Íslendingur


Íslendingur - 04.12.1946, Page 1

Íslendingur - 04.12.1946, Page 1
Viðskiptaráð þarf að breyta ui starfsaðferðir Reglur ráðsins nm úthlutun leyfa og verölagiiingu vara eru dviðunantii. Prentfre/srð endurheimt Jajnshjátt og Japanar höfðu veriS hraktir jrá jyrstu eyunni aj Filippseyjum, komu blaðarnenn og prcntarar úr skýlum sínurn uppi í fjölluhum og tóku þegar til starja. Tœkin ertt ófullkomin, en prentararnir vinna með ánœgjusvip þeirra manna, sem loksins haja hlotið jrelsi og öryggi og gcta nú helgað krafta sína jrjálsri liugs- itn jrjálsra blaða. Um langt slteið hefir ríkisvaldið raunverulega liaft í sínuni höndum ákvörðunarvald um það, iivaða vörur væru fluttar til landsins, og mælt fyrir um verðlagningu þeirra. Því miður hafa þó þessi aískipti ríkisvaldsins ekki átt minnstan þáttinn í ýmiskon- ar spiilingu, sem þróast heíir í verzlunarmálumim undanfarin ár. Keglur liins opinbera um veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa hafa að verulegu leyti veitt ákveðaum aðilum einokunaraðstöðu, og reglurnar um verðlagningu vara hafa beinlínis stuðlað að háu vöruverði. 1. desember var minnst af stúdentum víða um land eins og venjulega. Er það mið- ur farið að Stúdentafélag Akureyrar skuli hafa látið niður falla öll hátíða- höld þenna dag, því að þótt 17. júní hafi verið valinn aðalþjóðhátíðar- dagur, liafa stúdentar ákveðið að minnast 1. desember áfram sem full- veldisdags, enda verður þessi dagur ætíð merkur í sögu þjóðarinnar. Um leið og vér 1. desember minn- umst mikilvægs áfanga í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, ættum vér að láta hann verða oss hvatningardag til þess' að standa sem dyggilegast vörð um það sjálfstæði, sem þjóðin nú loks hefir öðlazt. Innbyrðis sundrung er hin mesta hælta, scm s'eðjað getur að sjálf- stæði hverrar þjóðar. Sameinuð og einhuga þjóð verður aldrei kúguð til lengdar. Islendingar ættu að láta reynslu fortíðarinnar verða sér til varnaðar. Nú á þessum minningar- degi fullveldisins er landið svo að segja stjórnlaust vegna ábyrgðar- lausrar þrætugirni stj órnmálaflokk- anna. Á meðan híða úrlausnar vanda mál, sem geta ráðið örlögum þjóðar- innar á komandi árum. Einstakir stjórnmálaflokkar hafa leyft sér að að nota viðkvæm utanríkismál sem leikfang í valdabaráttu innanlands. Sú þjóð, sem ekki getur verið sæmi- lega einhuga um utanríkismála- stefnu sína, er hættulega á vegi stödd. Það ber brýna nauðsyn til þess, að utanríkismálin verði með stjórnarskrárfyrirmælum tekin úr höndum pólitískrar ríkisstjórnar. Stjórnmálaflokkarnir ættu að láta minninguna um óeigingjarna bar- áttu horfinna sjálfstæðishetja verða sér hvatningu til þess að sameina nú kraftana í þjóðnýtu starfi til vernd- ar framtíðarsjálfstæði hins unga lýð veldis. ÖNNUR SÖNGSKEMMTUN GEYSIS Karlakórinn ,.Geysir“ söng aftur s. 1. fimmtudagskvöld. Var þessi söngskemmtun með svip- sniði og sú fyrri, en nú komu fram aðrir einsöngvarar. 1 þetta sinn sungu einsöng þeir Gösta Myrgart, Hermann Stefánsson, Jóhann ögmundsson og Henn- ing Kondrup. Hermann Stefáns- son söng auk þess einsöng í einu lagi, sem kórinn söng. Bæði kórnum og einsöngvur unum var mjög vel fagnað af á- heyrendum og þurftu þeir bæði að endurtaka sum lögin og syngja aukalög. Kórinn hefir sýnilega þjálfast UR SKAGAFIRÐI I sumar hafa verið allmiklar fram- kvæmdir í Skagafirði, hæði á Sauð- árkróki og fram um sveitir. Byggingar. Mörg íbúðarhús eru í smíðum á Sauðárkróki og nokkur frammi í sveit. Vegna skorts á fagmönnum og efni, hættu þó ýmsir við að byggja á þessu sumri. Unnið hcfir verið við hið nýja 'harnaskólahús á Sauðár- króki, en það er þó ekki alveg kom- ið undir þak. Rafveitan. Eins og áður hefir verið frá skýrt, hefir verið mikill rafmagnsskortur á Sauðárkróki. Hefir nú verið hafizt handa um virkjun Gönguskarðsár, og er ætlunin, að sveitirnar í nánd geti einnig fengið að einhverju leyti raforku frá þeirri virkjun. Nokkuð hefir verið unnið í surnar við undir- búning þessara miklu virkjunar. Símar. Lagðir hafa verið víða einkasím- ar út um sveitir í sumar. Er nú kom- inn sími svo að segja á alla brei í Skarðshreppi, Staðarhreppi og Seilu- hreppi. Afli. Góður afli hefir verið undanfarið á Sauðárkróki. Hefir fiskurinn verið lagður inn á frystihús. í sumar voru samtals saltaðar á Sauðárkróki 8540 tunnur síldar. mjög undir handleiðslu herra Myrgart. Mun ekki ofmælt, að „Geysir“ sé nú kominn í fremstu röð íslenzkra karla- kóra. 5 FUGVÉLAVIRKJAB KOMA IIEIM FRÁ AMERÍKU. "NÝKOMNIR eru heim írá Banda- ríkjunum fimm ungir Akureyringar, sem undanfarið hafa stundað nám í flugvélavirkjun í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Luku þeir prófi þar fyrir nokkru. Hinir nýútskrifuðu flugvélavirkjar eru þeir Baldur Þórisson, Aðalmund- ur Magnússon, Asgeir Samúelsson, Finnur Björnsson og Páll Guðlaugs- son. LÖGREGLAN í Reykjavík hefir náð tveim- ur vélbyssum, sem mun hafa átt að smygla inn í landið. Ekk- ert hefir nánar verið tilkynnt um þetta. Tólf manna nefndin að hætta störfum. Enn hefir enginn árangur orðið af starfi tólf manna nefndarinnar. Virðist enginn grundvöllur vera fyrir sam- starfi allra flokka, hver sem ástæðan er. Búizt er við, að tólf manna nefndin hætti brátt frekari tilraunum til samkomulags. Ennþá hefir þó ekkert verið opinberlega tilkynnt um þetta. Fréttir þær, sem hér eru á gangi um myndun ríkisstjórn ar eru tilhæfulausar. Á þessu sviði sem öðrum er að vísu hægara að finna að en benda á leiðir lil úrbóta, og það er enginn leikur að stjórna þessum málum, meðan takmarka þarf innflutning svo að segja allra vara. Það er þó augljóst, að ýmsar þær reglur, sem Viðskiptarúð hefir sett sér, eru mjög óheppilegar — og jafnvel hættulegar. Viðskiptaráð hefir ekki gætt þess nægilega vel, að því ber fyrst og fremst að gæta hagsmuna almenn- ings í landinu, en ekki hagsmuna einstakra innflytjenda. Því er fyrst og frernst skylt að stuðla að því, að sem ódýrastar og beztar vörur séu fluttar til landsins. Hagnýta þarf kosti sam- keppninnar Samkeppni í verzlun er ætlað að stuðla að því, að kaupmenn leggi sig fram um að útvega góðar og ó- dýrar vörur. Viðskiptaráð hefir ekki hirt um að hagnýta sér þessa kosti sanrkeppninnar eins og vert væri. Ráðið hefir hinsvegar að verulegu leyti tekið upp hina fráleitu reglu gjaldeyrisnefndarinnar görnlu að út- hluta innflytjendum gj aldeyrisleyf- um í samræmi við fyrri innflutning. Með þessu er eldri innflytj endum í rauninni veitt einokunaraðstaða og þeir verndaðir fyrir allri samkeppni. Þar sem verzlunin er frjáls, verða innflytjendur að sætta sig við að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir öðr- um innflytjendum, sem hafa getað náð hagstæðari kaupurn á erlendum markaði. Einmitt ótti kaupsýslu- manna við að verða undir í sam- keppninni á að vera þeim hvatning til þess að útvega sér sem bezt sam- hönd. Og þetta er sá kostur sam- keppninnar, sem fylgismenn frjálsr- ar verzlunar benda á. Með reglum sínum hefir Viðskiptaráð aftur á móti að verulegu leyti firrt cldri inn- flyljendur þessum ótta. Þeim er tryggt hlutfallslega sama innflutnings magn ár frá ári, og meðan miklu minna er flutt inn heldur en svarar eftirspurn, eru þeir öruggir með að geta selt allan innflutning sinn af flestunr vörum. Þannig skapa inn- flutningshöftin eldri fyrirtækjum svo að segja fullkomið öryggi. Hins- vegar reyndin orðið sú, að ný fyrir- tæki hafa átt mjög erfitt með að fá nokkur innflutningsleyfi, þótt þau hafi getað boðið ódýrari vöru. Þetta þarf að breytast. Viðskipta- ráð á að notfæra sér kosti samkeppn- innar, því að þrátt fyrir innflutnings höftin er það hægt. Leyfin á að veita á ákveðnum tíma, og þau eiga fyrst og fremst að veitast þeim, sem að dómi sérfróðra manna geta boðið bezta og ódýrasta vöru, án hliðsjón- ar af fyrri innflutningi. Þannig er hagsmunum þjóðarheildarinnar bezt þjónað. Viðskiptaráð ákveður heild- armagn innflutningsins og veitir síð- an einstökum innflytjendum gjaldeyr- is- og innflutningsleyfi í samræmi við þetta meginsjónarmið. Þá er ekki verið að gefa neinum einstökum aðil um ósanngjarna einokunaraðstöðu. Þegar um er að ræða „standard“ vörur með föstu markaðsverði, verð- ur að úthluta leyfum í samræmi við þörfina á hverjum stað. Óhæf álagningaraðferð Reglur Viðskiptaráðs um verðlagn ingu vara eru þó enn fráleitari. Fylg- ir ráðið þar enn prósentureglu Ey- steinstímabilsins, sem frægt er orð- ið að endemum í verzlunarsögu þjóð arinnar. Regla þessi blátt áfram hvet ur innflytjendur til þess að kaupa dýrar vörur, og þegar allt selst, er aðhald eftirspurnarinnar ekkert. Framh. á 8. síðu.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.