Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 29. Janúar 1947 4. tbl. Líkur íyrir stiórnarsanistarfi lýðræö- isflokkanna. Bæði S/á/fstæð/sf/okkur inn og Fram- sóknarf/okkurinn /ýsa sig sámþykka samningsti/boði Stetáns Jóhanns, með smábreytingum. AUgóðar horfur virðast nú vera á því, að lýðræðisflokkarnir nái samkomulagi um myndun þriggja flokka ríkisstjórnar. Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa nú báðir svarað samci- ingstilboði formanns Alþýðufiokksins og telja sig geta gengið að því, ef nokkrar breytingar fást á því. Þessar breytingar munu ekki vera stórvægilegar, og mun Stefán Jóhann Stefánsson hafa talið miklar líkur fyrir því í morgun, að samkomulag gæti orðið um þessar breytingar. Loksins virðist nú mega'sjá fyrir j endann á þeim langdregnu tilraunum j til myndunar þingræðisstjórnar, er I nú hafa staðið í rúma þrjá mánuði. Fréttir, serri „Islendingi" bárust frá Reykjavík í morgun, benda til þess, að líkur séu fyrir stjórnarsamstarfi lýðræðisflokkanna þriggja. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn munu hafa tjáð sig samþykka meginatriðunum í samn- ingsuppkasti því, sem Stefán Jóhann hafði gengið frá á grundvelli þeirra samningaumleitana, sem farið hafa fram milli þessara þriggja flokka undanfarið. Ekki er þó tímabært að tilkynna endanlega myndun ríkisstjórnar þess ara flokka. Hafa bæði Framsókn og Sj álf stæðisf lokkurinn óskað nokk- urra orðalagsbreytinga, en formað- ur Alþýðuflokksins mufí þó telja lík- ur til þess, að samkomulag geti náðst um þær breytingar. Frestur sá, sem forseti veitti for- manni Alþýðuflokksins til þess að ljúka tilraunum sínum til stjórnar- myndunar, mun útrunninn um há- degi í dag. Mun vafalaust mega væíita einhverrar opinberrar tilkynn- ingar í dag, en þólt samkomulag verði þá orðið um malefnasamning, er þess naumast að Vænta, að stjórn- in verði mynduð í dag, því að enn mun ekki hafa verið gengið frá verka skiptingu ráðherra eða vali manna í ráðherrastöður. Allir þjóðhollir íslendingar munu fagna því, ef lýðræðisflokkarnir taka nú höndum saman um farsæla fram- kvæmd þeirrar umbótastefnu, sem fylgt var af fyrrverandi ríkisstjórn uhdir forustu; Sjálfstæðisflokksins. Þeim flokkum, sem virða lýðræði og mannréttindi hins vestræna lýðræðis þjóðskipulags er bezt trúandi íil þess að leysa vandamálin á happasælan hátt. Er þess að vænta, að ekkert verði til þess að koma í veg fyrir þessa stjórnarsamvinnu á síðustu stundu. Sauðárkrókur sækir um bæjarréttindi HREPPSNEFND Sauðárkróks- hrepps heíir samþykkt að óska þess, að Sauðárkókur fái bæjarréttindi. Hafa þingmenn Skagfirðinga, Jón Sigurðsson og Steingrímur Stein- þórsson borið fram á alþingi frum- varp um þetta efni. Hreppsnefndin færir þau rök fyr- ir ósk sinni, að kauplúnið sé nú orð- ið svo fjölmennt, að ógerlegt sé að fá nokkurn mann til þess að gegna þar oddvitastarfi sem aukastarfi. Sé af þessum sökum óumflýanlegt að ráða sérstakan bæjarstjóra. Eru íbú- ar Sauðárkróks enda orðnir um- eitt þúsund, og bærinn stendur nú í ýms- um framkvæmdum. Sj'slunefnd Skagafjarðarsýslu mun vera því hlynnt, að Sauðárkrókur f|i bæjarréttindi. Síldveiðin færist í vöxt SÍÐUSTU daga hafa veiðst yfir 8 þús. tunnur síldar í Kollafirði. Eru öll frystihús syðra orðin full, og eru mörg skip farin eða á förum norður á Siglufjörð með síld til bræðslu. Síld er nú einnig fyrir Austur- landi, og veiddu skip í fyrradag 1 þús. mál síldar á Berufirði. Var sú síld flutt til Seyðisfj arðar. Skip er nú á förum til Englands, hlaðið 3.500 tunnum aí Kollafjarð- arsíld. GuSni Albertsson syngur einsöng í Nýja Bíó n. k. fimmtudagskvöld eins og auglýst er hér í blaðinu í dag. Eru-12 lög á söng skránni og annast Olafur Einarsson undirleik. Guðni hefir skýrt blaðinu svo frá, að hann hafi ekki um 10 ára skeið haldið söngskemmtanir, en þá hafi hann haldið söngskemmtanir í Rvík og víðar um land. Kveður hann heilsuleysi hafa valdið því, að hann hafi ekki sungið opinberlega á þessu tímabili. Fyrri hluta árs 1945 stundaði hann nám hjá Pétri Jónssyni, óperu- söngvara, en seint á því ári fór hann. til Kaupmannahafnar til þess að kynna sér veitingahúsarekstur. Komst hann þar í kynni við Axel Amfjörð, píanóleikara, sem einnig hafði gefið sig að söngkennslu, og segir Guðni sig hafa notið ágætrar kennslu hjá honum um skeið. I vetur hefir Guðni stundað söngnám hér á Akureyri hjá Gösta Myrgart. KOMMÚNISTAR' HÉLDU DAGSBRÚN Aðalfundur verkamannafélagsins „Dagsbrún" í Reykjavík var haldinn í fyrrakvöld. Voru þar birt úrslit stj órnarkosningar, sem fram fór í félaginu um síðustu helgi. Af 3006 félögum greiddu 1562 at- kvæði, en tólf af þeim atkvæðum komu hvergi frani. A-listi, sem bor- inn var fram af stjórn félagsins og trúnaðarráði, hlaut 1104 atkv., en B-listi, sem nokkrir Alþýðuflokks- menn báru fram, hlaut 374 atkv. Sig- urður Guðnason, alþm. verður áfram formaður íélagsins. Skuldlaus eign félagsins nemur 394 þús. kr. Verður landhelgissamn- ingnum við Breta sagt upp? Fram er Jcomin á Alþingi þings- ályktunartillaga um uppsögn landhelgissamningsins viS Breta, sem Danakonungur gerði við þá 1901. Samkvœmt ákvœðum samn- ingsins, er hann uppsegjanlegur með tveggja ára fyrirvara. Síðan Júlíus ¦ Havsleen, sýslu- maður, hóf hér í blaðinu hin rök- föstu skrif sín um landhelgismál- ið, hefir komizt nokkur skriður á það. Er þess að vænta, að þing og stjórn fylgi málinu fast eflir, þar lil réttur Islendinga yfir landhelgi sinni hefir fengizt að fullu viður- kenndur. „Kaldbakur" væntanlegur í byrjun marx. Skipstjóri á förum til Eng- lands. „Islendingur" hefir snúið sér til Guðmundar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akur- eyrar, og spurt frétta af hinum nýja togara félagsins, „Kaldbak". Kvaðst Guðmundur vonast til, að togarinn yrði tilbúinn í byrjun marzmánaðar. Vélstjórar eru þegar farnir út til Englands og skipstjóri er á förum þangað. Skipstjóri á „Kaldbak" verður Sæmundur Auðunsson, en 1. vélstjóri Henry Olsen. Kommúnistar töpuðu í „Þrótti" Kommúnistar hafa haft meirihluta í Vörubílstjórafélaginu „Þróttur í Reykjavík, en töpuðu honum við stjórnarkosningu sl. sunnudag. For- mannsefni þeirra hlaut 60 atkv., en mótframbjóðandi hans 66. Verzlun við útlönd í nóvember. í NÝKOMNUM Hagtíðindum er birt skýrsla um viðskiptin við útlönd í nóvember 1946. Fluttar voru inn vörur fyrir tæpar 36 milj: kr., en út- flutningur nam samtals rúmum 27 milj. kr. Mest var flutt inn frá Bretlandi eða samtals fyrir rúmar 16 milj. kr., v en mest var flutt út til Rússlands fyrir rúmar 12 milj. kr. Helzta útflutningsvaran var freð- fiskur, sem nam að verðmæti nm 10.5 milj. kr. Þrír Akureyringar við skiðanáin erlanflis Munu keppa við úrvalsskíðamenn i Evrópu. SAMKVÆMT tilkynningu frá Skíðasambandi lslands, eru allmarg- ir íslenzkir skíðamenn við skíðanám erlendis. Meðal þeirra eru þrír Ak- ureyringar, sem landskunnir eru fyr- ir skíðaafrek sín. Guðmundur Guð- mundsson frá Knararbergi, skíða- kóngur lslands, er við nám í Noregi. Mun hann keppa þar fyrir Island á 50 ára afmælismóti Holmenkollen við Osló, sem verður snemma í marz. Björgvin Júníusson og Magnús Brynjólfsson eru komnir til Sviss til þess að kynna sér skíðaíþróttina þar í landi. Munu þen; keppa þa ryfrir Island á skíðamótum, þar á meðal væntanlega á Evrópumeistaramóti þann 7. febr. Ef ferðir falla, munu þeir einnig keppa á Holmenkollen< mótinu. Ekki er að efa, að þessir ungu og vösku skíðamenn muni verða bæ sín- um og landi til sóma, þar sem þeir koma fram. Er ánægjulegt, að beztu skíðamenn vorir skuli eiga þess kost að kynna sér þróun gkíðaíþróttar- innar meðal fremstu Evrópuþjóða á því sviði, og geta fengið samanburð á getu sinni og úrvali erlendra skíða- manna. Mun för þéirra án efa geta orðið skíðaíþróttinni hér á landi að miklu gagni. Þess má geta, að Skíðaráð Akur- eyrar greiddi fyrir för þessara þriggja skíðamanna héðan eins og það gat. Auk þess veitti bæjarstjórn þeim nokkurn ferðastyrk. Sjálfstæðisféleigið ræðir fjárhagsáætlunina Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu í dag, heldur Sjálfstæðis- félag Akureyrar fund í kvöld. Verð- ur þar rætt um fj árhagsáætlun bæj- arins árið 1947. Bæjarstjóri, Steinn Steinsen, hefir framsögu í málinu. Útgjöld bæjarins á þessu ári eru á- ætluð hærri en nokkru sinni fyrr, og mun án efa mörgum forvitni á að heyra, hvernig því fé verður ráð- stafað. Má því gera ráð fyrir, að Sj álfstæðismenn fjölmenni á fund þenna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.