Íslendingur


Íslendingur - 18.10.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 18.10.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 18. október 1946 44. tbl. Athugið Vegna breytinga á ut- gáfu „fslendings", kem- ,ur blaðið ekki út næstu viku. UTAN tJR HEIMI Búlgaria: Hreinsun „Þjóðverjasinnaðra liðsforingja úr búlgarska fiern- um er miklu róttækari en opin- berar skýrslur gefa til kynna. Næstum allir þeir liðsforingjar, sem ekki eru kommúnistar, hafa verið reknir úr stöðum sínum. Ýmsir ætla, að tilgangur inn með þessari róttæku hreins- un sé sá að neyða hermálaráð- herrann Velchev til þess að segja af sér, en hann er eini and kommúnistinn, sem gegnir mik- ilvægu embætti. Rússland: Rússar eru að koma sér upp mjög haganlegu viðskiftakerfi í AusturEvrópu. Þeir kaupa úr og vélar frá Sviss með timbri frá Austurríki og landbúnaðar- vörum frá Ungverjalandi. Vör- ur frá Svíþjóð greiða þeir með pólskum kolum. Útflutningur nauðsynjavara, sem Rússar hafa ekki þörf fyrir færir Austur-Evrópulöndunum erlend an gjaldeyri, sem síðan er hægt að nota til kaupa á tækj- um til framleiðslu iðnaðarvara handa Rússum. 0-60 |)fis kr lán óskast. Góð trygging. Til- boð merkt „Góðir vextir" leggist inn á afgr. Islend- ings. Reiðhestur Til sölu er 6 vetra foli af bezta reiðhestakyni. — Nánari upplýsingar gefur Páll Friðfinnsson, útgm. Dalvík nú á Sjúkrahúsi Akureyrar. Barnavagnar Barnakerrur Aluminium tröppur Emailíeraðar fötur ^erzlunin Baldurshagi h. f. ffanskt hvítkál nýkomið VeJ-zlunin Baldurshagi h. f. 'yrsta ráðsteínan um byggingamál á Islandi var lialdiii i sumar Bergi Jónssyni saka- dómara vikið úr enr bætti. Dómsmálaráðherra, Finnur Jónsson, hefir vikið sakadómar- anum í Reykjavík, Bergi Jóns- syni, frá störfum og fyrirskipað réttarrannsókn gegn honum vegna ósæmilegra símtala við ráðherrann og fleiri menn. — Hefir Gúnnar Pálsson, bæjar- fógeti á Norðfirði, verið skipað- ur til þess að rannsaka mál þetta. Eins og kunnugt er, þótti það hin mesta óhæfa, þegar Finnur Jónsson á sínum tima skipaði Berg Jónsson sakadóm- ara til þess að geta komið flokksbróður sínum Guðmundi 1. Guðmundssyni í bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði. Virðist það vera að sannast, sem á var bent þá, að veiting sakadómara- embættisins. hefði ekki verið skynsamleg. Að öðru leyti verð- ur ekki um það sagt nú, hve réttmæt brottvikning Bergs Jónssonar er. Mun réttarrann- sóknin leiða það í ljós. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að kaupa togara. BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefir riýlega borizt svohljóðandi bréf frá Nýbyggingarráði: „Með tilvísun til óska fulltrúa bæjarstjórnar við úthlutun tog- ara til yðar, hefir ráðið fyrir milligöngu fulltrúa ríkisstjórnar innar með byggingum í Bret- Iandi, aflað tilboðs í annan tog- ara handa yður af sömu gerð, byggður hjá Alexander Hall. Nauðsynlegt er að geta svarað tilboðinu fyrir helgi." Bæjarstjórn hélt fund um málið s. 1. föstudag og sam- þykkti að tdká tilboði Nýbygg- ingarráðs. Þó var það skilyrði sett, að togari þessi yrði eigi lakari að gæðum eða dýrari en þeir togarar, sem þegar hefir verið úthlutað. Bæjarstjórnin hefir áður sam þykkt að óska eftir að fá tvo togara, og er þessi afgreiðsla málsins"því í samræmi við þá ályktun. Ráðstefna þessi gerði ýmsar merkilegar samþykktir um endur- bætur í byggingarmálum, og miða ýmsar þessara tillagua að því að reyna að lækka hinn feikilega hyggingarkostnað, sem er að gera einstaklingum ókleyft að ráðast í byggingarframkvæmdir. Þyrfti nú þegar að láta fara fram ítarlega rannsókn á hinum ýmsu kostnaðarliðum við húsabyggingar, því að full ástæða er til að álíta, að þar sé á ýmsum sviðum um hreinasta okur að ræða. Hér fara á eftir nokkrar at- hyglisverðustu ályktanir bygg- ingarráðstef nunnar: Byggingaráðstefnan 1946 á- lyktar að skora á stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna að beita sér fyrir því að ákvæðis- vinnufyrirkomulag (verkskrár- vinna) verði viðhöfð í bygginga iðnaðinum þar sem því verður við komið. Byggingaráðstefnan 1946 beinir þeirri áskorun til. ríkis- stjórnar og Alþingls, að tekið verði til rækilegrar yfirvegunar hvernig byggingaiðnaðurinn verður, að bezt manna yfirsýn. haganlegast sniðbundinn (stand ardiseraður), svo komið verði við einfaldari og hagkvæmarl fjöldaframleiðslu. Byggingaráðstefnan 1946 beinir eftirfarandi áskorunum til bæja- og sveitastjórna í land- inu: a) að auka svo sem auðið er leiðbeiningarstarfsemi í húsagerð, m. a. með því að hraða svo sem frekast má verða framkvæmd heimildar iaga um ræktun og húsagerð í sveitum. b) að stuðla að þvi, að efnalitl ir einstaklingar eigi aðgang að hagkvæmum uppdráttum og kostnaðaráætlunum, þar með taldir uppdrættir að járnalögnum, hitalögnum, raflögnum o. s. frv. c) að viðkomandi bæjarstjórnir og bygginganefndir geri strangari ikröfur en verið hefir víða til þeirra manna, er fást við teikningar og framkvæmdir verka á hverj- um stað. Byggingaráðstefnan 1946 telur brýna nauðsyn bera til þess, að nú þegar fari fram ræki Ieg athugun á vélakosti þeim, er þjóðfélagið á nú yfir að ráða til byggingariðnaðar, í þeim til- gangi að heildarsýn fáist um: a) hvað nú er til í landinu af slíkum vélum. b) hvað á skortir, að brýnustu þörfum í því efni verði full- nægt. c) Hversu bezt verði hagnýttar þær nýungar í véltækni, er fram koma á hverjum tíma í þágu byggingaiðnarins. Beinir ráðstefnan þeirri á- skorun til iðnaðarmálaráðu- neytisins, að það láti þessa at- hugun fara fram, í samráði við hinar ýmsu félagsheildir bygg- ingaiðnaðarins. Byggingaráðstefnan 1946 beinir þeirri áskorun til félags- málaráðuneytisins að það skipi nú þegar nefnd til að gera til- lögur um skipulag á eldhúsi, er sameini eftir því sem kostur er á þægindi og hollustuhætti, en stilli þó þeim kröfum svo í hóf, að miðað sé við kaupgetu al- mennings. Byggingaráðstefnan 1946 skorar á ríkisstjórnina að láta rannsaka hvort ekki væri ráð- legt að setja á stofn verksmiðju til að vinna einangrunarefni til húsabygginga úr timbur- og pappírsafgöngum, sem ónothæf- ir eru til annara hluta. Byggingaráðstefnan 1946 skorar á ríkisstjórnina að gera eftirfarandi ráðstafanir til að tryggja að lög frá síðasta Al- þingi um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöð Um og kauptúnum nái sem fyrst og hagkvæmast tilætluðum not- um. a) að tryggja lánsfé til bygg- ingafélaga verkamanna og byggingarsamvinnufélaga. b) að meðan takmarkað magn byggingarefnis fæst til lands ins, sé beitt ákvæðurn téðra laga til þess að láta íbúðar- húsabyggingar fyrst og fremst njóta fáanlegs bygg- ingarefnis. ENNÞÁ ENGIN STJÓRN- ARMYNDUN Ólafur Thors hefir tilkynnt forseta Islands, að hann telji ekki rétt, að hann, eða annar maður úr Sjálfstæðisflokkn- um reyni stjórnarmyndun, heldur væri eðlilegast að allir flokkar þingsins tilnefndu menn til þess að athuga möguleika á sem víðtækustu samstarfi um myndun ríkis- stjórnar og lausn þingmála. Munu allir flokkarnir hafa fallizt á þessa tillögu. „Dagur" dregur í gær þá ógáfulegu ályktun af tilkynn ingu Ólafs Thors, að hún feli í sér uppgjöf nýsköpunar stefnunnar, því að Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn hafi þingmeirihluta í báðum deildum. Þetta er hin mesta fjarstæða. Sjálfstæðis- flokkurinn mun áfram fylgja þeirri stefnu, sem mörkuð hefir verið með forustu hans í fráfarandi ríkisstjórn, en hins vegar var framkvæmd stefnu þessarar byggð á sam- starfi þriggja flokka, og „Degi" ætti að vera það kunn ugt, að Alþýðuflokkurinn hef ir ekki talið sér fært að svo stöddu að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum ein um. KA vann haustmótið Undanfarið hefir staðið yfir haustmót í knattspyrnu hér á Akureyri. Lauk mótinu s. 1. laugardag. K. A. og Þór kepptu á mótinu, og sigraði Knatt- spyrnufélag Akureyrar í öllum flokkum. Úrslit í einstökum leikjum urðu sem hér segir: 1 III. fl. vann K. A. Þór með 6 :2. 1 II. fl. sigraði K. A. með 3 :1.11. fl. vann K. A. Þór með 4 : 2, og í meistaraflokki sigraði K. A. 4 :2. S. 1. sunnudag fór svo fram önnur keppni .milli meistara- flokka K. A. og Þórs í knatt- spyrnu, og sigraði þá K. A. með 3:1. Píanóhanonika til sölu. — A. v. á. Sendum heim milli kl. 4—6. Verzl. ESJA

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.