Íslendingur


Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 7

Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 7
■ -Miðvikudaginn ll.' des,- 1946- f bðkinni Fyrir karlmenn getið þér íesið um kvennafar um slagsmál um framhjátökur (ritað af konu) (ritað af Jack Lœidon) (ritað af Steinbeck og Maupassant) um viðureign við drauga (ritað af Arlen) urn siðgœði kvenna (ritað af Mencken) um lif víkinganna (ritað af van Loon) um tvo heiðursmenn, sera höfðu í ógáti skipli á konum sínum. Karlmenn, lesið þessa bók, en gætið þess, að konur hnýsist ekki í hana. BÓKAÚTGÁFAN SYR'PA. Árshátlð Iðnaðarmannafélags Akureyrar verður haldin laug- ardaginn 28. des. að Hótel KEA og hefst með sam- eiginlegri kaffidrykkju kl. 9 e. h. — Áskriftalisti liggur frammi í Polyfoto til Þorláksdagskvölds. Skemmtinefndin. Tii jölayjafa Pelsar Silfurrefir Platínurefir Töskur og Veski Hanzkar Kápur. Bentharð Laxdal Hálsbindi mikið úrval. B. LAXDAL Pure Si/kisokkar Gudmanns* verzlun Otto Schiöth Sktðabuxur Skíðapeysur Skíðastakkar Skíðalegghlífar Gudmanns* verzlun Otto Schiöth Jarðarför KRISTJÁNS MIKAELSSONAR, skipstjóra, sem andaðist 4. þ. m. fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 13; þ. m. Athöfnin hefst kl. 1 e. li. Aðstandendur. títför JÓNS BENJAMlNSSONAR, bónda á Hóli, sem andaðist 8. þ. m. fer fram að Munkaþverá mánudaginn 16. desember n. k. og hefst kl. 1 e; h: Vandamenn. UppboO Opinbert uppboð fer fram að Hafnarstræti nr. 3, hér í bænum þriðjudaginn 17. desember n. k. og hefst kl. 1,15 síðdegis. Seld verða ýmiskonar húsgögn, málverk, teppi, skandíaeldavél, og ýmsar verslunarvörur svo sem rakvélablöð, leikföng, ræstiduft, umbúðapappír, kanel, skrautnælur, kjólaspennur o. fl. Munirnir verða til sýnis á uppboðsstað, 2 dögum fyrir uppboðið. Greiðsla fer fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. desember 1946. Friðjón Skarphéðinsson. Verkstæöishus bifreiðaverkstæðisins Þórshamar h. f. Strandgata 59, Akureyri, er til sölu og er laust um næstu áramót. Húsið er 13% x 16 metrar og er mjög hentugt fyrir hverskonar verksmiðju- og verkstæðisrekstur. — Uppl. gefur Þórhallur Guðmundsson, Þórshamri. S t j ó r n i n . HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA Klæðaburður hans var svo skringilegur, að sagt er, að lögreglan hafi hvað eftir annað hvatt hann til þess að láta sem minnst á sér bera, ef hann væri á götum úti að næturíagi. Þannig var og er útlit míns ágæta vinar prófessor Higgs. Eg vona einlæglega, að hann móðgist ekki, þótt hann sjái sér lýst á prenti. Vinur hans, sem- sat við sama borð með hönd undir kinn, meðan hann hlustaði, að því er virtist með held- ur litlum áhuga, á einhverjar vísindalegar útskýring- ar, var gerólíkur honum. Hann var hávaxinn, mynd- arlegur ungur maður, grannur en herðabreiður og um það bil 25 ára gamall. Andlitsdrættirnir voru svo ákveHnir, að svipurinn hefði virzt næstum hörkulég- ur, ef dökk augun hefðu eigi mildað svipinn. Hárið var snöggklippt og glansandi og dökkt eins og aug- un. Hann hafði svip hins hugsandi atorkumanns og bros hans var sérstaklega aðlaðandi. Þannig var Oliver Örme, kapteinn, og er enn. Það er bezt að geta þess strax, að hann er aðeins kapteinn yfir nokkrum sjálfboðaliðsverkfræðingum, enda þótt hann í reyndinni sé mjög dugandi hermaður. Það sýndi hann í Suður-Afríkustríðinu, og hann var ein- mitt nýkominn þaðan. Eg ætti víst einnig að bæta því við, að hann leit ekki út fyrir að eiga sérlega vingott við peningana, eða líklega öllu heldur, að peningunum hafi ekki verið um hann gefið. Hann var að öllu leyti fremur dapurlegur á að líta. Ef til vill hefir það verið orsök- in til þess, að ég þegar í stað laðaðist að honum, ■— ég, sem árum saman hafði lifað í svipaðri sambúð við peningana. Meðan ég stóð þarna og virti þessa tvo fyrir mér, ieit Higgs upp frá bókfellsrúllunni — eða hvað það 8 nú var, sem hann var að lesa. Síðar komst ég að því. að hann hafði eytt öllum seinni hluta dagsins í að taka upp múmíu og athuga, hversu mikið skemmd hún væri. Um leið og hann leit upp, kom hann auga á mig, þar sem ég stóð í hálfgerðu myrkri. „Hver skrattinn eruð þér?“ hrópaði hann hátt og hvellt, eins og var venja hans, þegar hann varð fyrir skyndilegri truflun. „Og hvað eruð þér að gera hér í minni stofu?“ „Stilltu þig nú,“ sagði vinur hans. „Ráðskonan þín • Var einmitt að segja, að einhver vinur þinn væri kom- inn til þess að sjá þig.“ „Jú, það er víst rétt. En ég get alls ekki munað eftir að eiga neinn vin, sem hefir andlit og skegg eins og geit. En komdu nagr, vinur minn.“ Eg gekk áfram, þar til ég var kominn inn í ljós- bogann frá rafmagnslampanum og staðnæmdist þar. „En hver er þetta. Hver getur þetta verið,“ tautaði Higgs. „Það er — já, það er — það er Adams gamli. Ef hann bara hefði ekki verið dauður í minnsta kosti tíu ár. Sagt var, að Kalífarnir hefðu náð í hann. gjörðu svo vel, þú gamli skuggi hins löngu týnda vin- ar míns Adams, að segja mér nafn þitt, annars eyð- um við tímanum í ganglaust grufl um þenna leyndar- dóm.“ „Þess þarf ekki, kæri vinur, þvi að þú hefir þegar nefnt nafn mitt. Eg hefði þekkt þig hvar sem var, en hár þitt er nú reyndar ekki orðið hvítt.“ „Nei, víst er það. Hár mitt hefir allt of sterkan lit. Það er bein afleiðing af léttlyndinu. Mér þykir vænt um að sjá þig Adams — því að Adams er það — einkum af því, að þú svaraðir aldrei nokkrum spurn- ingum í síðasta bréfi mínu um það, hvar þú hefðir 9 náð í þessa tordýfla frá dögum fyrstu konungsættar- innar. Ýmsar öfundsjúkar sálir hafa sem sé dregið í efa, að þeir væru upprunalegir. Adam, kæri gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn.“ Og hann greip báðar hendur mínar og blátt fram kreisti þær, en bætti svo við, er hann kom auga á hring, sem ég var með: „En hvað er þetta? Það er eitthvað mjög sér- kennilegt. En það liggur ekkert á. Segðu mér bara frá því, þegar við erum búnir að borða. Leyfðu mér svo að kynna þig fyrir vini mínum, kaptein Orme, sem er mjög efnilegur nemandi í arabisku og hefir töluvert góða þekkingu á fornfræði." „Herra Orme,“ leiðrétti ungi maðurinn og hneigði sig. „Jæja þá, herra eða kapteinn, hvort sem þú villt heldur. Hann álítur, að hann sé ekki í hernum, þótt hann hafi barizt í öllu Búastríðinu og hafi þrisvar sinnum særzt — og einu sinni meira að segja hlotið stungu beint í gegnum lungún. Þarna kemur súpan. Leggið á borð handa einum til viðbótar, frú fieid. Eg er orðinn þg.nhungraður. Ekkert örvar eins matar- lyst mína og að taka upp múmíur. Það er líka stór- kostleg andleg áreynsla, auk hinnar líkamlegu vinnu. Borðaðu, maður, borðaðu. Við getum talað saman á eftir.“ Við borðuðum líka. Higgs tók rösklega til matar síns, því hann hafði ætíð góða matarlyst — ef til vill af því að hann var bindindismaður. Orme kapteinn mataðist mjög hæversklega og ég eins og hæfir manni, sem áður hafði mánuðum saman lifað á döðl- um — en þó einkum grænmeti. Grænmeti og ávextir eru aðalfæða mín, það er að segja, ef hægt er að ná í það. En ef að herðir, borða ég hvað sem er.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.