Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 4
4 ISLENDINGUR Miðvikudagur 8. janúar 1947 iÞanÁaSrot ÍSLENDINGUR Ritsljóri og ábyrgð'armaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag lslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýaingar og afgreiðala: Svanberg Einarsson. Póathólf 118. Enn eitt árið er hnigið í skaut for tíðarinnar og nýtt ár byrjað göngu sína. Hvað þetta nýja ár flytur ein- staklingum og þjóðum er ennþá hul- ið, en vonirnar eru margar, sem við það eru tengdar. Áramótin halda menn hátíðleg með mörgu móti, enda eru þau í rauninni sameiginleg afmælishátíð allra manna. En áramótin eiga ekki aðeins að vera tækifæri til skemmt- ana og gleðiláta, heldur einnig — og ef til vill miklu fremur — tími umhugsunar og ráðagerða, þar sem rifjuð er upp reynsla hins liðna árs, hvað þá hefir áunnizt og hvaða víxl- spor hafa verið stigin. I ljósi þess- arar reynslu, ber mönnum að haga lífi sínu og starfi á komandi ári. Þannig ferst hverjum hyggnum og gætnum manni, en því miður eru þeir alltof fáir, sem kunna að nema í skóla reynzlunnar, og því fer sem fer. Minningar liðna ársins eru auð- vitað misjafnlega ánægjulegar. Eins og öll önnur ár hefir það fært mann- kyninu bæði gleði og sorgir, vel- gengni og mistök. Atburðir ársins 1946 skulu ekki rifjaðir hér upp, enda ættu þeir að vera öllum í fersku minni. Hin al- menna velmegun í landinu hefir haldizt, þótt margs konar erfiðleikar hafi steðjað að atvinnulífi ])jóðar- innar. Island hefir hlotið viðurkenn- ingu sem hlutgengur aðili í friðar- samtökum þjóðanna. En þótt íslenzka þjóðin hafi búið við betri kjör en flestar aðrar þjóð- ir á liðnu ári og miklar líkur séu til, að hún muni einnig gera það á þessu ári, ber samt hrýna nauðsyn til þess, að hún íhugi, hvar hún er á vegi stödd, því að gæta liins gullna málms ' er hverfullt, og stundarhagsæld er ekki einhlýt til þess að tryggja far- sæld einstaklinga og þjóða,‘ef þrosk- ann til réttrar hagnýtingar skortir. Árið, sem er að hefjast, mun reyn- ast mælikvarði á þroska íslenzku þjóðarinnar og hæfni hennar til að lifa sjálfstæðu lífi í landi sínu, og það þarf sannarlega margt að breyt- ast í hugsunarhætti þjóðarinnar og forustumanna hennar, ef hún á að geta leyst vandamál sín með sóma. Stjórnmálaástandið er ekki glæsi- Miklar framfarir Erindreki SÍS mun hafa verið hér á ferðinni undanfarið til þess að legt, landið í rauninni stjórnlaust, og hver höndin upp á móti annarri á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Alþingi er að glata trausti þjóðarinn- ar og er þá illa komið með þing- ræðið í landinu. Ekkert samkomu- lag hefir náðst um lausn dýrtíðar- málsins og niðurstaðan því sú, að horfið liefir verið að þeirri furðu- legu hrossalækningu að verðbæta allar framleiðsluvörur þjóðarinnar, svo að atvinnuvegirnir stöðvist ekki. Sem betur fer, eru líkur til þess, að framleiðsluvörur þjóðarinnar seljist á þessu ári fyrir betra verð en nokkru sinni áður. Það er því enn tækifæri til þess að tryggja atvinnulegt öryggi þjóðarinnar og örugg starfsskilyrði fyrir þau margvíslegu atvinnufyrir- tæki, sem keypt hafa verið til lands- ins. Stérk ríkisstjórn er fyrsta skilyrð- ið. Starf þeirrar stjórnar verður að mótast af stórhug og um leið for- sjálni. Efling atvinnuveganna og sköpun félagslegs öryggis verður að halda áfram. Þetla er hlutverk stjórn- málamannanna, en hlutverk þjóðar- innar sjálfrar er engu minna. Hin eigingjarna gróðafíkn verður að hverfa. Einstaklingar og stéttir verða að vilja fórna einhverju í þágu þjóðfélagsins. Dýrtíðarvanda- málið verður aldrei leyst meðan eng- inn vill neitt á sig leggja til þess að happasæl lausn fáist. Sá hugsunar- háttur verður að hverfa acT heimta sem mest fé fyrir sem minnsta vinnu. íslenzka þjóðin hefir enga aðstöðu til þ ess að geta lifað góðu lífi fyrir- hafnarlaust. Vonandi megna þessi áramót að gera þjóðinni ljósan sinn vitjunar- tíma. Það væri óbærileg smán fyrir þessa kynslóð, ef hún glataði fyrir handvömm eina þeim gullnu tæki- færum, sem henni hafa boðizt til þess að tryggja farsæla framtíð sína og komandi kynslóða. Slíkt má eigi verða. Samstarf og gagnkvæmur skilningur einstaklinga og stétta er aflið, sem megna mun að leysa Gor- doinshnútinn. Látum eigi upplausnar og byltingaöfl lengur standa í vegi fyrir þjóðhollu samstarfi allra þeirra afla, er trúa á hin frjálsu samtök einstaklinganna til úrlausnar vanda- mólum þjóðarinnar. Allir djarfhuga og frelsisunnandi íslendingar ættu nú að strengja þess heit að láta árið 1947 verða sigurár þeirra frelsishug- sjóna,(sem verið hafa hjartfólgnast- ar íslenzku þjóðinni og sameinast um úrlausn vandamála sinna ó grund velli þeifra hugsjóna. Snúum oss með alvöru og óbyrgðartilfinningu að úrlausn vandamála þjóðarinnar og vísum sundrungaröflunum á bug. „Stétt með stétt“ verður að vera kjörorðið, sem vér öll verðum að starfa eftir, ef vel á að fara. Þá mun hið nýja ár verða allri þjóðinni GLEÐILEGT ÁR. safna fé í framkvæmdasjóð Sam- bandsins. Fundur var haldinn í Akureyrar- deild KEA. Auðvitað þótti ekki hlýða að auglýsa þann fund í öðrum blöð- um í bænum en „Degi“, því að þeir, sem ekki lesa það blað, munu naum- ast hafa verið taldir hæfir að sitja þá samkomu. Það mun vera alger nýlunda, að þarna var lesið upp úr „íslendingi“. Ber að sjálfsögðu að fagna því, ef ummæli blaðsins hafa ekki verið rangferð, og hafi grein blaðsins um fjársöfnun SÍS öll verið lesin, mun vafalaust flestum hafa orðið Ijóst, hversu „Dagur“ hefir rangfært um- mæli blaðsins að undanförnu. Væri , vonandi, að meira yrði gert að því á fundum KEA að lesa upp úr „ís- lendingi“. Erindreki þessi mun hafa flutt fjár söfnunarræðu í Gagnfræðaskólanum í fyrradag, en ekki er blaðinu kunn- ugt um, hvort greinin úr „íslendingi" hefir verið lesin þar. Skrýtin fjármólaspeki Framsóknarblöðin hafa undanfar- ið flutt margbrotin reikningsdæmi til sönnunar fullyrðingum sínum um gjaldeyriseyðslu fráfarandi ríkis- stjórnar. „Dagur“ kallar það grobb, að til hafi verið 300 miljónir króna í er- lendum gjaldeyri 1. okt. sl. og bætir við, „því væri það grobb á rökum reist, væri hægurinn hjá að verja nokkrum tugum miljóna af þeirri upphæð til hjálpar sjávarútveginum og nýsköpunar í landinu.“ Á þetta að að vera úrræði blaðsins til þess að fá fé til Stofnlánadeildar sjóvarút- vegsins. Það yrðu svo sem ekki mikil vand- ræði í fjármálum-landsins, ef fjár- málaspekingarnir við „Dag“ mættu ráða. Þá væru bara erlendar gjald- eyrisinnsíæður bankanna notaðar til lánveitinga innanlands, 'ef fjárskort- ur yrði til einhverra framkvæmda — og náumast er vafi á, að nóg yrði þá til af erlendum gjaldeyri, ef Fram- sóknarmenn væru komnir í valda- stólana. Þessi röksemdafærsla er hliðstæð þeirri fullyrðingu „Dags“, að fjár- söfnunin til Stofnlánadeildarinnar leiddi af sér ríkiseinokun í atvinnu- rekstrinum. Það er margt skrýtið í Harmoní- um. Herstyrkur erlendis AMERÍSKA stórblaðið New York Times birtir nýlega skrá um her- slyrk stórveldanna erlendis eftir upp- lýsingum hinna kunnustu manna. Kemur þar í Ijós, að Rússar hafa erlendis um 2 miljónir hermanna, Bretar tæp 800 þús. og Bandaríkin um 600 þús. Talið er í skrá þessari, að á ís- landi séu 200 bandarískir hermenn og 1 þús. á Grænlandi. Framh. Eftir hvarf Jóns klifaði Steinunn oft á því við Bjarna, að þau gætu eigi átt Guðrúnu yfir höfði sér, og hót- aði jafnvel að koma upp morði hans á Jóni, ef hann sálgaði ekki kerling- unni líka. Sýndist Bjarna bezt að gefa henni eitur. Það var því á þriðju dagskvöldið annað í sumri, þegar Steinunn var í búri sínu að skammta graut, að Guðrún kom innar frá bað- stofu, að Steinunn lauk upp búrinu, kallaði til hennar og bauð henni vatnsgraut í ausu. Varð Guðrún því feigin, því að hún var því óvön að fá spón eða bita auk venjulegra mál- tíða, með því að hún var höfð í sveltu. Át hún úr ausunni og bað guð að launa fyrir sig. En rétt á eft- ir varð hún fárveik og lá með upp- köstum alla nóttina. Bað hún um vatn, en enginn gegndi henni. Þótt- ist hún þá vita, að ólyfjan hefði verið í ausunni, en þorði eigi að láta á því bera. Henni skánaði um morg- uninn, en brjóstverkur sá, er hún hafði áður átt vanda til, ágerðist við þetta. Þó komst hún á fætur, hresst- ist smám saman eftir því er veður hlýnaði með vorinu. Aðeins eitt skipti fékk Guðrún að fara út af heimilinu. Var það á þrenningarhá- tíð, og fór hún þá til kirkju með þeim Bjarna og -Steinunni, er þau bæði voru tekin til altaris. Það var 5. júní, að fé á Sjöundá var rekið heim til rúningar. Voru þau Bjarni og Steinunn tvö ein við fjárrétt í túnjaðrinum. Sáu þau þá, hvar Guðrún kemur frá bænum og stefn- ir til þeirra. Steinunn segir þá: Gas úr steinkolum var fyrst fund- ið 1739, en var fyrst notað til lýs- ingar í stórborgum 1792. # Vasaúr voru fyrst búin til af Pétri Henlain í Núrnberg á öðrum tugi sextándu aldar. Voru þau lík eggi í lögun, og því nefnd „eggin frá Nurn- berg“. # Kirkjuklukku lét Paulinius biskup á Ítalíu fyrst búa til árið 400. # Gleraugu voru fyrst fundin upp á Ítalíu af Alexander Spina seinast á 13. öld. # Jóhann Guttenberg fann fyrst upp á að prenta bækur 1444. # Tóbak var fyrst flult frá Vestur- heimi til Englands 1555 og til Spán- ar nokkru fyrr. # Hann: „Það getur þú gert, ef þér sýnist, ég hefi enga ástæðu til þess.“ Svör Parsakonungs. Eins og kunnugt er, eru veðhlaup mjög tíð í Norðurálfu, einkum á „Taktu nú helvítis kerlinguna, því að eigi mun seinna vænna.“ Stökk Bjarni út úr réttinni og Steinunn á eftir, og hlupu á móti Guðrúnu; hún tók á rás undan, en Bjarni náði henni skammt frá bænum, og með því að hann kom að baki hennar, greip hann annarri hendi fyrir munn hennar og nasir, en með hinni fleygði hann henni á grúfu; þó gat hú aðeins komið upp þessum orð- um: „Ætlarðu nú að drepa mig?“ „Það muntu fá að reyna,“ sagði hann, og héldu þau henni bæði, þangað til þau höfðu kæft hana. Veittu þau henni nábjargirnar þar á túninu, báru liana heim, og smíð- aði Bjarni utan um líkið. Steinunn sendi til konu að koma og hjálpa sér til að kistuleggja hana, því að Bjarni bærist svo illa af eftir konu- missinn, að hann treysti sér ekki til þess. Lögðu þær líkið til, og sögðu þau Bjarni og Steinunn, að Guðrún hefði orðið bráðkvödd þar á tún- inu, og þótti það allsennilegt, er mehn vissú að hún hafði verið heilsu tæp. Hún var jarðsungin að Bæ næsta sunnudag. Nú bjuggu þau Bjarni og Stein- unn saman um sumarið, og bar eigi á öðru en að vel félli á með þeim. Steinunn var orðin þunguð af völd- um Bjarna, og þegar leið á sumarið, kom þeim saman um að skilja, þang- að til hún yrði léttari, því að þau hugðu bæði, að það gæti borið svo brátt að, að Jón yrði lalinn faðir af barninu. Að enduðum slætti flutti Steinunn inn að Hrísnesi. Börnun- Púður þekktu Kínverjar í fornöld, en í Evrópu var það fyrst fundið upp af Berlhold Schwartz á Þýzkalandi 1281. # Æðardúnn var fyrst hreinsaður á fyrri hluta 17. aldar. Jón Pétursson í Brokey gerði það fyrstur manna. # Kaffi var fyrst flutt til Miklagarð sárið 1517, og 34 árum síðar var þar reist fyrsta opinbera kaffihúsið. Um miðja 17. öld komust á fót kaffihús á Englandi og Frakklandi og í Ham- borg 1679. # Gler var notað í glugga fyrir Krists fæðing, en var lengi svo dýrt, að það var fyrst notað í glugga í ibúðarhús- um á Englandi 1557. Sprengikúlur voru fyrst gerðar í Hollandi 1495. # Englandi og í París. Veðja menn þar oft sín á milli stórfé um það, hver af gæðingunum muni verða fljótastur. Er þetta veðfé stundum svo gífur- legt, að sumir verða örsnauðir. Framh. á 7. síðu. Qaman og aívara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.