Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 5
Miðvíkudaginir 22. janúar 1947 ÍSLENDINGUR 5 MEÐFERÐ HÚSDÝRA LEIÐBESNINGÁR TIL BÆNDA Eftir Guðbrand Hlíðar, dýralæknir. Ófrjósemi hjá kúm. ViS gerum þær kröfur til kúnna, að þær komist í háar nytjar fljótt eftir burðinn. Þegar mjólkurmyndunin nær há- marki sínu eiga kýrnar þó að heiða eðlilega á tali, svo að það rnegi tak- ast að fá í þær kálf aftur 9—12 vik- um eftir burð. Ef kýr annaðhvort ekki beiðir eft- ir burð eða beiðir upp 2svar eða oft- ar, grunar okkur að ekki sé allt með felldu og aðgerða er leitað. Kýrin er þá a. m. k. um stundarsakir ófrjó. Það er víst óhætt að fullyrða að sumar þeirra kúa, sem eigandinn gefst upp við að fá kálf í að nýju, eru ekki raunverulega ófrjóar, held- ur þurfa lengri hvíldartíma en venju- lega til'þess að ná sér eftir þá á- reynzlu, sem síðustu mánuðir með- göngutímans, burðurinn og fyrstu mánuðir eftir burð, eru líkama henn- ar. Þegar talað er urn ófrjósemi kúa, þá sameinast í því hugtaki sumpart tilfelli, þar sem kýrin, af einni eða annarri ástæðu, hefir orðið varan- lega ófrjó og sumpart tilfelli, þar sem tímabundnar truflanir hindra, að þær fái fang á lilsettum tíma. Ef við eigum að bæta frjósemis- skilyrði kúnna hér, verðum við fyrst og fremst að þekkja orsakir hinna venjulega truflana á þeim. Eg mun nú leitast við að gefa stutt yfirlit yíir það flókna mál og sérstak- lega benda á jóðrunargalla í því sam- sambandi. Bezt er að greina orsakir ófrjó- semi í meöfæddar og ^unnar. I. Meðfœddar orsakir ójrjósemi: a) Mismyndanir og vanþroskun kynfæranna. b) Meðfæddir erfðavísir fyrir hormónatruflunum. II. Aunnar orsakir ófrjósemi: a) Smitnæmir sjúkdómar, sem veikja mótstöðu líkamans í heild og eðlilega starfsemi kynfæranna sér- staklega. b) Kynfærasjúkdómar, sem oft koma fyrir við fæðingu, fastar hildir o. fl. c) Raskanir á hormónmyndun, sem ýmist eru erfðalega áskapaðar eða koma fram í sérstökum staðhátt- um. d) Ofrjósemi vegna efnaskorts eða offóðrunar. ' I. a) Við mismyndun eða vanjrroslca kynfœranna eru allar líkur til þess að ástandið sé óbætandi, eða að minnsta kosti allt í óvissu með það. Eitt ráð vil ég þó gefa bændum í þessu sambandi, og það er að ala aldrei upp kvígur, sem eru tvíburar við naut, kvígurnar eru í flestum íil- fellum algjörlega ófrjóar. b) Meðfæddir erfðavísar fyrir hormónatruflunum. Fullkömlega heilbrigöar kýr þola að jafnaði ýms áföll án þess að eðli- leg starfsemi kynkyrtlanna raskist. Ef þær á hinn bóginn liafa með- fædda erföavísa hormónatruílana, geta ytri aðstæöur (kjör) raskað eðlilegri hormónamyndun og lýsir það sér oft á þann veg að kýrnar liggja niöri. (beiða ekki) eða beiða óreglulega. Oft eru þá beiðseinkenn- in svo daufleg og óljós að ekki verð- ur séð eða úr skorið hvort um beiðsli er að ræða. ÞaÖ, sem oftast veldur þessu á- standi er fóörunin, tegund og magn fóðursins og innihald ýmissa stein- efna og bætiefna. Meðfædda erfðavísa hormónatrufl ana álít ég mjög algengt fyrirbrigöi hér og bendi ég ráðunautum þeirn, sem vinna að bættum nautgripastofni sérstaklega á þetta. Það er mikiö og erfitt rannsóknar- efni og verður að framkvæma í stór- um stíl um lengri tíma. Þetta gildir bæði um naut og kýr og kannske sérstök ástæð^til þess að hafa augastað á nautunum, þar sem sæðing er að ryðj a sér braut^Ef ekki er að gáð geta þessir leiðu erfðagall- ar náð mikilli útbreiöslu og valdið bændum stórtjóni. Það er ráðlegt að fást ekki við kyn bætur með nautgripum, sem hafa sýnt að þessir erfðavísar eru ríkir (dominans). II. Áunnar orsakir ófrjósemi: a. Þeir smitnæmu sjúkdómar, sem hér er átt við eru berklar og smitandi fósturlát, sem þó mun vart finnast hér, aftur á móti eigum við að stríða við (b.) bólgur í skeið, legi, eggja- leiðurum og eggjastokkum. Oft koma þær við fæöingarhjálp og þar sem mjög algengt er að bænd- ur fáist sjálfir við það vandasama verk, hygg ég að ástæðan muni oft vera skortur á fyllsta hreinlæti, sama á við um fastar hildir og aðgerðir gegn þeim. Ef bólgur koma í sambandi við áðurgreindar aðgerðir, mun oft svo fara, að erfiðlega gengur að fá kálf í kýrnar aftur. Því stærri, sem fjósin eru, þeim mun meiri er smithættan, þar eð slík- ar aðgerðir eru algengar í stórum f j ósum. Þá mun ekki óalgengt að kýr beri á palli við hliÖina á kú, sem hefir legbólgu og smitast sú fyrrnefnda þá auðveldlega. Eg sé hér í Eyjafirði mörg stór og myndarleg fjós rísa upp,-ten hvergi hefi ég séð bændur útbúa sérstakan fæðingarbás, þar sem kýrnar geti borið hver af annarri. Þetta fyrirkomulag mun algengt erlendis og sparar bóndanum erfiði og áhættu. Bás þessi á að vera stór og rum- góður og á pallinn á að strá ríku- lega með heyi, svo vel fari um kúna og hreinlega. Ef burÖurinn gengur erfiðlega eða kýrin fær doða mun mikið léttara að fást við hana á slíkum bás. Eftir hvern burð ber að sótt- hreinsa básinn vel og síöan er hann til taks fyrir næstu kú. Ef menn eiga sjálfir við fæöingar- hjálp og fastar hildir, ráÖlegg ég þeim sérstakt hreinlæti, t. d. nóg af soðnu vatni og lýsol. Ef eitthvað ber út af, verður að leita læknisráða strax, en ekki draga það í fleiri mánuði eins og títt er, því að þá er heilbrigðisútlit verra. c. Hormónalruflanir eru eins og að framan greinir, annaðhvort erfða- lega áskapaðar, korna fram vegna staðhátta eða samverkan þessara tveggja aöstæöna. Hormónatruflanir skapa breytingu í eggjastokkunum, annaðhvort verða þeir oft litlir og óstarfandi eða í þeim finnast blöðrur eða gul æxli. Ef eggjastokkarnir eru litlir og óstarf- andi eða hafa gul æxli, lýsir það sér á þann hátt að kýrin beiðir ekki (gangmál liggja niðri), ef blöörur eru í eggjastokkunum, eru gangmál- in alltof tíð (kýrin liggur á riðli). Ur þessu má oft bæta með réttum aögerðum . ' d. Ofrjósemi vegna efnaskorts eða offóðrunar. Efnaskortsófrjósemin kemur í ljós þegar kýrnar skortir eggjahvítu, bætiefni og steinefni, annaðhvort öll þessi efni eða kannske aöeins /eitt þeirra. Kýrnar geta oft verið feitar og vel útlítandi og verið heilbrigðar að öllu leyti öðru en því, að þær beiða ekki. Þá eru eggjastokkarnir oft litlir og harðir viðkomu án æxla eða blöðrumyndana. Eina von til úrbóta á þessu er að grafast fyrir hvaða skort um er að ræða og bæta úr honuin. Ef slíkar kýr komast út í góðan haga, lagast þetta oft fljótt af sjálfu sér. Bændur munu kannast við að kýrn ar beiða oft dræmt eða alls ekki í fjósi og einkum seinni hluta vetrar, én beiða fljótt eftir að farið er að hleypa þeim út. Dýralæknisaðgerðir við þessum kvillum er oft óþakklátt starf, þar eð bændur krefjast skjótra úrbóta. Við stöndum hér andspænis hinu heilbrigða svari líkamans við skort- inum, að leggja ekki nýjar byrðar á liann (fósturmyndun) ef efnaskortur er fyrir. Eina leiðin til úrbóta er því að bæta og auka fóöurgjöfina og bæta fóðrið upp með bætiefnum og stein- efnum. Hér eigum við Islendingar öfunds- vert lyf í þorskalýsinu, auk þess verð um við að reyna að gefa kalk og fos- fór (bezt er að gefa brennd og mulin stórgripabein). Uppbeiösli án nokkurrar þekkjan- legra orsaka eru mjög tíð. Þau stafa oft, eins og áður er sagt, af bólgum í kynfærunum, en sjálfsagt oft einnig af efnaskorti. Ef holdafar uppbeiðslukúa er lé- Iegt, er ástæða til þess -að ætla að um skort sé að ræða á eggjahvítu, bæti- efnum og steinefnum. Ef þær eru í góðum holdum mun sennilega vera skortur á bætiefnum og steinefnum. en ekki eggjahvítu. Þegar beiðslin liggja niðri eru or- sakirnar truflanir á eðlilegu sam- starfi heiladinguls og eggjastokka. Þetta er mjög algengt. fyrirbrigöi hjá góðum mj ólkurkúm, einkum ef einhver efnaskortur er samfara. Aðrar truflanir á eðlilegri starf- semi kynfæranna eins og t. d. fóstur- lát, fastar hildir, vatnssótt í fóstur- hindum o. fl. má í vissum tilfellum heimfæra til efnaskorts. Eins og áður er sagt er oft um skort á eggjahvítu, bætiefnum og steinefnum að ræða, en stundum að- eins um bætiefna- eða steinefnaskort. Steinefnaskortur. Það er sannaÖ, að skortur á fosfór einum er oft mik- ' ilvæg orsök ófrjósemi í fosfórsnauö- urn landshlutum. Þá beiöa kýrnar iðulega ujip og beiða þá oft óreglu- lega, stundum liggja þær niðri um tíma, stundum láta þær ungum fóstr- um eða fæða dauÖa kálfa, ennfrem- ur er álitið að fosfórskortur geti or- sakað fastar hildir. Það er verkefni fyrir sérfræðinga I vora að rannsaka vel jarðveginn hér með tilliti til fosfórinnihalds og ráðleggj a síðan bændurn hversu mik- inn útlendan fosfóráburð þeir eigi að nota ó hektara af ræktuðu landi. Eg hefi grun um að fosfórskortur sé algengur hér í jörð. Kalkskortur í fóðrinu getur líka haft mikla þýð- ingu og úrbætur á þeim skorti hafa oft góð áhrif. Eg mun seinna skrifa ögn um kalkskortssjúkdóma og kem ég því ekki rneira inn á það mál hér. Bœtiefnaskortur. Líkaminn þarfnast allra bætiefna að einhverju leyti. Þýðingarmest virðast hin svokölluðu A- og E-bæti- efni. A-bætiefnaskortur gerir vart við sig síðla vetrar þegar A-bæti- efnaforði líkamans gengur til þurrð- ar, og það vill oft verða, þegar kýrn- ar fá ekki velverkaöa töðu, súrhey (A. J. V.-fóður) eða annað A-bæti- efnaríkt fóður. A-bætiefnaskortur veldur því, að mjólkin verður A-bætiefnasnauð og því munu kálfar, sem, aldir eru á slíkri mjólk vanþrífast. A-bætiefna- skortur rýrir einnig mótstöðu lík- amans gegn ýmsum sjúkdómum. A-bætiefnaskortur getur hindrað beiðsli eða gert þau óregluleg, á skorti virðist oft bera veturinn eftir þurrkasumar. A-bætiefnaskortur or- sakar einnig náttblindu, augnaþurrk, fósturlát eða lasburða kálfa og loks fastar hildir. A-bætiefnaskortur í litlum mæli mun langtum algengari en menn gera sér í hugarlund. Bezta vörn gegn þeim skorti er græn velþurrkuÖ taða (ekki úr sér sprottin) og þorskalýsi. E-bætiefnið (f r j ósemisbætiefniö). Þýðing þess er ekki fyllilega rann- sökuð hjá kúm, en tilraunir á smærri dýrum virðast gefa í skyn, að ófrjó- semi verði vart, ef fóðrað er með E-bætiefnasnauðu fóðri. E-bætiefnin hefi ég reynt hér HEFIR BÆJARSTJÖRN IN SAMIÐ FRIÐ VIÐ ROTTURNAR? HELZT lítur út fyrir það, að bæj- arstjórn Akureyrarkaupstaðar hafi samiö frið við rotturnar í bænum á þeiin grundvelli, að rotturnar fengju sömu afnot af götum bæjarins og húsum eins og borgararnir sjálfir. í sumar var mikið um það rætt, að ráöstafanir hefðu verið geröar til þess að fá ensku sérfræðingana, sem unnu að rottuútrýmingu í Rvík, til þess að leggja til atlögu við rott- urnar ó Akureyri, sem eru nú senni- lega orðnar allmiklu fleiri en íbúar bæjarins. Annaðhvort hefir bæjar- stjórn snúizt hugur um þessa rottu- herferð eða Engilsaxar ekki þorað að leggja til orustu, en það eitt er víst, að rotturnar eru nú frjálsari ferða sinna en nokkru sinni fyrr. Mun samt flestum bæjarbúum þykja þær heldur leiðinlegar til sambýlis og mundu áreiðanlega kunna bæjar- stjórn þakkir fyrir það, ef hún setti rögg á sig og ryfi vopnahlé sitt við rottunujr. BLÓM SPRINGA ÚT í GÖRÐUM Veðurblíöa hefir verið svo mikil hér norÖanlands að undanförnu, að elztu menn muna ekki eftir slíku góð- viðri. Til dæmis um veÖurblíðuna má nefna það, að sumarblóm hafa sprungið út í görðum nú í janúar- mánuði. Fann húsmóðir ein hér í bænum útsprungnar stjúpmæður í garði sínum fyrir nokkrum dögum og vart mu nhafa orðið við út- sprungna fífla fyrir jól. nokkuÖ við ófrjósemi og viröist ár- angurinn oft góður. E-bætiefni finnast í mais og hveiti (einkum í kímolíu), í grænu hey- fóðri og öðru fóðri. B og C bætiefnin virðast heilbrigð- ar kýr geta myndaö sjálfar í þörm- unum, svo vart mun skortur þeirra eiga sér stað. D-bætiefnið mun ég minnast á í sambandi við kalkskortssjúkdóma. Loks vil ég minnast á ófrjósemi vegna offóðrunar. Það virðist kennske kynlegt, en er þó óhrekj anlegt, að offóðrun með eggjahvítu getur skapað ófrjósemi. Hér mun vera um eiturverkun á eggjastokkana að ræða. Það er á- stæða til að minnast á þetta í sam- bandi við mjög aukna matargjöf (einkum síldarmjöl). Við óhófslega eggjahvítufóðrun nær lifrin ekki að melta eða breyta eggjahvítunni allri. Þá myndast mikið af aminosýrum í blóðinu og þær hafa skaÖleg áhrif á eggjastokkana. Þó mun þetta sérstaklega óheppi- legt, ef samfara offóðrun með eggja- hvítu fer skortur á bætiefnum og steinefnum. Guðbrandur E. Hlíðar, dýralæknir,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.