Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 8. janúar 1947 1. tbl. Lantlssimien fyrirhugar vísleaar iramkvæmdir. Sjálfv/rka ketfið á Akureyr/ væntan legt í hyrjun næsta árs. UNDANFARIÐ heíir mikið verið rætt um símamálin, og það að von- um, þar sem vandræði hafa veriS víSa um land vegna skorts á símalín-' um og tækjum. Þar viS bætist nú allmikil hækkun ýmissa símgjalda og fregnir úm reksturshalla Landssím- ans. „Islendingur" taldi því rétt aS afla lesendum sínum nokkurra upplýsinga um þessi mál og átti því ritstjóri blaSsins í gær tal viS GuSm. HlíSdal póst- og símamálastjóra. Póst- og símamálastjóri telur höf- uSnauSsyn aS koma sem fyrst öll- um línum niður í jörð (jarSsími). I allt sumar var unnið viS jarSsíma- lagnir frá HvalfirSi að HrútafjarS- ará. A næsta sumri er ætlunin að reisa símahús í "Borgarnesi og við Hrútafjarðará, og verður þá Borð- eyrarstöðin flutt að HrútafjarSará. Þar sem jarðsíminn er Iagður langar leiðir þarf raforku til þess aS magna hljóSiS, sem deyfist. Til þess- ara stöSva þarf því að afla margs- konar véla og einnig þarf að tryggja nægilega raforku. Þegar er ákveSiS aS hraSa lagn- ingu jarSsímans norSur eins" og frek- ast er unnt, en til þess aS ljúka því verki mun landssíminn þurfa um 10 milj. kr. lán. Fáist lániS má vænta þess, aS framkvæmdum verSi að fullu lokið á næsta ári (1948). I jarðsímanum frá Hvalfirði að Hrútafj ajSará eru 23 línur, sem eiga aS geta afgreitt 30 samtöl. Nú sem stendur er einungis 1 lína norSur meS 4 samtölum. Af þessu hefir leitt að nokkurn hluta sólarhringsins hafa næstum einungis fengist afgreidd hraðsímtöl. Þótt ástandið í þessum efnum sé þannig slæmt er það þó mun verra'á SiglufirSi og IsafirSi. Fyrir all-löngu síSan voru gerSar ráSstafanir íil þess aS fá sjálfvirka stöS á Akureyri. Gangi aS óskum má vænta þess, aS stöSin komi upp á næsta ári. Ekki hefir þó fengist innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til kaupa á vélum og áhöldum sem til þurfa. Ovíst er, hvað mikið lagt verður af einkasímum næsta sumar, þar sem ekki er lokið við aS ganga frá fjár- veilingu. Sennilega verSur tekiS fyr- ir ákveSiS svæSi NorSanlands, en póst- og símamálastj óri taldi æski- legra, aS gengiS væri. í einu frá af- mörkuSum stöSum, fremur en aS vera viS lagnir úti um allt samtímis. FyrirhugaS er aS ganga á næst- unni frá jarSsímalogn til Dalvíkur og þar næst til SiglufjarSar. Þó er enn ekki ráSiS, hvort sú lína verSur Eyjafjarðar- eða Skagafjarðarmeg- in. KostnaSurinn viS allar fram- kvæmdir Landssímans hefir f ariS langt fram úr tekjum. HorfiS hefir því veriS aS því ráSi aS hækka ýmsa tekjuliðí'. Talsímagjöld og sím- skeytagjöld innanlands haldast þó ó- breytt. Á árinu 1946 er greiðsluhalli Landssímans áætlaSur rúmar 6 milj. króna. Þar kemur þó til greina nokk- ur eignaaukning, en jarSsíminn er talinn utan viS hana. Á sínum tíma var tekiS 12 milj. kr. lán og tefir af því þegar veriS notaSar 6.6 milj. kr. Póst- og símamálastj óri tók þaS aS lokum fram, aS þótt þegar hefSi veriS gerð áætlun um framkvæmdir Landssímans, hefði þó Alþingi sein- asta orðið um það, hvort af þeim verði. Einnig er allt undir því kom- iS aS lánveiting fáist. Herfangahald stórþjóðanna get- ur stofnað friðnum í hættu. Kröfurnar um aS flýta lausn um 7 miljóna þýzkra og japanskra her- fanga, sem enn eru í gæzlu Banda- • manna, eru aS verða háværari meS degi hverjum. Áunnist hefir, aS heim flutningur hermanna í Evrópu og Asíu hefir nú gengiS betur en-áSur. En þó munu líða mörg ár, áður en allir fangarnir verða frjálsir og mörg um þeirra mun sennilega aldrei auðn ast að sjá föðurland sitt aftur. Marg- ir áhrifamenn hafa látið í Ijós ótta Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Akureyrar Sjálfstæðisfélag Akureyrar hélt ný- lega aðalfund sinn. Helgi Pálsson, framkvstj., var endurkosinn forixiað- ur félagsins, og Sveinn Bjarnason, framfærslufulltrúi, endurkosinn gjald keri. Jakob O. Pétursson, bóksali, var kosinn ritari og Karl Friðriks- son, verkstjóri, varaformaður. I fulltrúaráð voru kosnir, auk stjórnarinnar: Páll Sigurgeirsson, Valgarður Stefánsson, Karl Frið- riksson, Steinn Steinsen og Einar Sigurðsson. I Naustaborgarráð voru kosnir Karl Friðriksson, Guðmundur Guð- mundsson, Guðmundur Jónasson, Magnús Bj,arnason og Gunnar Jósefs son. um, að áfram haldandi varzla her- fanga verði til þess að auka hatur og hefndarþorsta hinna sigruðu þjóða, auk þess sem alvarlegur ágreiningur gæti risið milli stórveldanna um lausn málsins. Sigurvegararnir nolfæra sér vinnu- afl fanganna til þess að lagfæra skemmdir, sem orðið hafa af völd- um styrjaldarinnar. Mestur hluti þeirra eru Þjóðverjar. 17 mánuðum eftir uppgjöf Þýzkalands voru yfir 5 miljónir herfanga í höndum Banda- manna. Þar af • voru langflestir í Rússlandi. Rússar hafa Þjóðverja við alls konar vinnu. Fangar, sem látnir hafa verið lausir, segja að þeir hafi orðið að vinna 14 tíma á sólar- hring í verksmiðjum og námum og lifað við mjög þröngan kost. Annars eru kjör og aðbúnaður herfanga í Rússlandi mjög misjafn, en telja verSur aS hann hafi heldur batnaS í seinni tíS. I Frakklandi raunu vera um 700.- 000 þýzkra herfanga, sem litlar líkur eru til aS komist heim á næstunni. Ef Frakkar væru einráSir myndu þeir helzt aldrei sleppa þeim. Um 200.000 vinna við landbúnaS, 55.000 í námum, 30.000 viS skógar,- högg og um 40.000 vinna við bygg- ingar, og viðgerðir á verksmiSjum. I. 0. 0. F. — 1281108% — Messað sunnudaginn í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1, opin- ber samkonia kl. 5 e. h. á sunnudag. Bibl- íufyrirlestrarfundur þriðjudagskvöld kl. 8. Hjúskapur. Kristín Guðmundsdóttir og Snorri Guðjónsson. Aðalbjörg Lárusdóttir og Aðalsteinn Kristinsson. Helga Guðrún Sigurðardóltir og Þórður Snæbjörnsson. Hjónaefni. Sigrún Eggertsdóttir Laxdal (listmálara) og Kristján Eiríksson, stud. jur. (Eiríks Kristjánssonar kaupmanns á Akureyri). Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Marsilía Sigurðardóttir, Melgerði, Glerárþorpi, og Sigurður Odds- son, bóndi á Glerá, Glæsibæjarhreppi. Hlulaveltu og dans heídur Kvenfélagið „Voröld" laugardaginn 11. jan. kl. 9 e. h. að Munkaþverá. Veitingar á staðnum. Aheit á Akureyrarkirkju. 25 kr. frá N. N., 20 kr. fra N. N., 60 kr. frá S. A. og 20 kr. frá N. N. — Þakkir. Á. R. . Áheit á Strandarkirkju. Frá I. E. kr. 20.00. Móttekið á afgr. „íslendings" og sent áleiðis. Aðfaranótt 2. jan. sl. var aftaka sunnan- veður um land allt. Hér á Akureyri urðu allmiklar skemmdir á mannvirkjum. Skjól- garður Torfunefsbryggjunnar sópaðist í burlu, einnig urðu skemmdir á hafnar- bryggjunni. Skemmdir urðu á skipum, sem lágu á höfninni (m.s. Þorsteinn, Dalvík, e.s. Bjarki, Ak., m.s. Kristján, Ak., m.s. Líf, Ak., m.s. Atli, Ak. og m.s. Eyfirðing- ur, Ak.). Póstbáturinn Drangur varð og fyrir nokkrum skemmdum. Gluggarúður brotnuðu víða í húsum og ljósa- og síma- staurar brotnuðu. Lögrcglan hefir tjáð blaðinu, að rólegt hafi verið hér í bænum um hátíðarnar, og skemmtanir yfirleitt farið friðsamlega fram. Móttekið á afgreiðslu „íslendings": Evrópusöfnunin. Til Finnlands. Jónína Jónsdóttif kr. 50.00. Sigríður Þorláksdótt- ir kr. 50.00. Austfirðingamót verður haldið að Hótel 'Norðurland laugardaginn 18. jan. n. k., ef nægileg þáttlaka fæst, og hcfst ineð borð- { Bretlandi vinna 385.000 herfang- ar ýmiskonar vinnu, en flestir starfa við landbúnaðinn. Á brezka hernáms svæSinu í Þýzkalandi, á ítalíu og í Framh. á 8. síðu. haldi kl. 7 e. h. Austfirðingar, sem taka vilja þátt í mótinu, eru góðfúslega beðnir að rita nöfn sín og gesta sinna á lista, er liggja frammi í Bókaverzlun Gunnl. Tr. . Jónssonar og Hattabúð Lillu og Þyri, fyrir 12. þ. m. Aðgöngumiða sé vitjað á Hótel Norðurland dagana 14. og 15. þ. m. kl. 4— 7 e. h. Farið var á bílum frá Akureyri til Rvík- ur 3. jan. og var færi dágott. Mun þetla vera einsdæmi. Stúkan Isafold-Fjallkonan minnist 63 ára ajmœlis síns með hátíðafundi í Skjald- borg næstkomandi mánudag kl. 8.30 s.d. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Slutt erindi. Kvennakór syngur. Kvikmynd. Dans. Veitingar fást keyptar. Félögum stúkunnar Brynju er boðið á fundinn. ;— Akureyringar! Minnist þess, að þið eruð alltaf velkomnir í Regluna, ungir sem gamlir. Komið og styðjið bindindismálið með því að ganga í Regluna. Til barnastúku)élaga á Akureyri. Kvik- myndasýning fyrir félaga allra bafnastúkn anna á Akureyri verður að öllu forfalla- lausu næstk. sunnudag kl. 3 síðd. í Skjald- borg. Sýnmgin er ókeypis, en félagar greiði skuldir sínar, ef einhverjar eru. Að- göngumiðar verða afhentir sama dag í Skjaldborg kl. 10—12 árd. Sýningin er aðeins. fyrir stúkufélaga. Skýrsla um áheit og gjafir til Hríseyjar- kirkju árið 1946. Áheit frá Margretu Gísladóttur kr. 50.00. Áheil frá Sigtryggi Brynjóiissyni og Sigrúnu Pálsdóttur kr. 50.00. Áheit frá ónefndum kr. 5.00. Áheit frá sjómanni kr. 20.00. Áheit frá hjónum kr. 200.00. Gjöf frá ónefndum kr. 100.00. Gjöf frá C. P. Holm kr. 200.00. Áheit frá Gísla Tryggvasyni kr. 100.00. Áheit frá Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur kr. 50.00. AIls kr. 775.00. — Beztu þakkir. Móltekið. Sóknarnefndin. „Geysis"-jélagar eru beðnir að mæta á æfingu á venjulegum stað og tíma annað kvöld — fimmtudag 9. þ. m. Merkjasala Góðtemplarareglunnar. Það hefir verið fastur siður undanfarin ár, að Góðtemplarareglan hefir haft einn merkja- söludag á ári hverju, til ágóða fyrir starf- semi sína. Fé þetta hefir þó aldrei verið notað sem eyðslufé, heldur hefir því verið varið til einhverrar sérstakrar menningar- starfsemi innan Reglunnar. I þetla sinn fer merkjasala fram dagana 11. og 12. jan. n. k., og þá sennilega að mestu leyti sunnudaginn 12. jan. Nú eru það barna- stúkurnar, sem sjá um merkjasöluna, og rennur helmingur fjárins til þeirra, en hinn helmiugurinn lil umdæmisstúkunnar. Þess er vænst, að bæjarbúar bregðist vel við, þegar stúkubörnin berja að dyrum og bjóða merki sín. Ef allir taka vel á m»ti þeim og kaupa af þeim merki, æltu þau ekki að þurfa að koma með nein óseld merki til baka.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.