Íslendingur


Íslendingur - 13.11.1946, Side 1

Íslendingur - 13.11.1946, Side 1
XXXII. árg. Miðvikudaginn 13. nóvember 1946 47 tbl. Vill FransoknarflokkurinR hrun? Er SÍS vísvitandi að spilla fyrir sölu vaxtabréfa Stofn- lánadeildarinnar ? FYRIR nokkru síðam sendi Samband ísl. samvinnufélaga flug- miða út um allt land, þar sem fólk var hvatt til þess að kaupa vaxtabréf, sem SÍS væri að gefa út. Eftir að Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins bauð út sín vaxtabréf, virðist Sambandið hafa hlaupið > kapp við Stofnlánadeildina um fjársöfnun. Hefir erindreki SÍS gengið berserksgang hér við Eyjaf jörð og víðar og hvatt menn til þess að kaupa vaxtabréf SÍS. Mun honum hafa orðið vel til fanga °g safnað hér nyrðra mörgum tugum, ef eklri liundruðum þnsunda króna. Ekki er ljóst, hvort hér er um klaufaskap að ræða, eða vísvit- andi tilraun til þess að spilla fyr ir sölu vaxtabréfa Stofnlána- deildarinnar. Vonandi er þó fyrri getgátan réttari, því að ðaumast getur það dulizt hinum ágætu leiðtogum SlS, hversu mjög efnahagslegt öryggi þjóð- arinnar er undir því komin, að bægilegt fé fáist til þess að hin- ar stórkostlegu framkvæmdir einstaklinga og bæjarfélaga í sjávarútvegnum fari ekki út um Þúfur. Framsóknarflokkurinn hefir tekið undir áskorun annarra flokka til þjóðarinnar að bregð- ast nú vel við og lána Stofnlána deildinni fé sitt. Þótt blað Fram sóknarmanna hér á Akureyri kafi lítið tekið undir þessi hvatn ingárorð, verður ekki að ó- neyndu ætlað, að hér hafi ekki kugur fylgt máli. Hins vegar fer ekki hjá því, að hin harðvítuga fjársöfnun SlS veki grunsemdir hm það, að Framsóknarmenn kafi ekki að öllu leyti gengið koilir til verks. ^Vamleiðslan fyrst. Sambandið skýrir frá því i Þoðsbréfi sínu, að það þurfi mik ið fé til ýmissa framkvæmda. Þessar framkvæmdir geta án efa verið góðar, en það ætti öll- úm að vera ljóst, að framleiðsl- an er sú undirstaða, sem allar aðrar framkvæmdir þjóðarinn- an hljóta að hvíla á. Meginhluti ^ls útflutningsverðmætis þjóð- arinnar eru sjávarafurðir, og efling sjávarútvegsins hlýtur Því að verða að sitja fyrir öllum °ðrum framkvæmdum. Með Samstilltu átaki er þjóðinni leik- að tryggja nægilegt fé til ný- sköpunar sjávarútvegsins. En þar má enginn skerast úr leik, því að þetta er mál málanna nú. Vilja þeir hrun? Mikið er talað um hrun í fjár- málalífi þjóðarinnar. Auðvitað getur svo farið, að þetta marg- umtalaða hrun verði, en það verður sjálfskaparvíti eins og fjármálaráðherra komst að orði. Það er ekki óeðlilegt að sú hugsun skjóti upp kollinum hjá mörgum, að þeir menn, sem sí- fellt hafa prédikað það, að hin- ar stórfelldu framkvæmdir og umbætur á atvinnutækjum þjóð arinnar myndu leiða hana í glöt un, myndu ekki gráta mörgum tárum, þótt spár þeirra rættust. Framsóknarmenn hafa reiðst mjög ef á þetta hefir verið minnst. Ekki skal hér neitt full- yrt um það, hvort þessi ákæra er rétt, en Framsóknarmenn eru naumast svo skini skroppn- ir, að þeir geri sér ekki ljóst að pólitísk framtíð þeirra og örlög nýsköpunarinnar eru nátengd. Hver sá maður eða flokkur, sem reynir að torvelda f jársöfn- unina til Stofnlánadeildar sjáv- arútVegsins er stuðningsmaður hrunstefnunnar. Aukin tækni og betri hagnýting sjávarafurða þýðir meiri erlendan gjaldeyri ogum leið betri skilyrði til þess að skapa öllum landsins börn- um góð lífskjör. Enginn góður Islendingur getur barizt gegn þeirri stefnu. Ritstjóm og afgreiðsla „ís- Iendings“ er flutt í Gránufé- lagsgötu 4. — Prentsmiðju Björns Jónssonar. I. 0. O. F. — 12811158% — 9 — 0. □ Rún: 594611137 = 5. Þórsfélagar! Innanfélagsskemmtun að Hótel Norðurland í kvöld. Sjá götuaug- lýsingar. Stúkan Isafold-Fjallkonan hefir hræð’ra- kvöld næstkomandi mánudag 18. þ. m. kl. 3.30 síðd. í Skjaldborg. — Öllum systrum stúkunnar er sérstaklega boðið. — Ymis skemmtiatriði fara franr undir borðurn, sn á eftir verður fjörugur dans. Þess er t vænzt, að félagar fjölmenni. Engin inntaka getur farið fram í þetta sinn. Ferðafélag Akureyrar lieldur fræðslu- og skemmtikvöld í Samkomuhúsi bæjar- ins 14. þ. m. (fimmtud.) kl. 9 e. b. — Ólafur Jónsson, framkvstj.: Ferð um Kverkfjöll og Vatnajökul. E. Sigurgeirs- son: Kvikmyndir frá útilegumannakofum. Ingvar Björnsson frú Brún: Erindi um Svíþjóð. E. Sigurgcirsson: Kvikmyndir frá Svíþjóð. Dans. — Árbók Ferðafélagsins fyrir árið 1945 er nýkomin út, og er um eldfjallið Ileklu. Bókin er vænlanleg norð- ur næstu daga. Hjúskapur. Þorsteinn Pálmason, iðn- nemi frá Núpufelli, og Guðfinna Óskars- dóttir (Sæmundssonar, kaupmanns). Goljklúbbur Akureyrar heldur ársbátíð sína að Iíótel KEA n. k. laugardag kl. 7,30 e. h. Kirkjukvöld verður baldið í Akureyrar- kirkju eins og að undanförnu sunnud. 17. nóv. kl. 8,30 e. b. Ennfremúr verða merki seld þenna dag. Nánar á götuauglýsingum. Hornsteinn liins nýja beimavistarbúss Menntaskólans verður lagður kl. II f. b. í morgun. Sjálfstæðiskvennafélagið V Ö R N heldur aðalfund föstudaginn 18. þ. m. í Samkomuhúsi bæjarins (uppi) kl. 8.30 síðdegis. Fundarefni: Ræða: Magnús Jónsson, ritstj. Framtíðarstarfið rætt. Stjórnarkosning o. fl. Stjórnin. Þeir, sem kynnu að hafa séð rjálað við kranann á norður- horni Torfunefsbryggjunnar, nálægt miðdegi s. 1. sunnudag, eru vinsamlega beðnir um upp- lýsingar. Lögreglan. Myndin liér að ojan sýnir Húsavíkurhöjn. Er hajnargerðin þar orðin liið mesta rnannvirki. — 1 grein á 3ju síðu er nokkuð greint jrá ýmsum framkvœmdum á Húsavík. Frá Húsavík Vetrarstarfsemi Leikfélags Akureyrar að hefjast Leiksýningar byrja í næstu viku ISLENDINGUR hefir átt tal við formann Leikfélags Akur- eyrar, Guðmund Gunnarsson, og 'leitað frétta af fyrirhugaðri starfsemi félagsins í vetur. Guðmundur kvað Leikfélagið hafa ýmislegt á prjónunum. Hefði félagið undanfarnar vikur æft franskan sjónleik eftir René Fauchois, sem nefnist „Varið ykkur á málningunni". Er þetta gamanleikur, en um leið ádeila. Var leikrit þetta sýnt í Reykja- vík fyrir nokkrum árum. Sýningar á þessum leik hefj- ast í næstu viku. Er leikritið í þremur þáttum. Aðalhlutverkin leika þau Jón Norðfjörð, Sigur- jóna Jakobsdóttir og Freyja Antonsdóttir. Aðrir leikendur eru Hólmgeir Pálmason, Júlíus Oddsson, Sigríður Schöith, Anna Tryggvadóttir, Skjöldur Hlíðar og Guðmundur Gunnars- son, sem einnig er leikstjóri. Ráðgert er, að næsta leikrit, sem félagið tekur til sýningar, verði „Skálholt“ eftir Guðmund Kamban. Munu sýningar á því hefjast í janúarlok eða febrúar. Aðalhlutverkið í þeim leik, jóm- frú Ragnheiði, leikur væntan- lega frú Regína Þórðardóttir, sem gestur Leikfélagsins. Ekki er enn fullráðið, hvort þriðja leikritið verður sýnt, en það mun þá verða nýtt leikrit. Þá mun Leikfélagið efna til hátíðasýninga í tilefni af 30 ára afmæli félagsins í apríl í vetur. Verða þá í eitt eða tvö kvöld sýndir þættir úr leikritum, sem félagið hefir áður sýnt. Þá gat fermaður Leikfélags- ins þess að lokum, að miklar endurbætur hefðu nú verið gerð ar á leiksviðinu í Samkomuhús- inu. Héfði það verið hækkað, og siytu leiksýningarnar sín því betur. * ENN FRESTUR TIL 21. NÓVEMBER. Forseti Islands kvaddi í fyrra- dag formenn allra þingflokka á sinn fund til þess að fá upplýsing- ar um það, hvernig gengi með stjórnarmyndun. Formenn flokkanna munu hafa tjáð forseta, að enn hefði ekkert samkomulag náðst, og mun for- seti nú hafa veitt þeim framhalds- frest til 21. nóv. I lólf manna nefndinni liafa illir flokkar lagt fram drög að tnálefnasamningi, en ekkert hefir í'erið skýrt frá þeim tillögum op- ínherlega. Álit hagfræðinganefnd irinnar mun ekki enn komið fram.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.