Íslendingur


Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 6
6 ISLENDINGUR Miðvikudaginn 22. janúar 1947 Tilky nni»g um bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þeir, sem telja sig öðlast rétt til bóta samkvæmt hinum nýju lögum um almannatryggingar á árinu 1947, skulu senda umboðsmönnum Trygginga- stofnunarinnar umsóknir sínar, hver í sínu umdæmi. Umboðsmenn afhenda eyðublöð undir umsóknirnar og aðstoða við útfyllingu þeirra. Auk áður auglýstra bótategunda, greiðist jæðingarstyrkur og ekkju- bætur frá og með 1. janúar 1947. Fæðingarstyrkur greiðist við hverja barnsfæðingu. Er hann mismun- andi eftir því, hvort móðirin verður fyrir kaupmissi, vegna fæðingarinnar eða eigi. Styrkur þessi skerðir eigi þann styrk, er sjúkrasamlögin greiða. Ekkjubætur greiðast við fráfall eiginmanns, eða manns, sem konan bjó með, í síðara íilfellinu þó því aðeins, að sambúðin hafi staðið í 5 ái', ef hún er barnlaus, en ella 2 ár. Ekkjubætur greiðast í 12 mánuði, ef ekkj- an hefir á framfæri sínu börn sín innan 16 ára, ella aðeins í 3 mánuði. Þær.konur, sem urðu ekkjur á árinu 1946, eiga rétt til bóta, samsvar- andi þeim tíma, sem á kann að vanta, að 3 eða 12 mánuðir séu liðnir frá láti mannsins þann 1. janúar 1947. Rétt til þeirra bóta, sem áður hafa verið auglýstar, öðlast menn sem hér segir, þó með þeim takmörkunum, er lögin ákveða: Til ellilífeyris eftir fullnaðan 67 ára aldur. Til örorkulífeyris, er menn hafa misst a. m. k. 75% starfsorku sinnar, enda sé um varanlega örorku að ræða. Til barnalífeyris er fyrirvinnan fellur frá, verður 67 ára eða a. m. k. 75% öryrki. Ogiftar mæður og fráskildar, sem hafa úrskurð um meðlag með börnum sínum, geta snúið sér til Tryggingastofnunarinnar og fengið lífeyrinn greiddan þar. Til fjölskyldubóta, þegar börn verða 4 eða fleiri í fjölskyldu. Um framangreinda 4 bótaflokka er fyllri upplýsingar að finna í aug- lýsingu vorri frá 14. október síðastl. og er hún til sérprentuð hjá umboðs- mönnum stofnunarinnar. Fæðingarvottorð, örorkuvottorð, dánarvottorð og lífsvottorð skulu fylgja umsóknunum, eftir því, sem við á. Jafnframt skal umsækjandi sýna tryggingaskírteini með kvittun fyrir áföllnum iðgjöldum. í kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin með höndurn umboðsstörf fyrir Tryggingastofnunina (á Seyðisfirði og ísafirði þó bæjarfógetarnir), í Bol- ungavík ogKeflavík lögreglustjórarnir, en annarsstaðar sýslumenn, eða umboðsmenn þeirra í hreppunum. Reykjavík, 10. janúar 1947 Tryggingastofnun ríkisins. Tilkynnin^ FRÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Iðgjöld einstaklinga til tryggingasjóðs almannatrygginganna fyrir árið 1947 hafa verið ákveðin, sem hér segir: Fyrir kvænta karla Fyrir ókvænta karla Fyrir ógiftar konur I. verðlagssv. kr. 380.00 — 340.00 — 250.00 II. verðlagssv. kr. 300.00 — 270.00 — 200.00 Fyrri gjalddagi iðgjaldsins er í janúarmánuði og fellur þá í gjalddaga: I. verðlagssv. II. verðlagssv. Fyrir karla, kvænta og ókvænta kr. 170.00 kr. 130.00 - Fyrir konur, ógiftar.......... — 120,00 — 100.00 Afhending tryggingaskírteina til fólks á aldrinum 16—67 ára fer fram í janúar samkvæmt nánari ákvörðun innheimtumanna, og ber þá að greiða fyrri hluta iðgjaldsins auk skírteinagjalds, kr. 30,00. Afhendinguna annast umboðsmenn tryggingastofnunarinnar, þ. e. sýslumenn og bæjarfó- getar, hver í sínu umdæmi, lögreglustjórar í Bolungavík og Keflavík, en í Reykjavík, tollstjórinn. * Aríðandi er, að fólk vitji skírteinanna hið allra fyrsta. Þeir, sem sækja um bætur á árinu 1947 og voru ekki orðnir fullra 67 ára 1. janúar s. 1., þurfa að leggja fram tryggingaskírteini með kvittun fyrir áföllnum iðgjöld- um. Reykjavík, 10. janúar 1947 Tryggingasfofnun rikisins. NÝJA-BÍÓ Miðviku- og limmtudagskv. kl. 9: F rumskógakonan Acquanelta — ]. Carrol Naish Bönnuð börnum innan 16 ára. Föstudagskvöld kl. 9: Válsakóngurinn Laugardag kl. 6: Valsakóngurinn Laugardagskvöld kl. 9: 30 sekúndur yfir Tokyo í síðasta sinn. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sunnud. kl. 2,30: Demantsskeifan Sunnudaginn kl. 5: Valsakóngurinn- Sunnudagskvöld kl. 9: Skjaldborgarbíó Föstudagskvöld kl. 9: HINRIK V. Stórfengleg mynd í eðlilegum litum eftir sjónleik Shakespeares. ROBERT NEWTON RENEE ASHERSON LESLIE BANKS ESMOND KRIGHT (Frumsýning). (Hækkað verð). ASBEST utanhúss og innan. Byggingavömverzlun Akureyrar h.f. Frumskógakonan Bönnuð börnum innan 16 ára. Hjer með leyfum vér oss að tilkynna viðskipta- vinum vorum að framvegis verða skrifstofur vorar opnar frá kl. 9 árd. til kl. 5 síðdegis. Kolaverzlun Ragnars Ólafssonar h.f. Axel Kristjánsson h.f. Olíuverzlun íslands h.f. TILK YNNING FRÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar greiðast eftir á mánaðar- eða ársfjórðungslega og hefjast bótagreiðslurnar fyrir árið 1947 um næstu mánaðarmót. Umboðsmenn Tryggingarstofnunarinnar (á Akur- eyri Sjúkrasamlag Akureyrar) annast bótagreiðslur og tilkynna nánar um greiðslustað og tíma hver í sínu umdæmi. Reykjavík, 10. janúar 1947. Tryggingasfofnun ríkisins. TILKYNNING Afhending tryggingarskírteina fyrir íbúa Akureyrar, Hrafnagilshrepps og Glæsibæjarhrepps hefst hér í skrifstof- unni miðvikudaginn 22. janúar n. k. Iðgjöld til almanna- trygginganna hafa verið ákveðin þannig fyrir árið 1947: Á Akureyri kr. 380.00 fyrir kvænta karla, kr. 340.00 fyrir ókvænta karla, kr. 250.00 fyrir ógiftar konur. í Eyjafjarðar- sýslu er iðgjaldið kr. 300.00 fyrir kvænta karla, kr. 270.00 fyrir ókvænta karla og kr. 200.00 fyrir ógiftar konur. I janúar ber að greiða af iðgjaldi þessu, á Akureyri kr. 170.00 fyrir karla, kvænta sem ókvænta og kr. 120.00 fyrir konur ógiftar. í Eyjafjarðarsýslu kr. 130.00 fyrir karla kvænta sem ókvænta og kr. 100.00 fyrir ógiftar konur, auk skírteinis- gjalds, kr. 30.00, sem öllum ber að greiða í eitt skipti fyrir öll þegar skírteini er afhent. í öðrum hreppum sýslunnar en þeim, sem að ofan eru greindir, fer skírteinaafhending og iðgjaldainnheimta fram hjá hreppstjórum. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, 20. janúar 1947. Friðjón Skarphéðinsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.