Íslendingur


Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 1
51. tbl. XXXII áre Miðvikudaginn 11. des. 1946 Hin óeðliieca stækkun Reykjavíkur er þjóð- Enflin stjúrn enn, þrátt íyrir „þrálátan orSröni" „Dagur“ ætti að tala varlega um ,.að kaupa“ kommúnista. Tólf manna nefndin hefir ekki enn skilað áliti. Munu af- sakanir nefndarinnar nú m. a. vera veikindi forseta íslands. Eru litlar líkur til að stjórnar sé að vænta næstu daga. Málgagn Frarnsóknarmanna á Akureyri er s. 1. miðviku- dag með venjulegan skæting og dylgjur í garð forsætisráðherra, og segir blaðið, að hann muni „vel á veg kominn að kaupa kommúnista í annað sinn í ríkisstjórnina, með auknum fríðind- um og meiri forráðum.“ ,,Dagur“ ætti reyndar að tala varlega, því að nú munu einna helzt vera líkur fyrir því, að Hermann taki að sér stjórn- ina með kommúnistum ,undir fána dýrtíðar og nýsköpunar" eins og ,,Dagur“ orðar það. Mun Hermann fús til að fallast á allar kröfur kommúnista, ef hann bara fær að verða forsætis- ráðherra. Alþýðuflokksmenn munu aftur á móti vera allhikandi við að leggjast í þá þokkalegu flatsæng. Ekkert skal um það fullyrt að sinni,' hvort vænta megi ,,rauðrar“ stjórnar undir forsæti Hermanns Jónassonar, en ,,Dagur“ ætti að kynna sér tilboð Hermanns til kommúnista, áður en hann hneykslast næst yfir undanlátssemi við þá. Bænum býðst lán til reksturs Krossanessverksmiðjunnar Bæjarstjóra veitt lieimild til þess að ganga frá lántökunni félagsiegt vandamál Brýna nauðsyn ber til þess að reyna að skapa eðlilegt jafnvægi milli Reykjavíkur og annarra landshluta I. O. 0. F. — 12812138V4. — □ Rún.: 594612117 — Frl. Alhv. Messat! verður í Akureyrarkirkju kl. 5 næstkomandi sUnnudag. Karlakór Akureyrar efnir til samsöngs í Nýja Bíó kl. 2 n. k. sunnudag undir stjórn þjálfara kórsins, Gösta Myrgart og söng- stjórans, Askels Jónssonar. Einsöngvarar verða: Gösta Myrgart og Jóhann Konráðs- son. Kórnum liafa bæzt söngkraftar á þessu liausti í stórum stíl, og liefir hann nú hlotið tilsögn ágæts söngkennara, svo að góðs má vænta. Jafnframt skal þarna 1— að sænskum sið — minnst Sankti Luciu. Verður þjóð- siður þessi og helgisagan lítillega skfrð, og síðan birtist Sankti Lucia, syngjandi, ásamt 10 fylgdarmeyjum. — Dagur Sankti Luciu er 13. des. og mjög vinsæll í Sví- þjóð með sínum föstu siðum, og sérkenni- legu. í Reykjavík er Sankti Luciu árlega minnst nú orðið, en hér á Akureyri ekki fyrr en þetta. Mun siðnum vissulega vel fagnað af bæjarbúum, þeim er viðstaddir verða í Nýja Bíó 15. des. Aheit á Strandarkirkju. Frfi G. Þ. kr. 50. frá G. S. kr. 10, frá ferðafólki kr. 40. Móttekið á afgr. „Islendings“ og sent á- leiðis. ASaljundur Skautafél. Akureyrar verð- ur haldinn að Hótel KEA n. k. mánudags- kvöld kl. 8.30. Tekið á móti nýjum félög- um. Athygli iðnaðarntanna skal vakin á aug- lýsingu um árshátíð félagsins, sem birtist hér í blaðinu í dag. Stúkan ísajold-Fjallkonan heldur fund næstk. mánudag 16. þ. m. kl. 8.30 í Skjald- borg. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. •— Inntaka nýrra félaga o. fl. Ilagnefnd býð- ur upp á jóladagsskrá, sem auglýst Verður nánar í auglýsingakössum Skjaldborgar- bíós. Vér óskum eftir nýjum félögum, ung- um og gömlum. Styðjið baráttu bindindis- manna með því að gerast félagar í Regl- unni. Þér, foreldrar, sem eigið börn á ungl- ingsaldri, komið með þeim í Regluna. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sarnan í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnár, vígslu biskupi, ungfrú Hólmfríður Eysteinsdóttir og Sveinn Reynir Vilhelmsson bifreiðar- stjóri. — Ungfrú Dýrleif Jónsdóttir og Friðrik Baldvinsson. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 10 f. h. Fundarefni: Venjuleg fundar- störf. — Upplestrax, — Leikrit. :— Söngur. (A-flokkur skemmtir). — Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. Bæjarstjórn kom saman til auka- fundar sl. fiinmtudag til þess að ræða tilboð Landsbanka íslands um lán til nauðsynlegra unibóta á Krossanesverksmiðj unni. Landsbankinn býðst til þess að lána bænum 1 milj. kr. til 10 ára gegn því, að bæjarstjórn Akureyrar skuldbindi sig til 1) Að leggja fram minnst 25% stoínkostnaðar verk- smiðjunnar (kaupverð og endurbæt- ur), 2) Að greiða upp eftir 6 mán- aða framlengingu 530 þús. kr. kaup- verðsvíxil hjá Landsbankaútibúinu á Akureyri og 3) Að mæta án frekari aðstoðar Landsbankans fjárþörf, sem verða kynni vegna þess, að þegar á- kveðnar umbætur færu fram úr á- ætlun. Bæjarstjórn samþykkti að ganga að þessu tilboði bankans og veðsetja bonum verksmiðjuna til tryggingar þessu láni. Var bæjarstjóra falið að ganga frá samningum á þessum grundvelli. Vonast er til, að nauðsynlegar endurbætur á verksmiðjunni muni ekki kosta yfir eina miljón króna. Hinn árlegi bazar kvenskáta verður haldinn í barnaskólanum (uppi) n. k. sunnudag kl. 2. Kaffisala á staðnum. Orðseuding jrá Mœðrastyrksnejnd Akureyrar. Nú, þegar jólin fara í hönd, og þið, sem peninga hafið og atvinnu, eruð farin að undirbúa jólin og kaupa gjafir til vina og vandamanna, minnist þá um leið þeirra mörgu, sem ekki hafa ráð á að gera sér og sínum dagamun, hvorki í fötum, fæði eða híbýlaprýði. Gleymið ekki þeim mörgu sjúkl- ingum, gömlum konurn og einstæð- um mæðrum, sem oft njóta lítillar jólagleði og gleðjast ekki hvað sízt yfir því, að eftir þeim sé munað. Mæðrastyrksnefndin tekur fúslega á móti gjöfum til þessa fólks, hvort sem um er að ræða peninga, fatnað eða matvörur. Skrifstofa nefndarinn- ar er í BREKKUGÖTU 1 og er opin á mánudögum og föstudögum milli kl. 5 og 7 e. h. Akureyri, 30. nóv. 1946. Fyrir hönd mæðrastyrksnefndar. Ingibjörg G. Eiriksdóttir, Margrét Antonsdóttir, Jónítia Steinþórsdóttir, Sojjía Stejánsdóttir, Elísabet Eiríks- dóttir, Soffía Tliorarensen, Sigríður Söebeck, Guðrún Melstað, Laujey Benediktsdótlir. Ef þróunin verður svipuð og ver- ið hefir nú síðustu árin, líður ekki á löngu, þar til helmingur allra lands manna býr í höfuðborginni. Hinn stórkostlegi fólksstraumur til Reykja víkur hlýtur að hafa í för með sér alvarlega hættu fyrir þjóðarbúskap- inn, því að megin hluti allrar fram- leiðslustarfsemi í landinu verður að fara fram utan höfuðborgarinnar. Það er engu síður hagsmunir Reyk- víkinga sjálfra, að reynt sé að koma í veg fyrir það, að óeðlilega mikill fjöldi landsmanna safnist til Reykja- víkur, svo að hætt sé við öngþveiti í atvinnumálunum. Það getur engum manni dulizt, að þessi mikla aðsókn fólks á einn stað í landinu er að skapa alvarlegt vanda- mál, sem ekki er hægt að komast hjá að taka til rækilegrar íhugunar. Er einkum ástæða til þess að vekja máls á þessu, meðan setið er á rökstólum við samning stj órnarskrár fyrir hið íslenzka lýðveldi, því að hæglega getur þurft stjórnarskrárákvæði til þess að kippa þessu í lag, þótt óvíst sé, hvers lagafyrirmæli reynast megn ug í þessu efni. Óhæfilegur samruni valds og fjármagns. Að sjálfsögðu verður að leita or- Símskák Akureyringa og Hafnfirðinga SÍÐASTLIÐNA sunnudagsnótt tefldu Skákfélag Akureyrar og Skák- félag Hafnarfjarðar símskák á 10 borðum. Kl. 8 um morguninn var lokið sex skákum, og urðu þær allar jafntefli. Hinar fjórar skákirnar, sem var ólokið, munu verða lagðar undir úrskurð Skáksambands ís- lands, því að samkomulag náðist ekki um þær. Akureyringar þeir, sem jafntefli gerðu, voru þessir: Júlíus Bogason, Jón Sigurðsson, Albert Sigurðsson, Steinþór Helgason, Haraldur Boga- son og Unnsteinn Stefánsson. Ólokið skákum sínum áttu þeir Jóhann Snorrason, Björn Halldórs- son, Jón Ingimarsson og Guðmundur Eiðsson. saka meinsemdanna, hér sem ann- ars staðar., til þess að um lækningu geti verið að ræða. Ymsar ástæðurn* ar eru þess eðlis, að þær eru lítt við- ráðanlegar. í Rvík er mest um að vera og fjöldinn mestur og því leit- ar unga fólkið þangað. Höfuðborgin hefir alltaf visst aðdráttarafl, sem ekki er hægt að eyða. Hins vegar má gera inikið til þess að vega upp á móti höfuðborginni. Það er t. d. ófært, að Reykjavík skuli hafa svo að segja öll fjármál landsins í sínum höndum. Það lætur nærri, að Reykjavík megi teljast fjárráðamaður alls landsins. Útibú bankanna geta ekki veitt nein meiri háttar lán, án þess að leita samþykk- is Rvíkur, og héruðin verða að leita samþ. stjórnarvalda Rvíkur á flestöll urn fjárhagsráðstöfunum. Raunveru- lega má segja, að allt fjármagn í landinu sé saman komið í Reykja- vík, en þó er mjög stór hluti þessa fjármagns skapaður með framleiðslu starfsemi utan Reykjavíkur. Hlýtur þetta óneitanlega að leiða af sér mik ið ósjálfstæði landsbyggðanna gagn* vart Reykjavík. Þá er hinn mikli samruni valdsins í Reykjavík mikilvægt atriði og ná- tengt þessu. Það er auðvitað eðli* legt, að æðsta stjórn landsins sé í höfuðborginni en það er hæpið að stjórna öllum þj óðarbúskapnum þaö an. Jafnvel nefndir, er stjórna fram* kvæmdum og framleiðslustarfsemi, sem eingöngu fer fram utan höfuð- borgarinnar, eru skipaðar Reykvík- ingum. ^ Aukið valdsvið héraðanna. Hvarvetna utan af landsbyggðinni hafa komið raddir um að reyna að ráða bót á þessu vandræðaástandi. Að sjálfsögðu verður landið allt að vera ein heild, en þó er hægt að veita fjórðungunum aukin fjárráð og sjálfsforræði. Það verður að búa svo í haginn fyrir fólkið út um land, að það hafi jafna aðstöðu í þjóðfélag- inu og íbúar höfuðborgarinnar. Það er enginn bættari með því að reyna að ala á fjandskap í garð Reykvík- inga, en það er óhjákvæmilegt að reyna að skapa hér nauðsynlegt jafnvægi milli höfuðborgarinnar og annarra héraða.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.