Íslendingur


Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 15. janóar 1947 ISLENDINGUR S Matvælaástandið í heiminum. Búlst er vlð auklnni framleiðslu matvæla a' iiessB ári. Á þessu ári mun stórum draga úr skorti matvæla í heiminum, þótt víða verði þröngt í búi og sumstað- ar ef til vill hungur. Horfurnar í þessum efnum eru . þessar í stórum dráttum. Víðast hvar má vænta aukinnar uppskeru hveitis, sykurs og kartafla. Vaxandi þátttaka í fiskveiðunum mun og auka matarbirgðirnar. Einnig á sér stað aukning á framleiðslu hrísgrjóna og grænmetis, en hins vegar ekki unnt að gera ráð fyrir meiri kjöt- eða mj ólkurframleiðslu. Fregnirnar, sem borist hafa frá hveitilöndunum gefa til kynna að uppskeran verði meiri en nokkru sinni, eflir að styrjöldin hófst. Upp- skeran mun verða svipuð og hún var fyrir styrjöldina eða um 5.900.000.000 skeffur. Á þessum fregnum byggjast miklar vonir með- al þeirra þjóða, sem neyta brauðs sem aðalfæðu. Miljónirnar í Asíu, sem að mestu draga fram lífið á hrísgrjónum, mega búast við aukn- um skannnti þessarar fæðutegundar, en samt sem áður verður hrísgrjóna- uppskeran á þessu ári 10% minni en hún var venjulega fyrir styrjöld- ina. Vegna hinnar miklu fólksfjölg- unar í Asíu getur hrísgrjónaupp- skeran ekki komið í veg fyrir hung- •ursneyð í Asíulöndunum. Áætlað er, að alls verði framleiddar um 6.900.- 000,000 skeffur hrísgrjón, en á ár- inu sem leið nam uppskeran 6.300.- 000.000 skeffum. Fyrir styrjöldina var uppskeran venjulega 7.400.000.- 000 skeffur. í Evrópu, þar sem hveitið gæti orð- ið aðalbj argvætturinn er gert ráð fyrir, að uppskeran nálgist það að verða f.200.000.000 skeffur, en það er töluverð aukning frá fyrra ári, en þó ekki jafnmikil og hún var fyrir styrjöldina. Óhagstæð veðrátta í vestur- og austur Evrópu hefir stór- um minnkað hveitibirgðirnar. Mikl- ar rigningar um uppskerutímann verða til þess að gera hveitið óhæft til brauðgerðar en þó má nota það sem skepnufóður. Þurrkar í Austur- Evrópu og Rússlandi hafa jafnmikið orðið til þess að draga úr kornupp- skerunni. Uppskera korns, kartafla og syk- urs í Mið- og Auslur-Evrópu mun sennilega ekki nema meiru en 70% frá því sem var fyrir styrjöldina. Horfurnar eru beztar í löndunum við Miðjarðarhaf. Á þessu ári mun upp- skeran í Grikklandi, Italiu og Norð- ur-Afríku verða miklu betri en hún var á síðastliðnu ári. 1 Evrópu eru horfurnar verstar í Vestur-Þýzka- landi og Austurríki, vegna óhagstæðr ar veðráttu og óróleika á pólilíska sviðinu. Einnig stendur skortur á vinnukrafti framleiðslunni mikið fyr- ir þrifum. 1 Kína og Indlandi er búist við á- framhaldandi hungursneyð. I Kína er aðalástæðan borgarastyrjöldin, sem hefir orðfð til þess að teppa samgöngur á stórum svæðum. Þann- ig geta hinar hungruðu miljónir í Suður- og Mið-Kína ekki fengið hrís grjón frá Norð-Vestur héruðunum, þar sem uppskeran hefir verið góð. Indland treyslir á hjálp frá Banda- ríkj unum, Brasilíu og öðrum lönduin, en þó er ekki hægt að vænta þess, að hún verði nægileg. Á vesturhveli jarðar er gert ráð fyrir nrikilli og nægjlegri matvæla- framleiðslu. í Kanada nam hveiti- uppskeran á síðastliðnu ári 440.000.- 000 skeffum en það er mesta upp- skera síðan árið 1942 og 35% meiri Indo-Kína: Enn eru hörð átök milli franska nýlenduhersins og þjóðernissinna í Indo-Kína. Hefir franska stjórnin lýst því yfir, að ekki sé auðið að hefja samninga við þjóðernissinna, fyrr en þeir hætla vopnaviðskiptum. Ymsir indverskir stjórnmálaleiðtog- ar hafa lýst sluðningi sínum við har- áttu Indo-Kínverja. Bretland: Mikill skortur er á verkafólki í Bretlandi. Ráðgert hefir verið að fá til landsins írska, pólska, belgiska og austurríska verkamenn. Um 80 þús- und pólskir liermenn sem ekki vilja hverfa aflur til Póllands, rnunu fá atvinnu í Englandi, strax og þeir hafa verið leystir úr herþjónustu. Reynt hefir verið að fá 10 þúsund Ira og 3 þúsund ítali til starfa í kolanám- ununr. Auk þess hefir belgiskum og austurrískum stúlkum verið boðnar vinnukonustöður í Englandi. Bandaríkin: Hinum nýja utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marshall, hershöfð- ingja, hefir verið vel tekið af báðum flokkum þingsins. Er almennt búizt við, að engin breyting verði á utan- ríkismálastefnu Bandaríkjanna. Van- denberg, öldungardeildarþingmaður, formaður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, hefir látið svo um mælt, að nauðsynlegt sé, að Banda- ríkin veiti stjórn Chaing-Kai-Shek alla þá aðstoð, sem þeim sé auðið, án þess að brjóta í bág við hlutleysis- en hún var á næsla ári á undan. — Mestur hluti hveitisins fer tjl Bret- lands. í Bandaríkjunum hefir uppskeran numið 1.160.000.000 skeffum, en það er 37.000.000 skeffum meir en árið á undan. Landbúnaðarmála- ráðuneytið hefir áætlað að uppsker- an verði næstum því eins mikil á þessu ári, ef veðurfar ■ verður hag- stætt. Argentína flytur nú mun minna út af korni og hveiti, en gert var fyrir styrjöldjna, enda þótt kjötútflutn- ingurinn sé meiri en hann var 1945. Bændur í Argentinu munu á þessu ári auka hveitiframleiðsluna. Enda þótt horfurnar séu nú betri á öflun matvæla, mun skömmtunin þó halda áfram í flestum löndunr. T. d. mun brauð verða skannntað áfram í Bretlandi og í Rússlandi. Skönnnt- unin verður höfð 'cil þess, að miðla þeim löndum, sem verst eru sett. O- hindruð millilandaverzlun með mat- væli mun eiga langt í land, þar'sem augljóst er.að skipulag á þeim mál- um er nauðsynlegt. verja. Bretland: Bretar eru nú að innkalla alla silf- urpeninga, sem nú eru í umferð. Undanfarið hefir verið unnið að .slætti nýrrar myntar, en mestur lilut- inn af efninu í henni er kopar. Silf- urpeningarnir, sem innkallaðir eru, verða bræddir upp, og silfrið, sem í þeim er notað til þess að greiða hluta af láns- og leigulagaskuld Breta við Bandaríkin. Bandaríkin: Bandaríkjamenn eru að undirbúa orðsendingu til Rússa út af láns- og leigulagahjálpinni, sem nemur 11.000 milj. dollurum. Fram til þessa hefir ameríska utan- ríkismálaráðuneytið sent Rússurn tvær orðsendingar, þar sem þess er farið á leit, að frá því verði gengið, hvernig greiðslu á þessari skuld Rússa skuli hagað. Rússar hafa ekki svarað þessum orðsendingum. ÚTSVÖRIN þetta ár um 4 miljónir k'r. BÆJARRÁÐ Akureyrarkaupstað- ar leggur til, að jafnað verði niður á bæjarhúa að þessu sinni kr. 3.995,- 500.00. Fulltrúi sósíalista leggur þó til, að upphæð þessi verði hækkuð um 200 þús. kr., sem verði varið til kaupa á togara þeinr, sem bærinn hef- ir beðið um og á að verða íilbúinn árjð 1948. ötan úr tieimi 'i afstöðu sína í innanlandsmálum Kín- Á ALÞJÓÐAVETT ---—VANGI---- Austrænt lýðræði. Viðhorf kommúnista til lýðræðis- ins er nú sífellt betur að koma í ljós, og hefir núverandi ritstjóri „Þjóð- viljans“, Kristinn Andrésson, dyggi- legast unnið að því að upplýsa þjóð- ina um lýðræðishugmyndir konnnún- ista. Ætti þjóðin því að hafa fengið sæmilega mynd af því fyrirmyndar- lýðræði, sem kommúnistar eru sí og æ að hoða henni. Kommúnistar telja það hið full- komnasta lýðræði að banna alla aðra flokka en kommúnista. Kommúnistar telja það svívirði- legt ofbeldi, ef öllum öðrum stjórn- málaflokkum er leyfl að starfa, nema kommúnistum. Konunúnistar telja það hið full- konmasta lýðræði að hanna and- kommúnistisk blöð í ríkjunr þeim, er þeir ráða og hættulegir stjórnarand- stæðingar settir í fangabúðir. Kommúnistar telja það svívirðilegt ofbeldi, ef kommúnistiskum ofbeld- ismönnum er refsað og blöð þeirra látin sæta ábyrgð fyrir meiðyrði og óhróður. Kommúnistar telja það hið full- komnasta lýðræði að fangelsa fram- hjóðendur andkommúnista, eins og gert hefir verið í Póllandi og víðar undir handarjaðri rússneska hersins í Austur-Evrópu. Kommúnistar telja það hið full- komnasta lýðræði að lála kosningar fara fram undir eftirliti rússneskra hersveita í löndum Austur-Evrópu, en telja ætíð fullvíst, að ofbeldi og kúgun hafi verið heitt við kosningar í löndum, þar sem Veslurveldin hafa einhverja hermenn, þótt þeir liafi engin afskipti af kosningunum. Kommúnistar telja það sigur lýð- ræðisins, þegar kommúnistiskar ein- ræðisstjórnir í Austur-Evrópu láta handtaka forustumenn lýðræðis- flokkanna, en eiga ekki lil nægilega sterk orð til þess að lýsa þeirri fá- dæma harðstjórn, er Bretar sýni, ef þeir handlaka hreinustu glæpamenn í Palestinu. Kommúnistar segja það vera til tryggingar lýðræðinu, að Rússar hafa fjölmenna heri í löndum Aust- ur-Evrópu, en þeir telja það glæp og landráð að leigja Bandaríkjunum tímahundin afnot af einum flugvelli á íslandi undir íslenzkri yfirstjórn og tryggja með vinsamlegum samningi hrottflutning alls erlends herliðs af Islandi. Kommúnistar telja það siguu fyr- ir lýðræðið, ef Rússar innlima heil- ar þjóðir í Ráðstjórnarríkin, en þeir telja ])að svívirðilega kúgun og heimsyfirráðastefnu, ef Bretar og Bandaríkjamenn fara ekki orðalaust úr þeim löndum, sem þeir hafa ráð- ið yfir, þótt allt logi í innbyrðis ó- eirðum og fjandskap, eins og í Pale- stínu og In'dlandi. Á „lýðræðis“-máli konnnúnista heitir það víðsýni að vilja brjóta alla andstöðu gegn kommúnisman- um á bak aftur með harðri hendi og telja ekkert eiga rétt á sér, nema hin konnnúnistisku sjónarmið, en þröng sýni að viðurkenna rétt allra manna lil þess að hafa sínar eigin skoðanir og reyna að vinna þeim fylgi, án þess að þurfa að vænta ofsókna. Það er sannarlega ekki að furða, þótt konnnúnistar séu hrifnir af því dásamlega „lýðræði“, sem þeir vilji skapa íslenzku þjóðinni og skáldið úr Kötlurn og Þórbergur Ofvitahöf- undur yrki því lofgjörðaróð. Buðarstúlku vantar hálfan daginn (að byrja með) í verzlun ,,London". Umsóknum sé skilað í Box 1 13, Akureyri. Snurpundtabátar Get útvegað frá Danmörku 2—3 pör af snurpunóta- bátum, ef samið er strax. — Bátarnir eru byggðir úr eik og harðfuru, eftir íslenzkri teikningu. — Sýnis- liorn fyrirliggjandi. Ari Haflgrímsson. Auglýsið í Islendingi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.