Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 6

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 6
2 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1946 SÉRA JÓNAS JÓNASSÖN FRÁ HRAFNAGILl: * JÖL OG JÓLASIÐIR * Jón Árnason liefir ritað vel og vandlega um hátíðir og tylli- daga hér á landi að fornu fari, og þarf því ekki að vera svo sér- lega langorður um það mál. En ýmiskonar trú og venjur fylgdu þó sumum þeirra daga, og skal nokkurra þeirra getið hér, að svo miklu leyti sem mér er það mál kunnugt. Verður einfaldast og eðlilegast að fylgja þar kirkjuárinu, því að með því byrjar hinn eðlilegi hátíðabálk- ur ársins. Það var almenn tízka víða hér um land, að halda eitthvað upp á jólajöstuinnganginn, en ekki mun það hafa verið annað en það, að það hefir verið eitthvað út af brugðið með mat þann daginn. En einkennilegur siður hélzt við í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu fram á síðari hluta 19. aldar, og mun hann ekki vera enn að fullu horfinn. Siðurinn er gamall, en hvað gamall hann er, veit ég ekki. Það er kvöldskatturinn. Hann var jafnan gefinn eitthvert kvöldið í fyrstu viku jólaföstunnar, og var þá ekki eymt í skammtinn, þó að kort væri annars vant að skammta. En kvöldskatturinn var þannig, að eitt kvöldið fór húsfreyja fram í búr og fór að skammta heimilis fólki sínu á stór föt eða diska allt hið bezta, sem búið átti til: hangi- ket, magál, sperðil, pottbrauð og flatbrauð og vel við af floti og sméri. Allt fór þetta fram með mestu leynd, og þótti mest til koma, ef enginn vissi neitt, fyrri en ílátin komu inn úr baðstofudyrunum. Var þá rokkum, snældum og prjónum varpað frá sér í snatri og síð- an setzt að snæðingi. Ekki þótti ærlega skammtað, ef menn gátu étið upp um kvöldið, enda geymdu margir sér af kvöldskattinum marga daga til þess að fá sér bita við og við. Þar, sem margt var vinnufólk, gerði það sér og húsbændum sínum þann glaðning, að gefa kvöld- skatt líka; lögðu þá oft tveir eða þrír saman, til þess að hann gæti orðið sem myndarlegastur; urðu þannig oft margir kvöldskattar á sama heimilinu; en allir urðu þeir að vera á jólaföstunni. Eg man vel eftir kvöldskattinum í Eyjafirði, þegar ég var drengur, og þótti vænt um hann, og var hefi ég orðið við hann hér í Eyjafirði frarn um 1890 eða lengur. Kvöldskattsvísur Árna Eyjafjarðarskálds (d. 1816) eru prentaðar í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, og er lýsingin á matnum þar alveg eins og gerðist í minni tíð. Aldrei var keppzt við vinnuna, einkum ullarvinnuna og prjóna- skapinn, eins og á jólaföstunni, og var þó hvað mest að gert sein- ustu vikuna, staurvikuna. Þá hraut líka oft staurbitinn sem sára- bætur fyrir vökurnar og allt stritið. Svo þurfti nú að fara að búast við jólunum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka, og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir. Það var gömul trú hér á landi*og er enn í dag, að guð láti koma þíðvindi og þurrk rétt fyrir jólin, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þenna þurrk er vant að kalla fátækraþerri. Þá var og siður víða, og er því fremur nú, að fara í kaupstað fyrir jólin. Sumir fengu sér þá á jólakútinn, sem kallað var, til þess að hressa sig um hátíðarnar. (En til hafa verið þeir drykkjumenn, sem ekki hafa smakkað vín á jólanóttina eða jóladaginn). Var stundum lagt út í tvísýnt til þess að ná jólahressingunni, og gerðust þá oft í meira lagi kröggur í vetrarferð, ekki sízt ef langt var að fara og ekki fékkst í kútinn fyrr en í annari sýslu, en tíð var slæm. Gömul venja mun það hafa verið á landi hér, að slátra kind rétt fyrir jólin, til þess að hafa nýtt ket á hátíðinni, kind þessi var kölluð jólaœrin, hvaða kind sem var. Norðanlands er nú jólaærin löngu horfin úr tízku og minni manna; á Vest- fjörðum var hún að minnsta kosti algeng á 18. öld. Á Rangárvöllum og í efri hluta Árnessýslu var hún algeng eftir 1880, þegar ég var prestur á Landþinginu 1883—85. Þá var komið að jólunum. Þau voru helgust og mest allra hátíð- anna, enda voru þau elzt, og svo gömul, að þau má rekja fram til hinnar elztu og römmustu heiðni hér á Norðurlöndum meðal germ- anskra þjóða. Um það leyti eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera það illt af sér, sem þær geta. Tröll og óvættir gengu þá um, og var það einkum Grýla gamla, sem margir kannast við að fornu fari. Hún er á ferð til þess að taka börn, sem eru óþekk og æpa og hrína; hirðir hún þau og hefir til bíslags á jólunum handa sér og karli sínum. Henni kippti þar í kynið við önnur tröll að þykja mik- ið til koma að haía nýtt mannaket á jólunum. Eru margar sagnir um það og margar framan úr forneskju. Nægir þar að minna á sög- una um Gretti og kerlinguna í fossinum, sem þurfti að fá sér mann í soðið um hver jól. Hafa svipaðar sagnir haldizt við alla þá tíð, sem tröllatrúin var viðurloða á landi hér. Var því vissara í þá daga að vera ekki útivið eftir dagsetur eða þegar rökkva tók á jólanóttina. Jólin hafa verið og eru enn einhver dýrlegasta hátíðin á árinu, og er því ekki að undra, þó að margt sé þá á hreyfingu. Einna merki- legastir eru jólasveinarnir. Flestir segja að þeir séu 13; byrji þeir að koma 13 dögurn fyrir jól, og bætist svo einn við, þangað til 13 eru komnir á sjálfa jólanóttina. Svo fara þeir að tínast burt, þangað til þeir eru horfnir, 1 á dag og sá síðasti á þrettánda. Þeir eru krakk- ar Grýlu og Leppalúða og koma af fjöllum ofan, bæði til að stela keipóttum börnum og skælóttum, og svo til þess að ná sér í eitthvað af jólagæðunum, þó að ærið virðist þeir smálátir eftir nöfnunum að dæma. Þeir heita: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur eða Pönnu- sleikir, Þvörusleikir, Pottasleikir eða Pottaskefill, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir eða Kertasleikir. Á Austurlandi var önn- ur sögn um jólasveinana; er þeirn var svo lýst, að þeir séu að vísu mannsmynd, nema þeir séu klofnir upp í háls, en því miður man ég ekki um uppruna þeirra og ekki heldur um hvað þeir eiga að gera. En allar líkur eru til, að það séu eldri sagnir en hinar. Ann- ars er það margra manna mál, að þeir eigi ekkert skylt við Grýlu eða hennar hyski. Sumir segja þeir séu ekki nerna níu, og bendir til þess þula þessi: „Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum“ o. s. frv. Fram að 1770 var þríheilagt á öllurn stórhátíðum, en þá var það numið úr lögum. Þegar fjórheilagt varð, ef aðfangadaginn Framhald á 9. síðu. Þjóðhættir séra Jónasar Jónassonar fró Hrafnagili, er einhver merkasta þjóðlífslýsing, sem rituð hefir verið. Birtist hér kafli só, sem segir fró jólahaldi eins og það var hér óður fyrr, en sem flestir af yngri kyn- slóðinni, að minnsta kosti í kaupstöðunum, þekkja rsú lítið til. Myndi æði margt af því þykja ófullkomið nú á dögum, en sennilega hefir þó fólkið þó ótt öllu meir af hinni sönnu jólagleði í sól sinni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.