Íslendingur


Íslendingur - 18.10.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.10.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 18. október 1946 ÍSLENDINGUR 3 tSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgð'armaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgofandi: Blaíaútgáfujél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnaritr. 101. Sfmi 364. Auglýaingar og afgreiðala: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Stétt með stétt. Afleiðingarnar af hinu á- byrgðarlausa brotthlaupi komm únista úr ríkisstjórninni eru nú sífellt betur að koma í ljós. — Formaður Sjálfstæðisflokksins hefir ekki talið sér fært að taka að sér stjórnarmyndun að svo stödau, enda satt að segja ekki sjáanlegt, hvernig sú stjórn ®tti að verða mynduð. Hefir hann því bent á þá eðlilegu leið, að samningar verði hafnir milli ailra flokka um lausn aðkall- andi vandamála. Sjálfstæðisflokkurinn hefir undanfarin ár barizt fyrir því að skapa sem víðtækast sam- starf um stjórn landsins. Þessi barátta flokksins hefir verið í nánu samræmi við það megin- sjónarmið í stefnu hans, að stéttir þjóðfélagsins eigi allar að vinna saman með gagnkvæm Um skilningi og virðingu fyrir hagsmunamálum og þörfum hverrar annarar. Þetta hefir stéttarflokkunum oft gengið arfiðlega að skilja. Sjálfstæðis- flokkurinn taldi það vansa fyrir hið aldagamla Alþingi, þegar útanþingsstjórnin var mynduð. Hann vann mánuðum saman að Því að sameina alla flokka til þátttöku í ríkisstjórn til þess að bjarga virðingu þingsins og tókst að lokum að sameina fram leiðendur og neytendur, at- vinnurekendur og verkamenn til samstarfs um stjórnarstefnu, ar miða skyldi að því að efla utvinnuvegi þjóðarinnar til iands pg sjávar óg tryggja það, allir landsmenn géetu lifað Vlð sæmileg kjör. Þau tvö ár, sem þetta stéttar- samstarf hefir staðið, hefir ^uörgu merkilegu verið til leiðar komið. Fjölmörg ný fram leiðslutæki hafa verið keypt til landsins, bæði skip, verksmiðju- vélar og margvísleg tæki til landbúnaðarstarfa. Þó er eftir bað erfiða viðfangsefni að ^Vggja öllum þessum atvinnu- ^irtækjum örugg starfsskil Vrði. Takist það, er örugg vissa Vrir því, að íslenzk alþýða þarf p^hi kvíga böli atvinnuleysis- lns’ n0estu árin að minnsta kosti. Nú er einmitt ,brýn nauðsyn úö snúa sér af alefli að því að ^kka hinn gífurlega fram- leiðslukostnað, svo að fram- leiðslutækin geti borið sig. öll- um stéttum fremur eru það hagsmunir verkamanna og sjó- manna, að framleiðslutækin stöðvist ekki. Nú hefir aftur á móti það undarlega skeð, að sá flokkurinn, sem þótzt hefir vera hinn eini sanni vinur verka manna og sjómanna, hleypur undan merkjum og rýfur að á- stæðulausu það stéttasamstarf sem tókst að skapa undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins fyrir tveimur árum síðan. Það eru ekki til nógu þung orð til þess að víta þetta ábyrgð arleysi. Mörg hinna aðkallandi vandamála eru þess eðlis, að þau verða naumast leyst, nema með einlægu samstarfi fram- leiðenda til sjávar og sveita og launþega. Augu fjölmargra verkamanna virðast enn ekki hafa opnazt fyrir því, hversu á- byrgðarlausir loddarar komm- únistar eru og hversu gersam- lega þeim er sama um hagsmuni verkamanna, þótt þeim þyki vænlegt að láta verkamenn hossa sér til valda. Vonandi er, að háttsemi kommúnista nú, geti sannfært verkamenn um sannleiksgildi þeirrar ákæru á hendur kommúnistum, að þeir eru jafnan reiðubúnir til þess að svíkja verkalýðinn, þegar hags- munir hins alþjóðlega kommún- isma eru annars vegar. Sjálfstæðisflokkurinn mun á- fram vinna að því af alefli að sannfæra allar stétjir þjóðfélags ins um nauðsyn þess, að þær vinni saman í einlægni að lausn þjóðmálanna. Einni stétt getur því aðeins vegnað vel, að þjóð- inni allri vegni vel. Flokkurinn skorar á þjóðina alla að láta umboðsmenn sína á Alþingi skilja það, að þetta er sú stefna, sem þjóðin vill að fylgt verði. Þjóðin verður við næstu kosn- ingar að kveða upp réttlátan refsidóm yfir þeim mönnum. sem vegna flokksofstækis rufu það heillavænlega samstarf stéttanna, sem tekizt hafði að skapa. Næstu dagar og vikur mun leiða það í ljós, hvaða flokkar verðskulda traust þjóð- arinnar. STÓR STOFA eða e. t. v. lítil íbúð til leigu, í nýju húsi. Húshjálp æski- leg. Afgr. vísar á. Ungan reglusaman mann vantar herbergi nú þegar. Uppl. í síma 502. NÝKOMIÐ: Telpukápur Drengjafrakkar Dömutöskur Dömutreflar Verzl. DRÍFA h.f. cJ)an(<.a6vot Bcer œskunnar ÞAÐ má mcð sauni segja, a5 Akureyri sé nú bær æskunnar. Hvar sem gengið er um bæinn, er ungt fólk í miklum meiri hluta á götunum. Hinir mörgu skólar bæj- arins eru nú allir byrjaðir kennslu, og ungt fólk hvaðanæva af landinu hefir und- anfarið streymt til bæjarins til náms í jiessum skólum. Þessi stóri hópur ungs fólks hefir sett alveg nýjan svip á bæinn og æskufjör hinna ungu skólanemenda hefir fjörgandi álirif á bæjarlífið. Vor og æska fylgjast jafnan að, og þótt nú taki að hausta, er eins og þetta unga fólk hafi aftur fært með sér vor í bæinn. Akureyri myndi missa mikið, ef skólarnir væru horfnir. Rafmagnið ÁÆTLUN hefir verið gerð um fullnað- arvirkjun Laxár. Mun ekki vera vanþörf á aukningu raforkunnar hér á Akureyri, en þótt fljótlega verði hafizt handa um framkvæmdir, er þess þó ekki að vænta, að hin’ nýja raforka verði fullbúin til hagnýtingar fyrr en eftir langan tíma. Nú er það aftur á móti svo, að raforkan frá Laxárvirkjuninni er að verða ófullnægj- andi fyrir Akureyri. Þó er nú verið að leggja leiðslu frá Laxá til Ilúsavíkur. Er vandséð, hvernig orkan á að geta full- nægt bæði Akureyringum og Húsvíking- um yfir mestu ljósamánuðina. Verður ó- hjákvæmilega að gæta þess að dreifa ekki svo þeirri orku, sem nú er til, að enginn fái nægilegt rafmagn. Hvernig með einstefnu- aksturinn? í VOR var unnið að því að leggja veg eftir fjörunni fyrir neðan samkomuhús bæjarins. Var þessi framkvæmd góðra gjalda verð, því að Hafnarstræti er alltof þröngt þar innra fyrir tvístefnuakstur. Hugmyndin mun svo hafa verið sú, að ein- stefnuakstur yrði eftir þessu fjöruvegi og þessum hluta Ifafnarstrætis. Munu bif reiðastjórar hafa hagað sér eftir þessum fyrirmælum fyrst í slað, en nú undanfar- ið virðist þegjandi samkomulag hjá bif- reiðastjórum að liafa þessi einstefnufyrir- mæli að engu og aka nú flestir efri leið- ina í báðar áttir. Mun ástæðan m. a. vera sú, að neðri vegurinn er svo holóttur, að hann er illfær litlum bifreiðum að minnsta kosti. Verður annaðhvort að gera við fjörugötuna og reyna að framfylgja ein- stefnuakstursfyrirmælunum, eða þá -af- nema ]iau alveg, því að það er betra að hafa engar umferðareglur en reglur, sem næstiim engir fara eftir. Þá er nauðsynlegt að korna sem fyrst í framkvæmd umbótatillögum umferða- nefndarinnar. Gott herbergi til leigu nú þegar fyrir eina eða tvær stúlkur í Oddeyr- argötu 32, miðhæð. Gólfklótar fást í DRÍFA h.f. STÚLKA óskast í vist til Reykjavík- ur. — Uppl. Spítalaveg 17. Sími 374 Enginn bókamaður á íslandi má láta hina nýju útgáfu íslendingasagna vanta í bókaskáp sinn. Gerizt því áskrifendur þegar í dag. ASalumb oðsmaSur á Norðurlandi: Árni Bjarnarson Bókaverzlunin Edda. Akureyri — Sími 334. UnMsmenn Tryggingastotnnnar rikisins Umðæmi: Umboðsmenn: Reykjavík ......:............. Hafnarfjörður ................ Gullbr. og Kjósarsýsla ....... Akranes....................... Borgafjarðar- og Mýrasýsla . . Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla..................... Dalasýsla .................... Austur- og Vestur- Barða- strandasýsla ............. Vestur- Norður- ísafjarðarsýsla og Isafjörður ............ Strandasýsla.................. Vestur- og Austur- Húnavatns- sýsla..................... Skagafjarðarsýsla ............ Siglufjörður ................. Ólafsfjörður ................. Eyjafjarðarsýsla ............. Akureyri ..................... Norður- og Suður-Þingeyjar- sýsla..................... Norður-Múlasýsla og Seyðis- fjörður................... Suður-Múlasýsla .............. Neskaupstaður ................ Austur- og Vestur-Skaftafells- sýsla..................... Rangárvallasýsla ............. Árnessýsla ................... Vestmannaeyjar ............... Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar. Guðm. 1. Guðmunddsson, bæjarfógeti, Hafnarfirði Sjúkrasamlag Akraness. Jón Steingrímsson, sýslum. Borgarnesi. Kristján Steingrímsson, sýslum. Stykkishólmi Þorsteinn Þorsteinsson, sýslum. Búðardal. Jóhann Skaptason, sýslum. Patreksfirði. Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, Isafirði. Jóh. Salberg Guðmundsson, sýslum. Hólmavík. Guðbrandur ísberg, sýslum. Blönduósi. Sigurður Sigurðsson, sýslum. Sauðárkróki. Sjúkrasamlag Siglufjarðar. Sjúkrasamlag Ólafsfjarðar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarf. Akureyri. Sjúkrasamlag Akureyrar. Júlíus Havsteen, sýslumaður, Húsavík. " - Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarfógeti, Seyðisfirði. Kristinn Júlíusson, sýslum. Eskifirðii Sjúkrasamlag Neskaupstaðar. Gísli Sveinsson, sýslum. Vík, Mýrdal. Björn Björnsson, sýslum. Hvolsvelli. Páll Hallgrímsson, sýslum. Selfossi. Sjúkrasamlag Vestmannaeyja. Reykjavík, 14. október 1946.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.