Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 29. janúar 1947 ÍSLENDINGUR r í’ramhald aí 4. siðu. af sérstö'ð'u skólafólks, sem niargt verður sjálft a‘ð knsla skólavist- sína og getur með herkjum aflað. sér yfir sumarið nægilegs fjár tif þess að standa straum af náms- kostnaðinum. Hefði verið ástæða til þess að liafa iðgjöld skólafólks miklu lægri en þeirra, sem gela unnið allt árið. Má benda á það, að Sjóválryggingafélagið hefir t. d. haft helmingi lægri iðgjöld af líftrygging- um sínum fyrir námsfólk. Eru það öfugmæli? ÞAÐ er sannarlega ekki fyrir neina meðalmenn að skilja speki „Verkamanns- ins“, þegar honum tekst verulega upp. Nú finnst blaðinu það sérstök óhæfa af „Is- haga framkvæmdum hins opinbera þann- ig, að þær hagnýti vinnuaflið þann tíma, sem framleiðslan þarf ekki á því að halda, svo að komið verði í veg fyrir alvinnu- leysi. Kallar „Verkamaðurinn14 þessi um- mæli hin verstu „öfugmæli" og er mjög hneykslaður yfir því, að „Islendingur" skuli leyfa sér að halda fram siíkri fjar- stæðu. „Verkamaðurinn" hefir Iiingað til reynt að lelja verkatnönnum trú um, að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir liagsmunum þeirra, en hvað finnst verkamönnum um svona skrif? Finnst þeim þau sýna sér- staka umhyggju fyrir hagsmunum þeirra? Nei, verkamenn góðir, hvorki þessi um- mæli né önnur skrif kommúnistablaðanna mótast af neinni umhyggju fyrir hagsmun- um ykkar. Þið eruð jarðvegurinn, sem á að taka á móti hinum kommúnistisku fræ- lendingi“ að benda á nauðsyn þess að kornum og næra þau. Af þessum sökum er kommúnistum ekki verri óleikur gerður en sá, að aðrir, flokkar vinni að hagsmuna- málurn ykkar. Þess vegna verður að ein- angra ykkur og reyna að sannfæra ykkur um það, að allir aðrir séu fjendur ykkar en konnnúnistarnir. I augum kommúnista ..-.». ..--- ,, Utan úr beimi gerir það ekkert til, þótt þessar einangr- unartilraunir fcaki ykkur stórtjón, ef þær aðeins geta gert ykkttr að frjórri jarðvegi fyrir illgresi kommúnismans. Ef þið telj- ið þenna skilning rangan, þá lesið smá- klaustt í „Verkamaniiinum" sl. föstudag, sem ritstjórinn kallar „skrítlur og öfug- mæli“. Þætti tnér gantan að vita, liversu margir vcrkatnenn taka undir þau um- rnæli blaðsins, að telja' það öfugmæli að vilja tryggja verkamönnum vinnu allan ársins hring með skynsamlegri ráðstöfun á opinberum framkvæmdum. Framkvæmdir, en ekki málæði. „VERKAMAÐURINN" ltefir einstaka sinnum verið að senda „Islendingi“ spurn- ingar um eitt og annað. Er blaðið þá jafn- an svo hrifið af hugkvæmni sinni við sam- selning spurninga þessara, að það bætir roggið við þeim eftirmála, að „íslendingi'4 rnuni sennilega vefjast tunga um tönn við að svara þeim. „Verkamanninum“ er nú sérstaklega mik ið í mun að fá „íslending" til þess að hætta að skrifa um hagsmunamál verka- manna. Er blaðinu sýnilega meinilla við það, að „íslendingur,, skuli telja. nauðsyn- legt að tryggja hag verkamapna og spyr með miklum þjósti, hvenær „íslendingur" hafi barizt gegn atvinnuleysi verkamanna. Eg verð nú að biðja minn ágæta starfs- bróður við „Verkamanninn“ afsökunar á því, að ég hefi ekki nenftt að fletta í gegn- um 32 árganga af ,;íslendingi“, enda ger- ist þess naumast þörf til þess að svara hinni barnalegu spurningu hans. Megin- stefna Sjálfstæðisflokksins og blaða hans, bæði fyrr og síðar, hefir verið sú, að efla atvinnuvegi þjóðarinnar og skapa ný þjóð- félagsverðmæti. Flestir þeir menn, sem þrátt fyrir margvíslega erfiðleika hafa haft dug og þrek til þess að leggja út í at- vinnurekslur á liðnum árum, liafa verið Sjálfstæðismenn. Það er því ekki þeim að kenna, að verkamenn hafa oft búið við at- vinnuleysi. og erfið kjör á liðnum áriun, hcldur því, að atvinnntækin hafa vcri'í of fá og ófulikomin. En hyar heldur „Verka- maðurinn“, að íslenzkur verkalýður væri á vegi staddur, ef allir hefðu valið sér það hlutskipti konunúnista að gala á strætum og gatnamótum um nauðsyn þess að bæta kjör fólksins í landinu, en láta svo þar við sitja. Þeir herrar hafa valið sér hinn auð- veldari kostinn að heimla allt af öðrum, en vilja ekkert leggja að mörkum sjálfir. Þeir hafa talað, meðan aðrir störfuðu. Þeir liafa aldrei veitt neinum verkamanni nýti- lega vinnu. „íslendingur“ liefir barizt fyrir stefnu framkvæmdanna. „Verkamaðurinn" hefir helgað sig hlutverki málæðisins. Eg læl verkamenn sjálfa um að dæma um það, hver stefnan sé líklegri til þess að tryggja þeim efnalegt öryggi. Enn vex dýrfríðin KAUPLAGSNEFND og Hagstof- an haía nýlega reiknað út vísitölu frarafærslukostnaðar í janúarmán- uði. Reyndist hún 310 stig og hefir því hækkað um 4 stig síðan í desem- ber. Stafar hækkunin einkum af verð hækkun af fiski, fatnaði, eggjum, símgjöldum og húsaleigu. Vonandi finnur nefnd sú, sem kjörin var af Alþingi fyrir jól til þess að gera tillögur um raunhæfar aðgerðir í dýrtíðarmálunum, ein- hverja lausn á þessu vandamáli, sem ekki verður nú með nokkru móti lengur skotið á írest. Nefndin átti að skila áliti fyrir 1. febrúar n. k. Ersri minnkar gjaldeyriseign bankanna. INNEIGNIR \ ltankanna erlendis námu í nóvemberlok 1946 um 251.5 milj. kr. og lækkaði inneignin um rúmar 30 milj. kr. í mánuðinum. Gjaldeyriseign bankanna hefir sífellt farið minnkandi frá því í júlí 1945. Noregur: Norðmenn áforma að draga rnjög úr innflutningi sínum með því að koma á fót nýjurn iðngreinum, er framleiði ýmsar vörur, er þeir hafa áður þurft að flytja inn. Nýtt félag mun hefja íramleiðslu plastefna seint á árinu 1947. Jafnframt er fyrirhug- að að hefja framleiðslu bifreiða, en þær hafa ekki verið framleiddar áð- ur í Noregi. Aðrar nýungar í iðnað- inum eru framleiðsla skrifstofuá- halda, saumavéla, þvottavéla, kæli- véla og stóraukin verksmiðjufram- leiðsla ýmissa fiskafurða. Rússland: Rússneskir verkamenn hafa ekki leyfi til að gera verkföll, en í mót- mælaskyni gegn láum launum minnka þeir afköst sín. 1 sumum kolanámu- héruðum hefir framleiðslan minnk- að meir en um helming frá því venju lega. Til þess að vinna gegn þessu, hefir rússneska stjórnin lofað ríku- legra magni af neyzluvörum í fram- tíðinni-, ef framleiðslan verði aukin nú. Júgóslavía: Ibúar þorpa og sveitú víðsvegar um Júgóslavíu gerast sífellt djarfari •í andstöðu sinni gegn stjórn Titos. Gagnrýni á ríkisstjórnina hefir ný- lega verið látin í ljós á opinberum fundum. Ymsir hændur takmarka kornrækt sina við eigin þarfir. Aðr- ir hafa af ásettu ráði eyðilagt land- búnaðaráhöld fremur en greiða hina háu skatta, sem lagðir hafa verið á slík tæki. ----------------n Bretland: Benzínskömmlun" i Bretlandi mun verða afnumin á næstunni. Hefir ben- zín þá verið skannntað í Bretlandi í sjö ár. Pólland: Samkvæmt pólsk-rússneska við- skiptasamningnum fyrir árið 1947, ber Póllandi að afhenda Ráðstjórnar- ríkjunum á þessu ári 13 milj. smá- lestir af kolum fyrir um það bil 156 milj. kr. Heimsmarkaðsverð á þessu kolamagni myndi vera um 780 milj. króna. Bretland: Töluverður ágreiningur er innan brezka íhaldsflokksins með flokks- forustuna. Churchill mun andstæður því að láta af forustu flokksins, en ýmsir flokksmenn vilja fá yngri mann í formannssætið og telja nú- verandi forustu flokksins ekki hafa hagnýtt sér nægilega vel þá-óánægju, sem nú er ríkjandi í landinu vegna skorts á nauðsynjavörum. Enrtlög og úf-lón bankanna í nóvember. INNLOG í bankana námu í nóv- emberlok sl. um 553.5 milj. kr. og höfðu minnkað í mánuðinum um tæpa 21 milj. kr. Útlán námu samtals rúmum 460 milj. kr. og höfðu minnkað um tæpa hálfa milj. kr. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA Og svo rændu villimenn þessu barni frá þér. Reyndu svo að ímynda þér, að þú eftir margra ára leit skyndi- lega heyrir rödd hans, sjáir andlit hans, sem nú er orðið andlit fullþroska manns, en þó hið sama, ein- mitt eins og þig hafði dreymt um það og þráð það árum saman — það, sem þú hefðir viljað gefa þús- und líf fyrir, ef þér hefði gefist tími til umhugsunar. Og svo hinn öskrandi, æðisgengna lýð, sem ræðst á þig, og þá er allt hugrekki og kærleikur á bak og burt. Allar göfugar tilfinningar drukkna í hinni frum- stæðu eðlishvöt, sem aðeins hefir eina rödd: Bjarg- aðu lífi þínu. Hugsaðu þér svo að lokum, að þú. vær- ir þessi hugleysingi, öruggur og heill á húfi í aðeins nokkurra mílna fjarlægð frá syninum, sem hef-' ir yfirgefið. En þó getur hann ekki náð sambandi við hann vegna þess,að þeir, sem hann hefir leitað hælis hjá, eru einnig hugleysingjard „Jæja“, rumdi í Higgs, ég skil til hlýtap þessa stór- fenglegu lýsingu þína. En ef þér finnst þú þurfa að ásaka sjálfan þig fyrir þetta, get ég ekki verið þér sammála. J>að hefði orðið syni þirium að litlu gagni, þótt þú hefðir gefið þeim færi á að höggva af þér höf - uðið, og ef til vill hefði hann farið sömu leiðina." ,,Eg geri mér naumast grein fyrir því,“ svaraði ég. „Eg hefi svo lengi brotið heilann um þetta og mér finnst ég hafa blettað heiður minn með hegðun minni. En svo bauðst mér óvænt hjálp. Þessi stúlka, Walda Nagasta eða Maqueda, sem einnig hefir átt í miklu hugarstríði við að finna lausn á erfiðleikum sínum, hefir gert mér tilboð, sennilega án vitundar eða sam- þykkis ráðgjafa sinna. Hjálpaðu mér, sagði hún, og ég skal frelsa son þinn. Eg get bæði goldið þér og 22 mönnum þeim, sem þú færð þér til aðstoðar, fyrir alla ykkar fyrirhöfn. Eg sagði, að þetta væri vonlaust, því enginn myndi trúa frásögn minni. En þá tók hún af sér hringinn, er hún bar sem tákn þjóðhöfðingjastöðu sinnar, og sýndi mér ríkisinnsiglið — það er hringurinn, sem þú stakkst í vasann, Higgs — og sagði: Konurnar í ætt minni hafa borið þenna hring síðan á dögum Maquedu, drottningar af Saba. Ef til eru lærðir menn í landi þínu munu þeir geta lesið nafn hennar á hringnum og komizt að raun um, að ég segi sannleikann. Tak þú hann með þér sem jarteikn. Farðu einnig með nægilega mikið af gulli með þér. svo að þú getið keypt þessi efni, sem geyma leyndan eld og geta kollvarpað fjöllum eins og þú -sagðir. Og komdu með menn, sem kunna að nota þessi efni, en þó ekki fleiri en tvo eða þrjá, því að við getum ekki flutt fleiri yfir eyðimörkina. Og komdu svo aftur til þess að frelsa son þinn og mig.“ „Þetta er öll sagan, Higgs. Viltu taka að þér þetta hlutverk, eða verð ég að leita til annarra? Þú verður að taka skjóta ákvörðun, því að ég má engan tíma missa, ef ég á að verða kominn til Mur, áður en regn- tíminn byrjar.“ „Hefir þú meðferðis nokkuð af þessu gulli, sem þú talaðir um?“ spurði prófessorinn. - Eg dró skinnpyngju upp úr frakkavasa mínum og helti nokkrum peningum á borðið. Prófessorinn skoð- aði þá vandlega. „Hringmynt,“ sagði hann samstundis. „Peningar þessir geta verið engilsaxneskir, en þeir geta líka ver- ið af allt öðrum uppruna. Það er ógerlegt að segja, frá hvaða tíma þeir eru. En ef dæma skal eftir útliti 23 þeirra, gæti ég ímyndað mér, að þeir væru lítið eitt blandaðir með silfri. Já, hér er peningur, sem er dá- lítið sýrður og er án efa mjög gamall.“ Hann dró innsiglishringinn aftur upp úr vasa sín- um og rannsakaði bæði hringinn og steininn gaum- gæfilega með stækkunargleri. „Já, þessu er líklega þannig háttað. Það getur ver- ið að ég hafi verið hálfgerður græningi hér fyrr á árum, en nú skjátlast mér sjaldan. Hvað segir þú, Adams? Þarftu að fá hann aftur? Þú vilt ekki bregð- ast trausti þeirra? Aðeins að láni? Jæja, taktu hann þá. Eg þarf ekki. Þetta er annars æði áhættusamt fyrirtæki. Og ef einhver annar en þú hefðir beðið mig að gera þetta, hefði ég sagt honum að fara til — Mur. En, Adams, gamli vinur. Þú frelsaðir einu sinni líf mitt og sendir mér aldrei neinn reikning fyr- ir það, því að ég átti ekki neitt. Þessu hefi ég aldrei gleymt. Og þar sem nokkrar sögur, sem ég býst ekki við, að þú hafir heyrt um í Mið-Afríku, eru þess vald,- andi, að ég á hér ekkert sérstaklega ánægjulega daga í bi,li, hygg ég þó, að ég taki starfið að mér. Hvað segir þú, 01iver?“ „Ó“,sagði Orme kapteinn og vaknaði nú af drauma móki sinu. „Ef þú óskar, þá get ég gert það. Mig skiptir Iitlu máli, hvað ég aðhefst.“ II. KAFLI RÁÐ KVIKS LEÐÞJÁLFA. Allt í einu heyrðist óskaplegur hávaði fyrir utan. Útidyrnar opnuðust og var skellt aftur. vagn ók af stað með ofsahraða, blásið var hvellt í lögregluflautu og þungt fótatak heyrðist. Svo heyrðist hrópað „í nafni konungsins“. Og samstundis var svarað:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.