Íslendingur


Íslendingur - 20.11.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.11.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Miðvikudaginn 20. nóv. 1946 48. tbl. Yandamálin' verða. aðeins leyst-.meö frjálsu 01 einlægu samstarfí verkamanna og framleiðeHda. Samtök þessara aðila þurfa þegar að hetja samninga NÝLOKIÐ er í Reykjavík þingum tveggja mikilvægra sam- taka, Alþýðusambands íslands og Landssambands íslenzkra út- vegsmanna. Báðir þessir aðilar gegna mikilvægu hlutverki í þjóð- f élaginu, og báðum er það sameiginiegt hagsmunamál, að atvinnu- líf þjóðarinnar sé sem blómlegast. Veigamesti atvinnuvegur þjóð- arinnar, útgerðin, á nú við mikla erfiðleika að etja vegna stór- kostlegs framleiðslultostnaðar og óhagstæðs verðlags á erlendum markaði. Efnahagslegt öryggi þjóðarinnar er undir því komið, að þessi atvinnuvegur stöðvist ekki. Dýrtíðina verður að stöðva til þess að koma í veg fyrir stöðvun framleiðslunnar. Mynda verð- ur sterka stjórn í landinu þegar í stað. Það hefði verið æskilegt og eðlilegt, að þing þessara sam- taka hefðu sameiginlega rætt Vandamál atvinnuveganna og reynt að komast að samko.mu- lagi um leiðir til úrbóta. Hefðu Þing þessi hafið slíka samvinnu framleiðenda og verkamanna Um sameiginlegt hagsmunamál, hefðu þau markað merkilegt spor í atvinnusögu þjóðarinnar og skapað fordæmi til eftir- breytni. Ef þessir aðilar hefðu einlægan áhuga á að leysa vandamál atvinnuveganna með samvinnu og gagnkvæmum skilningi á hvers annars högum, Þá þyrfti þjóðin ekki að óttast neitt öngþveiti. En hin flokkspólitísku sjónar- mið virðast vera of sterk til þess að slíkt þióðnytjasamstarf- gefi hafizt. Stjórnmálaflokkar þeir, sem hafa miðað stefnu sína við Pað, að fá fylgi ákveðinna stétta, eru fyrst og fremst þessu nauðsynlega samstarfi til fyrir- stöðu. En fyrr eða síðar hljóta augu þjóðarinnar almennt að °pnast fyrir þeirri staðreynd, að allar stéttir eiga samleið, og Þær eiga að vinna saman í stað Þess að skiptast í illvíga stéttar- flokka, sem hver um sig keppist við að gera sem háværastar kröfur fyrir sína stétt, án þess að hafa hliðsjón af hagsmunum Þjóðarheildarinnar. ^ÍUÁLS SAMVINNA, EN ^KKI ÞVINGUN. ^að dylst nú engum sú stað- íeynd, að framleiðsla lands- manna á nú við svo mikla erfið- leika að etja vegna feikilegs framleiðslukostnaðar, að örugg ráð verða að finnast til stöðvun- ar á dýrtíðinni og nokkurar niðurfærslu. Fyrsta sporið er að uppræta kröfúpólitíkina. Meðan stéttirnar gera ekki annað en heimta, og hver um sig krefst þess, að aðrir beri allar byrðarn ar, er engin von um neina lausn. Það er ekki nóg að tala um það, að nú þurfi eitthvað að gera, heldur verður hver og emn þjóðfélagsborgari að vera reiðu búinn til þess að leggja fram sinn skerf til lausnar vandamál- unum. Það hefir áður verið reynt ad stöðva dýrtíðina með lögboði. Allir vita, hversu fór um þá til- raun. Vandamál atvinnuveg- anna verða að leysast með samn ingum, ef vel á að fara. Hin frjálsu samtök framleiðenda og verkamanna hafa því í sinni hendi að leysa dýrtíðarmálið og önnur vandamál atvinnuveg- anna. Alþýðusamband íslands, Lands- samband ísl. útvegsmanna og Stéttarsamband bænda þurfa nú þegar að hefja við- ræður um ráð til þess að tryggja öryggi atvinnuveganna og um leið öryggi alls almennings í landinu. BURT MEÐ TOETRYGGNINA Þessar viðræður eru þó fyrir- fram dauðadæmdur,ef ekkitekst að bægja burt þeirri tortryggni, sem ýmsir hafa reynt að ala á milli þessara aðila, sér til póli- Tvefr hershöfðingjar Hershbjðingjarnir Montgomery og Eisenhower eru heimskunnir jyrir afrek sín í nýafslaðinni heimsslyrjöld. Þjóðir þeirra hafa líka metið framgöngu þeirra að verðleikum. Eisenhower er nú œðsti maður Banda- ríkjahers og Monlgomcry yfirhershöfðingi Brela. Þeir átlu mestan þátt í að skipuleggja hina slórkostle^u innrás Bandamanna í Evrópu, sem ei talið mesta afrek hernaðarsögunnar. RerSim sdknina. Peningamennirnir verða að leggja fram sinn skerf. Fram til þessa hafa selst váxtabréf stofnlánadeildar- innar fyrir um 5 miljónir króna. 1 gær höfðu selzt hér á Ak- ureyri vaxtabréf fyrir um 275 þúsundir króna. Enn skortið mikið á að nægilegt fé sé fengið til þess að tryggja nýsköpun sjávar- útvegsins. Bæði hér á Akureyri og annars staðar á landinu er það almenningur, sem bezt hefir brugðizt við lánsbeiðn- inni. Hefir mest verið keypt af minni bréfunum. Stórfyrirtækin og peninga- mennirnir mega ekki lengur láta dragast að leggja fram sinn skerf. Nýsköpun sjávarútvegsins varðar alla þjóðina. Þjóðar- heill krefst þess, að fjármagn þjóðarinnar sé fyrst og fremst hagnýtt í þágu fram- leiðslunnar. Það má ekki lina á sókn- inni fyrr en nægilegt fé er fengið. tísks framdráttar. Atvinnurek- endum er skylt að reka fyrir- tæki sín þannig, að þau þjóni fyrst og fremst þörfum almenn- ings í landinu og greiða jafnan verkamönnum eins fiátt kaup og hægt er. Á hinn bóginn mega verkamenn ekki láta þá menn móta afstöðu sína, sem telja alla atvinnurekendur blóðsugur og arðræningja. Er það óneitan- lega óheppilegt, að hin kommún istisku ofstækissjónarmið skuli hafa borið sigur af hólmi á Al- þýðusambandsþinginu, en því verður þó ekki trúað að ó- reyndu, að stjórn Alþýðusam- bandsins neiti samstarfi við framleiðendur um vandamál at- vinnuveganna, því að þar eiga verkamenn mest í húfi, ef at- vinnufyrirtækin stöðvast. Með einlægri samvinnu stétt- anna er hægt að leysa farsæl- lega öll þau vandamál, sem at- vinnuvegir vorir eiga níi við að etja en án slíkrar samvinnu get- ur illa farið. Þetta verða allir ábyrgir stéttaleiðtogar að hafa í huga. i isviðburdur i soyu M.A. Hornsíeinn íagBur að hinn mikla lieliuavlstarhilsi S. 1. fimmtudag fór fram hátiðleg athöfn á túninu fyrir ofan Menntaskólann. Skólameistari, Sigurður Guðimmdsson, lagði þar hornsteininn í heimavistahús skólans, sem nú er að rísa þar af grunni. Mun hús þetta stórkostlega bæta öll starfsskilyrði skól- ans, sem nú er orðinn allt of lítill til þess að geta til hlýtar full- nægt hinum síauknu kröfum, sem tU hans eru gerðar. Verður hið nýja heimavistarhús mikið mannvirki. ViSstaddir athofn þessa voru flest- ir helztu menn bæjarins, kennarar og nemendur Menntaskólans, Gagn- fræ'ðaskólans og Húsmæðraskólans. LúÖrasveit Akureyrar lék bæði fyrir og eftir að hprnsteinninn hafð'i veriS lagður. • Skólameistari kvaS þetta vera stóra stund í sögu Menntaskólans á Akureyri og kvaS liér vera hafið verk, sem margar óbornar kynslóSir ætlu aS njóta góSs af. FærSi hann þakkir ölltím þeim aSilum, sem greitt hefSu fyrir þessu máli, bæSi Alþingi, menntamálaráSherra, húsameistara ríkisins, bæjarstjórn Akureyrar og mörgum öðrum. Húsameistari ríkisins, próíessor GuSjón Samúelsson, hafSi komiS norSur til þess aS vera viSstaddur þessa athöfn. Lýsti' hann í stórum dráttum hvernig tilhögun yrSi í heimavistarhúsinu. SySsti hluli hússins, sem nú er kominn undir þak, er ætlaSur til í- búSar námsmeyjum, og verSur þar rúm fyrir 34. Er gert ráS fyrir, aS þessi hluti hússins verði fullbúinn næsta haust. I framnaidi af þessu húsi verSur heimavist fyrir 125 pilta. Þar verð- ur einnig kennaraíbúð, en íbúð fyrir umsjónarkonu verður í kvennadeild- inni. Heimavist stúlkna verður tvær hæðir og kjallari, en hinn hluíi húss- Framh. á 8. síðu. / ,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.