nærliggjandi götur, sem fyrirhugað er að leggja. Má benda á það, að sérstök nefnd orðhagra rnanna ltef- ir með höndum val gatnaheita í Reykja- vík og eru jafnan skírðar samtímis allar götur í hverju hverfi. Þarf auðvitað að gefa götu nafn fljótlega eftir að byrjað er að byggja við liana, en þó ber enga brýn i nauðsyn til þess að gera það strax, því að vel má til bráðabirgða kalla götur A-götu, B-götu o. s. frv., þar til samræmd gatna- heiti liafa verið valin. Það er að mörgu leyti licppilegt að hætta við að láta allar götur hér enda á -gata eða -stræti, enda eru ýms gatnalieiti hér fjarri því að vera smekkleg. Landvörn — Þjóðvörn ÞAÐ vantar ekki þjóðlegu nöfnin á sum þeirra blaða, sem sprottið hafa ttpp sem gorkúlur nú undanfarið til þess að leið- beina þjóðinni í sjálfstæðismálum liennar. Fyrst kemur „Landvörnin" hans Jónasar og reynir að sannfæra þjóðina um það, að happasælasta leiðin til þeas að tryggja sjálfstæði landsins sé að opna það til her- setu handa erlendu stórveldi. Síðan kem- ur „Þjóðvörn" liinna nýju sjálfstæðis- hetja, sem ekkert vita hvað þeir vilja, nema það eitt að fjandskapast gcgn þeim samningi, sem • tryggir brottflutning alls erlends hers úr landinu og úrslitayíirráð Islendinga yfir Keflavíkurflugvellinum. Málflutningur beggja þessara blaða hefði getað orðið þjóðinni til mikils tjóns, ef hún hefði tekið rnark á honum. Hlutur „Þjóðvarnar" er þó mun verri, því að þar láta ýmsir menn ljós sltt skína, sem vænta mátti, að þjóðin ,teldi sig geta treyst. Er furðulegt, hvernig þessir mætu menn liafa leyft sér að rita um þetta mikilvæga mál. Liggur þó við, að sumstaðar sé málflutn- ingurinn næsta broslegur, eins og I. d. sú röksemd Ágústar H. Bjarnasonar, að ekki sé hægt að semja við Bandaríkin af því að Hull sé veikur og Roosevelt dáinn. Enn- fremur vitnun frú Theresíu Guðmunds- son, sem kveðst vera á móti samningnum, en segist ekki hafa haft tíma lil þeás að skýra frá ástæðunum til þess. Sanmingurinn hefir nú verið liappasæl- ^lega til lykta leiddur af ábyrgum mönn- um á Alþingi, sem létu ógnanir og taum- lausar svívirðingar kommúnista sem vind um eyru þjóta eins og sjálfsagt var. Nauð- synlegar lagfæringar veru gerðar til þess að gera úrslitayfirráð Islendinga óvé- fengjanleg. Æsingamoldviðrið er nú að rjúka burtu, og meginhluti þjóðarinnar mun vera þakklátur þeim mönnum, sem tryggðu sómasamlega afgreiðslu málsins, en fordæma hina, sem létu þjónkun við er- lent einræðisríki og pólitískar spekúla- sjónir ráða afstöðu sinni. Þjóðin hefir vissulega þörf á því að standa vörð um sjálfstæði sitt, cnda cr hún staðráðin í að verja hið unga lýð- veldi gegn allri erlendri ásælni. Hitt er lienni jafnvel ljóst, að hvorki „Landvörn“ né „Þjóðvörn“ geta verið henni þar neinar heppilegar leiðarstjörnur. Eru þetta álög ÞAÐ virðist ekki vera heillavænlegt að vera forystumaður í Framsóknarflokknum. Tryggvi heitinn Þórhallsson var hrakinn úr flokknum og felldur frá þingsetu með liinuip ódrengilegustu brögðum. Jóna.s Jónsson er einangraður og reynt að hrekja hann af þingi. Nú síðast virðist svo röðin komin að Hermanni Jónassyni. Spurning in er aðeins sú, livort lionum takist áður að gera útaf við flokkinn. í flugvallarmál- inu hefir hann leikið slíkan hráskinna- lcik, að jafnvel Eysteinn Jónsson snýst gegn lionum. Ef til vill býsl hann við að erfa formennskuna? Vitað er, «að SlS lief- ir megnustu vanþðknun á stefnu Iler- manns í þessu máli og mörgum öðriim. Bendir margt til þess, að Jónasi muni auðnast að sjá Hermanni varpað fyrir borð af Framsóknarskútunni — ef hún þá verður ekki sokkin áður. Nýtt barnablað ÐAGUR ritar í gær leiðara um leiksýn- ingar. Jafnframt skýrir hann frá afstöðu» Framsóknarflokksins til fíugvallarsamnings ins. Reynir ritstjórinn að afsaka liring- landahátt flokks síns, en tekst illa, enda er vitað, að ljann er í hjarta sínu algerlega andvígur framkomu Idermanns í þessu máli. OIl háttsemi Framsóknar í þessu mikilvæga utanríkismáli cr sannkölluð leiksýning — og það skrípaleikur. Fer því einkar vel á því að ræða um leiksýningar í þessu sambandi. Flestir hugsandi menn eru hættir að taka nokkurt rnark á stjórnmálaskrif- urn Framsóknarblaðanna. Ritstjóri „Dags“ er það rnikill raunsæismaður, að liann hef- ir veitt þessu alhygli. Hann liefir því valið það ráð að helga blað sitt meira ýngri kynslóðinni, og gefur nú út veglega mynda síðu, sem kostuð er af auglýsingum frá KEA og SÍS. Aðalforingjar SÍS eru and- vígir brölti Hermanns, en kunna þó ekki við að láta blað sitt ráðast á hann. Það er því sennilega rétt af þeim að láta blað sitt ræða sem minnst um stjórnmál, meðan —gvo standa sakir, en leggja heldur áherzlu á myndaútgáfu handa börnum. Dœmalaus sóðaskapur FYRIR ofan Gróðrarstöðina liefir verið komið upp einskonar brennsluofni. Er þangað keyrt öllu sorpi úr bænum og rík- ur stöðugt úr þessum ógeðslega haug. Reyk og ýldusvækju leggur yfir íbúa innbæjar- ins og allar girðingar í nánd við brennslu- stöð þessa eru þaktar margskonar miður þrifalegu bréfarusli. Stingur þessi óþverri mjög í stúf við liina fallegu trjágarða. Þá eru börn iðulega að gramsa í sorphaugn- um. Má nærri geta liverskonar „heilsu- brunnur" þetta er. Þá eru hér úti á eyrunmn önnur rusla- kista, litlu þrifalegri. Er ekið þangað alls- konar skrani og jafnvel matarleifum. Þessi einstöku óþrif hljóta óneitanlega að vekja þá spurningu, hvort ekki sé neitt heilbrigðiseftirlit í þessum ágæta bæ. Ilér er brýn nauðsyn á skjótum úrbótum. Steingrímur ' Matthiasson, ' i 1 fyrrverandi héraðslæknir kom hingað til bæjarins fyrir síðustu helgi, til að heilsa upp á gamla vini og vandamenn. Það eru nú tíu ár síðan Akureyringar kvöddu Steingrím með þakklæti og eftirsjá eftir nærfellt þrjátíu ára læknisþjónustu. Akureyring ar og Eyfirð’ingar þekkja allir Steingrím svo vel, að óþarfi er að fara að lýsa manninum, en vinsældum hans og dugnaði má jafnan við bregða. Af því að viðdvöl hans hér varð að þessu sinni ekki nema fáir dagar, en marga gamla vini langaði til að hafa tal af honum og taka í hönd hans, var efnt til hófs honum til virðingar að Hótel KEA að kvöldi þess 8. þ. m. — Var þar allmargt manna saman komið og gleðskapur góður, en Sigurður Guðmundsson skóla- meistari stjórnaði hófinu. Auk heiðursgestsins og skólameist- ara tóku til máls: Brynleifur Tobíasson, kennari, Steingrím- ur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti, Guðmundur Eggerz, fulltrúi, Davíð Jónsson hreppstjóri á Grund, Jón Geirsson læknir og Eggért Stefánsson kaupmaður; en mesta eftirtekt vakti það, er Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri, forseti bæjarstjórnar, las upp bréf frá bæjarstjórninni til heiðursgestsins, þar sem hún þakkar honum fyrir störf hans fyrr og siðar í þágu bærjarins og tilkynnir honum, að hún síðar muni senda honum málverk af bænum sem vott þakklætis og virðingar. Fannst öllum, að bæjarstjór-ninni hefði farizt vel og drengilega og tóku undir er- indi Þorsteins með dynjandi lófataki. Steingrímur læknir er nú orð- inn sjötugur, en ber aldurinn vel og er reifur til líkama og sálar, enda hefir hann verið hraustmgnni, svo sem hann á ætt til. Ekki segist hann taka í mál að setjast í fielgan stein og hætta læknisstörfum, heldur fer hann aftur um hæl til Nexö á Borgundarhólmi, énda nýtur hann sama trausts og vinsæld- ar þar sem hér á landi. Kunna Dánir auðsjáanlega að meta mannkosti hans engu síður en við landar hans. — En allir vin- ir hans óska afturkomu svo góðs drengs; það er eins og eng- inn geti hugsað sér, að Stein- grímur læknir beri beinin ann- ars staðar en í moldu fóstur- jarðarinnar. Fylgi honum guð og gæfan, hvar sem hann er! Sendiherra í Póllandi ' PÉTUR BENEDIKTSSON hefir verið skipaður sendiherra Islands í Póllandi, og afhenti hann forseta Póllands embættisskilríki sín þann 27. september.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.