Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 08.01.1947, Blaðsíða 7
ÍSLENDINGUR 7 Okkar hjartkæri eiginmaður. sonur og bróðir, Björgvin Aðalsfeinn Svcinsson, Glerárgötu 9, Akureyri, andaðist í Landsspítalanum þann 31. des. p jarðarförin ákveðin síðar. Vandamenn. Jarðarför konunnar minnar, Guðrúnar Magnúsdóffur, sem andaðist 2. janúar, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 9. þ. m., kl. 1 e. h. Óskar Sœmundsson. INNILEGT ÞAKKLÆTI til allra fjær og nær, sem vottuðu okkur samúð sína við fráfall og jarðarför Aðalsfeins Guðmundssonar, héraðsdómslögmanns. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Sigríður Jónsdóttir. INNILEGAR ÞAKKIR til allra nær og fjær, sem auð- sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, Hólmfríðar Jónsdóffur. Magnús Sigmundsson. Miðvikudagur 8. janúar 1947 Til kaupenda og úfsölu- manna blaðsins Kaupendur íslendings, sem eiga eftir að greiða áskrijlargjaldið kr. 12.00 fyrir árið 1946 eru góðjúslega áminntir um að gera skil nú þegar. Þeir, sem liaja hajl blaðið i lausa- sölu, eru beðnir um að semla upp- gjör sem allra jyrst. Ajgreiðsla blaðsms er í Gránujélagsgötu 4, Ak- ureyri, sími 354, pósthólj 118. Frá iiðnum dðgum Framhald af 4. síðu. um.hafði verið komið fyrir hjá ýms- um víðs vegar um Rnuðasand og Patreksfjörð. Bjarni var eftir á Sjö- undá og bjó þar einn með bústýru, er hann hafði fengið eftir liurtför Steinunnar. Bjarni hafði fundið lík Jóns rek- ið af sjó viku eftir morðið. Dysjaði hann það í skafli og geymdi það þannig til viku af sumri, er hann bar það aftur í sjóinn. 25. sept. var kvén- maður frá Melanesi á Rauðasandi á gangi meðfram sjónum og fann karl- mannslík rekið. Hún varð hrædd og hljóp til hæjar og sagði frá fundin- um. Var þá líkið sótt, og með því að það var mjög torkennilegt orðið, þekktist það eigi á öðru en tveimur silfurhnöppum í skyrtukraganum, er voru með stöfunuin I. Þ. Var það Ijóst, að þetta var lík Jóns Þor- grímssonar. Hafði hann átt hnappa þessa og smíðað þá. Líkið var að mestu óskaddað nema liöfuðið, og livergi annars staðar beinbrotið. Þótti það undarlegt um mann, er hrapað hafði fyrir björg. Svo gátu menn ekki skilið, hvernig stæði á holu, er fannst á brjóstinu, eins og eftir digran nagla. Af þessu gaus upp sá orðasveinuir í sveitinni, að Jón mundi eigi liafa hrapað, heldur hafa verið myrtur. Styrktist sá grun- ur við það, er Guðrún hafði látið á sér heyra um atlæti silt á Sjöundá og ýmis alvik önnur, svo sem live líkið hafði haldið sér, ef það hefði legið yfir misseri í sjó, og fleira þessu líkt. Guðmundur Scheving Bjarnason sat nú í Haga á Barðaströnd. Var hann ungur og framgjarn mjög og liinn ötulasti maður. Honum barst orðasveimur sá, er gekk um Rauða- sand um háttalag þeirra Bjarna og Steinunnar, um fráfall Jóns, en þó einkum um hið snögga andlát Guð- rúnar. Sýslumaður brá nú við og ritaði Jóni Ormssyni prófasti í Sauð- lauksdal og bauð honum að láta ekki jarða lík Jóns, fyrr en tveir menn, er hann tilkvaddi, höfðu skoðað það. Tókst hann ferð á hendur vestur á Rauðasand og var við skoðunina á líkinu; lét hann grafa upp aftur Guðrúnu Egilsdóttur. Var lík henn- ar einnig skoðað, og fundust á því bláir bleltir sums staðar, en einkum var stór blettur ofan til við viðbein- ið og upp eftir hálsinum, en skoð- unarmenn þorðu ekkert að álykta af þessum bletti, annað en að Guðrún hefði hafl þar verk áður en hún dó, enda var enginn læknisfróður mað- ur við hendina til þess að skera úr þessu. Reið svo sýslumaður heim, og var honum eigi rótt, er honum þótti hér bresta nægileg gögn. Komst hann loks seint í október að þeirri niðurstöðu, að reynandi væri að höfða mál og stefna að vitnum. Hann lét þá hvað reka annað, skipaði sækjanda og verjanda og bað þá að mæta ákveðinn dag í Sauðlauksdal, stefndi þangað Bjarna og Steinunni og 15 vitnum og 4 skoðunarmönn- um, Jóni Ormssyni prófasti, Eyjólfi Kolbeinssyni aðstoðarpresti og mörg um fleiri. Framh. Auglýsing um lúgmarksverð á nýjum fiski. Samkvæmt 7. gr. laga frá 28. desember 1946, um ríkis- ábyrgð vegna bátaútvegsins o. fl., er hér með ákveðið að frá og með 1. janúar n. k. skuli lágmarksverð á nýjum fiski vera sem hér segir: Wm Þorskur, ýsa, langa og sandkoli: Óhausaður .............kr. 0,65 hvert kg. Hausaður ............. — 0,84,5 — — Karfi og keila: Óhausaður ............. — 0,27 — — Hausaður .............. — 0,36 — — Ufsi: Óhausaður .............. — 0,34 — — Hausaður ............... — 0,45 — — Sköfubörð: Stór ................. — 0,50 — — Smá ................... — 0,35 — — LÚÐA yfir 15 kg..........— 4,50 — —- Sfeinbífur: I nothæfu standi, óhausaður — 0,45 — — Flatfiskur: Allur annar en stórkjafta, langlúra, sandkoli og lúða yfir 15 lcg. kr. 1,80 — — Stórkjafta og langlúra .... — 0,85 —- — Háfur .................. — 0,20. .— — Ákv'æði þessi gilda þar til öðruvísi verður ákveðið. Atvinnumálaráðuneytið, 30. des. 1946. ÁKI JAKOBSSON Gunnlaugur E. Briem. HRINGUK DROTTNINGARINNAR AF SABÁ Hvar hefir þú verið síðustu 12 árin? Og hvaðan kem- ur þú nú?“ „Eg hefi meðal annars verið fangi Kalífanna. í fimm ár var það hlutskipti mitt,og ber bak mitt merki þess. Eg hygg, að ég sé næstum sá eini, sem hefi fengið að halda lífi hjá þeim, án þess að kyssa kór- aninn. Og það var af því, að ég var læknir og því gagnlegur maður fyrir þá. Hin árin hefi ég reikað um eyðimerkur Norður-Afríku til þess að leita að Roderick, syni mínum. Þú manst eftir drengnum — eða ættir að minnsta kosti að gera það — því að þú ert guðfaðir hans, og ég sendi þér myndir af honum, þegar hann var lítill.“ „Auðvitað, auðvitað“, sagði prófessorinn, og var nú allt annar hreimur í rödd hans. „Eg rakst einmitt á jólabréf frá honum hérna um daginn. En kæri Adams minn, hvað hefir komið fyrir. Eg hefi aldrei heyrt neitt um þetta.“ „Hann fór leyfislaust upp með fljótinu til þess að skjóta krókódíla. Hann var þá um það bil tólf ára gamall, og það var skömmu eftir að móðir hans dó. Einhverjir menn af Mahdistaættflokknum, sem hafa verið þarna á ferðinni, hafa svo tekið hann og selt hann í þrælkun. Eg hefi leitað hans alltaf síðan. — Aumingja drengurinn var. fluttur frá einum ætt- flokknum til annars. Eg komst að þessu vegna söng- hæfni hans. Arabarnir kölluðu hann „söngvara Egyptalands“ — svo dásamleg var rödd hans — og það leit út fyrir, að hann hafi lært að leika á hljóð- færi þeirra.“ „Og hvar er hann nú?“ spurði Higgs með eftir- væntingu. „Hann er — eða var — eftirlætisþræll hjá hálf ■ svörtum villimannaþjóðflokki, sem nefnast Fungar 14 • og eiga heima lengst inni í norðurhluta Mið-Afríku. Eftir að Kalífarnir voru að velli lagðir, hélt ég þang- að á eftir honum. Sú ferð tók nokkur ár. Nokkrir Bebúinar fóru þangað í verzlunarleiðangur, og ég dulbjó mig sem einn þeirra og fór með þeim til Fung- anna. Eina nótt tjölduðum við í dal nokkrum, þar sem aðalhelgidómur þeirra var og þeir höfðu reist líkneski af guði sínum innan við háan múrvegg. Eg reið upp að múrveggnum og gegnum opnar dyrnar heyrði ég dásamlega tenóri’ödd syngja á ensku. Og söngurinn var sálmur, sem ég hafði sjálfur kennt syni mínum. Eg þekkti aftur röddina. 1 skyndi steig ég af baki, laumaðist inn um dyrnar og var þegar kominn inn á opið svæði. Þar sat ungur maður á einhverskonar háum bekk, og stóð lampi við hvora hlið hans, en mikill fjöldi áheyrenda fyrir framan hann. Eg sá and- lit hans. Og enda þótt hann væri með vefjahött og í austurlenzkum klæðum, og þótt liðin væru öll þessi löngu ár, sá ég þegar, að þetta var andlit soi\ar míns. Eitthvert brjálæði náði tökum á mér, og ég hrópaði: Roderick, Rodeirck. Hann þaut á fætur og starði ringlaður á mig. Áheyrendurnir þutu einnig á fætur, og einn þeirra kom auga á mig, þar sem ég læddist um í myrkrinu. Með æðisgengnu öskri réðust þeir á mig. Eg hafði líka saurgað helgidóm peirra. Eg flýði eins og hug- leysingi út um dyrnar til þess að bjai’ga lífi mínu. Já, eftir að hafa leitað sonar rníns öll þessi ár, flýðj ég nú heldur en að deyja. Og enda þótt ég væri særð- ur eftir spjót og steina, komst ég út og á bak hesti mínum. Þegar ég var kominn framhjá tjaldbúð okk- ar, þeysti ég áfram eitthvað út í buskann — bara til þess að bjarga mínu vesæla lífi undan þessum villi- 15 mönnum. Svo sterk er sjálfsbjargai’hvötin í okkur. Þegar ég var kominn langt í burtu leit ég aftur fyrir mig, og sá þá í bjai’ma ljósanna frá tjöldunum, að Fungarnir réðust á Arabana, sem ég hafði verið með. Eg býst við, að þeir hafi álitið, að Arabarnir hafi verið hlutdeildarmenn í þessu saurgunarverki. Seinna fi’étti ég, að þeir hefðu allir verið drepnir. En ég komst undan — ég, sem með bjánaskap mínum hafði átt sök á dauða þein’a. Lengra og lengra þeysti ég upp eftir brattri brekku. Eg man, að ég heyrði ljón öskra í kringum mig í myrkrinu Eg man, að eitt þeirra stökk á hest minn, og ég man, að vesalings dýi’ið hljóðaði. Síðan man ég ekkert fyrr en ég — ég hugsa að það hafi verið einni eða tveimur vikum seinna — ralcnaði við liggjandi í sólbyrgi utan við fallegt hús, þar sem nokkrar konur, næstum abyssinskar í útliti, stumr- uðu yfir mér.“ „Það lítur nú miklu fremur út fyrir, að þær hafi verið af einhvei’jum hinna týndu ættbálka lsraels,“ sagði Higgs kaldhæðnislega, um leið og hann blés frá sér reykjarmekki úr sæfrauðspípu sinni „Já, ekki fjarri því, en þú skalt seinna fá að heyra nánari skýringu á þessu. Meginatx’iðið hér er það, að fólk þetta, sem hafði fundið mig fyrir utan dyr sín- ar, kallaði sig Abatiera, býr í borg, sem lieitir Mur, og heldur því fram. að það sé komið af abyssinskum Gyðingaættbálki. Gyðingar þessir voru í’eknir í út-. legð og fluttu til þessa staðar fyrir fjórum eða fimm öldum síðan. í stuttu máli sagt, líkist þetta fólk Gyð- ingum,og dýrkar gyðingleg trúarbrögð í all-afbakaðri mynd, þeir eru að ýmsu leyti siðmenntaðir og dug- legir, en mjög úx’kynjaðir vegna giftinga skyldmenna. Framhald.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.