Íslendingur


Íslendingur - 20.11.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 20.11.1946, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 20. nóv. 1946 ÍSLENDINGUR júlíus Havsteen, sýslumaður: Hugvekjaum landhelgina Stœkkun landhelginnar er lífsnauðsyn fyrir íslenzku þjóðina. Þessu mikilvœga hagsmunamáli hefir þó kki verið eins mikill gaumur gefinn og skyldi. Hér er þó um mál að rœða, sem mjög varðar framtíð sjávar- útvegsins. Grein sú, sem blaðið birtir hér fyrri hlutann af, er eftir Júlíus Hafstein, sýslumann. Sýnir hann með óyggfandi lagalegum rökum, að íslenzk landhelgi hefir áður fyrr verið miklu stœrri en nú, én Danir haja í algeric heimildarleysi gertsamninga við Breta um takmörkun landhelginnar. Er grein sýslumanns mjög ejtirleklarverð. 5 - ■ ' .......- Á ALÞJÓÐAVETT ----YANGI.-----1 Sögulegt forspjall. í fornöjd var litið svo á, að hafið, rúmsjórinn, væri öllum þjóðum frj áls og ætti þar ekkert eitt ríki öðru fremur yfirráðin. Á miðöldum var komið annað hljóð í strokkinn. Þá fóru ýms ríki að eigna sér ákveðiii höf þannig, að þau töldu sig geta bannað öðrum þjóðum bæði siglingar um þau og fiskiveiðar í þeim. Feneyjar sögðust eiga Adríahafið allt, Danakonungar slóu yfirdrotnan sinni á Eystrasalt og héldu fram, eftir að ríkjasamband var á komið milli Danmerkur og Noregs, að Norðurhafið milli íslands og Noregs lægi undir yfirráðum Norðmanna, og svo undarlega brá við, að Eiríki konungi af Pommern tókst að fá Englendinga til þess að fallast á kröfu þessa með samningi, sem gerður var árið 1432. Ekki voru Englendingar barnanna beztir. Vildu þeir banna öðrum þjóð um, einkum Hollendingum, sigling- ar og veiðar í Norðursjó, Ermar- sundi og víðar, en sjálfir fóru þeir sinna ferða. Lengst út í öfgarnar fóru Portú- galsmenn, er þeir bönnuðu Hollend- ingum siglingar til Indlands. Studd- ust þeir við gjafabréf frá páfanum þess efnis, að Portúgalsmönnum ein- Um væri þessi sigling leyfð sam- Wcmt vilja Guðs. Gegn þessari stefnu, að banna höf- m eða sum þeirra, loka þeim, eins °g kallað var (mare clausum), reis ákaft og eindregið lögspekingurinn Hugo de Grot — venjulega nefndur Hugo Grotius. — Fæddist hann í bænum Delft í Hollandi 1583, andaðist í Rotock 1645. Með réttu er þessi frábæri gáfumaður og frægi lögfræðingur talinn höfundur eða stofnandi þjóð- féttarins. Vann hann það á með rit- um sínum og þá sérstaklega með því fitinu, sem nefnist „Mare liberum“ e. „Hafið frjálst”, að rúmsjórinn varð öllum þjóðum opinn og sigling- ar um hann frjálsar svo sem verið liafði til forna. Ritíð „Mare liberum“ var gefið Ut 1609, en ekki voru í því nein sér- slók ákvæði eða tillögur um sjálfa landhelgina. Liðu nú tæp hundrað ár, unz landi Grotíusar Cornelis van Bynk- ei'shoeck setur fram í riti (De domino lUaris disserlatio) er út kom 1703 Uieginregluna fyrir umráðasviðinu á ■ s.iónum, eða nánar tiltekið fyrir latidhelginni, og hljóðar hún í með- ferð þjóðréttarfræðinganna Jiann- ig á latínu: „tærre potestas finitur ubi finitur armorum vis“, en á ís- lenzku á ]>essa leið, „Jiar endar yfir- ráðasviðið (á sjónum þ. e. landhelg- in), þar sem þrýtur máttur vopn- anna.“ 1 ritinu tekur höfundur nánar fram til skýringar: „eo potestatem tærre extendi, quousque tormenta exploduntur“, þ. e. „því þykir rétt að teygja yfirráð landsins (yfir sjón um, landhelginni) eins langt og fall- byssur draga.“ Þannig miðaði Bynk- ershoeck landhelgina við fallbyssu- skotfæri frá ströndinni á haf út um háflæði, en síðar þótti réttara, að telja land Jrað allt, sem upp kemur með stórstraumsfj öru, til fastalands- ins og reikna eða miða fjarlægðina í sjó fram frá stórstraumsfjöruborði urn háfjöru. Lengi vel var stuðst við þessa reglu Bynkershoeck og sefjandi áhrif hefir hún haft á landhelgislöggjöf þjóðanna fram á þennan dag, því að einmitt skotfæri það, sem höfundur- inn miðar við, er talið sem næst J)rír mílufjórðungar. Löngu er nú hætt að miða land- helgina við fallbyssuskotfæri, enda nefnd hernaðartæki farin að draga ískyggilega.langt út á sjó fram, held- ur hafa hlutaðeigandi Jjjóðir ýmist ákveðið sjálfar með lögum stærð eða lengd sinnar landhelgi, ellegar gert um hana samninga við aðrar Jrjóðir, og þá venjulega með tilliti til sameiginlegra eða alþjóða hags muna, en ekki er því að neita, að furðu oft virðast stórveldin hafa mestu ráðið um slíkar samninga- gerðir, og smáþjóðirnar neyðst til þess, beint eða óbeint, að hlýða valds boðinu. Hjá flestum Jreim þjóðum, sem yfirráðasvið eiga á sjónum, er gerð- ur talsverður munur á löggæsluland- helginni og fiskiveiðalandhelginni. Löggæslan. Er hin fyrrnefnda venjulega tals- vert rýmri, alla leið upp í 12 mílu- fjórðungar, þar sem stöðva má skip og rannsaka vegna sóttgæzlu, toll- eftirlits, leggja hald á tollskyldar vörur, gera þær upptækar og jafnvel skipið sjálft ef sannast, að það er ein- göngu notað til smyglunar, einkum áfengis og eiturlyfja. F iskveiðalandhelgin. Um fiskveiðilandhelgina má segja, að í alþjóðasamningnum hafi skapazt sú regla að telja hana jnjá mílufjórðunga á haf út frá yzlu tak- mörkum lands um háfjöru. Er ]>að einkum Bretaveldi, sem gengizt hefir fyrir því, bæði í alþjóðasamningn- um og sérsanmingum við ein- stakar Jrjóðir, að þannig yrðu takmörk landhelginnar al- mennt ákveðin og notað til Jjessa valdaaðstöðu sína á höfunum. Vold- ugasta siglingaþjóð heimsins hefir- í máli þessu hugsað fyrst og fremst um fiskiflotann sinn og hagsmuni brezkra togara við strendur annarra Jjjóða. Á friðarfundinum í París 1763, ' er Frakkar urðu að láta Kanada af hendi við Breta, en þá var lagður hyrningarsteinninn að heimsveldi . Breta á höfunum, fengu þeir Frakka og Spánverja til þess að fallast á, að meginreglan um víðáttu landhelginn ar skyldi vera þrír milufjórðungar á haf út um fjöru. Samskonar ákvæði um stærð landhelginnar voru sett í samninga um fiskveiðar milli Breta og Bandaríkjamanna. Smám saman hafa svo aðrar þjóðir gert eða orðið að gera svipaða samninga um sína landhelgi. Nokkrar skera sig þó úr leik, svo sem Rússar með 10 rnílu- fjórðunga fiski- og selveiða land- helgi, Spánverjar með sex mílufjórð- unga, Norðmenn og Svíar sem halda rígfast við eina mílu danska eða fjóra mílufjórðunga, og hið sama gera Danir austan Jótlandsskaga, en vestan hans og í höfunum kringum Færeyjar og ísland hafa þeir orðið að lúta boði Englendinga, eins og síðar skal að vikið. Landhelgi fjarða og flóa. Allmikil frávik og mjög eftirtekt- arverð hafa þó verið gerð frá regl- unni um Jjrjá mílufjórðunga, þegar ákveða skal fiskveiðalandhelgina á fjörðum inni og flóum. Kemur þá greinilega í ljós, að eng in Jjjóð sættir sig við að aðeins þeir firðir og flóar, sem í fjarðarmynni eru sex mílufjórðungar eða þrengri, séu taldir innan landhelgi. Því hafa Bretar lagt til, bæði í sanmingunum um fiskiveiðar í Norðursjónum og víðar, að landhelgi fjarða og flóa skyldi takmarkast af línu, tíu mílu- fjórðungar á lengd, dregin þvert yiir fjörðinn. Svæðið innan við línu þessa væri landhelgi. Svona vilja þeir að við reiknum nefnda land- lielgi, og Jjannig höfum við gert frá því urn síðustu aldamót af þegnskap við Breta og Dani Jjó alrangt sé, eins og síðar verður rökstutt. MjÖg hefir það misheppnazt, að. fá þessa tíu mílufjórðunga landhelgi samþykkta og misbrestasamt hefir Bretum sjálfum orðið með sína firði og f'óa, og skulu nefnd nokkur dæmi. Norðmenn banna yfirleitt útlend- ingum veiðar á flestöllum fjörðum sínum og flóum, t. d. Yestfjorden hjá Lófót, en fjarðarmynnið er 32 mílu- fjórðungar. Standa Frakkar og HVAÐ ER LÝÐRÆÐI? Lýðræði og frelsi hefir verið þrá mannkynsins síðan ]>að tók að skynja gildi þessara liugtaka. Nú keppast forustumenn allra þjóða og allra stjórnmálaflokka um að reyna að sannfæra Jjjóðir sínar um það, að þeir séu mestu lýðræðisvinirnir. Eftir að möndulveldin voru brotin á bak aftur, munu flestir hafa von- að, að öfl einræðis og kúgunar væru nú endanlega sigruð. Síðan hefir það komið í ljós, að í hópi sigurveg- aranna er verulegur ágreiningur urn það, hvað kalla beri lýðræði. Eitt stórveldið, Rússland, hefir komið á fót hjá sér Jjjóðskipulagi, sem rúss- neska stjórnin og aðdáendur hennar út um heim nefna hið fullkomnasta lýðræði, en sem eftir skilningi vest- rænna Jjjóða er hið harðsvíraðasta einræði. , Þessi ágreiningur 'um skilning á lýðræðishugtakinu hefir leitt til þess, að Rússar og Rússavinir hafa reynt að mynda hugtakið „austrænt lýðræði“. Á alþjóðaráðstefnum þeim, sem haldnar hafa verið eftir stríðið, má segja, að fylgjendur hins vestræna og austræna lýðræðis hafi skipzt í tvo flokka. . Sá stjórnmálamaður, sem ötulast hefir barizt fyrir rétti smáþjóðanna á undanförnum alþjóðaráðstefnum, er Evatt, utanríkisráðherra Ástralíu. Hefir einurð hans og markviss bar- Rússar með Norðmönnum, Bretar á móti, en fá ekki að gert. Frakkar telja Concaleflóann ailan innan landhelgi þó að mynni hans sé 17 mílufjórðungar. Eins líta Bandaríki Norður Ame- ríku á Delawer og Chesapeake-íló- ana, en mynni þeirra eru 11 til 12 mílufjórðungar. Bretar fara sjálfir einna lengst í undanþágunum, þegar um er að ræða firði og flóa stórveldisins sjálls. Telja þeir Conception Bay á Ný- fundnalandi, sem er 20 mílufjórð ungar á breidd, allan innan land- helgi, sömuleiðis Chaleur og Mira- michi-flóana í Kanada, en mynni þeirra eru 16 og 14 mílufjórðungar. Einnig vilja þeir þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjanna, telja allan Hudson- flóann landhelgissvæði, og er hann 50 sjómílna breiður. Þennan rétt sinn til þess að banna útlendingum nefnda firði og flóa, þrátt fyrir stærð þeirra, byggja hlutaðeigandi ríkis- stjórnir á sögulegum heimildum, þ. e. fornum rétti og þar af leiðandi hefð, sem aftur á sér stoð í reglum þjóðaréttarins um sérstaka firði og flóa. Að loknu þessu forspjalli um land lielgina almennt, skal vikið að land- helgi okkar íslendinga, en þetta mál málanna virðist ennþá í hers hönd- um og gegn því hefir hvorki þióð- in sjálf, Alþingi né ríkisstjórn gert skyldu sína fram að þessu, eftir að ísland varð lýðveldi. átta fyrir réttlæti og fyllsta lýðræði í samskiptum þjóðanna vakið heims- athygli. Á blaðamannaráðstefnu, sem liald in var í sambandi við Parísarráð- stefnuna, lagði svissneskur blaða- maður svohljóðandi spurningu fyrir Evatt, utanríkisráðherra: „Víðsvegar um heim berjast menn, og ætíð nota báðir deiluaðilar hug- takið „lýðræði“ til þess að túlka til- gang sinn. Hvað er lýðræði? herra Evatt“ Evatt svaraði: EG VEIT, hvað lýðræði er, því að ég hefi alizt upp í lýðræðisþjóðskipu- lagi. Sérhver karl og sérhver kona hefir rétt til þess að greiða atkvæði. í þessu felst réttur fólksins til þess að velja sér sjálft ríkisstjórn. Þetta es. undirstöðuatriði. LÝÐRÆÐI merkir einnig réttinn til þess að fá að velja milli fleiri en eins frambjóðanda. Sé framboðsrétt urinn ekki tryggður, er ekki um neinar raunverulegar kosningar að ræða og tvímælalaust ekkert lýð- ræði. EFTIR að þjóðin hefir valið sér ríkisstjórn, krefst lýðræðisskipulag- ið þess, að úrskurður þjóðarinnar sé virtur af þjóðinni. Reyni fólkið að losna við kjörna ríkisstjórn með of- beldi, eða reyni ríkisstjórn að losna við stjórnarandstöðuna með ofbeldi, er það í algerri mótsögn við lýðræð- isskipulagið. Samkvæmt lýðræðis- reglum verða menn að gera sér ósig- urinn að góðu, þar til þeir geta sigrað með lýðræðislegum aðferð- um. EN ÞETTA er þó aðeins einn þáttur lýðræðisins. Það er ekki um að ræða raunverulega frjálsar kosn- ingar eða lýðræðislega ríkisstjórn, nema fólkið hafi frelsi til þess að láta í ljós skoðanir sínar og gagn- sýna. Þess vegna verða þeir, sem á- líta, að hin kjörna ríkisstjórn sé að gera eitthvað rangt, að hafa rétt til þess að segja það — að láta skoðun sína í ljós, jafnvel þótt þessi skoðun sé röng. Það sem er að gerast á þessari blaðamannaráðstefnu, sýnir lýðræð- ið í reynd. Þið hafið óskoraðan rétt til þess að spyrja mig í þaula um hvað sem er, án þess að liika, svo að sannleikurinn komi í ljós gegnum þessar spurningar og svör. ÞAÐ er eitt af meginskilyrðum lýðræðisskipulagsins, að menn geti óttalaust notað réttindi þess. Borg- ararnir verða að geta valið sér ríkis- stjórn, án hræðslu við nokkurn að- ila. Þar getur ekki verið um að ræða neinar fyrirskipanir eða einræði. AÐ LOKUM ÞETTA: — Á þesr- ari ráðstefnu hefi ég heyrt fulltrúa Albaníu bera fram kröfur vegna framlags albönsku þjóðarinnar í þessari styrjöld. Hann sagði, að alb- anska þjóðin hefði bjargað flugmönn um bandamanna og veitt þeim hæli, Og hann krafðist endurgjalds fyrir Framh. á 7. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.