Íslendingur


Íslendingur - 13.11.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.11.1946, Blaðsíða 5
ISLENDINGUR 5 Miðvikudaginn 13. nóvcmbcr 1946 Donald Q. Coster „Við biðum ykkar” við Dakar. Eg hugsaði nú hratt og hugleiddi. hvort Auer hefði setl þá Walter og förunauta hans til þess að njósna um mig og þeir væru því að reyna að lokka mig í gildru, eða hvort þarna væri að koma upp í hendurnar á mér hentugt tækifæri til þess að ná sambandi við þenna mikla mann. Eg var enn að vella þessu fyrir mér, þegar Austurríkismaðurinn, sem ég enn ekki vissi, hvað hét, sneri sér að mér. „Svo að þér eruð nýkominn frá London,“ andvarpaði hann. „Eg þekki þar dásamlega stúlku. Ef ég gæti nú bara komizt þangað.“ Eg hafði tekiS upp veski mitt til þess aS horga reikninginn. Skyndilega stökk Austurríkismaðurinn næstum því yf- ir borðið til mín. „Þetta er hennar skrift,“ hrópaði hann, og benti á umslag, sem lá innan í veskinu mínu. Þetta var bréf, sem ég hafði fengið frá stúfkunni í London,og skrift henn ar var stór og greinileg. — Og mað- urinn var auðvitað Freddy, sem hún hafði beðið mig að finna. Mér datt dálítið bragð í hug þelta kvöld. Eg ætlaði að látast vera kjána legur og málugur spjátrungur og láta Austurríkismennina fá í grobb yrSum mínurn ýmsar réttar, en lítil- vægar upplýsingar, sem ég ætlaðist svo til, að þeir flyttu Auer. Eg hafði lesið um slík hrekkjabrögð í skáld- sögum, en hafði þó ekki mikla trú á, að þau myndu heppnast. En mér gat ekki dottið annað betra í hug. A.uer lét blekkjast. Nokkrum dögum síðar kom það í ljós, að Auer ekki aðeins trúði Aust- urríkismönnunum, þegar þeir skýrðu honum frá kunningsskap sínum við mig, heldur lagði að þeim aS reyna að fiska eitthvað upp úr mér. „Já, þeir eru allir saman flón, þessir Ameríkumenn. Ef maður hell ir þá fulla, glopra þeir öllu út úr sér.“ ÞaS var auðvelt að uppfylla fyrstu -óskir Auers um upplýsingar. Hers- höfðinginn var sýnilega að reyna áreiðanleik minn með því að fá upp- lýsingar um smáatriði. En andstætt venju voru Austur- ríkismennirnir tveir alláhyggj ufull- ir, er ég hitti þá eitt sinn. HershöfS- inginn hafði verið mjög æstur kvöld ið áður. „ÞiS austurrísku svín,“ liafði hann öskrað. „ÞiS þekkið alls ekki þenna Ameríkumann. ÞiS haf- ið stolið peningum mínum.“ Freddy og Walter fullvissuðu hann um það, að þeir þekktu Ameríkumanninn á- gætlega, og að þeir gætu sannað það. »Sannið það þá, og það fljótt, ella 6kal ég sýna ykkur, hvað það kostar að blekkja þýzkan hershöfðingja.“ Síðari grein Nú þótti mér áætlun mín standa höllum fæti. Auer hafði fengið ein- hvern grun. Ef hann nú setti and- njósnalið sitt okkur til höfuðs, þá var mikil hætta á ferðum fyrir alla njósnastarfsemi okkar, sem hingað til hafði á undraverðan hátt sloppið við öll afskipti Þjóðverja. Allt í einu dalt mér ráð í hug. Ef hershöfð inginn vildi komast að raun um, hversu góðir vinir við værum, því l’á ekki að segja honum, að hann skyldi annað kvöld koma á svarta- markaðar-veitingahúsiS niðri viS liöfnina og sjá okkur borða þar miS- degisverS saman. „Eg skal sannarlega leika svo, að hann sannfærist,“ bætti ég við. Austurríkismönnunum varð nú rórra innanbrjósts. „Og hershöfð- inginn skal fá að borga brúsann,“ sagði Walter alvarlega. Eg mun aldrei gleyma þessu kvöldi ViS vorum allir jafn taugaóstyrkir, og vorum rélt byrjaðir að borða svarta markaðar ribbungana okkar, þegar hinn magri, ljóshærði, leyni- legi drottnari hinna frönsku land- svæða í NorSur-Afríku strunzaði inn í salinn ásamt ýmsum helztu embætt- ismönnum hinnar þýzku vopnahlés- nefndar og settist í nánd við okkur. Leikaraskapur, sem borgaði sig Mér fannst allan tímann hershöfð- inginn stara á lmakkann á mér. Brátt lét ég til skarar skríða. Eg barSi í borðið, sagði nokkrar sög- ur um starfsemi utanríkisráðuneytis- ins, heimtaði mcira vín, þvaðraði einhverja vitleysu við þjóninn, sló stöðugt á öxlina á Walter og Freddy og gaut öðru hverju fjandsamlegu augnaráði til ÞjóSverjanna — en stóð þó á öndinni af eftirvæntingu. Austurríkismennirnir hresstust nú smám saman. „PrýSilegt,“ tautaði Walter. „Herra hershöfðinginn er ánægSur. Hann er ekki lengur hörku legur á svipinn. Þér hafið haft góð áhrif á hann.“ Til þess aS reka smiðshöggiS á allt saman, stöðvuSum við seinna bifreið okkar fyrir framan þýzka sendiráðið og sungum þar hásum drykkj umannsrómi. Daginn eftir afhenti Freddy hers- höfSingjanum mörg þúsund franka reikning fyrir miðdegisverð okkar. Auer geislaði af ánægju, er liann greiddi reikninginn og myndarlega þóknun að auki. „Ágætt, piltur minn,“ sagði hann hlæjandi. „Reyn- ið þér nú að fá eitthvað mikilvœgt um Ameríkumenuina upp úr þess- um fábjána.“ Eg gat naumast trúað, aS ég hefði verið svona heppinn. Hershöfðinginn tók nú að bjóða Austurríkismönn- unum í allar hinar óhóflegu veizlur sínar. Þar heyrðu þeir rætt um mörg atriði, sem vöktu mikla athygli okk- ar. Þýzkir efnafræðingar unnu nú að því að framleiða í stórum stíl nýja gastegund. Yfirherstjórnin hafði hætt við þá hugmynd sína að gera innrás í Norður-Afríku gegn- um Spán. Á hverju kvöldi sendum við slíkar smáfréttir gegnum sendi- tæki okkar og með hraðboða. Oðru hverju gaf ég Freddy og Walter í skyn, að amerísk innrás væri í vændum. í júlí varð það greinilegt, að Auer var órólegur, því að hann gaf Austurríkismönnunum fyrirskipun um aS helga sig alger- lega því hlutverki að komast að raun um, hvenær og hvar Ameríkumenn hefðu í hyggju að láta höggið ríða. f Bombunni kastað. • „Segið Auer,“ sagði ég, „að nú sé að lokum endanlega gengið frá innrásaráætluninni. ViS göngum á land við Dakar seint í haust.“ Eg svaf ekki mikið næstu nótt. Myndi Auer gleipa agniS? ESa höfðu Freddy og Walter í samráði við Auer leitt mig í gildru, sem ég ætl- aði að leiða Auer í. Ef ég hafði reiknað skakkt, var ég ábyrgur fyr- ir dauða margra bandamannaher- manna. Morguninn eftir komu Austurrík- ismennirnir Jagnandi. Hershöfðing- inn hafði öskrað af gleði. „Við skul- um víst taka á móti amerísku svín- unum. Þeir ganga beint í gildruna. Við verSum strax að senda yfirher- stjórninni þessar fréttir.“ Hann hafði sent sendiboða í allar áttir og lirópað á aðstoöarforingja sína, og löng skýrsla var send af staS til Weisbaden. Svo höfðu tapp- arnir flogið úr kampavínsflöskun- um, og skálað hafði veriS hvað eftir annað — fyrir Hitler, fyrir þýzkum vopnaheiðri, fyrir „hinum hugdjörfu austurrísku vinum“ Auers — og að lokum fyrir „hinum heimska Banda- ríkjamanni“. Freddy og Walter hlutu gildan fjársjóð að launum. Eg hafði leyst af hendi minn hluta af áætluninni um gerfiinnrásina við Dakar. Auðvitað voru ýmsar fleiri blekkingatilraunir hafðar í frammi, áróðri mínum til stuðnings, og í því skyni að auka grun ÞjóSverja um innrás við Dakar, voru ýms „leynd- armál“ látin leka út. Nokkrum mánuðum seinna lifði ég eftirvæntingarfyllstu stund ævi minnar. Innrásardaginn gekk ég á land við Oran, í um það bil 3000 kílómetra fjarlægð frá Dakar. Inn- Framh. á 7. síðu. I Fyrirliggjandi NiðursoðiS Kjöt & & | & § Kæfo Fiskibollur (Hekla) Fiskibúðirtgur (Hegla) Grænor baunir Síld í oiíu og fómaf Kindasvið Gulrætur Gulrætur m/gr. baunum Grænkól „Karvekaal" Sandw. Spreod Rauðrófur Águrkur Sjólax Þurrkað kólmeti og súpujurtir, fl. teg. Þurrkaður laukur í st. Grænar baunir í lausri vigt Sætar möndlur í pökkum Suceat — Hjartarsalt — Natron Sinnep — Kanell — Kjötkraftur Ribsberjasaft — Búðingsduft Syrop — Kryddvörur í bréfum Harðfiskur í % oqV-í kílós pökkum Kerti, stór og smá (Hreinn) Állar fáanlegar kextegundir frá Reykjavík; Burstavörur, fjölda tegundir Bökunardropar, allar fáanlegar teg. EFNAGERÐARVÖRUR t. d.: Sósulitur Ávaxtalitur Edik og Ediksýra Ostahleypir Eggjalitur Salatolía Hárvötn, og fleira og fleica. Heildverzl. Valg. Stefánssonar Sími 332 — Akureyri. PAPPÍRSVÖRUR: Væntanlegt mjög bráðlega: Sænskur umbúðapappir, 20 — 40 og 57 cm. \ HEILDVERZL. VALG- STEFÁNSSONAR | Sími 332 — Akureyri |

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.