Íslendingur


Íslendingur - 20.11.1946, Blaðsíða 8

Íslendingur - 20.11.1946, Blaðsíða 8
Nýir kaupendur að „íslend- ingi“ fá blaðið ókeypis til ára- uióta. Árgangurinn kostar að- eins 15 krónur. Það borgar sig því að kaupa „Islending“. Athygli skal vakin á því, að „íslendingur“ kemur framvegis út á miðvikudögum. Auglýsing- ar þurfa því að vera komnar í síðasta lagi á hádegi á þriðju- dag. /. O. fí. F. — 12811228Vt — 0 — 0. □ Rún 594611207 — Frl. Messað verður á simnuclaginn í Lög- mannshlíð kl. 1. (Safnaðarfundur) — Akureyri kl. 5. Möðruvallakl. prestakall. Sunnudaginn 24. nóv. kl. 1 e. h. guðsþjónusta á Elli- lieimilinu í Skjaldarvík. Altarisganga. Sama dag kl. 4 e. h. safnaðarfundur Glæsibæjarsóknar í Þinghúsinu. Sunnud. 1. des. messað á Möðruvöllum og sunnud. 8. des. að Bægisá, kl. 1 e. h. Nú virðist veturinn loksins vera kom- inn, og er það seinna en við mátti húast. Hefir tíðin undanfarið verið einmuna góð. Má sem dæmi um veðurblíðuna geta þcss, að „morgunfrúr" sprungu út allt til 10. nóv. Allt fram til þessa lirets hafa kart- öflur einnig varðveizt óskemmdar í jörðu. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónahand af séra Stefáni Snævarr á Völl- um ungfrú Gyða Bjarnadóttir og Jón Björnsson, húsgagnasmiður. Hjónaejni. Laugardaginn 9. þ. m. opin- •beruðu hjúskaparheit sitt í Reykjavík ung- frú Bi-yndís Jónsdóltir (Stefánssonar list- málara) og cand. polyt. Snæbjörn Jónas- son (Snæbjörnssonar teiknikennara). Hjúskapur. Sunnudaginn 10. nóv. voru gefin saman í lijónaband á Möðruvölium í Hörgárdal ungfrú Ragna Gestsdóttir og Davíð Sig. Kristjánsson, bifreiðarstjóri, Akureyri. Hjuskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af vígslubiskupinum séra Frið- rik J. Rafnar þau Jóhanna Sesselja Kristj- ánsdóttir og Ragnar Hermannsson, bæði frá Flatey. Aðalfuntlur IJtróttajél, Þór verður hald- inn í íþróttahúsinu n. k. föstudag kl. 8.00 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf. Fjöl- sækið! Stjórnin. . Aðalfúndur Knaltspyrnufélags Akureyr- ar verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 20. þ. m., kl. 8.30 e. h. að Hótel Norður- land. Auk venjulegra aðalfundarstarfa liggja fyrir fundinum mjög áríðandi mál, er því nauðsynlegt að hann verði fjölsótt- ur. — Stjórnin. Sjálfstœðiskvennajélagið „Vörn“ hélt nýlega aðalfund sinn. Var frú Jónheiður Eggerz endurkjörin formaður félagsins. Auk hennar vorn kosnar í stjórn félags- ins þær Ólafía Hjaltalín, gjaldkeri, og Ingibjörg Hálldórsdóttir, ritari. Skemmtun heldur félagið „Berklavörn" n. k. sunnudagskvöld, að Hótel Norður- land, til ágóða fyrir Vinnuslofusjóð Krist- neshælis. — Auk margra ágætra skemmti- atriða, svo sem kvikmyndasýningar o. fl., verður auðvitað dans. Akureyringar ættu að fjölmenna á kvöldskemmtun þessa, nieð því vinna þeir tvennt, þeir eignast énægjuríka kvöldstund en efla um leið hin merkustu samtök, sem nú eru starf- andi hér í þágu heilbrigðismálanna. Skemmtifund heldur stúkan „Brynja" næstk. þriðjudag í Skjaldborg kl. 8.30. -— Til skemmtunar: Nýjustu atomfréttum út- varpað. Stutt kvikmynd. Dans. — Veit- ingar fást keyptar í kaffistofu. Allir félag- ar^á fund. Gestir frá öðrum stúkum vel- komnir. Barnastúkan „Bernskan“ heldur fund í Skjaldborg n. k. sunnudag, kl. 1 e. h. Skemmtiatriði, upplestur og kvikmynd. Nœstlcomandi sunnudag mun Karlakór- inn „Geysir“ efna til söngskernmtunar í Nýja-Bíó kl. 2 e. h. Verður þessi skemmtun kórsins með nokkru öðru sniði en vant er, því að kór- inn syngur aðeins hluta af söngskránni en einstakir menn úr kórnum syngja sólóar. Þá syngur sænski söngkennarinn Gösta Myrgart, sem dvalið hefir hér nú undan- farið, og kennt kórnum söng, nokkur lög og stjórnar hann einnig kórnum að þessu sinni. Alls munu verða á söngskránni 15 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. — Undirleik annast frk. Þórgunnur Ingi- mundardóttir, Árni Ingimundarson og söngkennarinn Gösta Myrgart. Halldór Þorsteinsson, sonur Þorsteins M. Jónssonar, skólastjóra, er nýkominn heim frá Ameríkn. Hefir hann stundað þar háskólanám undanfarin ár og hlotið sér- staklega háar einkunnir í öllum náms- greinum. Hann hefir iokið B. A. prófi í ítölsku og fronsku og einnig lesið spænsku, sænsku og ensku. Hann hefir lengst af verið í Los Angeles, og h'efir hann verið heiðursstúdent við háskólann frá því hann lauk fyrsta prófi sínu. Halldór hefir einnig stundað leiklistar- Sjötugur: Guðmundur Péíursson útgerðarmaður. Einn af kunnustu borgurum Akureyrar, Guðmundur Péturs- son, útgerðarmaður, varð sjö- tugur sl. sunnudag. Of langt yrði að rekja til hlýtar ævistarf Guðmundar, því að það hefir verið fjölþætt. — Hann hefir um áratugi rekið umsvifamikla útgerð, og verður saga útgerðarinnar við Eyja- fjörð eigi skráð, án þess að nafn hans verði þar ofarlega á blaði. Guðmundur Pétursson er fæddur á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd árið 1876. — Hann lauk gagnfræðanámi við Möðruvallaskóla árið 1900 og stundaði síðan um skeið verzl- unarnám í Kaupmannahöfn. Hann rak verzlun og útgerð á Svalbarðseyri árin 1901—1907. Síðan fluttist hann til Akureyr- ar og stundaði þar verzlunar- og skrifstofustörf til 1916. Þá hóf hann útgerð á ný og hefir síðan helgað sjávarútvegnum krafta sína. Hefir hann verið þar mikilvirkur og lagt kapp á að skapa sem fjölþættastan sjáv arútveg hér við Eyjafjörð. Var hann stofnandi síldarbræðslu- stöðvarinnar á Dagverðareyri. Einnig stofnandi Dráttarbraut- ar Akureyrar og lengst af for- maður hennar. Þá hefir hann um mörg ár verið formaður Ot- gerðarmannafélags Akureyrar, einnig formaður Fiskideildasam bands Norðlendingafjórðungs og Vélbátatryggingar Eyjaf jarð ar. Eftir að Guðmundur hóf út- gerð á Akureyri, keypti hann „ölduna“ frá Noregi, en hún fórst skömmu eftir 1920. ÁriÖ 1923 keypti hann svo tvö skip, „Kristján" og ;,Bláhvelið“, og stuttu seinna keypti hann enn tvö skip, „Bris“ og „Líf“. Hefir hann síðan gert þessi skip út frá Akureyri. „Bláhvelið“ var rifið fyrir nokkru, en hin þrjú hafa öll verið endurbætt. Ilefir útgerð Guðmundar verið bæjar- félaginu drjúgur stuðningur. — Síldarsöltun hefir Guðmundur stundað um mörg ár í Jötun- heimum, en þá keypti hann skömmu fyrir 1930. Guðmundur hefir ætíð þótt mjög áreiðanlegur í öllum við- skiptum. Þótt útgerðin ætti við margvíslega örðugleika að stríða á krepputímunum, lagði hann ætíð megináherzlu á það að standa í skilum við starfsfólk sitt. Margir heimsóttu Guðmund á þessu merkisafmæli hans, því að hann er vinmargur. „Islendingur" óskar Guð- mundi Péturssyni til hamingju með hans þjóðnýta starf og árn- ar honum allra heilla á kom- andi árum. Menntaskólinn Framhald af 1. síðu. ins veröur einni hæð hærri. Oil heimavistarherbergi verða fyrir tvo nemendur. Vaski með heitu og köldu vatni verður í hverju herbergi. en sameiginlegt bað með einu baðkeri og tveimur steypum fyrir hverja deild. Er heimavistarhúsinu skipt niður í 9 deildir, sem eru aðskildar. Eykur það næði nemenda til lestrar- í kjallara verður mötuneyti. Stór dagstofa og lesstofa verða einnig í heimavistarhúsinu. Bókasafn skól- ans og náttúrugripasafn verða flult í heimavistarhúsið og í sérstakri álmu verða kennslustofur fyrir eðlis fræði og efnafræði. Húsið verður alls rúmir 72 metr- ar á lengd, en sá hluti hússins, sem nú er fullsteyptur, er 25 metrar á lengd. Innanmál hússins er um H þús. kúbikmetrar, að kennslustofum undanskildum. Að lokinni greinargerð húsameist- ara las skólameistari upp skjal það, sem leggja átti í hornsteininn. Var þar í stutlu máli gerð grein fyrir að- draganda að smíði hússins og hverj- ir komu þar við sögu. Eftir að skóla- meistari hafði lagt hornsteininn, bað hann þess, að blessun mætti jafnan fylgja þessu húsi og þeim nemend- um, sem þar ættu eftir að búa, en Lárus Rist, sundkennari, bað fólk hrópa ferfalt húrra fyrir M. A. Var þessi athöfn öll mjög virðu- leg. Hóf ílVÍ. A. nám í 8 mánuði og hefir leikið í útvarp. Ilann mun verða hér heima eitthvað, fyrst um sinn, en hyggzt síðan fara til Frakklands og ljúka jiar meistaraprófi frönsku. Nýlega var í Reýkjavík opnuð prent- myndagerð undir nafninu Prentmyndir h.f. Skúlatúni 2. Prentmyndagerðin hefir yfir að ráða nýtízku fullkomnum véliint og á- gætum fagmönnum með langa reynzlu.vf M. a. hefir prentmyndastofan fengið nýtt eíni sem nú er víðast ltvar notað í Evrópu og Ameríku og heitir Emulsion og er nolað við myndatöku. — Hefir þetla efni m. a. þá eiginleika að hægt er að taka gamlar og óskýrar myndir miklu betur en áður, ennfremur bláar og rauðbrúnar myndir ög blýantsteikningar o. fl. Efni þetta hefir alls staðar rutt sér til rúms þar sem það hefir verið notað og þótt taka mjög fram ltinu fyrra. — Umboðsmaður prentinyndastofunnar á Akureyri er Tóm- as Steingrímsson, sem mun gefa allar nán- ari upplýsingar. Sími prentmyndastofunn- ar er 7152. Atvinna óskast í vetur (helzt hreinleg). Margskonar vinna kemur til greina. | j þessa atburð'ar bauð skólameistari nemendum, kennurum >og fréttamönnum útvarps og blaða ;til kaffidrykkju í Menntaskólanum >á miðvikudagskvöldið. Flutti skóla- [meistari þar ítarlega ræðu um allan undirbúning að smíði hins mikla íheimavistarhúss. Ræddi hann einnig • um gildi heimavistar fyrir uppeldis- Jstarf skólanna. Kvað hann það tak- imark sitt, að allir ut'inbæjarnemend- ur væru skyldaðir til þess að búa 1 heimavist, og jafnvel ætti að vera hægt að skylda bæjarnema í efstu bekkjum skólans til þess að búa þar líka. Guðjón Samúelsson, húsameist- ari, minntist á hið mikla starf skóla- meistara í þágu skólans, en Kristján Róbertsson, dimittendus, flutti skóla- meistara þakkir nemenda fyrir hans mikla starf í þágu skólans fyrr og síðar. Vegna mikillar eldhættu ber brýna nauðsyn til, að heimavistar- húsinu verði sem fyrst komið upp- Yfirsmiður við þessa miklu húsa- gerð er Stefán Reykjalín, húsa- smíðameistari. GUNNAR SÖRENSON, Lundarg. 11, uppi. Undirföt og Náttkjóiar frá AMARÓ klæia ySar best Jólainnkaupin eru byrjuð. Áuglýsið í Islendingi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.