Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 27.11.1946, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. nóv. 1946 ISLENDINGUR 5 Lanclhelgi Íslancls Landhelgi íslands liefir verið ein og hin sarna bæði uni löggæziu og fiskiveiðar, en til þess að fá í s _,mi sem gleggstar og rétlastar heiiíiildir um hana bæði sögulegar og lag.ileg- ar, tel ég rétt að nota og taka hér upp „bréf dómsmálasljórnarinnar íi.l utanríkisstjórnarinnar um fiskveið- ar útlendra manna við lsland“, dags. 18. apríl 1859. Þar segir svo: Stjórn utanríkismálanna hefir í bréfi 10. f. m. skýrt dómsmálastjórn- inni frá, að hinn kobunglegi verzl- unarfulltrúi í Leith hafi m. a. o 'iðst upplýsingar um það, í hverri fjar- lægð undan landi erlendum mönn- um séu leyfilegar fiskiveiðar við Is- land. Jafnframt þessu hefir utanrík- isstjórnin spurt um, að hve miklu leyti hafi verið farið eftir reglum þeim, sem seltar voru í konungsúr- skurði 22. febrúar 1812, þá er á- kveðin hafa verið þau takmörk, sem mönnum. úr erlendum ríkjum er bannað að fara yfir á fiskveiðum við ísland; en konungsúrskurður þessi, sem birtur var öllum háyfir- völduin í Danmörku með Canc. br. 25. s. m. kveður svo að orði, að um- ráð konungs yfir sjónum nái eina mílu undan landi, og sé sú vegalengd talin frá yztu eyjum eða hólmum við landið. Mál þetta stendur í enu nánasta sambandi við það pem um er rætt í bréfi utanríkisstjórnarinnal 18. f. m, en í því var beðið um skýrs'u um það lagaboð og aðrar þær yfir- valdatilskipanir, er niiðuðu til að vernda fiskiveiðar íslendinga, og sem þætti æskilegt að kunngjört yrði skipverjum á erlendum fiskiskútum. einkum frakkneskum og enskum, þeim er stunda fiskveiðar í höíum þessum, samkvæmt því sem hafði verið farið fram á í bréfi dóns- málastjórnarinnar 22. febr. þ. á. Dómsmálastjórnin leyfir sér því að svara bréfum þessum báðum í einu lagi á þessa leið: Frá ómunatíð, °ít allt þangað til íslenzka verzlunin 'ar laus látin við alla þegna Dana- konungssins árið 1786, voru fiski- veiðarnar við ísland álitnar að vera eign hinnar dönsku stjórnar, og þeg- ar verzlunin um ýms tímabil var seld á leigu einstökum mönnum eður félögum, voru veiðiréttindi þessi einnig látin fylgja með. Privilegia 16. desember 1631 og leyfisbréf 16. aprílmán. 1636 eru hin elztu lagaboð er lil taka, hvað langl undan landi rétturinn *til fiskiveiða við íslctnd núi; með þeim var það leyft hinu islenzka verzlunarfélagi að gjöra uPptœk ensk livalveiðaskip, er kæmu "cer landi en 4 vikur sjávar, og skip nnnarra þjóða, er nœr kœmu land- inu en í ó milna jjarlœgð. Opið brcf 13. maímán. 1682, um fyrirkomu- lag hinnar færeysku og íslenzku Verzlunar, bannar í 2. gr. ölhun, er eigi voru í verzlunarfélagi því, Se*n þar um ræðir, að slunda fiski- ''eiðar við ísland nær en 4 mítur ^dan landi, og skyldu þeir sem á bióti brylu missa skip og farm, og '■‘tda jjar ag au^j Hkamlegd hegn- luSu. Þessar ákvarðanir eru cndur- Júlíus Hafsteen, sýslumaður Huovekja um landhelgina.j nýjaðar í ýmsum seinni verzlunar lögum. Með opnu bréfi 18. águstmán. 1786 voru fiskiveiðarnar við íslarid, ásamt verzluninni, látnar lausar vlð a’la þegna Danakonungs. Var þar á cítir tneð tilsk. 13. júnímáa 1787 h.gt fullt bann við, að skip úilendtn þjóða l.temu inn í firði, flóa og liafn ir landsins, nema þau vœrn na ið stödd, skyldu skipin vera upptœlc ef á móti vœri brotið. Það var og bann- að öllum útlendingum að standa augguveiðar og fiskiveiðar við 'and- ið og sama hegning við lögð. Ln ekki eru í tilskipun þessari tekin til nein ákveðin lakmörk, sem beri bæði innlendum og útlendum, þeirn að álíta, að umráð sjávarins nái að. En um það, hvernig ákvörðunum þeim, sem nú hefir verið um getið, hefir verið fram fylgt á fyrri og seinni tímum, þá má það varl t ælla, að neinni fastri reglu hafi verið fylgt í því efni. Þannig er gert ráð fyrir því, að takmörkin séu 3 mílur undan landi, í reglugjörð þeirri, er samin var handa Bille skipsforingja, þá er hann var sendur með íreygátuskip árið 1774 til þess að bægja útlend- um fiskimönnum frá íslandi. En í skýrslu þeirri er hann samdi eftir það að hann var kominn aftur úr ferð þessari, segir svo frá, að útlend- ir fiskimenn vildu eigi hlýðnast á- kvörðuninni um 3 mílna fjarlægð, en könnuðust aðeins við, að þeir ckki mœttu fara inn í firði og flóa við landið. Eigi hefir heldur verið íarið eftir hinni ahnennu grundvall- arreglu um það, liversu langt umráð konungsins nái yfir sjónum undan landi, sem tekin er fram í konungs- úrskurði 22. febrúarmán. 1812, við- víkjandi fiskiveiðum við ísland, þar á móti er gjört ráð fyrir því, og það jafnvel nú á seinni árum, í reglu- gjörðum þeim er sarndar hafa verið handa herskipaf oringj unum, er sendir hafa verið á ýmsum tímum til íslands, til þess að vera á kross- siglingum þar við landið, að enn séu 4 mílur undan landi takmarkið, cg megi ekki úllendir fiskimenn veiða nær landihu, þó er þess jafn- frarnt getið, að ekki beri að fram- fylgja banni þessu eins stranglega og orðin hljóða. Á hinn bóginn virðist það vera ákjósanlegt, að fengist geti stöðug og óraskanleg regla, er farið væri eftir í þessu efni. Eftir bréfuin þeim, er fyrrum fóru milli rentukanuners- ins og stjórnardeildar hinna útlepdu I mála um þetta (sbr. bréf stjórnar- deildarinnar 11. desember 1833), virðist svo sem það muni vera sam- kvœmi almennri skoðun um yfirráð yfir sjónum, að takmörkin séu á- kveðin á þann liátt, sem um er rætt í konungsúrskurði 22. febr. 1812, en þar er til tekin einnar mílu fjar- lœgð frá yztu ey eður hólma við landið sem stendur upp úr sjó. Þess J vegna mælist dómsmálastjórnin til þess, að utanríkisstj. hlutist til um það við stjórnir hinna útlendu ríkja þær er hlut eiga að máli, að útlend- um fiskimönnum verði boðið að halda sér fyrir utan þetta svið, og er það sjáljsagt, að þeim ekki heldur er heimilt að fara til fiskiveiða inn í jirði og flóa við landið. Bæri þá urn leið að gefa þeim til vitundar, að ef þeir fari inn á þetta svið megi þeir búast við því, að farið verði með þá samkv. hinum konunglegu tilskipun- um einkum tilsk. 13. júní 1787. Að lyktum skal þess getið, að sjó- liðsstjórninni hefir í dag verið skrií- að til, að setja foringjanum fyrir herskipi því, er fara ó í sumar til ts- lands, reglur, er þessu séu samkvæm- ar.“ Þetta merka bréf dómsmálastjórn- arinnar, — sem er stutt en mjög glöggt yfirlit yfir landhelgislöggjöf Islands frá fyrstu tíð, — sýnir okk ur og sannar: 1. Að alla tíð frá 1631 til 1859 hefir verið litið svo á og ríkisst|órn Danmerkur og Islands haldið fram, að útlendingar mættn ekki stunda fiskiveiðar við ísland nær landi en 4 mílur og landhelgi íslands *<mi- kvœt þessu 4 mílur danskar, sbr. orð in „að enn séu 4 mílur undan landi takmarkið, og megi ekki útlendir fiskimenn veiða nær landinu.“ 2. Að frávikin, sem gerð eru frá þessari gömlu reglu með konungs- úrskurði 22. febr. 1812, sem ákveð- ur landhelgina „einnar mílu fjar- lægð frá yztu ey eður hólma við landið sem stendur upp úr sjó“, eru fram komin aðallega af þrem ástæð- um: 1 fyrsta lagi, „að fengist geti stöð- ug og óraskanleg regla er farið verði eftir í þessu efni.“ í öðru lagi, að reglan sé , sam- kvæmt almennri skoðun um yfir • ráðin yfir sjónum“, en hún hefir þá verið sú, að landhelgin ætti að vera a. m. k. fjórir mílufjórðungar frá landi um háfjöru. I þriðja lagi, að landhelgin vairi viðráðanleg fyrir þau herskip sem hennar áttu að gæta. 3. Að um það átriði hefir aldrei verið neinn ágreiningur og beinlínis viðurkennt af hinum útlendu fiski- mönnum sjálfum, að íslenzkir firðir og flóar vœru þeim bannaðir til fiski veiða sbr. „er það þá sjálfsagt, að .þeim ekki heldur er heimilt að fara til fiskiveiða inn í firði og fióa við landið.“ Það virðist koma greinilega fram í nefndu bréfi dómsmálastjórnarinn- ar, að ákvæðin í konungsúrskuroi 22. febr. 1812 um landhelgi íslands hafa ekki komið raunverulega til framkvæmda fyrr en árið 1859. Varðskipsforinginn danski, sem hingað kom til landhelgisgæzlu árið 1859, hélt fast við fyrirmælin um að' landhelgin væri ein míla dönsk eða fjórir mílufjórðungar, en þá risu upp Englendingar og Frakkar með þær staðlausu staðhæfingar, að land helgisákvæðin fyrir veiði í Norðnr- sjónum giltu einnig fyrir haíið kringum ísland og því væri íslenzka landhelgin aðeins þrír mílufjórðung ar frá landi um fjöru. Þessu mótmælti ríkisstjórn Dan- merkur og íslands eindregið og hélt fast við þá ákvörðun um stærð hinn- ar íslenzku landhelgi, sem felst í kon ungsúrskurðinum frá 1812. Reis nú deila um íslenzku land- helgina milli Dana annars vegar og nefndra tveggja stórvelda hins veg- ar og gekk í þófi til ársins 1872, að gefin var út hinn 12. febrúar tilskip un um fiskiveiðar útlendra skipa við ísland o. fl., sem átti að setja niður deiluna. Tilskipun þessi, sem er í 7 greinum, var lögð fyrir Alþingi, sem gerði á henni nokkrar breyting- ar og lagði til, „að láta 1. gr. frum- varpsins alveg falla burtu.“ Konungs fulltrúi mælti með greininni einkum sökum þess, að hann taldi sektar- ókvæði hennar nauðsynleg. Greinin er svohljóðandi: „Ef út lendir fiskimenn hafa við nokkra fiskiveiði fyrir ströndum Islands innan þeirra takmarka á sjó, þar sem landhelgi er, eins og þau eru ákveðin í hinum almenna Þjóðar- rétti, eða kunna að verða sett fvrir ísland með sérstökum samningum við aðrar þjóðir, skulu þeir sæta 10—200 rd. sektum.“ Eins og Alþingi réttilega benti á, er greinin svo óákveðin um takmörk landhelginnar, að hún mátti þess vegna falla niður. Þjóðarrétturinn hefir aldrei sett ákveðnar reglur um stærð landhelgi og ekki lá fyrir neinn samningur um víðáttu landhelginn- ar. Var því stœrð hentiar raunveru- lega óbreytt frá því sem konungsúr- skurðurinn 1812 tiltók, og sömuleið- is óhaggað h.ð jorna ákvœði um að firðir og flóar Islands vœru bann- aðir útlendingum til fiskveiða. Hinir samningavönu Bretar sáu brátt, að með tilskipuninni 1872 hafði ekkert annað áunnist, en að opnuð var leið til þess að semja um landhelgina, þessi leið var farin og tókst þeim svo vel, að hinn 24. júní 1901 er gerður samningur milíi Danmerkur og Stóra-Bretlands um tilhögun á fiskiveiðum danskra og brezkra þegna á hafinu umhverfis Færeyjar og ísland og þar er land- helgin aðeins talin „3 fjórðungar úr mílii* út frá yztu takmörkum þar er sjór gengur eigi yfir um fjöru.“ Bretar liafa með samningi þess- um fært sig enn betur upp á skaftið og telja sér samkvæmt honum heim ilt, að fara inn í firði okkar og flóa, sem víðari eru en 10 mílufjórðung- ar milli landa, og fiska þar eftir geð- þótta, enda þótt ekkert liggi fyrir um að hinu forna ákvæði um lokun íslenzkra fjarða og flóa fyrir fiski- veiðum útlendinga, hafi verið breytt. Við þennan yfirgang bætist svo ann- ar sízt minni, en hann er sá, að i kjölfar Englendinga hafa aðrar þjóðir, einnig „frændur vorit“ Norðmenn og Svíar, sem þó heima hjá sér halda fast við fjögra sjó- mílna landhelgi, siglt inn á einka- svið okkar og gert fiskistofni okkar þær búsifjar sem seint verða bættar. Það sér og á, að ekki hefir sam- vizka þeirra þjóða tveggja, sem um íslenzku landhelgina sömdu 1901 verið góð, því ekki var samningur- inn auglýstur hér á landi fyrr en 2. marz 1903, og verður hvorki séð, að álits íslenzkra stjórnarvalda hafi ver: ið leitað né Alþingi á hann fallist. Gagnvart íslandi verður því að líta á samning þennan sem algert valds- boð, niður fallið um leið og sam- bandsslitin fóru fram milli íslands og Ðanmerkur. LTm víðáttu hinnar íslenzku land- helgi gilda því nú aðeins hin fornu fyrirmæli eins og þau eru fram sett og túlkuð í framannefndu bréfi dómsmálastjórnarinnar 1859, og undirstrikast hér enn einu sinni, því mesta þýðingu mun það ákvæði hafa, þegar Alþingi gengur frá fiski- veiða- og landhelgislöggjöf íslenzka lýðveldisins, að útlendingum hafi frá fornu fari verið bannaðar fiski- veiðar á öllum fjörðum og fláurn ís- lands hversu breiðir sem þeir voru. Landhelgi sérhvers lands er hluti af landinu sjálfu, Meðan við íslend- ingar höfum ekki gengið frá land- helgismálum okkar, meðan landhelg in ekki er endurheimt, er ísland ekki endurheimt að fullu. Alþingi eitt getur sett og á án frekari undandráttar að setja lög um landhelgi lýðveldisins og getur til álita komið, hvort fella beri ákvæð- in inn í stjórnskipunarlögin ellegar bafa þau sérstakan lagabálk. Vissulega er hér um að ræða rnál málanna, því auk þess sem löggjöf- in um landhelgina er þáttur af sjálf • stæðismáli okkar, þá geymir hafið kringum ísland þá gullnámu, sem við höfum ausið upp úr okkar efna- lega sjálfstæði undanfarinn manns- áldur. Hvers virði er það að eiga ein- hver beztu fiskimiðin í heimi og geta búið að þeim sjálfir með ný- tízku skipum og veiðarfærum? Að hvaða gagni kemur okkur hinn nýi floti, ef hann kemst ekki einu sinni út úr fjörðum og flóum fyrir að- komuskipum útlendum, sem eru á leið inn í okkar landhelgi að toga • okkar fisk, eða herpa síldina okkar? Það er ekki tilætlunin með rit- gjörð þessari, að setja fram tillögur til Alþingis og ríkisstjórnar um hvernig haga skuli landhelgislc.g gjöfinni, vona að þessir aðilar beri gæfu til þess, að ljúka henni sem heilladrýgst fyrir þjóðina og sem a'lra fyrst, en sem leiðarvísir og hugvekja er hún til orðin, og fái hún vakið þá, sem virðast hafa sofnað á vaktinni, er tilganginum náð. tlússyík 11 nóvember 1946. Júl. Havsteen.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.