Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1947, Síða 1

Íslendingur - 29.01.1947, Síða 1
Líkur fyrir sfiornarsanistarfi lýöræð- isfiokkanna Bæði Sjálfsiæðisflokkut inn og Fram- sóknarfiokkurinn lýsa sig samþykka samningstilboði Stetáns /óhanns, með smábreytingum. Allgóðar horfur virðast mú vera á því, að lýðræðisflokkarnir nái samkomulagi um mjmdmi þriggja flokka ríkisstjórnar. Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn liafa nú báðir svarað sam:i- ingstilboði formanns Alþýðuflokksins og telja sig geta gengið að því, ef nokkrar breytingar fást á því. Þessar breytingar munu ekki vera stórvægilegar, og mun Stefán Jóhann Stefánsson hafa talið miklar líkur fyrir því í morgun, að samkomulag gæti orðið um þessar breytingar. GnSsi Albertsson Loksins virðist nú mega* sjá fyrir ] endann á þeim langdregnu tilraunum j til myndunar þingræðisstjórnar, er nú liafa staðið í rúma þrjá mánuði. Frétlir, sejif ,,íslendingi“ bárust frá Reykjavík í morgun, benda til þess, að líkur séu fyrir stjórnarsamstarfi lýðræðisflokkanna þriggja. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn munu bafa tjáð sig samþykka meginatriðunum í samn- ingsuppkasti því, sem Stefán Jóhann hafði gengið frá á grundvelli þeirra samningaumleitana, sem farið bafa fram milli þessara þriggja flokka undanfarið. Ekki er þó tímabært að tilkynna endanlega myndun ríkisstjórnar þess ara flokka. Hafa bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn óskað nokk- urra orðalagsbreytinga, en formað- ur Alþýðuflokksins mufí þó telja lik- ur til þess, að samkomulag geti náðst um þær breytingar. Frestur sá, sem forseti veilti for- manni Alþýðuflokksins til þess að ljúka tilraunum sínum til stjórnar- myndunar, mun útrunninn um há- degi í dag. Mun vafalaust mega vænta einhverrar opinberrar tilkynn- ingar í dag, en þólt samkomulag verði þá orðið um málefnasanming, er þess naumast að vænta, að stjórn- in verði mynduð í dag, því að enn mun ekki liafa verið gengið frá verka skiplingu ráðlierra eða vali manna í ráðherrastöður. Allir þjóðliollir íslendingar munu fagna því, ef lýðræðisflokkarnir laka nú höndum saman um farsæla fram- kvæmd þeirrar umbótaslefnu, sem fylgt var af fyrrverandi ríkisstjórn undir foruslu Sjálfstæðisflokksins. Þeim flokkum, sem virða lýðræði og mannréttindi hins vestræna lýðræðis þjóðskipulags er bezt trúandi 'cil þess að leysa vandamálin á happasælan hátt. Er þess að vænta, að ekkert verði til þess að koma í veg fyrir þessa stjórnarsamvinnu á síðustu stundu. Sauðárkrókur sækir um bæjarréHindi HREPPSNEFND Sauðárkróks- lirepps hefir samþykkt að óska þess, að Sauðárkókur fái bæjarréttindi. Hafa þingmenn Skagfirðinga, Jón Sigurðsson og Steingrímur Stein- þórsson borið fram á alþingi frurn- varp um þetta efni. Hreppsnefndin færir þau rök fyr- ir ósk sinni, að kauplúnið sé nú orð- ið svo fjölmennt, að ógerlegt sé að fá nokkurn mann iil þess að gegna þar oddvitastarfi sem aukastarfi. Sé af þessum sökum óumflýanlegt að ráða sérstakan bæjarsljóra. Eru íbú- ar Sauðárkróks enda orðnir um eitt þúsund, og bærinn stendur nú í ýms- um framkvæmdum. • Sýslunefnd Skagafj arðarsýslu mun vera því hlynnt, að Sauðárkrókur f|i bæjarréttindi. Síldveiðin færist í vöxf SÍÐUSTU daga hafa veiðst yfir 8 þús. tunnur síldar í Kollafirði. Eru öll frystihús syðra orðin full, og eru mörg skip farin eða á förum norður á Siglufjörð með síld iil bræðslu. Síld er nú einnig fyrir Austur- landi, og veiddu skip í fyrradag 1 þús. mál síldar ó Berufirði. Var sú síld flutt til Seyðisfjarðar. Skip er nú á förum til Englands, hlaðið 3.500 tunnum af Kollafjarð- arsíld. syngur einsöng i Nýja Bíó n. k. fimmtudagskvöld eins og auglýst er hér í blaðinu í dag. EruT2 lög á söng skránni og annast Olafur Einarsson undirleik. Guðni hefir skýrt blaðinu svo frá, að hann liafi ekki um 10 ára skeið haldið söngskennntanir, en þá liafi hann haldið söngskemmtanir í Rvík og víðar um land. Kveður hann heilsuleysi hafa valdið því, að hann liafi ekki sungið opinberlega á þessu tímabili. Fyrri hluta árs 1945 stundaði liann nám hjá Pétri Jónssyni, óperu- söngvara, en seint á því ári fór hann til Kaupmannahafnar til þess að kynna sér veitingahúsarekstur. Komst hann þar í kynni við Axel Arnfjörð, píanóleikara, sem einnig hafði gefið sig að söngkennslu, og segir Guðni sig hafa notið ágætrar kennslu hjá honum um skeið. í vetur hefir Guðni stundað söngnám hér á Akureyri hjó Gösta Myrgart. KOMMÚNISTAR HÉLDU DAGSBRÚN Aðalfundur verkamannafélagsins „Dagsbrún“ í Reykjavík var haldinn í fyrrakvöld. Voru þar birt úrslit stjórnarkosningar, sem fram fór í félaginu um síðustu helgi. Af 3006 félögum greiddu 1562 at- kvæði, en tólf af þeim atkvæðum komu hvergi fram. A-listi, sem bor- inn var fram af sljórn félagsins og trúnaðarráði, hlaut 1104 atkv., en B-listi, sem nokkrir Alþýðuflokks- menn báru fram, hlaut 374 atkv. Sig- urður Guðnason, alþm. verður áfram formaður félagsins. Skuldlaus eign félagsins nemur 394 þús. kr. Verður landhelgissamn- ingnum við Breta sagt upp? Fratn er komin á Alþingi þings- ályktunartillaga um uppsögn landhelgissamningsins við Breta, sem Danakonungur gerði við þá 1901. Samkvcemt ákvœðum samn- ingsins, er hann uppsegjanlegur með tveggja ára jyrirvara. Síðan Júlíus Havsteen, sýslu- maður, hóf hér í blaðinu hin rök- föstu skrif sín um landhelgismál- ið, liefir komizt nokkur slcriður á það. Er þess að vœnta, að þing og sljórn fylgi málinu fast ejtir, þar \il réttur íslendinga yfir landhelgi sinni hefir fengizt að fullu viður- kenndur. „Kaldbakur" væntanlegur í byrjun marz. Skipstjóri ó förum til Eng- lands. „íslendingur“ hefir snúið sér til Guðmundar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akur- eyrar, og spurt frétta af hinum nýja togara félagsins, „Kaldbak“. Kvaðst Guðmundur vonast til, að togarinn yrði tilbúinn í byrjun marzmónaðar. Vélstjórar eru þegar farnir út til Englands og skipstjóri er á förum þangað. Skipstjóri á „Kaldbak“ verður Sæmundur Auðunsson, en 1. vélstjóri Henry Olsen. Kommúnistar töpuðu í „Þrótti" Kommúnistar liafa liaft meirihluta í Vörubílstjórafélaginu „Þróttur í Reykjavík, en töpuðu honum við stjórnarkosningu sl. sunnudag. For- mannsefni þeirra hlaut 60 atkv., en mótframbj óðandi hans 66. Verzlun viS útíönd í nóvember. í NÝKOMNUM Hagtíðindum er birt skýrsla urn viðskiptin við útlönd í nóvember 1946. Fluttar voru inn * vörur fyrir tæpar 36 milj. kr., en út- flutningur nam samtals rúmum 27 milj. kr. Mest var flutt inn frá Bretlandi eða samtals fyrir rúmar 16 milj. kr., v en mest var flutt út til Rússlands fyrir rúmar 12 milj. kr. Helzta útflutningsvaran var freð- fiskur, sem nam að verðmæti mn 10.5 milj. kr. Þrír Akureyringar við skíðanám erlandis Munu keppa við úrvals-skíðamenn i Evrópu. SAMKVÆMT tilkynningu frá Skíðasambandi lslands, eru allmarg- ir íslenzkir skíðamenn við skíðanám erlendis. Meðal þeirra eru þrír Ak- ureyringar, sem landskunnir eru fyr- ir skíðaafrek sín. Guðmundur Guð- mundsson frá Knararbergi, skíða- kóngur Islands, er við nám í Noregi. Mun hann keppa þar fyrir ísland á 50 ára afmælismóti Holmenkollen við Osló, sem verður snemma í marz. Björgvin Júníussoiú og Magnús Brynjólfsson eru komnir til Sviss til þess að kynna sér skíðaíþróttina þar í landi. Munu þeip keppa þa ryfrir ísland á skíðamótum, þar á meðal væntanlega á Evrópumeistaramóti þann 7. febr. Ef ferðir falla, munu þeir einnig keppa á Holmenkollem mótinu. Ekki er að efa, að þessir ungu og vösku skíðamenn rnuni verða bæ sín- um og landi til sóma, þar sem þeir koma fram. Er ánægjulegt, að beztu skíðamenn vorir skuli eiga þess kost að kynna sér þróun skíðaíþróttar- innar meðal fremstu Evrópuþjóða á því sviði, og geta fengið samanburð á getu sinni og úrvali erlendra skíða- manna. Mun för þeirra án efa geta orðið skíðaíþróttinni hér á landi að miklu gagni. Þess má geta, að Skíðaráð Akur- eyrar greiddi fyrir för þessara þriggja skíðamanna liéðan eins og það gat. Auk þess veitti bæjarstjórn þeim nokkurn ferðastyrk. Sjólfsf-æðisfélagið ræðir fjórhagsóæflunina Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu í dag, heldur Sjálfstæðis- félag Akureyrar fund í kvöld. Verð- ur þar rætt um fj árhagsáætlun bæj- arins árið 1947. Bæjarstjóri, Steinn Steinsen, hefir framsögu í málinu. Utgjöld bæjarins á þessu ári eru á- ætluð hærri en nokkru sinni fyrr, og mun án efa mörgum forvitni á að heyra, hvernig því fé verður ráð- stafað. Má því gera ráð fyrir, að Sjálfstæðismenn fjölmenni á fund þenna. i

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.