Íslendingur


Íslendingur - 01.11.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 01.11.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. nóvember 1946 ÍSLENDINGUR 3 FrðsOgn sýslnmasBs Þingeyinp nm Sval bar Osstr a ndarveginn og skemmdir i HOfOahveríi af skriöufflll- nm dagana 15 og 16 sept sJ. í dag, miðvikudaginn 23. okt. 1946, fór ég, ásamt Karli Frið- rikssyni, yfirverkstjóra vega- gerða í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslu, til þess m. a. að skoða Svalbarðsstrandarveginn, sem nú er að miklu leyti fullgerður, svo og skemmdir þær hinar niiklu, §em orðið hafa á jörðum nokkrum í Grýtubakkahreppi af völdum skriðuhlaupa í úrkom- unum í september síðastliðnum. Svalbarðsstrandarvegurinn, sem nú er orðinn bílfær, liggur út með Eyjafirði að austan og tengir Höfðahverfi og Grenivík- ina við Akureyri landleiðis. Fyrir bændur í Grýtubakka- hreppi hefir hann þá þýðingu, auk þess sem hann auðveldar að- drætti alla og gerir þá öruggari, að þeir geta nú flutt mjólk sína til Akureyrar alla mánuði árs- ins, að heita má, og tekur sá flutningur aðeins 2—3 stundir á bifreið, en áður urðu þeir að aka mjólkinni upp Dalsmynni, eftir Fnjóskadal að austan og svo upp yfir Vaðlaheiði, og tók sá flutningur 6—8 klst. Var þessi krókaleið venjulega ekki fær, nema 5—6 mánuði ársins. Er talið, að með hinum bættu flutningaskilyrðum um Sval- barðsstrandarveginn muni mjólk urflutningurinn nú þegar aukasl um ca. 100.000 lítra á ári, en bér við bætast svo hinir miklu Uiöguleikar hreppsbúa til þess að fjölga kúnum, einkum í Hverf inu. Finnst mér merkisviðburður, að geta nú farið á röskri klukku- stund frá Akureyri til Grenivík- Ur> og að verkið hefir tekizt svona vel er fyrst og fremst að þakka hinum nýtízku vinnutækj- Um, og góðri verkstjórn Leon- arðs Albertssonar, verkstjóra í samráði við yfirverkstjórann. Á leiðinni úteftir urðum við að dvelja nokkra stund hjá Gerð- ishrygg tl þess að skilja, hvílíkt grettistak hefir verið unnið með jarðýtunni, en þar hefir stór- grýti, urð og ófærð á 80—100 uietra löngu svæði verið breytt a fám dögurn í fyrirtaks veg og sumum hnullungunum stóru brundið hundruð feta ofan í flæðarmálið. Næst var að skoða brúargerðina á Hrauná, sem á- *uið var að myndi verða farar- kílminn á þessu ári, þareð brú- arsmiður var ekki til taks. En Leonarð og Karl settu ekki svona SjUaræði fyrir sig. Leonard ger'ð lst brúarsmiður og mér er næst að halda, að honum sé eins sýnt im þá verkstjórn og sjálfa vega- gerðina. Þá er komið að þeim kafla ferðarinnar, sem óglæsilegri er en mun alvarlegri, en það er að lýsa skriðuföllunum og verður það aðeins gert í stuttu máli, því að hreppstjóri Grýtubakka- hrepps, Grímur Laxdal, óðals- bóndi í Nesi, mun síðar gefa mér ýtarlega umsögn um skemmdirnar. Fagribœr. Yzt í Fagrabæjar- fjalli, rétt sunnan við Fagrabæj- argil hefir runnið frarn mikil skriða, sem hefir ásamt annarri, talsvert minni, er losnað hefir nokkru sunnar, farið yfir veg- inn á löngum kafla, sem nú er búið að laga, alla leið ofan á túnið í Fagrabæ og lagt undir sig af túninu 3—4 dagsláttur, part af engi og jarðeplagarð, sem í fyrra gaf af sér 25 tunnur uppskeru. Norðan Fnjóskár er þannig umhorfs: Litlagerði. í melbörðunum vestan Grefilsgils taka sig upp tvær skriður er sameinast og breiða úr sér rétt austan og ofan við Litlagerðisbæinn, fara yfir túnið austan við bæinn, yfir ný- rækt neðst í túnjaðrinum og alla leið ofan í Fnjóská. Auk nýrækt- arinnar eru m. k. 3—4 dagslátt- ur túnsins undir skriðunni. Pálsgerði. Skammt'ofan við Pálsgerði og beint upp af bæn- um tók sig upp stór skriða og munaði minnstu, að hún rynni á bæjarhúsið og tæki það með sér. Yzt í Pálsgerðislandi hefir fallið stór skriða niður túnjað- arinn neðan brautar og sópað burtu girðingunni. Miðgerði. Skriður hafa fallið sitt hvorumegin við bæinn. Tvær dagsláttur túnsins undir skrið- unurn og girðingar stór skemmd ar. Borgargerði. Skriða liefir skemmt þar nokkuð nýrækt og girðingar. Ártún. í fjallinu ofan við Ár- tún hafa losnað uppi í brúnun- um margar skriður, sem hafa svo runnið saman nokkru ofan við þjóðveginn í eina stóra breiðu, sem brýzt yfir veginn, yfir engið alla leið ofan á túnið og leggur undir sig af því 2—3 dagsláttur og fyllir mógrafir. Skriða þessi hefir oltið fram með miklu afli. Ýmist mölbrotið eða skafið klettana, þar sem Hún fór um, eða gert í þá stórar hvilftir. Landið er mjeg illa farið. Syðri- og Ytrigrund. Yfir eng- ið ofan við Syðri-Gruntd hefir runnið skriða, og önnur fallið á um tvær dagsláttur af túninu á Ytri-Grund. Lækur olli þar mikl um usla og var jarðýtan fengin til þess að breyta farvegi hans og stjaka honum burtu. I þessu sambandi má geta þess, að fólk- ið flúði úr bæjum þeim, sem hér að framan hafa verið nefndir, þegar ósköpin dundu yfir, og ltúSaði skjóls hjá sveitungum. Þá losnuðu og margar skriður austan og utan í Höfðanum, en þær komu. ekki að sök, nema ein, sem vallt ofan yfir eina eða tvær dagsláttur á túni nýbýlisins Höfðabrekka í Grenivíkurlandi. Sunnan Fnjóskár í Dalsmynni urðu miklar skemmdir á skóg- lendi og girðingum skóga. Síð- ast en ekki sízt, ber að geta mik- illa skemmda bæði á Svalbarðs- strandarvegi og sýsluveginum í Grýtubakkahreppi. Nema þær skemmdir tugum þúsunda, á Svalbarðsstrandarveginum ein- um ekki innan við 50 þús. að á- liti verkstjóra. Júl. Havsíeen. Kennsla hafin í Laugalands- skóla. Húsmæðraskólinn að Lauga- landi var settur. 22. sept. sl. að viðstöddum gestum og skóla- nefnd. Formaður skólanefndar hefir verið allt frá stofnun skól- ans, Davíð Jónsson, hreppstjóri á Grund. Frk. Lena Hallgríinsdóttir gegnir í vetur störfum frk. Svan- hildar Friðriksdóttur, forstöðu- konu, sem um þessar mundir dvelur í Svíþjóð. Handavinnu kennir frk. Sig- rún Gunnlaugsdóttir, sem kennt hefir við skólann undanfarandi þrjú ár. Afairciðslukennari er frk. Gerður Kristinsdóttir, sem útskrifaðist frá Húsmæðrakenn- araskólanum sl. vor. Séra Benja- mín Kristjánsson kennir bóklegu fögin. Námsmeyjar við Laugalands skólann eru 34, þar af stunda tvær framhaldsnám. Ásgeir Jónsson frá Gottorp: Horfnir góðhestar Bókaútgáfan Norðri h.f. Akureyri 1946. Þetta er stór og falleg bók, rúmar 25 arkir að stærð. Allur frágangur er fagur, eins og venju legt er á AYrðVa-bókum. Höf- undurinn er þjóðkunnur hesta- maður, og það var faðir hans líka. Hann kann líka vel að tala og skrifa um hesta. Hlýtur les- andinn að undrast, hve vel höf. man eftir hestunum, og í lýsing- um Ásgeirs kennir míkillar orð- auðgi. Það er sjaldfengin nautn að lesa ýmsar þessar hestlýsing- ar, og sýna þær, hversu fast frá- ir fákar hafa orkað á höfundinn. Hann hefir hugsað um hesta, bæði í vöku og draumi. Höf. markar sér bás í vestur- ■ sýslum Norðurlands, Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum, því að þar er hann kunnugastur, en sérstaklega þó í Húnavatns- þingi. Sakna ég, sem þekki bezt til í Skagafirði, margra hesta og hestamanna þar í héraði, sem höf. minnist ekki á, en eins hefði mátt skrifa um og suma þá, sem sagt er frá í bókinni, en um það tjáir ekki að sakast. Ágætt hestakyn var og er enn í Geldingaholti í Skagafirði, og engir klaufar voru þeir Hylting- ar margir á hestbaki, eins og Ásgrímur Þorsteinsson, Þorvald ur Rögnvaldsson og Tobias Magn ússon. Man ég, hve hestglaðir allií’ þessir heiðursmenn voru og hve vel þeir kunnu að ná inu bezta, sem til var í hestunum. r Attu þeir löngum vel alda gæð- inga á stalli. Man ég, hversu fall- ega Þorvaldur gerði upp töglin á reiðhestum sínúm. Litlu- Gránu kyniS hans Ásgríms brást [ aldrei urn fjör, skeið og tölt, og enn vaxa upp í Holti kostakvisP ir af Deirri rót. 1 t Sigurjón Markússon í Eyhild- arholti var mikill hestamaður, og átti hann ekki langt að sækja það. Afi hans, Jón „SkarðiL var einn bezti reiðmaður í hér- aðinu. „Þjófa ljóna þýðastur, þýtur um frónið liarða. Er hann Skjóni auðþekktur undir Jóni Skarða.“ En Skjóni var mesti góðhestur Jóns. Þeir Sigurjón og Tobias fóru margar ferðir austur í Þing eyjarþing með hesta til sölu, og höfðu oft úrvalshesta með í þeim ferðum, eins og Jón Pétursson. — Halldór á Grófargili, síðast á Róðugrund, bróðir Indriða Ein arssonar skrifstofustjóra, var tamningamaður góður og átti góða hesta. Ágætur reiðmaður var og Jósafat Guðmundsson í Krossanesi og átti marga góð- hesta. — Daníel Árnason í Mikl- ey átti fyrirtaks hestakyn og var laginn. Þá hefði mátt nefna gamla Jón Bjarnason í Stóru-Gröf. Hver hefir ekki heyrt talað um Himna-Bleik? En svo mætti lengi telja. Smávillur hafa slæðst inn í ritið, eÍMS og gengur. Á bls. 221 segir, að Sigfús Pétursson sé fæddur úti á Reykjaströnd. Hann var fæddur í Auðnum í Sæmund arhlíð og var dóttursonur Einars Jónssonar í Holtskoti. Á bls. 283 er sr. Stefán á Hólmum nefndur Jónsson, en hann var Björnsson. — Stefán á Heiði er á bls. 342 kallaður Sigurðsson. Hann var Stefánss., sem alkunnugt er. Tal að er um Baldur Sigurðsson á Lundarbrekku á bls. 357. Á þar ekki að standa Baldur Jónsson? Á bls. 376 og 377 er talað um Glaumbæjareyju, en á að vera Glaumbæjarey/ar. Pálmi á Húsa bakka er á bls. 385 sagður Sím- onarson, en hann var Björnsson bónda í Ásgeirsbrekku Pálma- sonar. Þetta ættu eigendur bók- arinnar að leiðrétta, hver í sínu eintaki. Þessi bók Ásgeirs Jónssonar er mikill fengur íslenzkum bók- menntum. Þáttur hestanna í sögu íslendinga er veigamikill. Einn slíkur er sagður hér svo vel, að vart verður betur á kos- ið. „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður.“ Eng inn maður getur eignast góðan hest, sem lætur nokkurn veginn að vilja hans, nema hann bindi vináttu við hestinn, fórni hon- um talsverðum tíma og meti við hann það, sem mikils er vert. r Asgeir Jónsson var rétti mað- urinn til að skrifa um hestana, því að hann er hestamaðurinn par excellence. Hver sá, er ann góðhestum, hlýtur að njóta þessarar bókar. Hún er víða meistaralega vel sögð. Höf. segir í bókarlok: „Ég hef skrifað þessar hestaminning ar mér til skemmtunar á mínu gamla, skagfirzka hestamanna- máli.“ Myndir af mönnum og hest- urn prýða bókina. Hún hlýtur að verða eftirlætis bók íslendinga, því að hún varð- veitir ið gamla og óviðjafnan- lega, skagfirzka hestamannamál og minningar um fráa fáka, sem feður og mæður sátu með stolta- prýði. Vér, sem unnum þessu máli og þessum minningum, þökkum höfundi og útgefanda sem bezt fyrir bókina. B. T. Og svo kom vorið Eftir Þorleif Bjarnason. Bókaforlag Þorsteins M. Jóns- sonar. Prentverk Odds Björns- sonar 1946. Áður hefir komið út Horn- strendingabók eftir þenna böf- Framh. á 7. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.