Íslendingur


Íslendingur - 01.11.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 01.11.1946, Blaðsíða 5
Föstudaginn 1. nóvember 1946 5 etra en morfi (Úr Reader’s Digesí eítir Paul de Kruif) Nýtt læknislyf er fundið í Bandaríkjunum, hefir verið þrautreynt og notað til að sefa kvalir sjúklinga. Hingað til hef- ir morfín verið notað til þess, en sú er hættan, að menn venj- ist á notkun þess og megi ekki án þess vera. Nýja meðalið, sem kallað er demerol, er eins áhrifa mikið og morfín, en af öllum þeim þúsundum, sem hafa not- að það, hefir enginn vanizt á það. Demerol er notað við andar- teppu og höfuðþrautum; það sefar taugagigt og fæðingar- þrautir — en það má aðeins nota það með lækniseftirliti. Þótt morfín sé undralyf, þá er það að ýmsu leyti hættulegt í notkun. Það deyfir andardrátt- armiðstöð heilans, svo að andar teppa versnar við það, og við blóðskort og lifrarsjúkdóma er það mjög varhugavert. Sömu- leiðis getur það lamað þarma- hreyfingar eftir uppskurði og gert sjúklinginn ískyggilega lam an og daufan í dálkinn. Morfín léttir oft síðustu þjáningarstund ir ólæknandi sjúklinga og er því góðra gjalda vert, en freistingin er mikíí til að nota meira af því en má, þegar þjáningarnar krefjast fróunar, og þá er hætt- nn á, að morfínið verði að nautnalyfi. — Árum saman hef- ir verið reynt að ná úr morfín- inu þeim þættinum, sem skað- Jegur er, án þess að það missi Önnur áhrif sín, en það hefir ©kki heppnazt. Saga demerolslns hefst 1939, þegar tveir þýzkir efnafræðing- ar, Eisleb og Shaumann, rák- Ust á efni, sem þeir voru þó ekki leita að. Þeir voru að rann- saka atropin — sem lamar ó- sjálfráðá vöðva — og eina þessa nýju samsetningu sína reyndu þeir á músum. Þá sperrtust róf- Urrnúsanna upp í loftið og urðu eins og S í laginu, on þá verkun á mýs hefir aðeins morfín og Önnur opíumlyf. Þannig fannst lyfið, sem Uefnt er demerol. Það komst til Bandaríkjanna rétt áður en styrjöldin brauzt út, og hófust t*á rannsóknir á verkunum þess. Apar venjast mjög fljótt á morfín. Hópur apa var látinn neyta demerols í tíu mánuði, og bótt skammtarnir væru stórir, yarð þess ekki vart að þeir vend úst á það; það linaði þjáningar beirra, en það deyfði þá ekki eða dró úr andardrættinum eins °g morfín gerir. Þá bauðst hópur manna til aö Játa reyna demerol á sér. — Það var gert þannig, að Ijós- Seislum frá brennigleri var öeint á enni mannanna, þangað ^ Þeir kenndu brunasviða. Þá var þeim gefið einn demerol, og eftir stundarfjórðung fór þeim aftur að líða vel; að vísu fundu þeir til ónota af geislunum, en fannst ekki neitt til um það. • Skömmu síðar var það reynt við innyflaþrautum. — Maður nokkur fékk nýrnasteinakast og leið illa; honum var gefið deme- rol-innspýting, og þá hurfu verk irnir á fám mínútum. — Sjúkl- ingur með gallsteina bar ekki af sér. Eftir innspýtingu af deme- roíi leið honum svo vel, að hann sagði: „Eg skil ekkert í þessu!“ Alveg á sömu leið fór með konu nokkra, sem i f jóra sólarhringa hafði verið friðlaus af andar- tðppu. Henni létti samstundis. Demerol var reynt í Bellevue- spítalanum í New York. 1 marz 1941 var það reynt við 880 sjúklinga, sem þjáningar höfðu af ýmisskonar orsökum. Svo reyndist, að 85% sjúklinganna, urðu verkjalausir í 3—4 klukku stundir eftir innspýtinguna, og 10% í viðbót fannst sér létta að nokkru. Reyndist því demerol í engu áhrifaminna en morfín, og er það nú notað á spítala þess- um. Meðal allra þeirra þúsunda, sem notað hafa demerol á spít- ölunum í Ameríku, hefir aldrei orðið þess vart, að neinn hafi vanizt á það. Verir getur, að sumir þrái það eftir langvarandi notkun, en þeir þrá það ekki sem nautnalyf og verður ekkert um það þó þeir fái það ekki. Að þessu leyti tekur demerol mor- fíni fram, og má gefa það, með sjálfsagðri gætni, án þess að eiga neitt á hættu. Það er því tilvalið krabbasjúklingum, sem mánuðum saman þurfa að neyta kvalastillandi lyfa. Við fæðingar hefir demerol reynzt mjög vel. — Ung kona var utan við sig af ótta við fyrstu fæðingu, svo að læknarn- ir réðu ekkert við hana í hríð- unum. Þeir gáfu henni demerol- innspýtingu, og eftir það gekk allt eins og í sögu. Hún kvaðst raunar kenna sársauka, en það væri eins og hann kæmi lítið viö hana. — Við 1000 fæðingar, þar sem demerol var notað, reynd- ist svo, að 70% sængurkvenn- anna mundi ekkert eftir fæðing- unni á eftir; var þá líka skopa- lamin notað með demarolinu. Fæðingin gekk hraðar en ann- ars er venjulegt, og ekki bar á því að konurnar eða börnin yrðu fyrir neinum óþægindum eftir á. — Merkur læknir, Hom- er M. Carter, hefir reynt deme- rol við 2700 fæðingar, og dómur hans er þessi: „Eg hygg, að nú séum við að fá þá fæðingar- deyfingu, sem öllum nægir“. Að sjálfsögðu verður að nota demerol með gætni. Svo er um öll lyf, og er það ekkert tiltöku- mál Nú er svo langt komið fram- leiðslu demerols, að bráðlega mun það standa öllum þjáðum sjúklingum til boða. — X spítöl- um í Ameríku er morfín stund- um nefnt „drottins-lyf“, til þess að sjúklingarnir viti ekki sjálfir, hvað þeim er gefið inn. En demerólinu þarf ekki að leyna. Það er sannkallað „drottins- lyf“ — frá því herrans ári 1946. Fðtaskirtur ,.Dap” Hinn ágæti starfsbróður minn við „Dag“ gerist allhvassyrtur í blaði sínu í gær útaf viðtali, sem ég átti við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum, og finnst ég vera æði vanþakklátur, því að ,.Dagur“ hafi oft veitt „Xslend- ingi,, hjálp, jafnvel í kosninga- hitanum Ritstjóranum finnst, að mér hafi orðið „fótaskortur á sann- leiksbrautinni“ í þessu viðtali. Ekki virðist þó fótaskortur hans öllu minni, því að hann slítur orð mín úr samhengi og sleppir meginatriði málsins. Eg benti á það í áðurnefndu viðtali, að „Islendingur“ ætti við erfiðleika að stríða, og reyndu Framsóknarmenn að torvalda útgáfu blaðsins með því aO nota valdaaðstöðqi sína í langstærsta fyrirtæld bæjarins þannig, að fyrirtæki þetta aug lýsti ©kkert I „XsTendingi*'. Aug- lýsingar eru fyrst og fremst það sem blöðin lifa á, og því er að sjálfsögðu ekki hægt að líta á auglýsingastöðvanir á annan veg en tilraun til þess að tor- velda útgáfu þess blaðs, sem hlut á að máli „lslendingur“ væntir einskis stuðnings frá KEA, en hann tel ur það réttlætiskröfu, með hlið- sjón af því, að fjöldi Sjálfstæðis- manna eru félagsmenn kaupfé- lagsins, að blaðið fái að njóta eðlilegra auglýsinga frá þessu volduga fyrirtæki. Er það held- ur ekki í neinu samræmi við hagsmuni fyrirtækisins að aug- lýsa ekkert í blaði því, sem út- breiddast er í bænum Gegnir furðu, að jafn mætir menn og veita KEA forstöðu, skulu geta verið þekktir fyrir að beita að- stöðu sinni jafn augljóslega pólitiskt Eg get tekið undir þau um- mæli ,,Dags“, að hin bezta sam- vinna hefir ríkt milli blaðanna, og vænti ég, að svo verði áfram. Fela ummæli mín heldur ekki í sér neinar ásakanir til ein- Kristnlboðsfelag kvenna. 1. nov. 1926 " 1 nov. 1946. — Það verður með tímanum talið til merkisviðburða í sögu Akureyrar, að 1. nóv. 1926 var hér stofnað Kristniboðsfélag kvenna, — enda nokkuð hlið- stæður þeim viðburði í Reykja- vík, er séra Friðrik Friðriksson stofnaði þar K. F. U: M: og K: eða þegar frú Kristín Péturs- dóttir stofnaði þar Kristniboðs- félag kvenna, 1904 Kristilegt safnaða- og sjálf- boðastarf er enn svo fáskrúðugt á landi hér, að á engu sviði er- um við jafnlangt á eftir ná- grannaþjóðum okkar, Islending ar. Því meiri ástæðu höfum við til að vera minnugir brautryðj- enda þess hjá okkur. Stofnendur Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri voru frúrn- ar: Jóhanna Þór, Gíslína Frið- riksdóttir, Guðbjörg Sigurðar- duttir og Guðrún Sigurðardótt- ir, kennslukona og Guðrún Odds dóttir saumakona. Forstöðukona félagsins hefir frú Jóhanna Þór verið frá upp- hafi, en ritari Sigríður kennslu- kona Þorláksdóttir. Gjaldkeri er nú frú Sigríður Zakariasdóttir. Meðlimir hafa aldrei verið margir. Því furðulegra er það, hve miklu félagið hefir komið -i verk. Skulu hér nú raktir helztu áfangarnir í 20 ára starfsferli Þekktast er Kristniboðsfélag kvenna fyrir starfsemina í samkomuhúsinu Zíon. , Þegar ákvörðun var tekin um að byggja, í ársbyrjun 1933, voru í sjóði einar kr. 368,56, — en 10. desember var húsið vígt. Frábær fórnfýsi og- áhugi félags kvenna spurðist víða og fundu margir bæjarbúa hvöt hjá sér til að styðja þær til hins góða verks. Þær þakka það ekki sízt þeirri hjálp, að húsið komst upp og að félagið á það nú skuld- laust. y Þeir vita það, sem einhvern- tíma hafa komið í Zíon, að þar er einn fegursti og viðkunnan- legasti samkomusalur bæjarins. Það hefir haft sjna þýðingu fyrir starfsemina. Það var mikið átak að koma upp svo vönduðu samkomuhúsi. Samt hefir það kostað miklu meiri þolgæði og fjárútlát, að halda uppi reglubundnu starfi i slíku húsi, ár eftir ár. Sama árið og húsið var byggt réði félagið til sín fastan starfs- mann, Jóhannes Sigurðsson, leikprédikara og prentara. Var starfið þá, á næstu árum, með miklum blóma. Félagið hefir gengist fyrir því, áð fá hingað í heimsókn ýmsa góða prédikara og kristni- stakra Framsóknarmanna hér í bæ, fram yfir það, sem ég hefi bent á hér að framan. Magnús Jónsson boða, eins og t. d. Margréti Sveinsdóttur, kristniboða frá Indlandi, séra Octavianus Thor- láksson frá Japan, kínverska prédikarann Ulysse Ho, séra Sigurð Þorsteinsson úr Noregi, norska stúdenta, danska kristni boðann ungfrú Bakkelund, og marga fleiri. — Þá hafa einnig margir prédikarar komið í sam- bandi við mótin að Brautarhþíi, í Svarfaðardal, en að þeim mótum stendur Kristniboðsfé- lag kvenna eitt. Auk félagsfunda og almennra samkomuhalda, hefir alltaf ver- ið haldið uppi barnastarfi og nokkru unglingastarfi í Zíon. Margir hér í bæ munu eiga blessunarríkar endurminningar frá samverustundum í Zíon, hvort heldur það hefir verið á almennu samkomunum, í æsku- lýðsfélaginu, í barnafélaginu „Frækornið", eða í sunnudaga- skólanum. Nú er beðið um það og beðið eftir því með óþreyju, að hing- að fáist hæfur starfsmaður, sem geti náð til æskulýðsins í þess- um mikla skólabæ. Hefir þegar verið myndaður vísir að launa- sjóði, (sem vel mætti vera stærri), en raunverulega aðein* beðið eftir manninum. — Akri'- eyri þyrfti að fá sinn síra Fr. Fr. Kristniboðsfélag kvenna gerð ist meðstofnandi Sambands ísl. kristniboðsfélaga, 1929, enda alltaf lagt mikið að mörkum til kristniboðs. Sambandið hefir nú þrjá menn fastlaunaða, og kost- ar þrjá unga íslendinga til nánw í kristniboðsskóla í Noregi. — Það mál var einu sin«á rætt á sýslunefndarfundi Jiér í Eyjafirði, fyrir rúmum 7® éfr um, hvað unnt mundi að gera til styrktar þeirri uppástungu, Gunnars prófasts Gunnarsson- ar, að stofnað yrði kristniboðs- félag þjóðhátíðarárið, 1874. Sú uppástunga hafði verið rædd a þjóðfundinum 1873, á Þingvöll- um, og verið samþykkt. En til framkvæmda kom þó ekki, með því að síra Gunnars naut þá ekki lengur við. Síðan hefir hið opinbera látið það mál afskiftalaust, — og jafnvel kirkjan líka. En ýmsa góða stuðningsmenn á kristniboðsmálið hér á landi, og þó fyrst og fremst innan þeirra félagssamtaka, sem hér hafa verið nefnd. Því verður heldur ekki neitað, að öllum, sem teljast vilja lærisveinar Jesú Krists, er sú sameiginlega skylda á herðar lögð, að gera aðra að lærisveinum hans. Heill þeim, er hlýddu boði hans! Heill öllum, er fara vilja að dæmi þeirra! Ólafur Ólafsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.